Heimasíða Ásgarðs

01.07.2006 16:39

Folöldin blása út!

Folöldin hreinlega blása út og er virkilega skemmtilegt hvað folaldahópurinn er skemmtilega litríkur.Það hafa verið að koma hingað hestaljósmyndarar frá Hollandi og Þýskalandi og hreinlega æpa þegar að þeir sjá hann Heljar svona ægilega blesóttan og sokkóttan.Ég var nú ekki alveg að átta mig á því um daginn en þá kom ein sem er víst voðalega fræg og bað um að fá að taka myndir af litadýrðinni hér og hafði hún frétt um litaræktunina hér á bæ frá honum Viðeyjar-Hjálmskjótta vini mínum honum Ómari.En hann sendi hana Chantal Jonkergrouw til mín og sendi ég hana beint niður á bakka í stóðið og hélt ég svo bara áfram að vinna mína vinnu.Þar var hún dágóða stund að taka myndir og svo var hún hreinlega gufuð upp og ég gat ekki einu sinni gefið henni kaffi! En fyrir þá sem eiga blaðið Eiðfaxa þá tók hún myndasyrpuna af henni Sif Kormáksdóttur frá Flugumýri þegar að hún var að kasta.Núna bíð ég bara spennt eftir því að sjá einhverstaðar birtar myndir úr stóðinu mínu en verst að það verður í einhverjum erlendum blöðum sem ég hef ekki hugmynd um hvað heita.

Dímon Glampasonur er duglegur að fylja merarnar sínar og verður spennandi að vita hvað kemur undan honum og Eðju en Eðja er vindótt/litförótt og Dímon er jarp-blesóttur-vindóttur.Hann er svakalega vel fextur miðað við að vera aðeins tveggja vetra gamall.

Við fórum með hana Freistingu hans Hebba í útskolun um daginn en hún hefur ekki fest fang undanfarin ár og þótti Agli ástæða til þess að hún færi í þessa meðferð núna en hann sá eitthvað "rusl"í leginu á henni í fyrrahaust.Hún var voðalega stillt á meðan á þessu stóð og stóð sig einsog hetja.Við fengum að setja hana í gerðið hjá Björgvin dýralækni á meðan Hebbi skaust til Giktarlæknisins og í blóðprufu.Ég var bara að dóla mér á meðan um höfuðborgina og hundleiddist.Ætlaði að kíkja í eina dýrabúð en það er alveg gjörsamlega vonlaust að fá bílastæði í höfuðborginni nú til dags þannig að ég keyrði bara um einsog allir hinir sem ekki fundu stæði.Gatnakerfið í borginni er greinilega löngu sprungið og ekkert gaman að koma og ætla sér að stoppa einhverstaðar.

Freisting greyið lá í gerðinu þegar að við komum tilbaka og virtist vera við fyrstu sýn í sólbaði en það var greinilegt að hún fann til.En hún stóð upp blessunin og heim fór hún.Setti ég hana beint í sveltihólfið svokallaða því hún átti að fá frið fyrir stóðhestinum fyrst um sinn á meðan hún var að jafna sig og ég að sprauta hana með penicillíninu.Ég hefði allt eins getað sett hana beint í stóðhestinn því að geldingarnir breyttust í algjörar stóðhestamaskínur þegar að þeir fundu lyktina af henni og Biskup minn hann varð alveg vitlaus og hegðaði sér á allann hátt einsog stóðhestur með allt á lofti og það var sko ekkert í hálfa stöng hjá kalli! Fyrir það fyrsta þá vorum við Bjöggi ekki sammála með að hún væri í hestalátum en ég virðist hafa haft rétt fyrir mér því hún stóð undir Biskup.Og þeim fannst læknalyktin bara mjög svo spennandi af henni en Bjöggi hélt nú að stóðhestinum þætti nú joðlyktin ekki spennandi.Mig er farið að gruna að Björgvin hafi sett eitthvað allt annað en joð í merina..........getur verið að hann hafi sett Hesta Víagra í hana????????

30.06.2006 16:14

Æðarvarpið og merarlæti

Mig langaði svooooo.........til aðsetjast niður og rifja upp síðastliðnu daga en þá byrjaði síminn og fullt af fólki að koma.En það er samt gott að eiga vini og vera ekki einsog Palli litli sem var einn í heiminum en þá sögu las amma mín fyrir mig þegar að ég var lítil og leist mér ekkert á það að lenda í hans sporum einn daginn þó svo að ég gæti labbað inní næstu búð og fengið mér allt það nammi sem hugurinn girntist.Við Hebbi erum byrjuð að týna æðardúninn og núna í ár hefur snaraukist hjá okkur í varpinu og miklu fleiri hreiður en undanfarin ár.Kollurnar eru tiltölulega spakar og hleypa mér ansi nærri með cameruna.Enn eru kollur á eggjum og bíðum við í rólegheitum eftir að geta tekið dúninn frá þeim en það gerum við ekki fyrren þær eru farnar með ungana sína.Dúnninn er reyndart ekki eins verðmætur og góður þá er okkur sagt en þarsem þetta er ekki orðið neitt stórt hjá okkur þá skiptir það ekki öllu máli heldur að styggja fuglinn sem minnst svo hann komi nú aftur og aftur.

Blogga meir fljótlega,verð að fara út að afhenda kanínur sem seljast ágætlega þessa dagana.Skelli inn mynd af fallegum kanínuhóp.Þarna eru bæði Lop (holdadýr) og Castor Rex til sölu.Fallegir og vænlegir gripir.

Ekki má ég heldur gleyma því að eftir nokkra daga verður allt fullt af fallegum Landnámshænu ungum til sölu.Faðirinn er virkielga fallegur með fiður á fótum sem er eitt af einkennunum í mínum stofni hér á bæ.Það liggja tvær hænur á einhverjum helling af eggjum.

Og svo er allt að verða vitlaust hjá öndunum og eru þar ansi margir andarungar komnir úr eggjum.Þeir eru líka til sölu ef einhver hefur áhuga.Flestir ungarnir verða/eru hvítir að lit.Þessa mynd tók ég í gærkveldi en sá fyrsti í svakalega stóru hreiðri var að klekjast út en það eru þrjár endur sem sitja sameiginlega á þessum eggjum.Ekkert smá duglegar endur!

19.06.2006 21:37

Stórstjarna og Orka kastaðar

Stórstjarna kastaði snemma í gærmorgun og vakti Hebbi mig klukkan 6:00 og rukum við niður á tún til að vera við ef eitthvað yrði nú ekki einsog það ætti að vera.En stórstjarna var bara hin duglegasta og kom folaldinu sínu hjálparlaust í heiminn einsog ekkert annað væri sjálfsagðara.Hún var mikil mamma og karaði folaldið sitt vel og vandlega.Þetta er móbrúnt tvístjörnótt hestfolald.Hebba fannst að folaldinu veitt nú ekki af aðstoð við að koma sér á fætur og eftir nokkrar valtar tilraunir þá studdi hann það á meðan það var að ná jafnvæginu.

