Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2007 Apríl

29.04.2007 12:42

Myndir af Buslu+ Kubbs hvolpum 9 stykki!


Busla stóð sig eins og hetja í gegnum þetta allt saman og er hin mesta mamma.Passar voðalega vel að hlunka sér ekki ofaná hvolpana sína þegar að hún kemur frá að pissa eða matast og drekka.Reyndar er hú dekruð í bak og fyrir og færi ég henni mat og drykk í "rúmið".En út verður hún að fara með stykkin sín.

Allir fá greinilega nóg að drekka og enginn að væla eða útundan.
Sá sem á Kubb pabbann kom í dag og hans fjölskylda (amma og afi í Sandgerði:) að líta á gripina og frétti ég að heil fjölskylda frá Selfossi hefði líka rekið inn nefið á meðan ég var í bænum í fermingarveislu.Hebbi var heima og sinnti búi og börnum á meðan.

Við erum hér steinsofandi í þvotta körfu á meðan skipt er á bælinu okkar! Ekkert smá stilltir og sætir:)
Á morgun á að taka myndir af hverjum og einum,gaman gaman.
Kannski það verði gert sérstakt myndaalbúm handa okkur,hver veit?

27.04.2007 23:42

Busla að fara að gjóta!

Busla greyið er orðin lafmóð og farin að skjálfa af og til.Allt tilbúið og vildi hún láta lyfta sér í kassann sinn í kvöld.Núna bíður maður bara spenntur eftir hvolpunum og ég veit að fleiri bíða spenntir en það eru nokkrir búnir að panta sér hvolp.
Sá sem á pabbann að hvolpunum fær fyrstur að velja sér hvolp.

ég ætla að vaka með henni þartil allir eru komnir í heiminn og gæti nóttin orðin löng en það er allt í lagi.Einhvern veginn grunar okkur að hvolparnir verði 7-8 talsins en blessuð tíkin er með svo stóra bumbu og iðar allir núna inní henni og mikið að ske.Vona að þetta gangi vel hjá henni.
Læt ykkur vita um leið og allir eru komnir í heiminn .

23.04.2007 01:58

Hringur farinn og Hermína borin!

Loksins get ég sest niður og bullað svolítið um síðustu daga.
Hringur kallinn var járnaður upp að frama og Eygló fór prufurúnt á honum til að vita hvort hann væri enn að kveinka sér í framfætinum en það bar ekki á því og hesturinn orðinn sprækur og hress.Guð sé lof fyrir það .Ég sá nefnilega að hann var farinn að leika sér og djöflast og hlaupa um allt og beitti sér af öllu afli í leiksprettunum með hinum geldingunum.
Lítil frænka mín kom svo og prófaði hann og ákvað að fá hann heim með sér í sína sveit og þjálfa hann fyrir mig og fara með hann á námskeið og alles.Líst svolítið vel á þessa stelpu,efnilegur knapi og svolítið töff í hnakknum .

Hringur fékk þessa flottu ábreiðu yfir sig og hann varð svolítð montinn með sig þegar að hann vinkaði til hinna hestana og hoppaði um borð í kerruna.Farinn í stóru sveitina strákar mínir!

Þetta er sjaldgæf sjón í minni sveit en þetta fallega Rjúpupar sat á gamla Kanínukassanum mínum sem nú er brak og hreyfði sig varla þegar að ég nálgaðist það! Það kurraði svolítið í Karranum og vona ég að hann sé að hugsa um að hafa Óðal sitt nærri okkur,það væri nú gaman.Það hafa verið tvö Óðul hér rétt hjá okkur og höfum við séð forledrana úti á vappinu með ungaskarann á eftir sér,bara krúttlegt.
Verð að segja ykkur frá því en í hitteðfyrra þá hringdi ein góð vinkona okkar í mig,nefnum engin nöfn  en hún var alveg óðamála í símanum og sagði mér að Íslensku hænurnar okkar væru sloppnar og það alla leið uppá tipp sem er fyrir ofan Sandgerðisveg!
Hún sagðist standa vörð um þær á meðan við drifum okkur á staðinn! Við hentumst af stað alveg rasandi hissa yfir hænuskröttunum okkar að æða þetta svona útí heiði og þvílík heppni að eiga svona góða og glögga vinkonu!
En hvað haldiði þið! Þarna stóð þessi elska baðandi út öllum öngum standandi yfir Rjúpufjölskyldu með skarann af ungum á eftir sér í haustbúning!!!!! Auðvita fórum við öll að hlægja að þessu hehehehehehehe....................

