Heimasíða Ásgarðs

01.11.2007 19:40

Fullt í öll vetrarpláss hjá okkur!


Tökum ekki fleiri hross að okkur í vetur! Allt orðið smekkfullt miðað við heyfeng sem er minni í ár vegna þurrkanna í sumar og svo látlausrar rigningar í haust sem olli því að ekki var hægt að klára öll túnin.
Þarf því miður að láta eitthvað af mínu góða fólki fara annað með hrossin sín í vetur .

Nú fara fyrstu stóðhestarnir að koma á hús og 1 desember þau hross sem verða hér á útigangi.
Er að fara í skýrsluhald og annað sem búskapnum fylgir.
Forðagæsluskýrslan var að detta innum lúguna og eins skýrslurnar fyrir folöldin-afdrifaskýrslan og búskýrslan.
Hafið samband í herbertp@simnet.is ef einhverjar spurningar vakna.
Þangað til næst,farið vel með ykkur !

31.10.2007 01:12

Sabine og Íris farnar-Hylling heim og Hrókur tekinn inn

Er ekki kominn tími á eitt gott blogg.Er enn að jafna mig á því að stelpurnar séu farnar,þær Íris og Sabine.
En það jafnar sig og nóg hefur reyndar verið að gera síðan þær fóru þannig að hugurinn hefur um nóg að hugsa.

26 Október:

 Átti kallinn stórafmæli,varð sextugur.Innilega til hamingju gullið mitt:)
Segist hann loksins vera kominn á þann aldur sem kallast grái fiðringurinn aldurinn en ég er ekki sammála honum.Hann er búinn með þann aldur og kominn á "með stálgráa firðinginn aldurinn:) Skiljist á þann hátt sem hver vill:)

Dagurinn var samt ósköp venjulegur en Sabine og Íris fóru í heimsókn að Hrauni í Grindavík og undu sér þar frameftir degi með henni Valgerði vinkonu.

Við Hebbi fórum í verkin okkar og dunduðum heil ósköpin í skepnunum á bænum.Extruðum voðalega vel enda veitti kannski ekki af því eftir allt flandrið á kellingunni mér undanfarnar daga.

Við færðum kindurnar í betri stíu því nú fer að koma að því að stóðhestar fari að koma hingað til vetravistunar og þá er nú gott að það séu ekki kindur í stóðhestastíunum:)

Lömbin blása út þau sem fæddust núna í haust í óþökk fyrrverandi eiganda en ég gekk á milli hnífs og skinns þegar að átti að fara að fella þau greyin:)Alveg merkilegt hvað ég er orðin viðkvæm fyrir kindum! Reyndar er fyrrverandi eigandi kindarinnar og lambanna alveg miður sín þegar að ég er að fara að fella folöld hjá mér hehehehehehe............Það finnst mér hinsvegar ekkert mál enda löngu búin að skoða ganglag,byggingu og geðslag og búin að sættast á það að viðkomamdi gripur búi yfir meiri hæfileikum sem steik í ofni:)

Eftir að öll verk voru búin þennan dag þá mætti Magga á svæðið og við brunuðum útí búð og ýmislegt keypt fyrir afmælis"barnið":)Við snöruðum fram þessari líka fínu kökuveislu og reyndar gerði ég þennan flotta heita rétt í ofninum líka:)Sko mig þetta gat ég:)Uhhhhh........takk kærlega fyrir hjálpina Magga mín!

27 Október.

Vöknuðum á ókristilegum tíma eða klukkan 5:45 um morguninn og nú skildi brunað vestur á Mýrar.
Ég var með kaffibrúsa í bílnum sem ég þambaði til að halda mér vakandi á veginum!Hmmmmm.........ekki alveg minn tími skal ég sko segja ykkur:)

Fyrst fóru Sabine og Valgerður galvaskar LENGST útí mýri að skoða hross en við Íris og Hörður driver sátum í bílnum funheitum á meðan:)Þvílíkar hetjur þessar stelpur!
Enda komu þær hundblautar í fæturnar til baka en alsælar.

Næst var farið í Borgarfjörðinn og stoppað í Skipanesi en þar er hann vinur minn Dímon Glampasonur að stíga sín fyrstu skref með knapa.

Ekki hefur veðrið leikið þar við hann né knapa hans.Allt á floti úti og allt á floti inni líka en innitamingar aðstaðan á floti vegna vatnsveðurs undafarnar vikur!

En góðir hlutir gerast hægt og Dímon er að verða búinn með fyrsta áfangann og næst kemur hann í smáhvíld í Ásgarðinn:) Hlakkar til að fá drenginn til mín:)

Síðan var brunað áfram og stefnan tekin á Neðra-Skarð.

Sigurður (yngri) bóndi að leiða hópinn rétta leið .

Þar var fríður flokkur af fólki að smala saman stóðinu sem var að koma inn í ormalyfsgjöf og hófsnyrtingu.
Þar var eitt folald sem hreinlega er stingandi fallegt og er það hún Perla Keilisdóttir!!Vá........ef þetta verður ekki græja þá skal ég hundur heita! Hún er akkúrat með þennan fallega höfuðburð sem ég (ásamt fleirum:) kalla sjálfberandi og þarf ekki að hafa fyrir því að koma þessu hrossi í fallega höfuðburð í framtíðinni.
Ég skora á Neðra-Skarð bændur að fara með þetta flotta folald á folaldasýningu!

Við keyrðum svo Hvalfjörðinn heim og var gríðarlega fallegt að sjá hann svona við það að fara í vetrarbúninginn.

Skrítið að það þyrfti manneskju frá útlöndunum (Sabine) til að opna augum mín fyrir Hvalfirðinum en í mínum huga var hann kvalræði sem gott var að sleppa við og ekkert nema beygjur og ælupokar.
Ég fór nokkrar ferðir í den í rútu á vorin eftir að skóla lauk en þá var maður auðvitað rokinn norður í land til að hjálpa til við sauðburðinn og hvað annað sem fylgdi sveitalífinu.
Núna þótti mér fjörðurinn miklu styttri en vanalega!

28 Október

Vaknaði aftur á þessum líka ókristilega tíma 5:00!
Ætti nú samt að skammast mín pínulítið en ég veit ekki hvað stelpurnar halda eiginlega:)EN núna voru þær að fara aftur heim til Þýskalands og auðvitað voru þær svo vænar að taka með sér eitthvað af rigningunni frétti ég:)

Reyndar var engin smá snjókoma þennan morgunn!

Aumingja Sabine sem ætlaði að ná snjómyndum af hrossum var að fara og ekkert hægt að gera.
Við fórum hægt og rólega á litla bílnum mínum en með réttu hefði ég átt að fara á Black Beauty.
í Sandgerði keyrðum við framá fólksbíl sem hafði runnið uppá gangstétt í hálkunni og farið á umferðaskilti og í gegnum grindverk og stóð hálfur í gegnum trjárunna inní garði.Ég dró enn úr hraðanum við að sjá þetta!

Við komumst heilu og höldnu alla leið en á heimleiðinni var ég næstum farin útaf en ég fór aðeins hraðar eftir að ég varð ein og missti vald á bílnum í hálkunni en tókst að rétta hann aftur við á veginum sem betur fer!

Ég skreið aftur uppí og svaf til hádegis en þá komu galvaskar dömur úr Borgarfirðinum þær mæðgur Gro og Gunnhildur frænka og ein úr Höfuðborginni hún Inga frænka.
Með þeim í för var hún Hylling Brúnblesadóttir með Hróksbarnið Rán en Hylling var hjá stóðhesti í sumar langt frá heimahögunum.

Við drifum hrossin inní hesthús og fórum svo og fengum okkur kaffi.

Í dag skildi fækka Öndunum svo um munaði.Við rákum þær inní hesthús og flokkuðum það sem átti að fara til lífs og það sem á að stækka og fitna meir og svo var brunað með þær greyin útí sláturhús og þar fengu þær að hanga á meðan við fengum okkur smá meira kaffi.

Ég plataði hana Gunnhildi frænku mína til að fara niður á tún að sækja hann Hrók en nú átti að setja kall inn enda gestahross farin að streyma í Ásgarðinn og ekki gott að ofra neinu með stóðhest úti þó rólegur sé.

Gunnhildur átti bágt með að finna hann en hann var einsog einn af stóðmerunum að hennar sögn hehehehe.......

Hrókur var rétt kominn á hús þegar að Felix hennar Huldu Geirs mætti á svæðið.Felix átti að fara niður á Vinkil en þar verða ellismellirnir í vetur.
Felix var í lopapeysu!!!!Dekur dekur!

Dimmt var orðið og ekki gott að setja hann útí myrkrið á ókunnugum stað þannig að hann var settur inn við hliðina á Hróksa.
Felix varð svo "ástfanginn"af Hrók að ég lenti í vandræðum með hann næsta dag en Hrókur fór einn út og þrátt fyrir að Felix væri inni með fjórum öðrum hrossum þá varð hann alveg vitlaus í stíunni sinni!

