Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2014 Júní

10.06.2014 19:00

Gestahryssur Hróks komnar :)


Gestahryssur Hróks eru komnar þær sem áttu pantað undir hann og það var gaman að sjá þær bregða undir sig betri fætinum og stika niður á tún.Hún Stjarna er ein af þeim sem sýndi takta á við 6 vetra hross en það má bæta við 10 árum við þá tölu en sú gamla er 16 vetra gömul.

Á morgun verður Hrókur settur í og er fullt undir hann fyrra gangmálið en það gætu orðið lausir örfáir tollar seinna ganmálið.

07.06.2014 18:42

Kindurnar farnar í sumarhagana



Gestagangur og við fórum ekki að gera neitt af viti fyrren líða tók á daginn.Það er líka nauðsynlegt að slugsa aðeins og gera ekki neitt sérstakt ekki satt.

Svo fór allt í gang,Magga fóstursystir kom óvænt í heimsókn og hjálpaði hún okkur að að raga í sundur féð og koma því um borð í hestakerruna og uppí sumarhagann.

Það eru líklega ein 35 ár síðan við Magga voru að ragast í fé saman en það var á stórbúinu Hæli í A-Hún en þar var ansi margt fé eða í kringum 700+ ef ég man rétt.

Ég held að við höfum engu gleymt og við tækluðum kindurnar hverja af annari og lömbin og hefur þetta aldrei gengið eins hratt og örugglega fyrir sig einsog núna.


15 lambær fóru uppeftir með 29 lömb og svo fóru 2 hrútar og þrír fljúgandi furðuhlutir (gemsarnir).Þær eru búnar að vera inni með hrútunum í mestallt vor og áttu það til að taka á flug ef að kindurnar og lömbin voru að koma inn eða fara út.

Við urðum að víggirða svo þær næðu ekki að stökkva útúr stíunum.

Mikið var gott að koma þessu frá og núna eru 6 kindur heima með lömbum en það eru þrílembur og gamalær ásamt einni geldri en við erum hálft í hvoru að vonast til að það leynist lamb í henni.

Eitt lamb er komið á pela og er ég í smávandræðum með það en það fékk drullu.

Gaf því skitutöflu í gær og vonandi verður í lagi með hana Blárössu litlu.

Við vorum ekki búin í verkunum okkar fyrren en á miðnætti og mikið var gott að komast úr drullugallanum ogskríða ofaní heitt bað:)

Takk kærlega fyrir hjálpina Magga mín ef þú sérð þetta !
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 296
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280869
Samtals gestir: 32721
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:38:31