Hermína heimalningur bar þessum flotta lambhrút í kvöld.Ég var búin að sjá það út með góðra vina hjálp að það væri farið að styttast í þetta hjá henni.Fór klukkan 5:00 í morgun að kíkja en þá var allt með kyrrum kjörum.
Um 20:00 var hún farin að rembast og ég var hjá henni og sendi sms í Fjármálaráðgjafann minn hana Valgerði á Hrauni og gengu skilaboðin ótt og títt á milli.
Ég stökk aðeins heim og gaf folöldunum í heimahesthúsinu og dreif mig svo uppeftir aftur.Ekkert gekk hjá henni belssaðri og ég prófaði að toga pínulítið (fast:) því þarna voru tvær fætur að koma en hausinn var soldið stór á greyinu.
Ég ákvað að hringja í Gísla og Siggu á Flankastöðum (langömmu og Langafa lambsins:) þegar að það voru komnir hátt í þrír tímar og ekkert gekk hjá Hermínu minni.Hún var orðin nokkuð dösuð og með hjálp þá rann út þessi stóri og myndarlegi lambhrútur með stórum hníflum.Mikið var ég fegin að þetta gekk og bæði kindin og lambið hress.
Hrússi var karaður í bak og fyrir og svo var hann risinn á fætur á undan mömmu sinni og vildi fá broddinn sinn og það í einum hvelli. Hann var fljótur að finna spenana og fá í sig fyrstu mjóljursopana sem skipta svo miklu máli fyrir svona nýfædd kríli.

Hermína stolt með Óskýrðann Flankason.

Farin á kanínubloggið mitt að blogga þar meiri fréttum.Ég er EKKI í lagi hehehehehehe...........
http://www.123.is/kaninur/

20.04.2007 23:20

Frábært sprettuveður

Ég gær var afskaplega gott veður,logn og sólskin.Ég gerði smá tilraun með að kynna Pjakk litla fyrir hinum folöldunum og gekk það svona upp og niður vegna þess hve Glenna mamma er mikil mamma .Fyrst setti ég hana og Pjakk í minna hólfið og Frigg var fyrst til að fara út og hitta þau.Pjakkur varð alveg vitlaus í Frigg og prílaði upp um hana alla í leik en Glenna mamma hélt að þetta gæti verið hættulegur leikur hjá syninum.En eftir smá stund þá sá ég að hún róaðist og ég opnaði útí stóra leikhólfið.
Þar brunaði Pjakkurinn um með látum á eftir Frigginni og merin á eftir hneggjandi og áhyggjufull.Svo stoppaði hún í rúllu og ákvað að láta þau afskiptalaus og fá sér að borða.
Ég fór inn og smá týndi út öll folöldin úr stíunni og bætti á og var svaka stuð á Pjakk að fá alla þessa leikfélaga með sér.Loksins gat hann leikið sér almennilega.Ég var orðin smá áhyggjufull á tímabili þegar að 14 folöld hlupu hring eftir hring og Pjakkur í miðjum hópnum alveg snarvitlaus! Allt róaðist fyrir rest og ég gat farið frá hópnum að vinna smá.Glenna stóð í rúllunni og Pjakkur hentist um allt og ef honum þótti stóru folöldin vera um of ágeng þá stökk hann í skjól við mömmu sína.

Komdu hérna drengur" ég skal sko ná þér! Ekkert smá óþekkur við mömmu sína hehehehehehe........Sá var hrifinn af Frigg!