Ég var ekki alveg vel sofin og fór aftur uppí rúm eftir þetta ævintýri og svaf vel og lengi.Hafdís kom að kíkja á Kóng sem er hinn fallegasti og uppgötvuðum við það að hann er með geislabuag í öðru auganum.Hann er semsagt ekki glaseygður,ekki með hring heldur hálfhring eða ljósan baug í hægra auga.Þetta þykir vera merki um góðann hest sagði einn góður hestamaður mér í dag.

Við fórum í gærkveldi með fjórar ungar merar í Reiðholtið og komum til baka með Hyllingu og Freistingu hans Hebba en þær eiga báðar að fara undir Hrók.Þegar að við komum heim og ég var búin að ganga frá öllu klukkan 3:00 um nóttina þá ákvað ég að kíkja á hana Orku sem var líkleg til að fara að kasta.Mér brá heldur betur í brún þegar að ég sá hvar hún húkti yfir folaldi sem var enn í belgnum og ekki bara eitt heldur TVÖ folöld.Þau lágur þarna hlið við hlið og höfðu kafnað í belgnum.Annað var jarpstjörnótt leistótt hestfolald en hitt sem var minna var brúnblesótt leistótt merfolald.Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég var svekkt yfir þessu.Er ekki komið nóg!

Ég hringdi næsta dag í dýralækni og sagði hann mér að sumar merar sem eru að kasta í fyrsta sinn hafa ekki vit á að rífa gat á belginn svo að folöldin geti andað einsog virðist hafa skeð í þessu tilviki.Og hann sagði líka til að hugga mig"Ransý mín.........það er ekki hægt að standa yfir merunum allann sólarhringinn og ekki kenna þér um að þú hafir ekki verið á staðnum.Þegar að hryssur rífa ekki pokann annaðhvort með að krafsa í hann eða bíta í hann með tönnunum þá er um sekúndu spursmál að ræða en ekki mínútu spursmál.Folöldin kafna á stuttum tíma.

Ég setti hana Hyllingu hans Hebba hjá Hrók seinnipartinn í dag en gaf henni fyrst ormalyf.Hrókur tók vel á móti henni og var hryssan greinilega að byrja í hestalátum en ekki komin á tíma.Toppa Náttfaradóttir mamma Hyllingar tróð sér á milli og endaði það með því að Hrókur gafst upp og og lét það eftir henni sem hún var að suða um.Ég held að ég verði að taka hana Toppu úr hópnum því hún er svo frek á hann Hrók og gestahryssurnar eru að byrja að ganga.Voga-Mósa er að byrja að sýna Hrók áhuga en kemst ekki almennilega að honum og reyndar pínulítið feimin við hann.Skelli hér inn mynd af Hrók að "tímasetja" hana Hyllingu sem hann fékk til sín í dag.

17.06.2006 02:25

Skjóna og Eðja með falleg folöld.

Þetta fallega merfolald er undan Eðju Hróksdóttur frá Stærri-Bæ og Ögra Glampasyni frá Hóli.Hún er óskýrð ennþá og er ég voðalega spennt að vita hvort hún verði ekki litförótt einsog mamma sín.Það er ekki slæmt að eiga rauðblesótta-sokkótta-litförótta meri.Sú stutta er sokkótt á öllum fótum og einhvernveginn finnst mér það vera frekar sjaldgæft.Oft eru hross bara sokkótt að aftan eða á þremur fótum.

Þetta er afturámóti hann Kóngur litli sem er undan reiðhryssunni minni (fyrrverandi) og Hrók okkar frá Gíslabæ.Ekki hafði hún Skjóna mín mikið fyrir að koma honum í heiminn en þegar að ég var að líta eftir hryssunum eitt kvöldið um daginn þá var allt í rólegheitum og klukkustundu síðar stóð þetta fallega skjótta folald við hliðina á mömmu sinni vel sprækt og farið að hreyfa sig um á tölti! Ég hélt eitt augnablik að Skjóna hefði komist í einhvern annan stóðhest en hann Hrók sem er nú bara dökkjarpur einsog Kormákur pabbi hans en það er alveg útilokað að það hafi getað skeð.Enda þegar að ég hef verið að skoða folöldin undan Hrók fyrir austan og hér heima þá er hann yfirleitt ekki frekur á litinn sinn heldur hafa folöldin yfirleitt orðið svipuð og móðir þeirra.

Ég er ekki búin að blogga í fleiri fleiri daga og nú verð ég að fara að rifja upp.

9 Júní.

Ég mætti galsvösk á úrtökuna fyrir LM hjá Mána og var virkilega gaman að sjá alla þessa frábærlega vel ríðandi krakka og unglinga.Ég tók eitthvað af myndum þó skilyrði fyrir myndatöku væru nú ekki góð.

10 Júní.

Ég fór með Freyju og Pamelu útí Hafnir eða heim til sín.Freyja var ekki alveg á því að fara á hestkerruna en með hugviti tókst mér að koma henni um borð.Ég setti bara gúmmíkarlinn góða á kaðalinn og strekkti svo vel á og batt við slána inní hestakerrunni.Pamela var komin um borð og beið þolinmóð eftir Freyju sem smá tosaðist uppá hestakerruna.Ég var ekki langt undan og fylgdist með úr fjarlægð og gerði hesthúsið fínt á meðan.Freyja mjakaðist uppá og var heldur betur fyndið að sjá hana tosast þetta í rólegheitum því ekki voru nein læti í trippinu heldur var hún bara alveg föst í allar lappir.

12 Júní.

Við keyrðum Silfra á móts við Jóel í Borgafjörðinn og var virkilega gaman að hitta þau heiðurshjón og strákana þeirra.Fengum við okkur kaffi saman í Hyrnunni og röbbuðum góða stund saman og þá helst um vorið sem hefur verið heldur betur erfitt fyrir  bændur norðanlands.Snjórinn sat sem fastast frameftir öllu vori og bændur komnir í þrot með pláss undir allt féð sem er borið og hryssur að kasta útum alla skafla.Aumingja Jóel missti góða hryssu sem kom ekki frá sér folaldi sem var snúið inní merinni og mjög stórt í þokkabót.Eftir mikið rabb þá var komið að því að færa Silfra á milli hestakerra og gekk það einsog í sögu enda folinn orðinn viðráðanlegur og vel unninn í vetur hjá mér .Síðan brunuðum við heim og á leiðinni hafði Hebbi orð á því hve stilltir og prúðir strákarnir þeirra Jóels og Guðrúnar voru á meðan fullorðna fólkið drakk kaffi þá biðu þeir rólegir innanum allt nammið og freistingarnar í Hyrnunni.Þetta mættu ansi mörg önnur börn taka sér til fyrirmyndar.Enda fengu þeir eitthvert slikkerý að narta í á heimleiðinni .