Hann hneggjaði og spólaði í hringi í stíunni og varð ekki  rótt fyrren Hrókur kom aftur inn og ekki var viðlit að fá hann Felix til að éta heyið sín megin heldur tróð hann hausnum í gegnum milligerðina og át svo hæstánægður tugguna með Hrók:) Bara krúttlegir vinir:)


Myndina tók Íris um daginn .

Af öndunum er það að segja að þær tíndu tölunni og voru teknar 44 þennan dag og munar um minna að fóðra skal ég segja ykkur:)
Og hvað haldiði að hafi verið í kvöldmatinn hjá frúnni??


Tvær komnar í Saladmaster pottinn flotta.  http://www.eldamennska.is/

Nammi namm..............

Smá viðbót við þessa bloggfærslu vegna dagatala sem Sabine Sebald er að láta prenta fyrir sig.Hún er að velja hestamyndir núna í þessum töluðu orðum fyrir hestadagatalið og eins verður hún með dagatal með landslagsmyndum.Allar myndirnar eru teknar núna síðustu vikur hér á Íslandi.Margir koma til með að þekkja sín hross á þeim og hross annara.Borgarfjörður-Suðurnes og Rangárvallarsýsla spila sitt hlutverk í landslags dagatalinu.

Ég ásamt fleirum keyptum í fyrra dagatöl og eru þau alveg glimrandi falleg og mjög svo nýtileg en það er gert ráð fyrir að maður geti skrifað inná dagana atburði sem væntanlegir eru hjá manni svona til minnis.Mjög þægilegt.
Klikkið á þetta netfang info@skinfaxa.de  og pantið dagatal í tíma og það er ekkert mál að skrifa henni Sabine á íslensku,hún skilur hana mjög vel og er meira að segja farin að tala hana líka!
Skemmtileg viðbót í jólapakkann .
 

25.10.2007 11:11

Meiri rigning:(

Ekki er veðrið að leika við þýskurnar mínar.Þetta er ekki sniðugt!Allan þennan hálfa mánuð sem þær eru hérna hefur ringt uppá hvern einasta dag!
Við höfum þurft að aflýsa td norðurferðinni vegna veðurs en það er til einskis að fara að æða af stað í vitlausu veðri ef ekki er hægt að taka upp camerurnar fyrir utan það að mér finnst persónulega ekki sniðugt að leika sér að því að ana útí ófærur og óvissu þegar að veðrið lætur svona.

Reyndar hafa þær sýnt ótrúlega þolinmæði og reynt að skilja veðurguðina hér á landi en þetta er bara ekki hægt.Við fórum aftur austur að kíkja á Sokkudís og Loka.Hittum Heklu og var gaman að sjá hrossin hjá henni.

Fórum svo í Reiðholtið að reyna að mynda hross en þau eru ansi spök og þyrfti helst að nota fjardráttarlinsu á þau blessuð:)

En þegar að þau voru orðin alveg viss um að ekki leyndist einn einasti brauðbiti í Fagra-Blakk bílnum mínum þá fóru þau að hegða sér eins og hross og fengum við sýningu hjá þeim hvernig best er að velta sér.Hvert á fætur öðru hrundu þau niður á veginum fyrir framan okkur og veltu sér óspart.
Þau voru sko ekkert smá "fín" fyrir myndatöku hehehehehe.........


Mér datt í hug að kíkja á kassann með saltsteinunum sem við Hebbi settum þar fyrir 12 dögum síðan og rak ég á rogastans!


Á tæpum hálfum mánuði voru þau ekki farin að fatta saltsteinana!
Ég kallaði á hana Rjúpu mína og varð ég að setja hendina ofaní kassann svo hún tæki eftir steinunum og upphófust þá slagsmál hjá hrossunum sem á eftir komu.

Allir ætluðu að fá sér salt í einu og úr varð myndalegur haugur af frekjudollum að slást og slást og gáfu þau sér minnstan tíma til að fá sér salt!

Hinir sem höfðu aðeins meira vit í kollinum stóðu hjá og biðu róleg eftir að röðin kæmi að þeim.

Biskup leiðist ekki að fá tugguna .......

Ég er búin að vera með trippi á húsi sem slasaðist í vírgirðingu og auðvitað var Biskupinn tekinn inn með því sem félagsskapur.

Allt hefur gengið vel með trippið en hún er öll að koma til og alveg ótrúlega þolinmóð við mig og sterk að kveinka sér ekki meir í löppinni en hún hefur gert.

Í fyrradag fékk hún að fara smá út með Biskup og fékk ég líka þessa flottu sýningu hjá henni en hún stígur flott í fótinn og greinilegt að allar sinar eru í lagi:)Sem bretur fer:)

Í dag fór hún svo aftur út með Biskup og tókum við þá myndir af henni að montast um hólfið:)

Ég tók inn fleiri hross um daginn en mér var farið að ofbjóða vatnsveðrið á reiðhrossin hér á bæ og setti inn Sudda,Vordísi og Væntingu Hróks líka.
Ég ætla að leyfa þeim að vera inni þartil rigningunni slotar aftur en þá fá þau að fara aftur út.

23.10.2007 01:53

Rigning og rok!

Rigning og rok alla daga og ekkert myndavélaveður fyrir okkur stelpurnar.Aðalega er maður nú að pæla í henni Sabine sem kom nú í þeim erindagjörðum að ná sem flestum hestamyndum af okkar yndislega gæðing sem íslenski hesturinn er,úti í guðgrænni náttúrunni.

En það sem helst hefur á daga okkar drifið er þetta:

Föstudagurinn 19.

Þá var nú glatt á hjalla og skemmtilegt fólk í meira lagi sem kom í Ásgarðinn að fá sér að borða úr pottunum góðu og renna því niður með bjór af öllum tegundum.
Ég nefnilega hóaði saman nokkrum pörum sem eiga það öll sameiginlegt að hafa gaman af hestum,góðum mat og drykk og ekki síst samvistum við annað skemmtilegt fólk.

Pottakonan "mín" kom og eldaði hvern réttinn á fætur öðrum og flugu spurningar á víxl og aðalega var það eldhress gaur úr Borgarfirðinum sem sendi óspart spurningu úr "sal"en eldhúsið mitt rúmaði ekki allt þetta fólk þannig að við vorum nokkur svolítið aftarlega eða í "salnum":)
Siggi þú varst langflottastur þarna í "salnum"og mun ég koma til með að panta þig í alla viðburði stóra sem smáa framvegis:) Laddi má bara fara að vara sig hehehehe.......
Já"og takk innilega fyrir blómin Sibba mín og ég er enn að máta hvort þú eða Siggi séuð flottari að aftan eða framan!Hvort heldur þú að sé betra að hafa Sigga fyrir aftan eða?? Þú hefur reynsluna ekki satt?

Ég vil þakka öllum fyrir komuna þetta kvöld,það var ekkert smá gaman að fá ykkur elskurnar mínar!

Laugardagur 20

Æddum uppí Grindavík með lömbin okkar fjögur því nú átti sko að rústa Grindjánum á Hrútasýningunni!Mín var með sigurglampa í augum þegar að þau voru dregin uppá vigtina EN............hvað skeði eiginlega!Sá sem var á vigtinni var ekkert að hafa fyrir því að setja upp gleraugun eða á ekki gleraugu og vigtuðust mín lömb alveg niður fyrir öll sigurmörk!Þar fór bikarinn!

Ég ætla nú ekki að fara nánar útí það hvernig hans lömb vigtuðust en líklega voru þau gerð úr gulli þannig að ég mæli með því að maðurinn sá arna selji einsog eitt stykki gullamb og kaupi sér gleraugu á nefið:)Eða bara stjörnukíki................!

Þarsem ég er keppnis manneskja mikil OG mér lá við hreinlega köfnun af hneykslan yfir þessari vitlausu mælingu þá dröslaði ég tveimur hrússum aftur á vogina og hafði mér til halds og traust ábyrgann mann til að vigta og þá kom hið sanna í ljós!

Annar Hrússinn minn var vigtaður 39 kg en var tæp 50 kg!

Hinn var vigtaður 30 kg en var 45 kg!!!!!

Þeir stiguðust ágætlega og var ég sátt við allar tölurnar sem þeir fengu og hann Flanki minn frá Gísla og Siggu á Flankastöðum fær að lifa um ókomin ár sem aðal stöddinn í mínu fjárhúsi:)

Einhvernveginn held ég að ég leyfi þessum sjóndöpru Grindjánum að halda áfram að rækta sín gull lömb í friði framvegis.
Ég mun hinsvegar leita til annara Grindvíkinga ef mig vantar eitthvað að vita um fé því það leynast innanum Grindjánana Grindvíkingar sem eru að rækta af miklum áhuga og metnaði:)

EN líklega fær einn af Grindjánunum send gleraugu í pósti fljótlega frá mér hehehehehehehe.........Taki þeir það til sín sem eiga:)

Eftir Hrútasýninguna var mér enn heitt í hamsi(tólginni:)og gerði ég allt vitlaust sem ég mögulega gat.Við vorum boðin í mat til Sillu og Nonna og vorum við orðin svolítið sein fyrir en okkur hafði langað mikið til að hitta þau í hesthúsinu fyrst því að þar inni eru tveir drengir sem ég "á" nokkur strá í.Glófaxi og Völusteinn voru komnir inn en því miður þá gátum við ekki barið þá augum í þetta skiptið.