Þegar að ég verð stór þá ætla ég að gera einhvernveginn svona!
Meiri pjakkurinn hann Pjakkur .
Stórvinur minn hann Glófaxi Parkerson fór líka út og ætlaði ég sko að fá að taka fótlyftumyndir af drengnum en eitthvað miskildi hann mig hrappalega með að sýna háa fótlyftu!
Skellti sér uppá hól og þótti það nógu hátt fyrir sína fætur!

Sætastur,alveg að verða gulur á skrokkinn.Þessi er sko ljúfur og geðgóður get ég sagt ykkur!

20.04.2007 02:33

Vetur og sumar mætast

Gleðilegt sumar allir og þakka ykkur fyrir veturinn.

Síðasta vetradaginn mættum við Hrókur í síðasta tímann til Trausta Þórs.Allt sem við lærðum situr þokkalega vel í kollinum á okkur.Reyndar kann Hrókur flestar þessar hundakúnstir og næst fer ég líklega með hest sem kann EKKI allar þessa kúnstir svo þetta verði ekki of auðvelt fyrir okkur.Þannig ætti næsta námskeið að nýtast mér betur.Félagskapurinn var æðislegur og voru/eru þettta hinar skemmtilegustu stelpur sem voru með mér á námskeiðunu og eru við ákveðnar að hittast allar saman aftur.
Skora ég á þær að koma ríðandi til mín í Ásgarðinn,það verður vel tekið á móti þeim og hrossunum ekki síður.Jafnvel köllunum þeirra líka .

Sumardagurinn fyrsti var alveg frábær!Þvílíkt veður!!!!
Ég var alveg hörkudugleg í dag og var komin snemma í heimahesthúsið og setti alla út,mokaði og sagbar og leyfði svo folöldunum að hafa húsið opið og hey í stöllunum.
Síðan var stefna tekin á stóra hesthúsið og allir stóðhestar fengu að hreyfa sig og sprella í stóra leikhólfinu.
Það var sko ekkert smá stuð á þeim og kom hann Dímon inn kófsveittur og Lagsi kallinn líka en þeir tveir geta enn farið út saman.Svo tók ég teygjurnar úr Símon og spreyjaði og burstaði faxið á honum.Ekki gott að hafa teygjurnar lengi í því þá getur faxið farið að reytast af.
Ég fékk þessa svaka sýningu hjá hverju folanum af öðrum og að öðrum ólöstuðum þá sló hann alveg í gegn hjá mér hann Þari Þjarksson frá Njarðvík!
Ég var búin að segja við ykkur um daginn að það væri rosalegt skrefið í þeim hesti og ég var EKKI að ýkja krakkar!!!!

Vona að hakan hafi ekki brotnað á klárnum .

Össsss..............sjáiði!!!!
Hmmmm........Ég á tvo folatolla undir þennan hest. Hvað á maður eiginlega að gera????

18.04.2007 00:48

Iðunn frá Ásgarði fallin

Það var ekki fögur aðkoman í hesthúsið í dag.Iðunni blessuninni hafði tekist að farga sér með því að stökkva yfir stallinn og svo til baka og hálsbraut sig.Allt var á tjá og tundri,vatn lak um allt því í látunum hefur henni tekist að opna fyrir krana á ganginum.
Þetta slys hefur líklega skeð í gærkvöldi stuttu eftir að við yfirgáfum hesthúsið því enn var fullt af heyi í stallinum hennar.
Það er alltaf leiðinlegt þegar að svona skeður en ekkert hægt að vera að velta sér uppúr því þó svo maður geri það óneitanlega.
Hvað ef ef ef.....................Ég hugsaði hvað ef ég hefði kíkt niðureftir í gærkvöldi aftur.Iðunn var bara svo rosalega stillt alltaf,stilltasta folaldið þegar að verið var að ormahreinsa og stússast í kringum þau.Tók aldrei í taum þegar að hún var bundin.
Það þykir mér líklegasta skýringin verið að hún var ekki búin að taka almennilega á og sætta sig við að vera föst.Líklega áttaði hún sig ekki almennilega á því áður í öllu stússinu að hún var rígföst.Hún stóð alltaf kyrr og lét allt yfir sig ganga.Ormalyfsgjöf,örmerkingu og dna testið.

