Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2009 Október

25.10.2009 00:15

Fallegt haustveður


Litla Löpp haustleg í góða veðrinu.

Héðan er allt gott að frétta.

Búin að fara í allar rannsóknir og blóðprufur og bíð núna bara róleg eftir niðurstöðum.

Ég fékk órtúlega góðann stuðning í tölvupósti frá vinkonu minni sem er undirlögð úr gigt þó hún beri það allsekki utaná sér.
Hún sprautar sig sjálf tvisvar í viku með gigtarlyfi og það öfunda ég hana ekki af.
Bara hetja í mínum augum:)!

Gott að vita að maður er ekki einn í þessu og vita einnig af því að þessi sjúkdómur er þannig að hann getur látið mann líta út fyrir að vera sérhlífinn aumingi og líta út fyrir að maður sé ekkert annað en letingi.

En hingað til hef ég ekki verið löt við að nota hnífapör þegar að ég matast en það var á tímabili orðið erfitt.

Svo þið þarna úti sem eru með leiðindi við fólk með gigt segi ég bara................helvítis fokking fokk á ykkur!!!!!!!!!!

Rosalega líður mér miklu betur..................dæs...............:)
Þurfi að losa þetta heehehehe.................:)

Í dag fóru hryssurnar og folöldin inná síðasta stykkið áður en þær fara inná vetrahagann sinn sem verður einhvern tímann í Desember.
Náðum að klippa hófana á tveimur hryssum sem voru orðnar ansi vaxnar og hreinlega okkur til skammar svona á sig komnar.

Ég hélt og kallinn klippti undir leiðsögn minni..................sko.................haltur leiðir blindann og allt það emoticon .
Alveg er það merkilegt hvað hann sýnir mér mikla þolinmæði á meðan ég rausa hvernig þetta á allt saman að klippast eftir minni tísku hófklippingu.

Annars er hestasala að lifna hægt og rólega við í ótömdum hrossum en sala á tömdum hefur verið með ágætum í haust.


Sága okkar Hróksdóttir er seld/sold og það til Danmerkur.

Hún ætlar samt að vera hér í pössun aðeins áfram og fara út með fyl í sér þegar að þar að kemur.

20.10.2009 01:06

Stóðið ormahreinsað


Völva Hróksdóttir orðin stór og stæðileg.

Tókum okkur til í dag og ormahreinsuðum öll folöldin,mæður þeirra og trippin.
Þau koma svo aftur inn eftir cirka 7-10 daga í seinni ormalyfsgjöf til að ná þeim ormum sem enn eru egg og óklakin.
Eggin drepast ekki við ormahreinsun.
Það er ein góð leið til að rjúfa ormasmit í ungviðinu.
Þá verða tekin úr þeim hársýni (litföróttu:) og þau verða örmerkt og dna testuð.

Sóttum svo Biskup og vinkonur hans sem voru á öðrum bæ í hagagöngu ekki langt frá.
Skelltum múl á gamla skápinn (Biskupinn:) og svo keyrði Hebbi bara eins hratt og klárinn dró og dömurnar hans fylgdu honum á fullri ferð á eftir.
Ég þóttist ætla að vera labbandi fyrir aftan og reka á þær reglulega en þess þurfti ekki.
Ég varð bara eftir og horfði á eftir strollunni hlaupa í rassaköstum á eftir bílnum!
Voðalega þægilegt að eiga við þau greyin enda flest tamin og kunna á okkur húsbændurnar.

Snót frá Ægissíðu fékk sinn ormalyfskammt í dag.

Þetta tók allt saman mettíma enda eru flest hrossin hérna þæg og stillt og við erum að verða að búin að losa okkur við hross sem eru með stæla og vesen við okkur.

Við erum orðin of gömul fyrir slagsmál og er ég vaxin uppúr svoleiðis fíflahrossum fyrir langa löngu.

Hróksbörnin eru flest óskaplega þægileg í ormahreinsun og lítið mál að mýla þau greyin og koma ormalyfi í þau.
Fyndið að sjá hve hegðun erfist sterkt og ár eftir ár eru folöldin undan honum nánast undantekninglaust fljót að stilla sig eftir að tökumúllinn er kominn á þau.
Samt sem áður eru þau sem betur fer ekki skaplaus og taka vel á gúmmíkallinum.
Sprikla alveg ógurlega og gefa sig svo.