En hvað um það,ég hentist í sturtu og í föt og í skó og útí bíl.Svo var brunað af stað í bæinn ég Hebbi,Sabine og Íris.Ég var eitthvað svo ómöguleg í fótunum og bölvaði sjálfri mér í hljóði fyrir að hafa keypt svona stóra skó sem voru ekki að virka nema í ullarsokkum.
Auðvitað var mín ekki í ullarsokkum í matarboði en ég lét mig hafa það og skakklappaðist upp og niður tröppurnar í Grafarvoginu en leið nú einsog ég væri hann Fedmúli í Andrés Andarblöðum.Rak tærnar allstaðar í!

Dísus kræst!Ég er fáviti! Haldiði ekki að ég hafi verið í skónum hans Hebba míns númer 46!!!!!Ég nota sko 39!!!!
Keyptum nefnilega alveg eins skó.....svo fínir nema sitt hvor stærðin of course:)

Nonni og Silla!Tókuð þið ekki eftir neinu?

Aumingja Sabine og Íris fannst ég svolítið skrítin í þessum skóm en þorðu ekki að móðga mig með athugasemdum um stærðina á þeim hehehehehehehehehehehe...........Héldu að íslenskt kvenfólk væri bara svona lappastórt!

Sunnudagurinn 21

Elsku "litla"dóttir mín er orðin 18 ára í dag!

Innilega til hamingju með daginn rúslan mín:)Mér líður nú ekki eins og hún hafi poppað útúr mér fyrir 18 árum!Það gæti verið styttra því mér er það enn í fersku minni þegar að hún loksins kom í heiminn eftir 23 stunda baráttu því henni leið nú bara ágætlega sem kúlubúa og ætlaði sko ekkert út!En út kom hún blessuð og er orðin 18 dama og ekkert smá barn lengur:)

Boggi,Eygló,Högni og frú birtust hér um hádegið með fulla kerru af gæðingum sem voru að koma í vetrapössun í Ásgarðinn.Gaman gaman hjá okkur og sú gula farin að skína eftir smá stund.

Pamela kom með sinn son hann Hug frá Höfnum en hann er vindóttur stjörnóttur Dímonar Glampasonur:)

Sif í fótsnyrtingu hjá Högna.
Svo komu þær stöllur Vænting Glymsdóttir og Sif Hróksdóttir eftir góða sumardvöl í Höfnunum.Þær eru vægast sagt hnöttóttar af spiki!Enda fengum við enga almennilega sýningu hjá þeim því allir voru svo önnum kafnir við að éta og leggja sig.
Þær fóru í fótsnyrtingu og fengu ormalyf og svo beint niður á Vinkil á beit.

Sabine var ekki lítið ánægð að hitta "dóttur" sína hana Væntingu en Sabine Sebald er ræktandinn að hryssunni.


Verð að setja inn eina mynd af henni Emblu Hróksdóttur svona í lokin.Ég er eiginlega að renna á rassinn með það að selja hana frá mér.Hún er öll að blása út og verða svo flott að ég tími bara ekki að láta hana frá mér.Þannig að ég tek hana hérmeð af sölulistanum og ætla að spekúlera í henni sem arfaka móður sinnar sem er farin að eldast og ekki er ráð nema í tíma sé tekið með að velja undan henni álitlegt merfolald.Hún gæti átt það alveg eins til að koma með eintóm hestfolöld í restina.Annað eins hefur nú gerst á bestu bæjum.

19.10.2007 00:00

Austurferð-Hraun og Hringur seldur!

Við fórum austur í Reiðholt aftur um daginn til að sækja slasaða trippið og koma því heim í hjúkrun og aðhlynningu.Sárið er ljótt en ekkert sem má ekki laga sýnist mér.Eitt skil ég samt ekki,hvernig getur skepnan verið svona sterk og dugleg með svona stórt sár á fætinum ?
Hún er ekki einu sinni hölt!!!
Ég veit það bara að ég væri vælandi í rúminu!
En hún er komin á pencillín og allt í rétta átt með sárið.

Hrossin í Reiðholti koma alltaf þegar að kallað er.Gætu fengið brauðmola:)

Sokkadís Hróksdóttir og Loki Dímonarson.

En áður en að Reiðholtinu kom þá tókum við vinkil beygju til Heklu sem er að passa Sokkudís okkar og hann Loka Dímonarson.Hekla var ekki heima þannig að við fórum niður í hagann til hrossanna og fengum stórt knús að launum frá honum Loka sem var alveg viss um að hann væri aðalnúmerið þarna í haganum og við værum bara að koma og heimsækja hann:)

Næsta dag vöknuðum við  snemma eða ég um 7:45 og stelpurnar þær Sabine og Íris hafa ábyggilega verið vaknaðar uppúr 5:00!Þannig að í þeirra huga hef ég sofið yfir mig hehehehehehe............

Valgerður með vinum...........Hmmm....hvað er í vasanum  .

Nú var ferðinni heitið til Valgerðar á Hrauni sem beið með morgunkræsingar að vanda og svo var rokið út að mynda hross í skemmtilegu landslagi með fjöllum og grasi grónu hrauninu.
Mikið voru hrossin hjá henni frísk og kát! Rassaköst um holt og hæðir og engin smá montlæti í þeim enda vissu þau uppá hár að þarna voru komnar dömur utanúr hinum stóra heimi að mynda þau:)
Sá sem mest spretti úr spori og var bara fjandi flottur var hann Lyngur gamli frá Strandarhöfði orðinn 19 vetra gamall!Ég skal nú segja ykkur það gott fólk að ég ætla að vona að mín hross verði svona fótafim í ellinni einsog þessi klár!

Merlin var næstum "dottin" ofaní vasann minn .

Ég var líka alveg svakalega skotin í honum Merlin "litla" sem er ekkert lítill lengur.Og svo leynist þarna hjá henni vinkonu minni verðandi græja og er ekki vafi með það en hann Hamar er orðinn heljarinnar skrokkur og stæltur eftir því aðeins þriggja vetra gamall.Bara flottur foli!

Eftir miklar myndatökur og meira kaffi var stefnan tekin á RVK en ég þurfti að fara í Lífland og sækja fóður og svo er hann Hringur minn víst seldur og þurfti ég að ljúka þeim viðskiptum.Skrítin tilfinning að hann skuli vera farinn í hendurnar á nýjum eigendum.Ég var pínulítið  leið fyrst í hjartanum því hesturinn er búinn að vera í okkar eigu frá því hann var folald og svo núna er hann skyndilega farinn í nýjar hendur.EN það hressti mig verulega við að vita að hann fór í frábærar hendur og nýi eigandinn er alveg í skýjunum með klárinn:)
Þetta var akkúrat það sem ég var að leita að.Einhver sem kemur til með að njóta hestsins og er ánægður með að eiga hann.
Hvað er betri auglýsing fyrir mann en ánægður kaupandi.

Sabine og Íris að túristast .Gaman gaman hjá okkur!

En aftur að Krísuvíkur ferðinni okkar með Valgerði sem farastjóra.Maður má sko skammast sín fyrir að eiga heima hér og þekkja ekki þessa almennu stoppustaði ferðamanna hér rétt við bæjardyrnar!
Ég var ekki betri en þær stöllur Sabine og Íris með cameruna!!!!Ég mátti bara þakka fyrir að detta ekki ofaní einhver hverarpyttinn í ferðinni eða festa nefið í Grýlukertunum á klettaveggjunum.

Þvílíkar andstæður á örstuttum kafla!

 

16.10.2007 00:09

Sabine og Íris komnar!

Þá eru dömurnar Sabine og Íris lentar á Íslandinu kalda.Mikið var gaman að hitta þær aftur!
Hér fylltist allt af gestum vegna komu þeirra og svo líka annara sem voru hér í öðrum erindagjörðum en alls komu hér 15-20 manns þennan dag.BARA gaman........

Nú erum við að reyna að skipuleggja okkur því ferðinni er heitið norður í land og auðvitað líka austur að hitta Skvísu,SSSól og alla hina hestana í Reiðholtinu.Eins förum við að hitta hana Heklu sem passar vel uppá hana Sokkudís og Loka Dímonarson.

Þær dömurnar voru komnar á fætur í morgun klukkan 6:00!!!!!EKKI ég hehehehehehe...........ég svaf:)

Sabine og Íris í hrikalegum kulda að reyna að mynda eitthvað.