Eitt verð ég að segja ykkur sem mér finnst ansi skrítið.Í gær þegar að ég var að blogga um þau Feng og Iðunni þá setti ég inn mynd af Feng og svo átti mynd af Iðunni að koma þar fyrir neðan en það var alveg sama hvað ég reyndi,myndin vildi ekki birtast.Ég reyndi allar þær aðferðir sem ég kann á tölvuna en það var ekki að ræða það að ég næði að setja inn myndina af henni sem ég tók af henni í gær.
Ég er nú svo hjátrúarfull að ég held að Iðunn hafi verið farin til feðra sinna þegar að ég var að reyna að koma myndinni af henni inn.
Ég ætla að gera tilraun og reyna að setja síðustu myndina af henni sem ég tók í gær.

Iðunn að borða síðustu stráin sín.

17.04.2007 01:11

Námskeið í kynbótadómum á Miðfossum

Þá er maður svona að skríða saman eftir þvílíka helgi en hún var strembin en skemmtileg.Við komum seint heim af sýningunni á Miðfossum eða um 01:30 um nóttina og ég var svo spennt að vakna næsta morgun klukkan 07:00 að ég sofnaði eiginlega ekkert.
Stefna var nefnilega tekin aftur uppá Miðfossa á námskeið í kynbótadómum eða öllu heldur hæfileika dómum.
Ég var komin tímanlega uppeftir eða 09:30 og dreif mig inní hesthúsið á Miðfossum að berja augum alla þessa hesta sem þarna eru.Þarna er ekkert smá flott hesthús og gaman að rölta eftir göngunum og skoða.

Hluti af hesthúsinu á Miðfossum.

Námskeiðið var sett og vorum við 18 sem mættum til að læra allt sem viðkemur kynbótadómum og vorum við inni við fram að hádegi.
Eftir matarhlé fórum við inní Höllina og þar biðu okkar fullt af alvöru knöpum með alvöru hesta og nú var dæmt og dæmt.Ekkert slor þessir hestar margir hverjir og flaug ein 9 frá mér fyrir brokk til hennar Birnu Tryggva sem reið merinni Erlu frá Reykjavík sem sýndi ansi flott tilþrif þarna inni.
Cameran eða öllu heldur batteríin voru enn eina ferðina að stríða mér og ég get sjálfri mér kennt um að hafa ekki keypt ný batterí í vélina og náði ég þokkalegum myndum en gat ekki "súmmað"en ég reyndi nú samt:) Og ég missti af brokkinu hjá Birnu en náði stökkinu á vídeó:)

Birna á fullri ferð og leist dómurunum ekkert á hve hratt hún fór þarna inni í höllinni og töluðu um hve höllin væri lítil!Þeir hafa þá ekki séð krukkuna (höllina:) inná Mánagrund sem við verðum að notast við!!!En það er önnur saga:)