Ég hef aldrei lent í að folald undan klárnum reyni að nota á mig fæturnar eða kjaftinn en ég hef lent í að nokkurra klukkustunda folald sparki í mig og bíti.
Það hafði lent illa í stóðhesti og flogið í gegnum rafmagnsgirðingu og var ég að bíða eftir hjálp við að lyfta girðingunni upp svo ég gæti komið því undir og til móður þess sem beið róleg hinumegin við girðinguna.

Ég teygði mig yfir vírinn og strauk hryssunni um vangann og umsvifalaust kom litla folaldið hennar með afturendann að mér og lamdi mig með afturfótunum!
Ég hló nú bara og teygði mig aftur yfir girðinguna og hélt áfram að tala við hryssuna og strjúka henni og þá límdi folaldið hennar aftur eyrun og þrusaði í mig með báðum afturfótunum!
Ég sló í afturendann á því en þá snarsneri það sér við og beit tvisvar í mig með litla tannlausa gómnum sínum:)

Ég vissi að það var bara að verja móður sína eftir atganginn í stóðhestinum sem var búinn að tæta 3 folöld í gegnum girðingar hér.
Það bar aldrei á þessu aftur hjá folaldinu og óx það og dafnaði vel.

En kjarkurinn í þessu folaldi var gríðarlegur!

Það ætlaði alveg að fórna sér til að verja mömmu sína og það var bara örfárra klukkustunda gamalt.

Ljóti týndur emoticon  ?

Enn er minkurinn laus við að ég og tíkurnar elti hann en kauði er að öllum líkindum farinn niður í fjöru.
Það er eitthvað svo voðalega mikið að gera annað en að taka göngutúr með tíkunum og ná honum Ljóta einsog við köllum hann hér á bæ.

Á morgun er það beinaskanninn inní Domus Medica og hlakkar mig til að vita hvort ég sé ekki með þokkalega beinagrind sem hangi saman í einhver ár í viðbót.
Kanski maður verði bara einsog Bonless Chicken fígúran í sjónvarpinu hehehehehehe..................!
Maður verður að geta hlegið að sjálfum sér af og til ekki satt?

16.10.2009 23:09

Haustveður og læti


Smá fréttir handa ykkur dúllurnar mínar.

Skinfaxi frá Ásgarði er seldur/sold til Þýskalands.

Bára frá Ásgarði er seld/sold til Þýskalands.

Ekki náðist hinn minkurinn en tvær gildrur eru spenntar og bíða hans ef hann reynir að koma og fá sér hænu í gogginn.

Það er lítið hægt að vesenast úti við í þessu endalausa leiðinda veðri.
Rigning og rok er eitthvað sem ég er ekki spennt fyrir að vinna úti vinnu í.

Kallinn minn var svo elskulegur að panta tíma fyrir konuna sína hjá gigtarlækninum okkar því ekki geri ég það.

Vanalega bít ég bara á jaxlinn og fer mér hægar og eitthvað þótti honum ég hafa hægt of mikið á mér hehehehehe.............emoticon

Ég er ein af þeim sem að læknast á biðstofunni meðan ég bíð eftir að verða kölluð inn og þegar að þangað er komið þá er ég bara mállaus og man ekki alveg hvað það er sem er að hrjá mig(eða kem ekki orðum að því).
Helst fer ég ekki nema að ég slasist og þurfi að sauma eða ég sé við það að vera rænulaus.

Líklega er ég orðin svo samdauna öllum þessum verkjum í gegnum árin að ég held að þetta eigi að vera svona og allir séu svona.

Svo fær maður það á tilfinninguna að maður sé bara helvítis aumingi og bölvað væl í manni ef maður vogar sér að opna munninn og segja eitthvað!

Enda er fólk óspart á að láta mann vita af fólki sem á enn meira bágt en maður sjálfur og uppúr þeim vella hryllingssögurnar svo maður þegir bara og þakkar fyrir að vera ekki í slíkum málum.

En hvað um það,ég gerðist sniðug áður en ég mætti í tímann til okkar frábæra gigtardoksa og hripaði niður á blað hvað væri helst að hrjá mig.