Auðvitað tóku þær stefnuna niður í stóðið að hitta hross sem þær þekkja og sjá hvernig folöldin líta út í ár.Hefring hreif þær og Sleipnir og einnig hann Veðjar að öðrum folöldum ólöstuðum.EN hvað haldiði að hafi skeð!Sabine þurfti endilega að verða svona hrifin af Frystikistu folaldinu!Hann er voðalega kelinn (uppáþrengjandi) og spakur (frekur:) Ég býð spennt eftir því að hún Sabine vinkona mín sjái ganglagið í honum því þá gæti hún kannski fengist til að skella honum í Pítubrauðið sitt hehehehehehe..........

Stórstjarna með Kvöldroða sinn.

Annars erum við bara að vinna svolitla tölvuvinnu með myndir og byrjaðar að vinna fyrir hann Val sem borgaði okkur svo vel fyrirfram í fyrra með vali á fallegum folöldum úr sínu stóði sem fyrirframgreiðslu.Eins gott að standa sig í þessu:)

Veðjar og Kvöldroði keppast um að stækka og stækka.

Folöldin hjá honum Val eru lappalöng og falleg og ætti ekki að vera mikið mál að selja þau.Tvö eru seld og er annar eigandinn í Afríku!Ætli Krissa og Gunni komi til með að flytja það þangað?

Verð að setja inn eina af henni Skjónu minni elskulegu.
Sjáiði tjarnirnar þarna niður á bakka!Svona hef ég aldrei séð hér áður en það hafa komið smá væskilslegir pollar en þetta er tú möts.....Jörðin okkar er nefnilega mjög sendin og ætti vatnið að hripa fljótt niður en í fleiri fleiri vikur eru heilu tjarnirnar hér um allt! 

Alveg rétt gott fólk þið sem nennið að lesa bullið mitt! Endilega sendið mér linka inná áhugaverðar lifandi bloggsíður.Ég set það sem vinsamlegt skilyrði að bloggin séu í notkun en ekki dauð með eldgömlum færslum .Hafiði það sem allra best þangað til næst .

14.10.2007 01:00

Reiðholt heimsótt og Ikea martröð!

Við skruppum austur um daginn með Black Beauty bílinn okkar í allsherjar skoðun á Ljónsstaðina.Nú skal eina ferðina enn yfirfara hann blessaðann fyrir veturinn svo hann gangi nú eins og klukka og ég tala nú ekki um að hann skili mér,Sabine og Íris norður yfir heiðar og til baka í heilu lagi.

Ég yrði nú ekki hissa þó að kallarnir á Ljónstöðum fari að veðja um það hvort Blakkur lifi eitt árið enn en hann er orðinn soldið lúinn en ekki búinn hehehehehe......
Hann er LANGFLOTTASTUR og ekki orð um það meir!

Rjúpa Hróksdóttir orðin alveg dökksótrauð og litförótti liturinn sést varla.

Við héldum för okkar áfram austur og komum við í Reiðholtinu með saltsteina handa stóðinu og svolítð af brauði.Alltaf gaman að geta kallað í þau í staðinn fyrir að þurfa að ganga þarna um alla þessa 100 hektar og leita að þeim!

Skvísa hennar Sabine hefur þroskast vel í sumar.Hún er undan Keilissyni sem er afar geðgóður og skemmtilegur hestur.

Öll komu þau hlaupandi og þáðu brauðið af mikilli áfergju,hvað annað.

Raketta Hróksdóttir ullaði bara á mig!Sú ætlar að verða faxprúð!

Allir litu vel út nema einu trippinu hefur tekist að slasa sig á afturfæti með því að brölta á girðinu og verð ég við fyrsta tækifæri að sækja hana blessaða.
Alveg merkilegt að á öllu þessu svæði með kafabeit skuli þau þurfa að fara á girðingar og slasa sig!
En það þýðir ekki að tala um það heldur reyna að gera það besta úr því og koma trippinu undir læknishendur og koma því á pencillín kúr.

Við hjónin æddum af stað inní Ikea en stóra fína hvíta kommóðan eða hirslan sem við höfum beðið svo lengi eftir að væri til var nú alltíeinu til og það ein 4 stykki.

Hebbi ætlaði að vera sniðugur og bað afgreiðslumanninn um að taka eina frá fyrir okkur í cirka þennan hálftíma sem það tæki okkur að keyra inneftir en það var allsekki hægt!

Þá spurði hann hvort að konan (ég:) gæti ekki borgað hirsluna í gegnum heimabankann til að tryggja okkur hana en þá kom aftur þvert NEI"!!!!!

Við máttum ekki versla hana í gegnum heimabankann heldur urðum að keyra í ofboði inneftir og stökkva eins og vitleysingar eftir öllum örunum í gólfinu og staðgreiða hana á staðnum!

Ég hafði ekki við kallinum sem enda sentist þarna á undan mér og þarsem hann er sveitavargur hinn mesti og ekki alinn upp við boð og bönn td að ekki megi ganga á grasinu og annað slíkt í höfuðborginni þá þeyttist hann út fyrir örvarnar í gólfinu og gekk allstaðar á veggi og skildi hvorki upp né niður í þessu óskipulagi þarna í þessari verslun!

Á endanum týndi ég honum og þá rölti ég bara eins og hlýðinn Reykvíkingur (ég er RKV-ingur:) eftir örvunum og alla leið inní mötuneytið og keypti mér eina ískalda Maltöl eftir öll hlaupin á eftir kallinum og beið róleg eftir því að hann tæki eftir því að hann væri búinn að týna konunni sinni.

Viti menn"hann tók eftir því!EN ekki fyrren hann var búinn að festa sér hirsluna góðu hehehehehehehe.........

Næst var eitthvað smálegt sett í körfu og á endanum var hún orðin ansi þung og erfið viðureignar.En út komumst við með allt heila klabbið en þá kom babb í bátinn/bílinn!Þegar að minn elskulegi maður var búinn að troða öllu inn í litla bílinn okkar þá var ekkki pláss fyrir mig!!!!
Ég leit í kringum mig í ofboði til að finna einhvern sem vildi ættleiða mig í hvelli!Rek ég ekki augun í Formann Hestamannafélagsins Mána og formannsfrúna! Ég var ekki lengi að væla í þeim og spurði hvort þau vildu ekki taka mig að sér því ég kæmist ekki í bílinn með kallinum en það hefur Formanninum ekki litist á!TVÆR rauðhærðar hestakonur var of mikið fyrir hann:)Hann réðist með ægilegri sveiflu inní litla bílinn okkar,tróð og tætti og eftir smá stund var komið pláss fyrir mig að smokra mér innum.

EN ég varð að taka hárklemmuna úr hárinu og setja hana í hanskahólfið því plássið var bóksstaflega ekkert fyrir bæði mig og hana!

Heim komumst við með allt og hef ég varla getað náð sambandi við Hebba Byggir sem skrúfaði og nelgdi í gríð og erg og nú er mublan komin upp og ég sko búin að fylla hana af allskonar dóti sem mig vantaði hirslu fyrir.

10.10.2007 01:11

Vetrarhagar opnaðir og ormahreinsun

Ég er byrjuð að gefa út litlu tippunum á bænum þeim Aski Stígandasyni,Pálma Silfrasyni og Heljari Ögrasyni.Ekki leiðist þeim það að fá að standa í heyrúllu allann daginn og éta á sig gat.Sem betur fer þá eru þeir voðalega rólegir og þægilegir þarna í litla hólfinu sínu.

Eðja með Veðjar Dímonarson að úða í sig tuggunni.

Ég er líka byrjuð að tína úr hross og setja í vetrahagana.LM-Sokka og litla dóttir hennar hún Embla fengu ormlyf ásamt Halastjörnu og hennar dóttur,Ságu Hróksdóttur.Embla mætti þroskast betur en ég hef móður hennar grunaða um að halda uppteknum hætti og gefa þeim  folöldunum sem vilja að drekka með sínu eigin afkvæmi.

Sem betur fer þá gerði hún það í fyrra þegar að ein hryssan í hópnum varð bráðkvödd frá sínu folaldi en þá var LM-Sokka fljót að hleypa móðurleysingjanum á spena.

Hún ætlar greinilega að halda þessum upptekna hætti því ég sá Sleipnir Hróksson teiga mjólk úr henni á meðan ég stóð við hlið hennar úti!

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta skeður hjá okkur að folöld fari að stela sér aukasopa og er að virðist ansi algengt fyrirbæri.


Eðja er ein af uppáhaldshryssunum mínum,vindótt litförótt og skilar flottum folöldum.


Halastjarna fékk sérmeðferð en tvisvar á ári þarf að greiða niður dautt hár úr faxinu á henni til að létta á henni makkann sem stundum vill hallast undan öllum faxinu.Sú gamla er orðin ansi eitthvað lúin finnst mér.Lét mig mýla sig úti en hún er ekki vön að láta mig taka sig svo auðveldlega og mátti ég strjúka hana alla og meira að segja mjólka hana smá án þess að þessi stygga ótamda hryssa maldaði í móinn!

En Sága dóttir hennar er mjög stór og feit og pattaraleg er hún.Hún var spræk í ormahreinsuninni og eina folaldið sem ég lét dingla í gúmmíkallinum góða.En hún var fljót að læra að gefa eftir.