Við vorum komin í rúmið óvenju snemma eftir Borgafjarðar túrinn með Silfra eða um klukkan tólf á miðnætti.Eitthvað var að trufla mig um eittleytið og kíkti ég útum stofugluggann að athuga með hryssurnar og þá sé ég að hún Brandstaða-Sokka er að kasta og hékk hausinn á folaldinu út og í belgnum.Við erum búin að vera með hana B-Sokku inni við vegna lyfjagjafar en hún er búin að vera með niðurgang sem virðist ekki vera hægt að stoppa og kom Gísli dýralæknir þrisvar til að líta á hana og láta okkur hafa lyf og annað sem hægt var að gera fyrir skepnuna.Hann ráðlagði okkur svo að setja hana inná besta beitilandið og fylgjast vel með henni því það væri það eina sem hægt væri að gera fyrir hana.Við semsagt þutum af stað útí kuldann til að bjarga því sem bjarga varð og þegar að við komum að merinni þá lá folaldið í belgnum og reif ég hann strax upp og virtist folaldið vera andvana fætt.Ég fann agnarlítinn hjartslátt og hóf þegar að blása lífi í það og nudda það í gang.Eftir þriðja blástur þá hrökk andardrátturinn í gang og hjartað tók kipp og fór að slá hraðar og kröftugar.Hebbi rauk heim eftir bílnum og ullarteppi sem við  vöfðum það inní.B-Sokka var ekki alveg á því að elta okkur alla leið en hún vildi hafa Sokku-Dís og Snót með sér alla leið inní hesthús.Þar héldum við áfram að stumra yfir folaldinu en B-Sokka virtist vera búin að átta sig á því að ég var að hjálpa en ekki taka af henni litla krílið hennar.Hún stóð bara yfir mér þessi stygga meri og var farin að hræra með snoppunni ofaní hárið á mér á meðan ég nuddaði og þurrkaði folaldið hennar.En því miður þá hefur folaldið líklegast verið búið að hanga með hausinn of lengi útúr merinni í nístings kulda og roki og líf þess fjaraði út.Þetta tók greinilega meir á mig en ég áttaði mig á því ég var hálfuppgefin eftir þessa erfiðu nótt í marga daga á eftir.Feigur litli var svo grafinn með mömmu sinni næsta dag en það var ekki leggjandi meir á hana B-Sokku og fékk hún hvíldina ásamt folaldinu sínu í heiðursgröf niður á Vinkli.

13 Júní.

Við vorum á fullu að setja upp öryggislínu í hagann þarsem hann Dímon Glampasonur verður með merar í sumar.Við völdum undir hann 4-5 merar en ein þeirra er varla talin með en hún fyljast ekki.Við vorum óskaplega spennt að sjá þegar að hann Dímon sæi skvísurnar og komu Boggi og Eygló að hjálpa okkur með stóðhestana tvo en Hrókur fékk að fara í sinn merarhóp líka þetta kvöld.Hrókur og Dímon voru orðnir góðir vinir uppí stóðhestahúsi og höfðu verið saman daginn áður í gerðinu stóra að leika sér.Hrókur tekur öllum vel og fannst gaman að hlaupa og leika við þennan nýja fallega fola.Þannig að við skelltum þeim saman um borð í hestakerruna og keyrðum í girðinguna hans Dímonar og hleyptum honum út.Dímon var nú ekki alveg að heilla þær á stundinni enda engin af þeim í hestalátum.Snót var nú ekki lengi að koma honum í skilning um að hún réði yfir öllu í þessu hólfi og hann skildi láta vinkonur sínar í friði! Snótin sem er alltaf svo prúð og sæt! Hún verður tekin úr þessu hólfi núna á næstu dögum því það gengur ekki að hún standi í vegi fyrir því að folinn fylji þær hryssur sem hann á að fylja.Það var aldeilis upp á henni ti....ið! Sokka-Dís Hróksdóttir og Dímon eru bæði fallega fext og er ég voðalega spennt að vita hvað kemur undan þessum tveimur næsta vor! Hún jarpsokkótt og hann jarpvindóttur-blesóttur!!!!Skelli inn mynd af þeim tveimur og fyrstu kynnunum:))

14 Júní.

Þóra Sigga vinkona mín á afmæli og ég er boðin í fertugsafmælið hennar í RVK.Mín var í fríi þennan dag og var ég bara að dúlla mér innivið og þurfti ekki að gera eitt eða neitt nema að undirbúa mig fyrir bæjarferðina.Jiiiiiiiii.......hvað það var gaman að sjá allar gömlu vinkonurnar aftur og sumar hafði ég ekki séð í ein 20 ár! Kampavínið freyddi uppúr öllum glösum og dýrindis réttir voru á boðstólnum.Mér var boðin gisting ef ég vildi en ég afþakkaði það með þeim orðum að það gæti nú verið heldur betur hættulegt ef að við gömlu vinkonurnar færum af stað á bæjarrölt með Kamapvín í hendi einsog forðum daga.Þá var margt brallað og sumt ekki prenthæft.

15 Júní.

Ég man ekki alveg hvað ég var að gera þennan dag.......úps.Líkast til man ég það eftir nokkur ár hehehe.Nema ég veit að það er allt að rigna í kaf!Þvílík rigning dag eftir dag!Ég hafði ráðgert að fara í hinn árlega Vigdísarvallartúr en sleppti því þriðja árið í röð vegna veðurs í þetta skiptið.Vanalega hefur verið farið á Jónsmessunni en í síðustu 3 skipti þá hefur þessari vferð verið flýtt um eina viku og leggst það frekar illa í fólk minnsta kosti hérna megin á Skaganum.Mig langar ekkert til að sitja á hesti gegnblaut inná milli fjalla í grenjandi rigningu og roki.Það er hvorki gaman né gott fyrir hestana heldur sem geta forkelast í svona veðrum.Minnsta kosti eru hrossin hér heima með glamrandi tennur í rigningunni og ég er af og til hlaupandi út að bjarga þeim inn á nóttunni þegar að hitinn fer niður á við.