Ég var eiginlega mest undrandi á því hve faglegt þetta námskeið var.Alvöru kennarar og ekki bara einn eða tveir að kenna okkur heldur skarinn allur af alvöru dómurum sem eru að dæma á Kynbótasýningum.Núna skil ég þetta allt mikið betur og ég var mest ánægð að heyra að þegar að hross á ekki góðan dag í braut og hnökrar eru á sýningunni þá leitast þeir við að dæma það sem vel fer í sýningunni en rífa hrossið ekki niður í einkunum.En hrossið verður náttúrulega að sýna góða kafla í brautinni til að fá þá einkunn sem það á skilið þó svo að það hafi hnökrað af og til.
Núna skil ég betur dóminn á Hróknum mínum en það hef ég alltaf sagt,hann var dæmdur eins hátt og hægt var og teygt eins vel á einkununum og stundum hef ég verið pínulítið hissa á því hve vel hann dæmdist.Það er ágætt að vera ekki blindur á hrossið sitt og geta gengið um stóðið sitt með gagnrýnisaugum og vinsað úr fljótlega það sem ekki þykir vænlegt í það sem maður er að reyna að ná fram í sinni ræktun.
Mín ræktunarmarkmið eru aðalega þau að rækta geðgóð,hreingeng,faxprúð hross í sem flestum litum.
Svo er bara hvort mín markmið höfða til almennings sem ég er nú að reyna en þessi hross ættu að vera þau hross sem almenningur getur riðið og þarf ekki að skammast sín á:)
Ég er svolítið heppin hvað það varðar að flestar hryssurnar eru tamdar sem ég er að rækta undan og ég hef sjálf tamið og notað þær til reiðar þannig að ég svona nokkurn veginn veit hvað ég er að gera.Gott að vita hvað maður er að bralla hehehehehe......
Hrókurinn minn passar vel á móti þeim flestum,ætti jafnvel að bæta þær heldur enda er það markmið allra að bæta hjá sér gæðin en ekki hvað!

Eyþór Einarsson frá Syðra-Skörðugili að fara yfir einkunnir sem við gáfum hrossunum í höllinni.Dómararnir og kennararnir voru alls fimm að troða öllu mögulegu og ómögulegu í kollinn á okkur.
Reynir Aðalsteinsson var einn af þeim sem við vorum að dæma og var mikið gaman að hafa hann þarna.Ekkert smá hress og skemmtilegur karakter.

Það var mikið skrafað og skeggrætt um hrossin og dómana.
Skemmtilegur hópur sem þarna mætti og eitt það skemmtilegasta námskeið sem ég hef farið á.Held að þetta sé fjórða námskeiðið sem ég fer á sem hjálpar mér að taka ákvarðanir með framhaldið í minni ræktun.Hin þrjú voru hjá Magga Lár og Svanhildi Hall.
Þar lærði ég heilann helling en ekkert í líkingu við þetta námskeið sem var töluvert meiri lærdómur um hvað skeður loksins þegar að hrossið manns er komið í kynbótabrautina.
Ég fór á námskeið í bygginardómum á sínum tíma og svo á námskeið þarsem við lærðum að frumvinna ungviðið og meta þau og flokka eftir hæfileikum og byggingu.Einnig vorum við látin meta geðslag og var það mjög skemmtileg aðferð sem við notuðum til að staðsetja hrossin hvort þau voru ör,kjörkuð og svo framvegis.
Allt þetta nýtist manni vel í dag.

Í dag 16 Apríl var blíðskaparveður og frábært að vera útivið og vinna í kringum skepnurnar.Fyrst var heimahesthúsið mokað og gert fínt á meðan folöldin voru úti að spóka sig í góða veðrinu.
Næst flokkaði ég frá 4 folöld og setti niður á Vinkilinn góða sem nú er farinn að sperra á fullu.Þau sem þangað fóru í rúllu og beit voru Raketta Hróksdóttir,SSSól Hróksdóttir,Snæugla Snæsdóttir og Skvísa Snæsdóttir.
Þær eru orðnar svakalega duglegar að láta handleika sig í hesthúsinu........gleymdi að segja ykkur frá því að þær voru teknar heim um daginn ásamt Skjónu og Þór og öll bundin á bás.
Þannig að þær voru útskrifaðar með góða hegðunareinkunn og fengu að fara útí unghryssuhólfið.