Týr með litlu Löpp mömmu að fá strá út stalli.Nýr eigandi að Týr er búin að gera heimasíðu um hann en hún er læst en þá er bara um að gera að biðja kurteislega um aðgang að henni .www.123.is/Tyr

Hin voru ekkert nema elskulegheitin og held ég að þetta sé auðveldasti folaldahópurinn sem ég hef kynnst frá því við byrjuðum að rækta hross hér í Ásgarðinum.

Hvað haldiði að ég hafi verið að láta gera núna um daginn!Kellingunni datt í hug að láta járna 3 stykki hross.Biskup,Vordís og Suddi voru sett á járn og komu hingað galvaskir drengir úr Borgarfirðinum og voru ekki lengi að smella skeifum undir gripina.
Nú ætti ég að geta boðið Sabine og Íris á hestbak eþgar að þær koma.

Auðvitað lét ég bara setja sumarskeifur undir þau því það er ekkert vetrarveður lengur hérna á Suðurnesjunum fyrir utan það að þau verða nú ekki svo mikið hreyfð frameftir haustinu.Bara svona smá leikaraskaður.
Strákarnir sem komu og járnuðu svo snilldarlega heita Eiður Gsm 869-5233 og Rasmus Gsm 847-1582 og ef einhvern vantar járningu á hrossin sín þá eru þeir meira en tilbúnir að koma fyrir nokkur hross hingað suður í sæluna.Þeir járna allar tegundir af járningum frá gömlu góðu sveitajárningunni uppí kynbótajárningar.

Busla að stelast inn og lítur alltaf út einsog Nunna með gardínuna á hausnum hehehehehehehehe......Ég held að hún viti að hún sé fyndin þegar að hún gerir þetta .Minnsta kosti verður hún voðalega sposk á svipinn og veit að ég fer að hlægja að henni.

Enn eru til 3 hvolpar undan Buslu okkar og eru þessir 3 einstaklega spennandi sem verðandi minkaveiðihundar.
Endilega látið vita af þeim því þetta er síðasta gotið hennar Buslu en hún á skilið að vera bara hún sjálf það sem eftir er því hún er komin á eftirlaun blessunin.
Enn hraust enda bara 8 ára gömul skvísa sem hefur mikið gaman af lífinu þrátt fyrir að vera blind á öðru auga og á þremur fótum eftir vinnuslys:)
Glænýtt blogg sem ég hef mikið gaman af að lesa! Helga hestakona og heilmikið gaman af hennar hugleiðingum og skoðunum hvað varðar mun á milli kynjanna en það stíga nú ekki allir í skóna hennar Helgu þegar að kemur húsasmíðum og hrossabrestum/tamningum .Eða hvað finnst ykkur? http://www.123.is/helgadalshestar/ Bara snilld þessi stelpa!

Jæja er ekki mál að pikki linni,ég er orðin alveg snarvitlaus með disk frá henni dóttur minni en hann bjó hún til handa mömmu sinni svo hún hefði nú almennilega músík til að hlusta á á meðan hún þeytist um með ryksuguna og skúringargræjurnar.
Vitiði hvað stendur utná diskinum? TRAKTORA KONAN ÓGURLEGA. Og svo fyrir neðan..............TAKA TIL!
Þessi elska hefur hitt í mark því þarna eru hrikalega flott lög sem við báðar erum alveg vitlausar í og eitt alveg sértakt "okkar lag".
Það er lagið Hotel California en það er "okkar" uppáhalds lag ever!
Ég gleymi því aldrei þegar að hún tók þátt í söngvakeppni í skólanum og söng það af innlifun með hljómsveit og alles og þegar að ég leit í kringum mig þá voru allra hörðustu karlmenn farnir að þurrka sér um augun .......Þvílíkur söngur og innlifunin var algjör hjá áhorfendum! Enda endaði stelpan mín með fyrsta sætið .


 

04.10.2007 23:11

Hrókur vandræðalegur við heimkomuna:)


Hrókur var heldur betur vandræðalegur þegar að ég setti hann aftur niður á tún til meranna sinna eftir tveggja mánaða frí frá þeim.Toppa Náttfaradóttir  lagði hann í einelti enda eina hryssan hér á bæ sem er ekki fylfull og var mikil sveifla á henni og skildi nú Hrókur gera eitthvað fyrir hana.Þó ekki setja í hana folald því hún er hætt öllu svoleiðis veseni,finnst bara svo gaman að æfa að búa til folald henni gömlu .

Hún steig trylltann dans en uppskar bara flótta frá honum enda komið haust í klárinn og þá er hann vanur að draga upp kúlurnar sínar og "breytast í gelding".

Hvað er þetta Hrókur?Lyfti ég ekki nóg fyrir þinn smekk orðin 23 vetra?!!! Þú hefðir átt að sjá mig í denn!


Ég er að drukkna úr hundum þessa dagana en það eru tíu hundar á bænum núna í augnablikinu.Ástandið er nefnilega þannig að ég get ekki sagt "nei við fólk sem á hund frá okkur þegar að það þarf að fá pössun í nokkra daga .Púlli albróðir Buslu er hér í 10 daga og er ekki amalegt að fá svona duglegann og vel þjálfaðann hund til að kenna hvolpunum td að synda og gegna innkalli.Besta ráðið samt við "heyrnaleysi"sem hrjáir stundum hvolpa og þá aðalega rakkana er að láta þá draga nokkurra metra band á eftir sér og þá er nú ekki erfitt að stíga á það en þá yfirleitt fá þeir heyrnina eins oog skot .Og annað "heyrnaleysis" meðal er alveg frábært að nota minnsta kosti á hundana okkar en það er afbrýðissemis meðalið!Ef einn fær hrós og kjass þá veit maður ekki fyrren öll hrúgan er komin í fangið á manni hehehehehehe............

Tobba Anna alveg á fullu á eftir Púlla og Súsý litla að hreða sig uppí að synda og gerði það svo með glæsibrag sú stutta.
Fiskafréttir:

Froskurinn freki var alveg með það á hreinu þegar að ég var að reyna að ná myndum af Skallaseiðunum að hann væri flott myndaefni.Seiðin eru cirka 200 og þroskast alveg geysilega vel.Litlu munaði samt um daginn þegar að Hitaveitan tók heita vatnið af og það kólnaði svo hrikalega í húsinu okkar og vatnið í Fiskabúrinu líka.Sem betur fer þá átti ég hitara sem virkar og setti hann í og eftir smástund þá fóru seiðin á stjá og hegðuðu sér ekki lengur eins og þau væru að sofna á botninum.Seiðin eru enn að borða Artemíu (lifandi fóður:) sem stelpurnar í Vatnaveröld http://pet.is/  í Keflavík redduðu í snarhasti úr R.V.K! Bara góðar........
En hver vill bjóða í þennan Frosk??? Hann endar á því að éta öll seiðin frá okkur því hann komst ofaní litla fiskabúrið um daginn og mátti engu muna að hann æti þau öll!!!! Minni Froskurinn er gjörsamlega horfinn úr búrinu opg veit ég það fyrir víst að sá stóri hefur skóflað honum uppí sig í einu græðgiskastinu .

Veðjar,Hefring,Kvöldroði og Sleipnir rétt náðu að þorna á milli skúra um daginn og þá var hlaupið út að mynda smá.

Það fer að verða erfitt að taka myndir enda þyrfti maður svosem að eiga cameru sem tekur neðansjávarmyndir í allri þessari rigningu.Við erum orðin rosalega pirruð og þreytt á öllu þessu vatni sem smýgur ofaní hálsmál og gegnbleytir okkur á örskammri stundu.Er þetta ekki að verða nóg komið? Ég ætla að panta sól og sælu með Sabine og Íris þegar að þær koma til landsins eftir cirka 10 daga .Jiiiiiiiiiiii...........hvað mig hlakkar til að hitta þær aftur!

27.09.2007 00:39

Hrókur og Suddi komnir heim:)

Í gær var í nógu að snúast hjá okkur.Hebbi vaknaði fyrir allar aldir til að draga bát sem var í Sandgerðishöfn.Hann hafði fest eitthvað í skrúfunni og bráðvantaði einhvern á stórum og sterkum traktor í verkið.
Eftir því sem mér skildist þá átti hann að draga bátinn EFTIR að búið var að hífa hann uppúr höfninni,enn eigum við ekki svo öflugann traktor að hann geti silgt um á honum og dregið báta um öll höf:)

Uppúr hádegi þá drifum við okkur í Borgarfjörðinn að líta á menn og máleysingja.


Skjanni að koma og tala við okkur Gro.Flottur..........

Fyrst komum við í Nýja Bæ en þar gat ég orðið að smá liði og staðið í hliði á meðan folaldshryssur voru flokkaðar frá honum Alvar.Ein af þeim er hún Hylling Brúnblesadóttir með hana Rán Hróksdóttur sem mætti vera stærri eftir sumarið en það eru margir ekki alveg sælir með útkomuna á bæði lömbum og folöldum eftir þetta mikla þurrkasumar.