16 Júní.

Mín fór í Bónus í dag að versla til heimilisins.Það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri að fara af bæ og standa í löngum biðröðum eftir afgreiðslu einsog skeði í dag.Allir að verða vitlausir í skapinu og svo bitnar það á afgreiðslufólkinu sem á sér einskis ills von og reynir eftir fremsta megni að vera kurteist.Ég var að reyna að láta vita af því að það vantaði banana á kurteisann og rólegann hátt og það lá við að strákræfillinn í Ávöxtunum bæri fyrir sig hendurnar einsog ég ætlaði að lemja hann! Ég komst nú óslösuð útúr verslunninni og vona að þessar birgðir dugi bara sem lengst:)) Hebbi var búinn með felst verk þegar að ég kom heim og eina sem ég þurfti að gera var að gefa heimalningunum mjólkina sína fyrir nóttina.Það ringdi svo rosalega að ég hélt ég þyrfti að kalla út Björgunarsveitina með gúmmítuðru til að aðstoða mig við að ná inn tittunum sem að skulfu undir húsvegg.Týr,Þór,Glófaxi,Biskup,Glói og Skjóni voru ekkert smá fegnir að fá að komast inní hlýtt hesthúsið og fá tuggu í stallinn.Tittirnir þrír eru virkilega þægilegir og gæti ég alveg hugsað mér að taka að mér í framtíðinni  veturgamla fola í geymslu yfir sumarið en þetta er einskona tilraun hjá mér svona í alvörunni þó ég hafi haft titti áður og þá bara fyrir mig.Þetta eru vænstu grey og ekkert vesen á þeim.

 

07.06.2006 19:42

Gestahross að fara

Jæja gott fólk.Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér síðustu daga að það er ekki venjulegt! Nú verð ég að reyna að bakka eitthvað til baka í huganum og muna hvað var mest spennandi að ske.Auðvitað eru folöldin mest spennandi þessa dagana en þessi herra hér að ofna er búinn að fá nanfið Fengur og er undan Ögra Glampasyni og Moldu frá Tunguhlíð.Fengur er mikið forvitið foald og gaman að setjast niður og taka myndir af honum.Mér sýnist hann verða tvístjörnóttur moldóttur glaseygður á öðru auga en sumir vilja meina að hann verði bleikálóttur.

Um daginn fórum við Hebbi með hrossin hennar Möggu uppí Katanes og voru þau ósköp ánægð að komast í grasið þar.Það er vel sprottið þar miðað við hér í ásgarðinum enda allt annar jarðvegur,meiri mold og mýrar.Hér er svo sendið að ein rigningarskúr gerir ekki mikið.Það er alltaf gaman að koma í Katanesið og sjá hvað Sveinn er að bauka þar.Ég held samt að hann Hebbi minn hafi mikið meira gaman að sjá bíladótið og vinnuvélarnar heldur en hrossin sem við erum að flytja þangað:)) Lömbin í Katanesi eru orðin svakalega stór og er það kannski ekki skrítið því Hrúturinn á bænum ruglaðist eitthvað og kveikti í kindunum löngu fyrir jól!

Hér er allt orðið fullt af fallegum kanínum og gotin voru svo stór að við urðum að taka stíur í stóðhestahúsinu undir 3 læður með 8-9 og 10 unga.Þannig að ef að þið viljið kaupa fallega kanínuunga þá eru til nokkrir sem mega fara frá mæðrum sínum.Loop kanínurnar eru ættaðar frá Sauðnesvita en þar er fallegt og stórt kyn sem ég náði mér í í fyrra.Feður unganna eru Sauðnesvitakall og hvítur kall frá Ásgarði og er hann ein 5 kíló að þyngd.Castorinn er undan mjög góðu pari og er það 10 unga got.

Lömbin rifna upp og eru þvílíkt dugleg að drekka mjólkina sína.Vala er alveg svakalega frek á sopann og prílar upp eftir manni á meðan mjólik er blönduð handa þeim.Hermann hrútur sem var fótbrotinn þegar að hann kom er gróinn og snýr fóturinn kannski ekki alveg rétt en hann stígur í hann og er farinn að hoppa og skoppa og meira að segja farinn að hoppa uppá heyrúllur en Hebba leist nú ekki neitt voðalega vel á þegar að hann ætlaði að láta sig vaða niður af rúllunni og greip af áður en hann fótbryti sig aftur með þessari fífldirfsku sinni.Líklega er að bætast við fjórða lambið sem er í einhverjum vandræðum með að fá sopann sinn úr mömmu sinni en Ransý "mamma" mun nú redda því:))

Við vorum boðin í grill og guðaveigar um daginn útí Fjörukot en hópur af skemmtilegu fólki fór ríðandi  þangað en við Hebbi fórum bara bílandi vegna anna í okkar bústörfum.Þarna var yndislegt að vera í góðra vina hópi,allir tættu af sér brandarana og voru þeir sumir bannaðir að minnsta kosti innan fimmtugs ef ekki meir!Skelli hér inn mynd þaðan.

Fyrir um tveimur kvöldum gleymdi ég mér alveg í frumvinnu við veturgömlu trippinn.Mýldi ég ein 4 mertrippi og hengdi utaná Biskup sem var duglegur að draga þau á eftir sér útað búi og til baka.Sóley og Feilstjarna voru alveg einsog englar og fylgdu okkur vel eftir.

Biskup var alveg viss um að fá mola í hverju skrefi sem verðlaun:))Þetta trippi líst mér vel á því það er svo lundgott og meðfærilegt.

Feilstjarna Nökkvadóttir (frá Háleggstöðum)var mjög skemmtileg að vinna með og alveg með ólíkindum hvað hún var örugg og treystir manni vel.Hún er tilbúin til að fara í Reiðholtið á næstu dögum.Ég hef ekki áhyggjur af því að ná henni ekki aftur í haust.

Sú minnsta tók alveg rosalega á og ætlaði sko ekki að láta fara eitt eða neitt með sig! Ég hef aldrei séð gúmmíkarl verða svona mjóan eftir svona lítið dýr einsog hana hemlu litlu:)) En kallinn hafði betur en það tók ansi drjúga stund að fá hana til að skilja að hún hefði ekki betur:)) Biskup dró hana á eftir sér útí bú og þar fengu hún og Biskup snúða í verðlaun og eftir það teymdist hún einsog ekkert annað væri sjálfsagðara.

Freyja var ekki alveg að viðurkenna ósigur sinn frekar en Hemla litla en Biskup og gúmmikallin réðu:))Eftir dágóðann spotta fór þetta að ganga betur og þurfa Hemla og Freyja að fara aðra bunu til að sætta þær endanlega við þessa meðferð:)) Það var svo gaman hjá mér og Biskup(verðlaun í munn) að við vissum ekki hvað tímanum leið og þegar að Hebbi var farinn að óttast um kellinguna sína og hringdi niður í hesthús þá var klukkan farin að ganga tvö um nóttina!

Í dag gáfum við útiganginum og afhentum hana Hel Hróksdóttur sem er að fara norður á morgun.Eigandinn kom og sótti hana og kveið okkur pínu fyrir því að setja hana í kerruna en það gekk víst alveg hrikalega að koma henni um borð í vetur þegar að hún kom hingað.En með brauðmútum og lagni tók þetta innan við 5 mínútur! Sko okkur!