Síðan gáfum við rúllu í hólfið hjá þeim en hvað haldiði að hafi skeð? Þær hnusuðu af heyinu og eltu svo traktorinn og þóttust ekki vilja þetta hey.Þær eru glöggar unghryssurnar,þetta hey var ekki verkað eftir hann Hebba minn og þær vildu aðra rúllu takk fyrir!
Auðvitað var ekkert hlustað á þær og ég sá nú líka til þeirra fara frá heyinu og kroppa nýgræðinginn sem allstaðar er að spretta í lautum og milli þúfna:)
Síðan var komið að því að taka Iðunni og Feng undan mæðrum sínum en Fengur var orðinn svo spól.....að þetta var bara ekki hægt lengur:)Báðar kúlurnar komnar niður í drengnum og tímabært að setja hann á bás og kenna honum góða siði ásamt henni Iðunni.

Fengur kominn á bás og farinn að læra meiri góða siði en hann er hinn vænsti strákur.Hann er ekkert smá stór orðinn og verð ég að hrósa henni Moldu mömmu hans fyrir hvað hún er dugleg að mjólka folöldunum sínum.
Eftir að við vorum búin að setja Iðunni og Feng inná bás þá gáfum við eldri hryssunum rúllu og allir voru sáttir.
Geldingarnir voru enn með sína rúllu og fá sko að klára hana.

Hebbi fór í að slóðadraga túnin og er hann búinn að slóðadraga þann hluta sem fyrstu fylfullu merarnar fara inná í Maí.Gott að vera búin að gera allt klárt áður en að fyrstu hryssur fara að kasta en ég býst við að þær fyrstu verði einhverntímann í Maílok.

Ég dundaði mér í heimahesthúsinu og brustaði yfir folöldin og dúllaði mér heilmikið á meðan ég beið eftir Gunnari og Krissu en þau voru að koma til að sækja 3 hross sem að eru að fara í útflutning.Það var ekki einna vænna að knúsa hann Þór og Skjónu ásamt honum Stíg sem eru öll að fara til Sviss.
Það gekk alveg glimrandi vel að koma þeim um borð í hestakerruna og þá eru þau blessuð farin úr Ásgarðinum.

Skjóna ferðbúin,þæg og stillt stelpa á bás.
Þór á neðri myndinni,svakalega þægilegt folald í allri umgengni.


Addi og Kolla kíktu við um kvöldmatarleytið og ég skellti kjúlla í ofninn og grænmeti á meðan þau drukku kaffið sitt.
Eftir að þau fóru þá drifum við okkur útí stóra hesthús og kláruðum að gefa þar en sumir stóðhestarnir höfðu ekki mikla lyst á meiru heyi en þeim var gefið þrisvar sinnum í dag!
Kanínuungarnir blása út og verð ég að fara að taka myndir og setja inná kanínubloggið mitt:)

 

14.04.2007 03:26

Sýningin á Miðfossum

Verð að blogga pínu fyrir ykkur elskurnar mínar.Fékk kvörtun frá einni góðri vinkonu minni á sýningunni á Miðfossum og læt nú móðann mása svolítið sérstaklega fyrir hana hehehehehehe..........
Frábær sýning í alla staði og það sem stóð virkilega uppúr eftir þessa sýningu að öðrum ólöstuðum var atriðið með Húnvetnsku Dívunum en atriðið þeirra var stórglæsilegt og mikill agi einkenndi þeirra atriði.Alveg magnað að sjá þær á gæðingum sínum þjóta þarna um í allskonar lykkjum og krúsindúllum á fleygiferð og kunnu gestirnir þetta vel að meta.Það var mikið klappað fyrir þeim og áttu þær það sko skilið.
Þarna sá maður hvern gæðinginn á fætur öðrum og sá yngsti sem þarna kom fram var enginn annar en hann vinur okkar Röskur Illingsson frá Lambastöðum.Eigandi hans er Agnar Þór Magnússon og sýndi hann folann sinn og var alveg magnað að sjá hreyfingarnar í honum sérstaklega var brokkið svaðalegt hjá honum og er hann ekki nema fjagra vetra í vor.Þessi foli var hjá okkur í pössun í Ásgarðinum í fyrra og þykist maður eiga nokkur hár í taglinu á honum hehehehehehe............Það kom svona smá ömmufílingur í mann að hitta hann aftur:)Ég náði þokkalegum myndum af honum en eina ferðina enn var cameran eða öllu heldur batteríin að stríða mér.Mikið langar mig að fá mér alvöru cameru eða vídeóvél svo maður nái alvöru myndum af öllum þessu flottu hrossum sem á vegi manns verða:)
Set inn smá sýnishorn af Röks Illingssyni.
Verð að fara að sofa í minn vitlausa haus því að á eftir vakna ég eldsnemma til að fara aftur uppá Miðfossa á námskeið í kynbótardómum.Held að þetta sé 4-5 námskeiðið sem ég fer á og alltaf grípur maður inn nýja punkta í hvert sinn sem maður fer á námskeið.Ég hef svo hrikalega gaman af þessu kynbótabrölti:)