Ef ég þekki hana rétt sem Hróksafkvæmi þá á eftir að tosast úr henni.


Hebbi og Hylling að knúsa hvort annað .

Gro og Alvar að spá alvarlega í lífinu og tilverunni .

Alvar er ekkert smá geðprúður og vel taminn hestur.Hann minnti mig á Hrókinn minn og þetta er hreint út sagt draumageðslag í þessum hesti.
Þeim mæðgum Hyllingu og Rán var gefið ormalyf og settar í góðann haga.
Einnig tókum við hryssu frá honum Skjanna kallinum sem lítur hreint stórglæsilega út!

Djö......er þetta vígalegur og flottur hestur.

Næst var brunað og Hrókur sóttur.Ekki var stoppað neitt á þeim bænum því það var beðið eftir okkur á þriðja bænum og myrkrið að skella á!
Þar var hann Suddi kallinn í stóði alveg við bæinn.Ekki málið að ná honum og setja múlinn á þann gamla.
Honum leist nú ekki á blikuna þegar að við opnuðum kerruna og ætluðumst til af honum að fara uppá kerru með stóðhesti! Alveg er það merkilegt hvað geldingar og hryssur finna strax á lyktinni að stóðhestur er nærri!É
g ákvað að vera ekkert að troða Sudda uppá kerruna og tók því Hrók niður og lét Hróksa kyngreina Sudda og hann féllst strax á það að þetta væri ekki eitthvað spennandi fyrir hann hehehehehehe..........
Suddi flaug uppá kerruna og Hrókur á eftir og var ég með heynet fullt af heyi fyrir þá að maula á á heimleiðinni.
Við stoppuðum í Borgarnesi enda orðin svöng eftir daginn og var mikil ró í kerrunni á meðan enda báðir hestarnir að slíta hey úr netinu þegar að ég kíkti í kerruna:)
Við komum seint heim og settum hestana inn í hesthús og þar verða þeir þartil veðrið gengur aðeins niður.

Suddi og Hrókur komnir í stíu.Cameran var eitthvað að stríða mér í myrkrinu en læt þessa mynd duga af ferðafélögunum í bili .

24.09.2007 23:58

Truntufréttir úr Ásgarðinum

Jæja gott fólk.Ég var farin að halda að ég væri hætt með þetta blogg svei mér þá.Alveg sama hvað ég fór oft hér inn..........engin ný færsla og Ransý bara einhverstaðar útá túni?
Það er alveg rétt að ég er búin að vera útí á túni,að eltast við trunturnar okkar hér í Ásgarðinum.
Arg.........djö..........truntur sem halda að þær ráði hreinlega öllu.Trunturnar sem ég er að tala um eru merarnar niður á túni,þær sömu og ég fór að slaka á færslunni á randbeitarþræðinum vegna þess að Toppa gamla var næstum búin að drepa sig á ofáti!

Þær létu sko ekki mig kellinguna sína segja þeim að þráðinn ætti að færa minna í hvert skipti og "færðu"þær þráðinn bara hreint út sagt útum allt tún!!!!
Brutu staurana og átu svo á sig gat af áborna sterka grasinu.Við erum búin að setja þær í smá skammarkrók en það er næsta víst að ég ræð hér beitarmálum en ekki þær.

Við Eygló skelltum okkur í bæjarferð um daginn að líta á gæðinga í Víðidalnum.Allt gengur þetta vel hjá honum Hilmari og eru hrossin á hraðri leið með a verða að tömdum hrossum.Vænting Hróksdóttir er meira að segja farin að tölta nokkuð vel,hoppar smá uppá fótinn..........hva....maður er nú bara að stíga sín fyrstu spor:)

Hún er nú meira dekrið hjá honum Hilmari.Fær mola fyrir að standa kjur þegar að stígið er í hnakkinn og var fyndið að sjá þegar að hún beið spennt eftir því hvor hendin gæfi molann,sú vinstri eða sú hægri hehehehehe.....Hilmar talaði um að það væri mjög gott í framtíðinni þegar að ég færi að fara á bak henni að telja puttana eftir að hún væri búin að rukka um molann:)Nú ef hún tekur alla hendina af mér þá sendi ég bara HAND rukkara á hana:)

Vænting fyndin á svip........hvar er molinn????

Þarna kom molinn,svo var tölt af stað innanum bíla,skokkara og reiðhjólafólk.Taugarnar í stakasta lagi .

Gibbufréttir:
Við færðum gibburnar niður á Vinkil um daginn og skelltum þeim í iðagrænt gras þarsem þéttasta Kríuvarpið var hjá okkur í sumar.Þarna hafa þær staðið síðustu sólarhringana og úðað í sig grasinu af mikilli áfergju.
Flanki er alltaf jafn yndislegur þegar að maður kemur niðureftir í heimsókn en hann kemur hlaupandi til að fá smá klapp og kjass á vangann sinn.
Ási Flankason hrútur fer að mæta í kistulagninu fljótlega.........Hann er algjör hlunkur,líklega farin að slaga í 20 kílóa skrokk .

Brynja Beauty .
Hebbi er svo rosalega hrifinn af henni Brynju Lind Karenadóttur (það er gimbur:) að hann ákvað að setja hana á enda glæsilegt lamb í alla staði.Eða það segir Fjármála rágjafinn minn hún Valgerður á Hrauni og ekki lýgur hún!

Siggi Dímonar og Sibba komu í heimsókn í gær.Þau voru að gera úttekt á Dímonarsonunum á Suðurnesjunum en einn er á Hrauni,annar átti að vera í Höfnunum en var með mömmu sinni enn í stóru sveitinni að fá gott í kroppinn hjá stóðhesti ( þ.e.a.s mamman:)og sá þriðji hann Veðjar frá Ásgarði var sko heima til að láta fólkið dáðst að sér:)
Enda hreint út sagt framúrskarandi fallegt og skemmtilegt folald.
Ég skammast mín fyrir að segja það en ég átti EKKERT með kaffinu handa þeim en bæti hérmeð úr því og sendi ykkur þessa líka fínu Eplaköku bakaða á pönnunni góðu!


Sibba mín þú prentar hana bara út handa Sigga! Toppaði ég ekki valgerði hehehehehehehehe...............

Fiskafréttir:
Nú haldiði að ég sé að verða vitlaus!Ég hef óslitið frá því ég var 15 ára verið með fiska/búr.
Ekki marga núna en fallega í stóru búri inní stofu.Börnin hafa alltaf jafn gaman af því að fá að skoða Froskinn stóra og fiskana.
Í búrinu er Skallapar sem gerir ekkert annað en að hrygna og svo koma seiði sem svo týnast í sandinum og deyja.

Eina ferðina enn eru komin grilljón seiði og ég gerði allar þær ráðstafanir sem ég gat til að þetta fengi að lifa og nú er bara að sjá hvort að krílin verði að stórum fallegum Sköllum í framtíðinni.Ég meira að segja sauð egg og gaf rauðuna í búrið því það var ekki til Artemía til að rækta fóður handa þeim!

Ég er að fá til mín algjörann höfðingja hingað í Ásgarðinn.Hann á að vera hér til dauðadags með því skilyrði að hann vinni fyrir mat sínum:)Ekki verður neitt mál fyrir mig að láta hann vinna fyrir mat sínum því þetta er akkúrat hesttýpan sem ég missti þegar að hún Skjóna mín heltist á afturfæti og varð úr leik sem reiðhross.
Á morgun á að skella sér í sveitina og sækja Sudda og Hrókinn til Agnars í leiðinni.
Ég vissi ekki að ég ætti mynd af honum Sudda en svo var ég að skoða gamlar myndir frá Vigdísarvallaferð 2004 og er þá ekki Suddi kallinn á nokkrum myndum þar!

Ég á leið niður Festarfjall á Sudda teymi Skjónu mína og Hringur utaná henni.Í þessari ferð var Hringur gerður vel reiðfær en ferðin tók cirka 10 daga.

Hér er ég fremst á Skjónu,teymi Sudda og Hringur er utaná honum.
Á eftir mér er Öddi með höfðingjann Hring gamla sem nú er fallinn og teymir Öddi hann Randver.Síðan kemur hún Sigrún sem var sett á öll tamningartrippin í ferðinni og það sem hinir voru ekki alveg vissir um hvernig myndi virka .
Þetta var frábær ferð og ég veit að það er til diskur með vídeó clipsum á úr allri ferðinni og það er algjört möst að fá eitt eintak af honum ef hægt er??? VILLI???? .......
Þessi ferð rennur mér seint úr minni því hópurinn var samstilltur og frábært fólk með í för.


 

19.09.2007 01:15

Laddi alltaf góður:)

Við fórum um daginn á Ladda showið með Önnu systir og Kidda mág og skemmtum okkur alveg konunglega.Fyrst fórum við reyndar fínt út að borða og auðvitað völdum við bændurnir ég og Hebbi lamb á okkar disk:)Geðveikt gott og gaman:)
Laddi klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og reyndar fékk Laddi hann Hebba til að taka þátt í gríninu með sér alveg óvænt og klappaði fólkið alveg tryllt og hló og hló.
Hebbi fer að taka % fyrir að mæta á fremsta bekk í Borgaraleikhúsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er látinn taka þátt.Síðast var það í frábærum söngleik sem ég man ekki lengur hvað heitir............eitthvað Stone?