Ég skrapp inná Mánagrund í gærkveldi en það ætlaði að koma maður og kíkja á söluhross og verðleggja Hring.Ég verð víst að selja hann því að einhverstaðar verða að koma inn aurar fyrir öllu sem þessu hrossastússi tilheyrir.En þarsem við biðum eftir kauða ( sem mætti ekki) þá sáum við skemmtilega og fyndna sjón útum kaffistofugluggann hjá Bogga og Eygló! Fíni flotti hesturinn hennar Sunnu Siggu var að redda sér um fáein fíflablöð sem uxu einsog fílf rétt fyrir utan gerðið:)) Sá var nú liðugur og sniðugur!

01.06.2006 13:24

Dýralæknatími og gróðursetning

Ég er alveg orðin óð með myndavélina á smáblómum og öðru skemmtilegu.Þetta blóm er í garðinum hjá mér og veit ég nú ekki hvað það heitir en fallegt er það.Endilega koma með nafnið á því ef þið kannist við það!

Í gær gat ég ekkert bloggað en kerfið var eitthvað ekki í lagi þannig að ég verð að grufla vel í kollinum hvað ég var að bauka í gær hehehe.Ég man allt sem skeði fyrir 30 árum en ekki hvað ég gerði í gær.Eitt sinn vorum við Hebbi á ferð í Skagafirðinum og hafði ég ekki komið að bæ einum þar sem ég var sem barn í sveit sex ára gömul og langaði mig afskaplega til að sjá bæinn aftur.Þaðan átti ég margar góðar minningar þarámeðal um fyrsta alvöru reiðtúrinn minn á húsbóndahestinum sem engum var treystandi á nema honum sjálfum.Þannig var að Skjóni var hafður heimvið í hafti og fékk hann að bíta í kringum bæinn.Hann var rammstyggur og erfitt að ná honum nema að hefta hann vel á framfótum og man ég hvað ég vorkenndi honum að hoppa svona um allt eftir grængresinu.Eitt sinn þegar að bóndinn hafði verið að nota Skjóna þá var ég beðin um að teyma klárinn yfir að næsta bæ (þarna var/er tvíbýli) og binda hann við hesthúsið.Mig dauðlangaði að spyrja hvort ég mætti fara ríðandi á honum en það var hnakkur og alles á klárnum.Ég vissi það svosem að ég fengi þvert nei þannig að ég teymdi hann og þegar að á bakvið hesthúsið var komið þá var ég orðin svo spennt að ég teymdi Skjóna að girðingunni og prílaði upp girðingarmöskvana og í hnakkinn komst ég! En nú voru góð ráð dýr því ég hafði gleymt að setja tauminn upp og var því með tauminn liggjandi á hálsinum á honum hægra megin.Ég tímdi ekki að láta mig vaða niður aftur og ákvað að hafa þetta bara svona og beygja þá bara alltaf til hægri.Svo var hottað á Skjóna og hann óð af stað fangreistur á töltinu og stefndi ég að kirkjunni og reið ég alsæl hring eftir hring í kringum hana.Smiðirnir sem voru að vinna við lagfæringu á kirkjunni góndu úr sér augun og voru eitthvað að kalla á mig en ég þóttist ekkert heyra í þeim alsæl á klárnum.Svona gekk þetta um stund þartil Kristján bóndi á gamla bænum kom út og handsamaði Skjóna í rólegheitum með mig sex ára gamla í hnakknum og var ég heldur skömmustuleg á svipinn þegar að hann náði klárnum loksins.Spurði hann mig hvort ég hefði verið í Reiðskóla og svaraði ég því játandi sem var nú ekki satt því ég hafði aldrei heyrt það orð áður.Vissi ekki einu sinni að slíkt væri til.Þetta var minn fyrsti reiðtúr og hófst hann á Skagfirskum gæðingi í Skagafirðinum og man ég þetta enn einsog það hefði skeð í gær!

En aftur að því þegar að við Hebbi minn vorum á ferð í Skafafirðinum fyrir örfáum árum.Það var komið myrkur og ekki mikil von fannst honum um að ég myndi rata að Reykjum í Lýtingstaðahreppnum en ég bað hann samt að leyfa mér að reyna.Ég hafði ekki farið þetta í 30 ár og vegirnir lágu ekki eins og þeir gerðu þá.EN......mín rataði þetta í myrkrinu án þess að villast eitt eða neitt! Beint að bænum og mundi ég meira að segja eftir Svartánni og hvaða leið við fórum ríðandi upp með fjárreksturinn á vorin.Því eftir Skjónareiðina þá var mér treyst fyrir því að fara ríðandi með hjónunum á bænum með kindurnar til fjalla og það berbakt í fleiri klukkustundir.Ég fékk að fara á eina þrjá hesta sem segir nú margt um það hve geðgóðir þessir hestar hafa verið að hægt var að setja sex ára gamalt barn á þá berbakt langar leiðir.Svona hross langar mig til að rækta.

Einhver var að biðja um mynd af nýja stóðtittinum okkar svo ég tók eina mynd í gær af honujm Aski Stígandasyni.Hann er allur að koma til og spekjast meir og meir.Hann átti að fara í merar eitthvað vestur en kúlurnar láta á sér standa (á ekki eitthvað annað að standa)?Þannig að Askurinn verður heima í tveimur þremur hryssum í sumar á meðan hann er að þroskast betur.Reyndar sá ég um daginn þegar að hann var að velta sér tvær litlar kúlur þannig að þær eru þarna.Askur er háættaður í móðurætt en hann er undan Ösku sem er undan Frosta frá Heiði sem er hálfbróðir Heklu frá Heiði sem er hæst dæmdam klárhryssa í heimin með 8.78 fyrir hæfileika skeiðlaus!

Farin út að vinna gott fólk!!!!!!!!

30.05.2006 22:21

Hryssur snyrtar

Loksins getur maður sest niður og bloggað um það sem gerst hefur síðastliðna daga.Síðastliðinn Sunnudag klárðuðum við verkin okkar snemma og fórum svo í Reykjavíkina í Stúdentaveilsu hjá honum Jóa hennar Möggu fóstursystur.Sá er nú aldeilis klár í kollinum og dúxaði drengurinn með stæl.Lægsta einkunn 9 og svo ekkert nema 10.Innilega til hamingju Jói minn,vona að þú verðir ekki súr útí mig fyrir að setja þetta hér...........maður verður bara svo stoltur þegar að svona gerist innan ættarinnar .