Agnar og Röskur

Flottur...................

Flott fótlyfta hjá fjagra vetra fola!

Hlakkar til að sjá þá saman í brautinni í vor þessa tvo:)
Blogga meir eftir helgina.Á morgun(á eftir:) verð ég allann daginn á Miðfossum og svo á Sunnudag verð ég að bólusetja gibbur og klára að rýja þær.Keyptum grófari kamb í klippurnar og nú skal sko skella þeim í múl og láta kambinn vaða í gegnum þær.Já"ég sagði í múl,þær eru allar svo vel tamdar að þær hreyfa sig ekki bundnar fastar.Nota folaldamúlana litlu sem að vonlaust er að nota á íslensk folöld því þeir eru svo litlir.Fínir á gibburnar hehehehehe.......
Heyri í ykkur elskurnar mínar,farin að sofa og svo beint í Borgarfjörðinn.Mikið hlakkar mig til,alltaf gaman í Borgarfirðinum:)

10.04.2007 00:33

Góðir gestir um Páskana

Ekki þurftum við Hebbi að kvíða því að fá ekki gesti um Páskana til okkar.Það komu skemmtilegir gestir í dag en Lilja kom með krakkana sína og svo Anna systir með ömmubörnin og Mónu.
Auðvitað voru krakkakrílin búin að ákveða það að hér væri hestur sem þau mættu fara á bak eins og síðast og var stefna tekin á hesthúsið.
Bræðurnir Hrókur og Biskup voru kallaðir inn úr rúllunni og svo burstuðu krakkarnir hestana hátt og lágt á meðan frænka mokaði út og háraði í folöldin.Mikið er nú gott að vera með svona þæg hross og geta leyft litlum krökkum að spreyja og pússa á meðan maður er rólegur í öðrum verkefnum.Þetta er alveg ómetanlegt að hafa svona hross og alveg bráðnauðsynlegt.
Næst var hnakkur lagður á Hrókinn og fyrst fór hún Sunneva á bak.Hún er búin að fara í Reiðskóla og greinilega heilmikil hestakona.Hún fékk að stýra Hrók um gerðið svona nokkuð ein en ég var nú samt með langan spotta í honum til öryggis.
Það er alveg merkilegt hvað þessir krakkar sitja vel og það frá nátturunnar hendi.Um leið og þau eldast og fara að læra meira þá er eins og að þau fari að reyna of mikið að sitja rétt og þá vill ásetan fara svollítið forgörðum.Um að gera að leyfa börnunum að vera börn eins lengi og hægt er:)

Sunneva frænka að máta ístöðin.

Ekkert smá dugleg hún Sunneva.Stýrði Hrók frá mér og lét hann ekki komst upp með að minnka hringinn.)

Benóný frændi kominn í hnakkinn og tilbúinn í slaginn.