Á leiðinni inní RVK þá bættist alltaf meira og meira á blaðið og á endanum var það orðið fullt af fínum upplýsingum sem ég hefði ekki getað ropað uppúr mér svona einn tveir og þrír óundirbúin.

Nú eftir allt vælið um verki,nálardofa hingað og þangað þá fékk ég í hendurnar blað um beiðni í röngten og blóðprufur.

Ég er bara pínu fegin og hlakkar til að fá að vita hvort ég fái ekki ný lyf svo ég geti drösslast áfram á hestbak í vetur/vor.

Hvert skipti sem ég kemst í hnakkinn eftir að ég fékk gigtina er dýrmætt.

Ekki grunaði mig að ég ætti eftir að lenda í þessum sporum að halda í hvert skipti sem ég fer á bak að það sé í síðast skipti sem ég kemst í hnakkinn.

Þetta er rosalega óþægileg tilfinning og bjóst ég ekki við henni fyrren eftir einhverja tugi ára.

Nóg af væli elskurnar mínar emoticon .

Ég skaust út (hver var að tala um gigt og fara sér hægt:) og smellti nokkrum myndum af litla stóðinu okkar en við gáfum út rúllur fyrir óveðrið um daginn til að halda hrossunum í skjóli heimavið á meðan lætin geisuðu.

Hér eru þær: Haustmyndir af stóðinu þann 11-10-09

10.10.2009 23:00

Minkur í hænsnakofanum!


Það var ljót aðkoma í hænsnahúsið í Ásgarðinum í gær.

Á meðan óveðrið geysaði úti og björgunarsveitir landsins unnu hörðum höndum við að bjarga ýmsu undan óveðri stóð minkur í ströngu við að drepa hjá okkur hænurnar.

Hann náði öllum ungunum sem enn voru á gólfinu og enn ekki farnir að fara uppá prik og svo hefur minkurinn komist í hænurnar á prikunum og strádrepið þær flestar.
Talan er í kringum 20-25 dauðar hænur.

Eitthvað hefur gengið á því að við fundum hænurnar útum allt bæði innandyra sem utandyra og ekki nóg með það!

Hann hafði farið inní hænsnakofann og drepið og dregið hænurnar út og troðist með þær undir fjárgirðinguna og dröslast með þær eina 100 metra meðfram húsunum og inní annað hús sem við höfum sem afdrep fyrir kindurnar á meðan þær eru úti við.

Ég lét Buslu skanna hænsnakofann því ég treysti hennar nefi mjög vel enda erum við veiðifélagar til margra ára og þekkjum hvor aðra.

Busla skannaði hvern krók og kima á meðan hænurnar görguðu á prikum sínum af ótta við aðra árás.

Tíkin vildi ólm komast út og Súsý litla Busludóttir æstist öll upp og fann að nú var eitthvað spennandi að ske!

Busla fremst til vinstri,Súsý Busludóttir,Skvetta Busludóttir og Tobba Anna til hægri.

Þegar að ég var þess fullviss að Minkurinn væri þarna nærri þá sótti ég bara allann flotann af hundunum og við bættust þær Skvetta Busludóttir og Tobba Anna sem er að koma sterk inn.

Þær voru eldsnöggar að staðsetja minkinn þarsem hann blundaði rólegur í refakassa inní kinda athvarfinu og upphófst nú æsispennandi eltingarleikur!

Minkurinn komst út,ég á eftir öskrandi með tvær tíkur og slapp hann aftur inn,Hebbi var næri búinn að fá hann í lappirnar á sér og ég var farin að góla af æsing og reyna að stjórna en auðvitað verður allt stjórnlaust undir svona kringumstæðum!

Nú hljóp minkurinn eftir endilöngu húsinu og Hebbi á eftir og það var Skvetta sem náði honum á hlaupunum og beit hann ofaní herðarnar og hristi hann duglega.

Eftir brot úr sekúndu voru þær fjórar búnar að slíta kauða í tvennt.

Í dag ætlaði ég að taka myndir af vettvangi glæpsins en þá kom nokkuð óvænt í ljós.

Hæna sem ég fann undir girðingu í dag og setti á stétt fyrir utan húsið var nú komin meter frá stéttinni og búið að afhöfða hana!

Og við sem rétt skruppum heim í kaffi og aftur út!