Veðrið er búið að vera með eindæmum gott,sól og hiti í marga daga en þó hefur vantað rigningu fyrir beitina hjá hrossunum sem eru þó farin að getað kroppað verulega mikið með heyrúllunum.Í fyrradag kláraði ég að ormahreinsa merarnar sem verða hjá Hrók en þær sem eftir voru aðalgellurnar sem ekki láta ná sér sér útivið.Þær voru allar reknar inní hesthús nema Halastjarna sem hefði aldrei farið inn með nýja folaldið sitt þannig að ég náði hann í rólegheitum í einu horninu þarsem ég kom múl á hana og gat ormahreinsað hana og snyrt.Allt gekk þetta vel og fóru þær allar niður á bakka nema B-Sokka sem er eitthvað lasin og orðin hrörleg að sjá.Hún er einsog Anorexísjúklingur og tók ég hana inní hesthús og hringdi svo í Gísla dýralækni.Reyndar var hann búinn að kíkja á hana svolítlu áður en þá var hún ekki eins slæm og hún er núna.Hebbi fór inní Keflavík og sótti Prolac paste sem er þykkni til styrktar þarmaflóru í skepnum því merin er með pípandi drullu.Þetta þarf að gefa henni reglulega og sjá svo til hvað skeður með meltingarveginn í henni.Ég ætla að vona að hún nái sér á strik áður en hún kastar en ég verð að hafa góða gætur á henni þegar að því kemur.Snót er með henni svo B-Sokka sé róleg en Snótin er alveg fyrirmyndarskepna og hefur mjög róandi áhrif á B-Sokku sem er í eðli sínu afar stygg og vitlaus.

Við Hebbi fórum niður á bakka í gær og vorum við með hófklippurnar nýju og skæri.Restin af merunum voru hófklipptar og taglið snyrt.Veðrið var svo frábært og gott að þetta var ekkert mál.Ég tala nú ekki um hvað við eigum góðar og þægar stóðmerar.Meira að segja Sokkadís hennar Sabine stóð einsog klettur en hú er ótamin fjagra vetra undan honum Hrók okkar.

Þetta er hún Sokkadís Hróksdóttir.Hún er fylfull við Glym frá Innri-Skeljabrekku.

Toppa gamla Náttfaradóttir,hún er líklega ekki fylfull en hver veit?

Skjóna reiðhryssan mín er alveg að fara að kasta og er fylfull eftir Hrók frá Gíslabæ stóðhestinn okkar.Sumir (Hafdís) er alveg að farast úr spenningi en hún á folaldið úr Skjónu.Þessi stóri skjótti pakki ætlar bara ekki að opnast!

 

26.05.2006 23:57

Kvennareiðin og folöld!

Þetta litfallega hestfolald kom í heiminn klukkan eitt síðastliðna nótt og er undan Halastjörnu og Ögra frá Hóli.Ég var alveg viss um að hún Halastjarna kæmi með brúnblesótt en hún bætti heldur við og skreytti litla drenginn sinn með þremur leistum og svo er hann með annað augað glaseygt!

Klukkustundu síðar sömu nótt kastaði Litla-Löpp jörpu merfolaldi og er það líklega með vagl í öðru auganu.Ég var alveg hissa að sjá ekki einn einasta hvítan blett í því,hvorki stjörnu né nokkuð annað?

Það var sko galvaskur hópur kvenna sem safnaðist saman á Mánagrundinni fyrir hina árlegu kvennareið Mána.Auðvitað drifum við okkur 3 saman úr Garðinum,6 úr Grindavík og ein úr Kópavoginum og alls vorum við um 50 talsins sem létum engan bilbug á okkur finna og riðum útí Garð á móti kulda og roki.Gudda var svo yndisleg að lána mér hann Glóa sem hét á tímabili Logi í ferðinni (var alltaf að ruglast,skrítið:) og í restina hét hann Glogi minn .Þá var nú eitthvað komið í tána á minni.En klárinn skilaði kellu alla leið útí Ásgarð og varð ég svo hrifin af klárnum að ég reyndi að fala hann af henni Guddu minni en það var alveg sama hvað ég ætlaði að safna miklu af bankabókunum hún gaf sig ekki .EN .........Ég má hafa hann einsog ég eigi hann,ekki satt Gudda mín! Eða þannig sko hehehe!

Jæja gott fólk,ég ætla að reyna að stofna albúm fyrir Kvennareiðina og þar getiði séð hvernig Grindvískar,garðiskar og Suðurnesískar meyjar hegða sér! Varúð þetta albúm er bannað inna 18 .Og engum verður hlíft .

23.05.2006 23:56

Hrikalega kalt!

Mikið agalega er búið að vera kalt síðustu daga.Trippin hafa verið hýst aftur en þau undu sér svo vel í rúllu og sumaryl um daginn en svo kom aftur vetur og meira að segja komu nokkur snjókorn hér um daginn.Glófaxi var svo heppinn að finna brauðlyktina í gegnum heyið  en ég hafði gleymt því að ég sturtaði úr brauðpoka í einn stallinn um daginn og gat ég ekki annað en smellt mynd af honum í hinum mestu átökum við heilt brauð!Því var nú bróðurlega skipt á milli allra eftir myndatökuna svo folinn fengi nú ekki illt í mallann sinn.

Við Hebbi minn fórum í Reykjavíkina í dag til doksa.Ég er næstum einsog nýsleginn túskildingur nema að bakið er eitthvað farið að láta á sjá.Hebbi þurfti að fara í meiri blóðrannsókn niður í Glæsibæ og svo var stefnan tekin á Jóa Byssusmið og í Hvítlist en þar var nú búið að loka en ég verð nú ekki lengi að panta það sem mig vantar í gegnum símann á morgun.Ég sá svo sniðugt apparat til að sauma í gegnum leður en það bíða einar þrjár teymingargjarðir eftir viðgerð hjá mér.Svo er eitt og annað sem ég gæti alveg farið að gera við fyrir sjálfa mig og er alveg tímabært að fara að grúska í því fyrir Vigdísarvallartúrinn í sumar.Ég get ekki sleppt honum þriðja árið í röð.Ég man aldrei hvað ég er búin að fara þetta oft en þær eru minnsta kosti orðnar 15-16 ferðirnar á vellina og altaf jafn gaman.

Á morgun er Kvennareiðin og það verður sko mikið húllumhæ og er ég að hugsa um að hafa cameruna með og TÝNA HENNI EKKI! Það verða sko margar Sillý Nætur á hestbaki og ætla ég að mynda þær! Bíði bara hehehehehe .

23.05.2006 01:00

Þreytt á að bíða?

Jæja gott fólk þá er biðinni eftir bullinu lokið og ég á eftir að blogga um alveg fullt.Eða það sem ég man .Reyndar var ég búin að gera heljarinnar ritgerð en hún þurkaðist út .Ég var að kíkja á mynd af andarhreiðri sem að Hebbi fann inní kanínusalnum í dag en ein aliöndin hefur verið ansi seig að koma sér stöðugt úr andagirðingunni.Það er ekki nema von að greyið komi sér alltaf út aftur en hún liggur á einum 19 eggjum!