Hér á bæ er vart hægt að slíta mig úr eldhúsinu........Já"ég veit að þetta fer að verða leiðinlegt að lesa til lengdar með þessa potta.Ég er alveg húkt á þeim og er farin að elda í hádeginu og eiga svo tilbúinn mat í pottum fyrir kvöldið og er þetta alveg ótrúlega þægilegt og tímasparandi.Ég gerði Pizzu á rafmagnspönnunni og heppnaðist hún bara frábærlega hjá mér.

Inga frænka meira að segja bakaði súkkulaði(grænmetis:)kökuna um daginn og það gekk ekki lítið á þegar að súkkulaðinu var smurt á kökuna en það var á tímabili vafamál hvort kakan eða mallinn í Ingu hefði vinninginn.Og góð var kakan.

Ég dreif mig á hestbak í kvöld og ekki seinna vænna að prófa hana Vordísi áður en skeifurnar hrindu undan henni.Við fórum í langann og góðann reiðtúr og er ég nokkuð sátt við hryssuna þó margt megi laga.Mikið agalega er hún þæg og góð skepnan.Léttviljug og góð.
EN ég þarf að hreinsa töltið  og næsta járning verður þannig að það hjálpi henni svo hún verði nú ekki svona skeiðborin á því.
Ég setti hana inní hesthús eftir reiðtúrinn enda orðin bullsveitt greyið og fór svo aftur niður eftir í kvöld í myrkrinu og hleypti hrossunum út.

Rosalega var dimmt!
Þetta minnti mig á það þegar að við Sigrún (Danmerkur)vorum að ríða út á veturna og himininn var heiður og við létum hrossin feta áfram og það marraði svo skemmtilega í snjónum undan fótum hrossanna.Svo horfðum við uppí himininn á allar glitrandi stjörnurnar og ef við vorum heppnar þá sáum við stjörnuhrap!
Ég stoppaði niður við hesthús og horfði dágóða stund upp og ég varð eiginlega pínulítið fyrir vonbrigðum!Jú"þarna var allt fullt af stjörnum það vantaði ekki.EN þarna var líka allt fullt af allskonar drasli frá mannskepnunni sem silgdi hraðbyri innanum stjörnurnar og líklegast einhver Rússinn að taka myndir af mér standandi þarna niður við hesthúsið mitt!

Folöldin dafna og stækka og stækka.Og ég er hætt að færa randbeitarþráðinn í bili.Hrossin eru ekki að éta það sem ég er að gefa þeim(rétt það allrabesta:) og þá er mér spurn?Eru þær ekki þá að fá nóg þessar dömur? Ójú"ég ætla bara að anda með nefinu og halda áfram að leyfa þeim að éta grasið sem er að spretta uppí þær þessa dagana.Allt sem var áborið hér í vor er enn í heilmikilli sprettu og þær um það ef þær vilja endilega vera niður á bakka en ekki uppá túni þarsem ég er að færa þráðinn reglulega.Allar flóðmjólka og eru orðnar spikfeitar fyrir veturinn.Ég er farin að geta komið við eitt og eitt folald og eru þau mjög flott í holdum.

Mön að kljást við Ósk.Mön er sótrauð/skjótt/litförótt og hún virðist enn halda fylinu sem Óðinn Hróksson kom í hana en hann er brúnlitföróttur.Mön hefur ekkert gengið upp síðan að hún var hjá honum og nú er bara að krossa fingur og vita hvað skeður.
Þessi hryssa hefur ALLTAF eignast litförótt afkvæmi sem manni finnst nú ansi merkilegt.

Veðjar Dímonarsonur blæs alveg út og er hinn vinalegasti við mann þegar að maður kemur í heimsókn til hans.Honum leiðist það ekki að einhver tali aðeins við hann en allt er gott í hófi þegar að folöld eru annars vegar ekki satt:) Mér finnst ágætt að geta tekið á þeim til að fylgjast með holdafarinu og ekki meir.
Ég steingleymdi að hafa með mér skærin en nú á að klippa lokk úr kauða og senda honum Páli Imsland hestalitasérfræðingi til skoðurnar.Ég er orðin ansi viss um að Veðjar sé ekki "bara"vindóttur heldur grunar mig að hann sé líka litföróttur.

Eða hvað sýnist ykkur???? Ef þetta væri feldur á kanínu þá yrði hann kallaður Chincilla.Þær eru silfurgráar að lit.


 

15.09.2007 16:54

Hrein snilld þessir pottar!


Ég tók mig til um daginn og bauð til mín systrum hans Hebba í mat en ég eldaði ekki neitt handa þeim.Fékk til mín þrælskemmtilega dömu sem mætti með bókstaflega allt til alls og á meðan við sátum og horfðum á þá galdraði hún hreinlega hvern réttinn á fætur öðrum uppúr galdrapottunum sínum:)
Jú"þið giskuðu rétt gott fólk.Þetta var pottakynning og hreinlega þvílík uppgötvun hjá okkur hjónunum hér í Ásgarðinum að það var ekki spurnig í lokin að panta sér eitt sett af pottum þó rándýrir væru.Spurningin var hreinlega hvort þetta gæti ekki verið eitthvað sem myndi minnka í okkur gigtina/verkina og laga heilsuna verulega.
Þetta er hrein smilld það get ég sagt ykkur!
Fyrst fengum við fisk sem var settur hálffrosinn í pott með engu vatni og engu salti.Hann var vægast sagt geggjaður og engum datt í hug að salta hann eftirá.
Síðan fengum við kjúkling og grænmeti með kartöflugratín.Pannan sem Kjúllinn var steiktur á er hrein snilld,maður þarf ekki að nota neina olíu eða neitt og það myndaðist þessi líka fína sósa af kjúllanum og tók það örfáar mínutur að steikja hann.
Í eftirrétt fengum við geggjaða hollustu súkkulaðiköku sem var bökuð í POTTI á eldavélahellunni!!!
Hráefnið í hana var meðal annars,hvítkál,Kúrbítur,kartafla,Gulrót,epli,egg og eitthvað fleira hollt og auðvitað grunnurinn sem þarf í kökur þ.e.a.s hveiti,lyftiduft og allt það.
Fyrir utan hvað heilsan getur batnað þá er þetta rafmagnssparandi,tímasparandi og minna uppvask því alt má fara í uppvöskunarvélina,bragðbetri matur og það er alveg á tæru að líkaminn fær alla þá næringu sem þú ætlast til því pottarnir góðu halda næringunni í matnum með sinni einstöku virkni.
Nú er ég farin að hljóma eins og ég sé að fara að selja potta hehehehehehehe............"nei aldeilis ekki gott fólk.Ég varð bara svo yfir mig hrifin af matnum sem kom uppúr þeim OG Hebbi minn ekki síður en hann sat þarna innanum okkur dömurnar og var engu minna hrifinn að það var ekki spurning að versla sett sem hæfir okkar litlu fjölskyldu.Nú svo er eilífðar ábyrgð á þeim og Krissa mín getur tekið við þeim eftir minn dag.Þá veit ég að barnabörnin mín fá hollt og gott í kroppinn sinn:)
Ég held að ég sé mest spennt fyrir rafmagnspönnunni sem er svo flott!OG það má setja hana í UPPVÖSKUNARVÉLINA LÍKA! Ekki er ég minna spennt fyrir kvörninni góðu en hana fæ ég með því einu að fá einhverjar tvær til að bjóða til sín í mat frá 2-10 manns.

Farin til dyra pottarnir voru að koma!!!!

Ég skal nú segja ykkur það!Ég fékk svo frábærar gestgjafagjafir að ég á ekki til orð!

Ég ætla ekki að blogga hve dýrt það var sem ég fékk en það er dýrt!

Magga og Inga voru að reka inn nefið með Töru blómvönd ekkert smá krúttlegar:)Takk æðislega fyrir Magga og Inga:)

 Ég er rokin útí búð að kaupa það sem til þarf í nýju pottana og nú skal prófa sig áfram með þá.Vona að ég hafi tekið eftir öllu sem sagt var í sambandi við eldamennskuna svo ég geti eldað fullt af hollum og góðum mat.Ég var reyndar ein eyru og augu í fyrrakvöld og kvíði ekki fyrir því að þetta verði mikið mál.
Fyrsta sem eldað verður í nýju fínu pottunum verður súkkulaði kakan og svo í kvöldmat verða Gæsabringur með öllu tilheyrandi:)

Þeir/þær sem hafa áhuga á að vita meira um pottana góðu og vilja komast í samband við frábæra dömu sem skýrir allt vel og skilmerkilega hafið samband við mig í herbertp@simnet.is

Það er algjört möst að hafa kallana með því þeir eru margir hverjir alveg snillingar í eldhúsinu líka og koma til með að hafa gaman af þessu.Minn maður á sína spretti í eldamenskunni og er mjög áhugasamur um hollari matreiðslu.Ég tala nú ekki um Villibráð eldaða á góðann hátt.