Líklega er annar minkur þarna á sveimi sem er frekar óvenjulegt en þá eru það stálpaðir hvolpar úr sama goti að þvælast um.

Við töpuðum honum en spenntum upp gildru og nú er bara að bíða og sjá hvort að kauði kemur í hana í nótt.

Dauðhræddar á prikinu sínu.Helga úr Helgadal er sú hvíta og er ég mikið fegin að hún lifði þetta af.Stoltið í húsinu!

Af hænuræflunum er það að segja að eina fundum við í dag heima við hesthús og hefur hún líklega sloppið undan minknum í óveðrinu og fokið yfir hagann og alla leið heim að hesthúsi.

Alveg búin á því greyið.

Hún er stéllaus,hölt og ræfilsleg og er hún á "gjörgæslu" og er dugleg að borða bæði bygg og korn og vonast ég til að hún nái sér fljótt og vel.

Aðal haninn á bænum fannst langt útí haga í tætlum.

Kallinn er búinn að loka öllum glufum á hænsnakofanum og vonandi náum við hinum minknum  á morgun.

Busla og Súsý að hvíla sig fyrir átökin við seinni minkinn á morgun ef gildran verður ekki fyrri til.

Smá viðbót 11-10-09:
Hinn minurinn er enn á hlaupum og settum við upp aðra gildru.
Restin af hænustofninum kúrir uppá prikum lafhræddar og þora varla niður til að matast.

08.10.2009 02:00

Norðurferð og glens


Komin í kjól og hvítt Holtavörðuheiðin.

Hæ hæ allir hér.
Ég er á lífi eftir vel heppnaða helgi norður í landi en við skruppum í Víðidalstungurétt.

Er það ekki týpískt að þegar allir eru komnir í regngalla þá fer sú gula að skína emoticon !

Nenni kannski ekki alveg að blogga um það hér en ég er búin að skella inn smá bloggi á 
Freyshestar síðunni sem ég held úti fyrir hann Val vin minn.

Já............ á meðan ég man þið ofurheilar þarna úti!
Ég á svo bágt með mig þegar að íslensku máli kemur því ég vil geta gert mig skiljanlega á íslensku en ekki froskamáli (essasú:).
Ég var nú alltaf sleipari í stafsetningu heldur en í íslenskunni með öllum beygingum og þolföllum/þáguföllum hingað og þangað.
Ég hef verið talin þágufallssjúk á köflum en það er nú ekki með neinum verkjum eða hita svo ég finni.

En út með sprokið og hana nú!

Hvort er réttara að segja,folaldið er undan Eitil frá Bæ eða Eitli frá Bæ????
Ég vil hafa það undan Eitil því mér líður einsog að það geti verið undan hálseitli ef það er undan Eitli!

Og svo er hér einn rosalega góður sem ég fékk sendann frá Selfossi emoticon .

Á góðum degi í framtíðinni ...

Davíð Oddsson var dauður og kominn til himna þar sem hann hitti Lykla-Pétur.

Lykla-Pétur varð svolítið vandaræðalegur: "Eh, velkominn," sagði hann loks.
"Þakka þér fyrir," sagði Davíð, "ég vissi að ég mundi enda hér".

- "Nja," sagði Pétur , "þú hefur lifað sæmilega frómu lífi, eða þannig, svo
við vildum gjarnan hafa þig hér en því eru ekki allir sammála. Þú ert
umdeildur maður og það hafa fleiri áhuga á þér en við hér í himnaríki. Við
urðum að halda fund með djöflinum þar sem þetta var rætt og það endaði með
því að við gerðum samning við hann."

"Samning!" Hrópaði Davíð og var sýnilega brugðið.

"Það er nú ekki alslæmt," sagði Pétur, "en djöfullinn sagðist nú þegar hafa
flesta vini þína svo við sömdum um að þú eyddir einum sólarhring í helvíti
og öðrum hér hjá okkur í himnaríki og svo velur þú sjálfur hvar þú dvelur um

aldur og eilífð.

Davíð maldaði svolítið í móinn en samningur er jú samningur svo Pétur vísaði

honum á lyftuna, kvaddi hann og sagðist sjá hann eftir sólarhring. Davíð
ýtti á hnapp merktan "helvíti" í lyftunni og seig svo langt, langt niður á
við þar til lyftan stoppaði við kolsvarta hurð. Þegar dyrnar opnuðust stóð
djöfullinn sjálfur fyrir innan. "Gamli vinur, vertu hjartanlega velkominn,
gakktu í bæinn," sagði djöfsi.