Heimalningarnir 3 dafna vel og er hann Hermann Hrússi allur að braggast eftir að hann fékk spelku á fótbrotna fótinn sinn.Vala er svo áköf á pelanum að það er bara fyrir hörðustu konur og menn að halda honum .Svo er ein enn gimbur og fékk stúlka sem var hér í heimsókn frá Svissnesku Ölpunum að skíra hana og heitir gimburin Anja.Þessi unga stúlka gat varla slitið sig frá lömbunum og varð að fá að skíra eitt þeirra .

Framundan er Kvennareið og pantaði ég Gísla Dýralækni til að skaufahreinsa Biskup og svo kom Jón Steinar einsog hendi væri veifað og járnaði dekurdrenginn og raspaði í honum tennurnar.Það var svaka steinn í honum og gott að vita af honum útí hesthúsglugga en ekki að trufla klárinn í reið en nógu er hann duglegur að koma sér áfram þó svo að steinn sé ekki að auka hlaupagleðina í honum.En hvað um það.Við Karen og Begga ákvaðum að kalla okkur AFTUR Á BAK  gengið því ekki höfum við nú mikið riðið út undanfarið.Begga hefur verið í mömmuhlutverkinu og ég að vesenast með gikt einsog gömul kelling ( er svo mikið ung tútta you know) og Karen lenti heldur betur illa í því í vetur en hesturinn sem hún var á rauk illa með hana og datt hún svo illa af baki að kalla þurfti á sjúkrabíl.

Svo í gær skellti ég hnakk á Biskup og reið honum til Karenar og Villa þarsem stelpurnar biðu eftir mér.Ég fann að Biskupinn var eitthvað spenntur en vonaði nú að kauði myndi nú ekki vera með vesen en mömmustrákurinn var nú heldur betur í stuði og startaði sér áður en ég náði að laga mig almennilega til í hnakknum og missti ég tauminn vinstra megin en náði sem betur fer að rífa í hann til hægri en mín eina hugsun var að lenda ekki aftan á stelpunum sem voru fyrir framan mig.Mér tókst að stoppa hann á vegg og sagði hann Villi að ég væri EKKI að fara í reiðtúr á þessum hesti hvorki með stelpunum né í Kvennareiðina.Hann var ekki lengi þessi elska að sækja einn þægann útí gerði og lagði meira að segja á hann fyrir mig .Því er ég nú ekki vön og fannst mér þetta algert dekur við mig og hálfskrítið!En við fórum saman stelpurnar í reiðtúr og komum alsælar til baka.Reyndar fórum við ekki eins langt og við ætluðum en það voru 3 laus hross á hlaupum sem við vildum ekki lenda í.

Biskup var geymdur á meðan við fórum í reiðtúrinn inní hesthúsinu hjá Villa og Karen og þegar að ég gekk að stíunni þá hörfaði hann og virtist vita uppá sig sökina.Ég var nú ekki sátt við þessi endalok með hestinn minn en ég lagði á hann aftur og fór útí réttina hjá Villa og ákvað að láta hann hlaupa úr sér vitleysuna þar.Mér fannst mjög gott að vita af fólki nærri til að hirða mig upp ef ég dytti nú af klárnum en frá því ég var 15 ára þá hef ég verið að brasa við allskonar hross og slasað mig of oft alein einhverstaðar og þurft að bjarga mér sjálf.En hvað um það.Ég dreif mig á bak og klárinn þaut hring eftir hring á yfirferðatölti og ég hélt mér bara í ólina sem ég var með á hnakknefinu.Hann fór svo loksins að slaka sér og þegar að hann var orðinn nokkuð viðráðanlegur og farinn að stoppa þegar að ég vildi þá bað ég Villa að opna hliðið og heim fór ég ríðandi á klárnum.Ég hef greinilega haldið mér fast í ólina því þegar að heim kom þá var ég blóðug á annari hendinni eftir átökin! Svo er ég marin á innaverðum hnjám líka.Gasalega hef ég klemmt,gott að Hebbi passi sig á kellunni sinni ef hún kemst aftur í þennan ham.

Ég á þvílíkt marga og góða vini.Allir eru tilbúnir að lána mér hest fyrir Kvennareiðina og er úrvalið eitt það besta sem völ er á.Það er sko bara allur pakkinn sem ég get valið úr og brá mér heldur betur þegar að mér var boðin hryssa ein sem er draumagæðingur allra....... það get ég svo svarið.Ég hreint út sagt tími ekki og þori ekki að bera ábyrgð á því að fá svona rokna gæðing undir mig í Kvennareiðina en allt getur skeð þar .Stundum tínast konur í Kvennareið hjá Mána og þá týnast reiðskjótarnir líka! Stundum snúa konurnar öfugt í hnakknum þegar að tilbaka er komið! Sumar konur koma til baka í bíl og skilja hvorki upp né niður í því hvar reiðskjótinn þeirra er? En allar koma þær aftur og enginn þeirra dó..................

18.05.2006 22:47

Hvað er að ske!!!

Svona var útsýnið í gærmorgun þegar að við vöknuðum.Allar kanínurúllurnar ónýtar eftir aðkomuhross frá næsta bæ.16 rúllur gataðar og skilur maður ekki hvervegna hross þurfa alltaf að gera gat á ALLAR rúllur sem þau komast í.Ég hefði nú svosem mátt búast við þessu þarsem hross frá sama aðila eru að fara í 4 sinn í rúllur frá mér og eru þær orðnar alls 30 sem að hross frá honum hafa skemmt.Hross frá öðrum aðila skemmdu 23 rúllur og borgaði sá maður minnsta kosti plastið.En að öðru miklu skemmtilegra.

Í fyrradag fórum við með tvö hross í Hvalfjörðinn fyrir hana Möggu mína.Fönix og Pegasus eru þá komnir á grænt og alveg alsælir blessaðir.Við komum svo við í bakaleiðinni við í Grindavík og fengum þar tvær gimbrar og hrútlamb sem er fótbrotið á framfæti.Hann er sprækur sem lækur og gefur gimbrunum ekkert eftir við pelann.Á morgun fer hann til Dýralæknis sem ætlar að laga brotið.Það er orðið fallega grænt í Grindavíkinni einsog hér við Garðskagavitann.En munurinn er sá að hér eru hross á beit um öll tún en í grindavíkinni eru kindur og lömb um öll tún.