 

13.09.2007 00:00

Tara litla fékk hvíldina sína


Þessi dagur var erfiður.Tara litla tíkin okkar fékk hvíldina eftir 10 ára vist hjá okkur.
Hún kom til okkar 9 mánaða gömul alveg kolvitlaus eftir að hafa komið sér útaf þremur heimilum og er það ekki ofsagt að hún hafi verið erfiður hundur inná heimili.
En eftir dágóða þjálfun og þolinmæði þá tókst okkur að virkja hana sem hinn mesta veiðivarg og varðhund.
Reyndar þurfti lítið að hafa fyrir því að þjálfa hana sem minkaveiðihund því hún tók uppá því sjálf að sækja mink og reka þá í stórum stíl heim og hélt þeim þar í aðhaldi þartil "pabbi" sótti byssuna.
Hún er búin að margskila öllum svitanum og tárunum sem fóru í hana í upphafi og sé ég ekki eftir því að hafa tekið hana að okkur.
Reyndar var hún hundurinn hans Hebba og hún vissi það.
Hebbi var húsbóndinn og byssukallinn og eins gott að vera stillt og prúð svo hún fengi nú að fara með þegar að "pabbi" opnaði byssuskápinn.Þá vældi hún stöðugt utaní honum og vék ekki frá honum svo hún myndi nú ekki missa af neinu.
Hún átti 3 got hjá okkur og allir hvolparnir fengu heimili og sumir hverjir fóru á hvolpanámskeið og var gaman að fá að vita af þeim í 1-2 sætum eftir þau námskeið.
Busla mín er úr fyrsta gotinu og er orðin 8 ára gömul og voru þær mæðgur mjög duglega að vinna saman hvort sem var  á veiðum eða að smala með kellingunni sinni.
Tara var nefnilega algjörlega ómissandi í frumtamningunum en hún tók það að sér óbeðin að elta tamningartrippin sem voru bundin utaná og bíta í hófskeggið á þeim ef þau héngu í.Eins ef trippi var með kergju við að fara úr hesthúsi þá rauk hún í hælana á þeim og eins gat ég sent hana framfyrir trippin í básnum og látið hana narta í framfæturnar á þeim ef ég vildi færa þau til.
Hún var algjör snillingur í því sem hún hafði áhuga á en það var að veiða mýs,mink,smala og verja fyrir okkur bæinn.Þessvegna er nú póstkassinn uppá vegi en ekki dyralúgan notuð eins og hjá flestu fólki.
Tara fékk krabbamein fyrir stuttu og skeði þetta allt mjög hratt hjá henni.Hún fékk að lifa á meðan matarlystin var í lagi en hún var strax sett á sérfæði og á meðan hún hafði gaman af því að tölta þetta með í búverkunum þá þótti okkur í lagi að bíða með það sem koma skildi.Í gær eldaði ég uppáhaldsmatinn hennar og átum við saman Lifrapylsu en í dag vildi hún ekki borða og var orðin ansi slöpp.Þá var ekki um annað að ræða en að leyfa henni að fara.
Mig dreymdi skrítinn draum í fyrri nótt en Tara var í miklu uppáhaldi hjá henni tengdamömmu heitinni og tengdapabba en mig dreymdi þau bæði og ætla ég ekki að fara nánar útí þann draum en að öllum líkindum var tengdamamma að biðja okkur um að veita tíkinni hvíldina löngu.
Hana fékk hún blessunin í dag og hvílir hún á góðum stað rétt hjá Sebastían hennar Röggu vinkonu.
Bless Tara mín þín verður sárt saknað.

10.09.2007 00:51

Matgæðingar og grillgæðingar:)


Við Hebbi minn vorum boðin í grill um daginn til Önnu systir og Kidda og ég formaði ekki annað sjálfur matgæðingurinn að hafa meðferðis gæðing á grillið .Hvað er betra en marineraðar folaldsneiðar slurp!
Við vorum náttúrulega ekki á réttum tíma frekar en fyrri daginn en við erum ávalt á Ástralíu tíma þegar að okkur er boðið eitthvað.
Þetta er leiðindaávani hjá okkur báðum og höfum við verið prógrömmuð eitthvað vitlaust í byrjun,eða það held ég að minnsta kosti.Þannig að ef þið lesendur kærir ætlið að boða okkur eitthvert td í afmæli eða eitthvað álíka þá endilega setjið í boðskortið klukkan í það minsta 3 tímum fyrr en áætlaður fagnaður er .Segi nú bara svona !
En það var aldeilis gaman að hitta ættingjana sem enn voru og var mikið spjallað og etið langt frameftir kvöldi.

Toppa alveg að missa sig í grasinu! Ætli hún hafi aldrei heyrt talað um Bumbubana .

Toppa gamla átvagl var næstum búin að drepa sig um daginn í græðgi yfir öllu græna grasinu.Ég færði þráðinn aðeins meira en ég er vön að gera og Hebbi gaf brauð og eftir cirka 3 tíma þá sé ég hana Toppu greyið á hvolfi niður á túni með fæturnar kreppta að sér!
Ég kallaði á Hebba að Toppa væri flækt í girðingunni og æpti að taka rafmagnið af!!!!!
Hann rauk af stað niður eftir og ég svo á eftir og ég kom við í hesthúsinu og greip þar Naglbít til að losa skepnuna úr vírnum!
Það var algjörlega fast í hausnum á mér að hún væri föst í vírnum og ég hugsaði og hugsaði á meðan ég hljóp við fót niður eftir hvernig í ósköpunum heimavön skepna færi að velta sér nærri rafgirðinu og flækja sig en gestahross hafa farið þannig og þá aðallega hross sem eru alin upp við annarskonar girðingar ekki með rafnagni.
EN svo kom það í ljós að Toppa kellingin lá þarna á bakinu á miðju túninu með alla fætur kreppta að sér og velti sér af kvölum!
Hún var með ofátkveisu!!!!!!
Hebbi kom henni á fætur og við tókum undir hökuna á henni og teymdum hana heim í hesthús og þar setti ég múl á hana og labbaði með hana útí stóra hesthús.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún ALDREI látið teyma sig frá stóði á hökunni einni saman en það var eins og hún vissi að við værum það eina rétta í stöðunni fyrir hana og við værum að hjálpa henni.
Ég þóttist vera viss að það þyrfti ekki dýralækni því það var enn garnagaul og hún rak viðstöðulaust við og ropaði alveg svakalega...........og fýlan sem kom frá henni!!!!
Svo kom grænt aftan úr henni ,algjör lella!
Í morgun var lystin komin og engann veginn hægt að teyma hana á skegginu
hehehehehehehehe.................Toppa aftur orðin gamla góða Toppa sem lætur ekki hvern sem er segja sér fyrir verkum:)
Hún er enn útfrá með Vordísi og fer hún niður á tún aftur á morgun en .Þá eru hinar merarnar búnar með mesta og besta grænmetið og mér dettur EKKI í hug að færa svona mikið næst þráðinn!

Blesarnir hennar Deidrie þeir Heljar og Pálmi höfðu það gott í góða veðrinu og steinlágu megnið af deginum.Eða þartil þeir vöknuðu upp við vondan draum og með miklum látun en Pálmi hafði lagst ansi nærri randbeitarþræðinum og þegar að hann stóð upp hefur hausinn farið beint upp í þráðinn,blessuð skepnan fengið stuð í haus og rokið með þráðinn á hausnum langt inní hagann og slitið hann!
Þetta þýddi bara eitt,þráðurinn og staurarnir voru teknir niður og restina fengu þeir og urðu mikið glaðir eftir alla beitarstjórnunina hjá kellingunni .

Talandi um gott veður þá er þetta ekki einleikið með allann hitann hér á suðvesturhorninu.Í gær sá ég líka þetta svakalega fiðrildaflykki fljúga rétt við hausinn á mér og dauðbrá mér!
Set hér inn mynd af eins Fiðrildi og ég sá fyrir tveimur dögum en þetta virðist farið að vera árviss viðburður hjá okkur að fá svona flykki hingað á haustin!
Fiðrildið á myndinni hér fyrir ofan kom til okkar árið 2004 og nú spyr ég eins og auli ef einhver pöddusérfræðingur er að lesa þetta blogg mitt"hvaða tegund af  Fiðrildi er þetta?

Ég bara varð að fá að setja inn þessa mynd sem þú sendir mér Íris mín! Það hlýtur að vera gaman að fara í reiðtúr með góðum vinum og á svona mörgum tegundum af hestum!
Ég sé einn Íslenskann hest,tvo Fjarðarhesta og einn Connemara og svo þekki ég ekki restina?
Þetta er rosalega skemmtileg mynd og reiðtúrinn hefur ábyggilega verið skemmtilegur .
Vona að það sé í lagi að ég hafi birt hana .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 792
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208477
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 15:41:04