Davíð fór inn og við honum blasti risastór golfvöllur. Margir af hans gömlu
flokksbræðrum léku golf á vellinum eða stóðu í smáhópum og töluðu saman.
Golfvöllurinn var fullkominn. Það var heitt í lofti og út um allt voru
léttklæddar, snoppufríðar djöflastelpur sem færðu mönnum bjór og aðra kalda
drykki. Davíð lék golf allan daginn og um kvöldið bauð Hannes Hólmsteinn,
sem hafði dáið nokkru áður, honum í "gúrme"grill (hafði sem sagt grætt um
daginn og grillað um kvöldið) ásamt góðum vinum með öllu góðgæti sem hugsast

gat. Fáum sögum fer af því hvernig Davíð eyddi nóttinni en sólarhringurinn í

helvíti var fljótur að líða og morguninn eftir var honum vísað á lyftuna á
ný.

Þegar Davíð kom aftur til himnaríkis var hann efins um ágæti þess staðar en
það var samt sem áður tekið vel á móti honum. Hann var klæddur í englaföt og

fengin harpa til að leika á. Hann eyddi deginum með því að ganga um milli
skýjanna, hlustaði á fagran fuglasöng og borðaði ferska ávexti.  Hann fékk
reyndar í magann af ávöxtunum og það pirraði hann að sjá Jóhönnu og
Steingrím sitja saman á skýi og leika á hörpur af mikilli innlifun.

Um kvöldið kom Pétur. "Nú ertu búinn að dvelja heilan sólarhring í helvíti
og heilan dag hér í himnaríki. Ertu kannski búinn að ákveða þig?" Spurði
postulinn.
"Hmm," sagði Davíð, ég átti nú kannski ekki von á því en ég held að ég velji

helvíti, þrátt fyrir allt. Það er heppilegasti staðurinn fyrir mig."
Andlitið datt af Pétri og hann reyndi hvað hann gat að fá Davíð ofan af
ákvörðun sinni. En Davíð var harðákveðinn.
Á ný fór Davíð með lyftunni niður í helvíti og djöfullinn tók aftur á móti
honum. Hann kippti Davíð inn en þar var þá allt öðru vísi umhorfs en daginn
áður. Brennisteinsfnykinn lagði um allt og skerandi sársaukavein
flokksbræðra hans og vina fylltu loftið. "En hvar er golfvöllurinn?" Spurði
Davíð. "Og djöflastelpurnar, bjórinn og grillið?

- "Ah," sagði djöfullinn,  "þú skilur þetta mann best, í gær var
kostningabaráttan í fullum gangi. En nú ertu búinn að kjósa!"

Gleymum ekki hvaða flokkur og hverjir komu okkur í þær ógöngur sem við nú
búum við!!

01.10.2009 01:28

Kanínublogg á nínusíðunni


Sólarlag í Ásgarðinum í fyrrakvöld.

Héðan er allt gott að frétta og lífið hefur sinn vanagang.
Veðrið hefur skánað og blíðan síðustu dagana hefur kætt mann heldur betur.
Ég skellti loksins inn bloggi á kanínusíðuna en fólk var farið að pikka í mig og vita hvort ég ætlaði ekki að skella inn bloggi með söludýrunum.
Ég er alltaf að reka mig á það að fólk heldur að ég sé með kannski 2-3 læður og það heldur að það sé að missa af kanínum en svo er nú ekki raunin yfir sumartímann.

Svo krossbregður þessu saman fólki þegar að það kemur inní kanínusalinn og sér þar vel á annað hundrað dýr.
Þannig að það er úr nægu að velja (ennþá:) en samt getur það orðið heilmikið mál þegar að framboðið er svona mikið.
Best að vera ekkert að blogga hér meira um nínurnar því ég var að blogga um þær áðan emoticon

Ég er núna í þvílíkri dellu inná youtube að finna gömul og góð lög og sum hver eru komin í nýjan og flottan búning líkt og þetta hér fyrir neðan.

Bara flott lag á ryksuguna:)

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213875
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 03:05:48