Ég hitti Gutta og eiganda hans í Neðri-Fák og mátti hann ekkert vera að því að tala við kellinguna.Hann ólmaðist við að gera hryssunum til hæfis sem voru í hestalátum með ósýnilegum bibba hehehehehe.Kannski var hann svona mikið að flýta sér svo hann kæmist til að leika við vin sinn sem pústaði á meðan Guttinn ólmaðist á hryssunum.Hann er sko alger Guttormur og fyndið að sjá hvað hann hefur lagast mikið við að missa öll þessi kíló en þetta er feitasti hestur sem ég á ævinni hef séð.

Ég er alveg að farast úr spenningi hvaða hryssa kastar næst en líklega eru þær að bíða eftir rigningunni blessaðar.Þá líklega rignir úr þeim folöldunum.Þær eru á ferð og flugi um alt,ýmist niður á baka að kroppa eða heimvið í rúllunni.Ég þarf að halda áframa ð ormahreinsa þær sem eftir eru og koma þeim niður á túnið líka.Það er brjálað að gera.

Corinne og fjölskylda komu í dag til landsins og tók ég á móti þeim í Flugstöðinni.Mikið agalega er þetta indælt fólk og gaman að geta sýnt því Ásgarðinn í allri sinni dýrð,heilir 40 hektarar .Það fannst þeim stór jörð en þau eiga 7 hektara jörð útí Sviss og þykja bara risastórir landeigendur í sínu landi!Þau voru mjög hrifin af henni Sóley sinni sem kom inní hesthús með Biskup að láta klappa sér.Börnin fengu að gefa lömbunum pela og ljómuðu þau alveg þegar að þau rifust um túttuna.Eftir mikið klapp og kel við bæði hross og lömb var farið í bæinn og kaffi og meðlæti borið á borð.

Jæja gott fólk"best að drífa sig út að ná inn hrossum en í fyrramálið á að keyra Von í bæinn því hún er að fara til Sigga í Þjóðólfshaga og síðan í kynbótadóm ef hún er tilbúin til þess.

 

17.05.2006 23:43

Engin folöld bara lömb

Engin folöld í Ásgarðinum einsog er en það komu í kvöld 3 falleg lömb úr Grindavíkinni og nú er maður nánast farin að mjólka:))

Ahhhh.....komnir gestir,bulla meir seinna elskurnar mínar!

15.05.2006 14:58

Hrókur orðinn spenntur!

Nú er Hrókur orðinn spenntur enda sagði ég honum að hryssur væru farnar að panta hjá honum pláss og núna er hann með allar græjur tilbúnar og hlaðnar í slaginn.Inga hennar Möggu gerði hann voðalega fínann í gær,spreyjaði,burstaði og fléttaði á honum taglið voða fínt .Merunum ætti nú að lítast vel á hann þegar að þær koma ef hann verður ekki búinn að velta sér uppúr næsta moldarflagi:))Fyrsta meri kemur á húsnotkun eftir nokkra daga og þá verður Hrókur færður í heimahesthúsið þarsem friður er fyrir hann og nýju kærusturnar undir mínu eftirliti of course .Svo fær hann að fara í merarnar niður á tún og bakka 1 Júní.

Engin hryssa er í köstunarstuði í augnablikinu en ég vildi óska þess að það ringdi því þær kasta frekar í rigningu en þurrki.Hebbi leit yfir öll hross í morgun þegar að hann gaf rúllurnar og var alltí rólegheitunum í öllum hólfum.Maður er orðinn svo spenntur að fá fleiri kríli,það er svo miklu meira gaman að sjá nokkur saman að leik.

Ég má ekki gleyma því að við fórum á svartfuglakvöld á Kjalarnesið á Laugardagskvöldið en Hebbi minn fór fyrst um morguninn í árlega Herrifflakeppni og sagðist hann ekki hafa fengið nein verðlaun en var svo að halda því leyndu að hann vann Gullið í 100 metrunum standandi með gamla Carl Gustav smíðaður 1916.Ég vissi ekki neitt um kvöldið,en samt voru allir að óska mér til hamingju með kallinn! Ég var alveg orðin kringlótt í framan  og það var ekki fyrren að verðlaunahafar voru kallaðir upp að Hebbi minn stóð upp og Gullið var hengt um hálsinn á honum og hann glotti ógurlega á frúna sína.Sko minn mann,þetta getur hann þó svo hann hafi ekki getað æft sig nema í rúmlega klukkustund fyrir mótið og hafði þá riffillinn gamli hangið inní skáp í heilt ár frá fyrra móti.

Fyrsti mófuglinn er orpinn í Ásgarðinum og nú er spurningin. Hvað þið eruð klár gott fólk! Hver á þessi egg???

 

12.05.2006 23:59

Syngjandi ljóskur!

Þær voru syngjandi ánægðar ljóskurnar tvær þær Kapella og Sóley þegar að ég var búin að bursta þær og snurfusa fyrir myndatökuna.Ekkert smá flottar að verða og er Kapella nánast að verða komin í sumarbúninginn sinn.Það var gaman að geta dundað aðeins í trippunum í kvöld og vann ég svolítið í honum Týr sem er búinn að vera svolítið feiminn með mann í vetur en núna stendur þetta allt til bóta því hann verður að gefa sig að manninum í heimahesthúsinu þarsem hann lendir inná tamningabásnum ef hann er með eitthvað múður.En hann kom mér reyndar mjög á óvart í kvöld og var farinn að elta mig og rukka mig um brauðmola:)) Hann má alveg við mola í munninn sinn af og til.

Ég var dugleg í dag einsog alltaf:)) Gaf útiganginum og fóðraði allt liðið uppí búi en þar eru ansi margir munnar að metta.Fönix og Pegasus fóru saman útí dag og gekk það ágætlega.Eitthvað finnst nú Fönix gaman að stríða Pegasus pabba en hann ólmaðist í gamla "manninum"látlaust þartil Pegasus varð fúll og skammaði soninn rækilega.Eftir það fóru þeir að velta sér og fóru svo í rúlluna að dunda við að belgja sig.Hrókur fékk að sprella í hólfinu um stund meðan ég gaf öllum inni og varð hann voðalega feginn þegar að ég kallaði í hann inn því það var orðið svo kalt úti.

Merarnar eru bara rólegar og núna er spennan mikil að vita hver verður næst að kasta.Sumir eru að drepast úr spenningi...........hehehe.

11.05.2006 22:05

Molda og folald

Molda er ekkert smá montin með folaldið sitt og var erfitt að fá hana til að stoppa og láta mynda sig með afkvæminu.Ég er ekki alveg viss um litinn en folaldið er líklega bleikt eða einhvern veginn moldótt tvístjörnótt og glaseygt.Molda heldur sig mest lengst niður á bakka en kemur af og til inná túnið.Nú bíður maður bara spenntur eftir því næsta en ég veðja á að Skjóna verði næst.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 775
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208460
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 15:18:02