Benóný vandaði sig ekkert smá! Flottur knapi sá stutti:)

Anna stóra systir kom aðvífandi með Ara og Fanney börn.Auðvitað vildu þau líka fá að fara á hestbak hjá frænku í sveitinni:)

Perla Sóley var ansi spennt að prófa líka en vildi ekki fara nema tvö skref áfram og eitt afturbak.En virklega gott hjá henni og næst ætlar hún að fara lengra.Það skríkti í henni spenningurinn og var gaman að sjá hvað hún var ánægð með að komast aðeins á bak eins og hin börnin:)

Sá yngsi hann Pálmi fór heilann hring en með með stuðning líka því ekki er maður hár í loftinu og hátt fallið ef manni sundlar þarna uppi hehehehehehehe.En þetta fannst honum gaman og skein ánægjan úr litla andlitinu:)
Svo var farið heim í bæ og haldin heljarinnar Snúða og Vinarbrauðsveisla í boði Önnu ömmu.Fullorðnir fengu kaffi og litlu svöngu munnarnir fengu Svala.
Gestagangurinn var ekki búinn en þegar að allir voru farnir þá taldi ég að 13 gesti hefði borið að garði í dag.
Við ákváðum eftir verkin okkar að gerast gestir sjálf og héldu til Grindavíkur nánar tiltekið til Valgerðar vinkonu á Hrauni.
Þar setti Hebbi upp minkagildrur í Fjárhúsið og nú er að vona að "ljóti"láti sjá sig og endi sína lífdaga í gildru.
Gaman að sjá féð hjá Valgerði,jórtrandi og rólegt yfirbragð var á þeim.Þær eru ekki svona rólegar og prúðar hjá okkur!Síbetlandi brauð og alveg á háa C-inu þegar að þær sjá mann!
En nú fer að koma að burði og áætla ég að hún Hermína frá Stað verði fyrst til að bera og það á samkvæmt mínum útreikningum að ske 1 maí.
Busla er að verða ansi þykk og þung á sér!!! Það eru komnar 3-4 pantanir fyrir hvolpa og er spennan að verða mikil fyrir þá sem bíða eftir að fá að velja sér hvolp.Fyrsta val á sá sem lagði til hundinn Kubb en líklega tekur hann hvolptík.
Það skeði soldið fyndið í gær en Boggi og Eygló komu í gær og vorum við að gefa Snúð og Buslu smá súkkulaði af Páskaegginu mínu og það er alveg með eins dæmum hvað Busla er afbrýðisöm útí hann Snúð.Eygló setti smá súkkulaði mola á stofuborðið og Busla var svo snögg að ætla að ná því að hún hálfsjónlaus (blind á öðru auga:) greip penna sem var á borðinu í staðinn fyrir súkkulaði molann hehehehehehehehehehe.............Djö.......er maður ömurlegur að hlægja að þessu! Það á ekki að hlægja að fötluðum hvorki fólki eða Buslu!Skamm skamm á mig og Eygló!
EN þetta var bara svo fyndið hehehehehehe.................


08.04.2007 01:48

Þari frá Njarðvík kominn

Ég er alveg að verða búin að fá nóg af þessari endalausu rigningu!Ég hélt að vorið væri komið en nei"byrjaði ekki bannsetta rigningin aftur! Allt í drullusvaði og ógeði og maður dettur úr öllu stuði að gera umhverfið fínna í kringum bæinn okkar.
Ég var ekki búin að blogga um það!!!! Það voru pantaðir 3 gámar um daginn og svo fengum við Gröfu lánaða og það tók ekki langann tíma að fylla þessa 3 gáma af bílhræjum og öðru leiðinda rusli.Alveg merkilegt hvað þetta drasl safnast upp.Sumt hafði ekki verið drasl eins og td gamla baggabindivélin sem lagt var fyrir nokkrum árum á hlaðið eftir að við bögguðum fyrir Sigmar og Möggu.Það var eitthvað smá vesen á henni þá en hún skar ekki bandið og allt fór í vitleysu og auðvitað voru allir með ráðleggingar og allir vissu hvað að var.Vélin átti að vera vitlaus á tíma og ég veit ekki hvað og hvað.Allir farnir að rífa hana í tætlur í huganum og í smá búta og á endanum minnir mig að við höfum gefist upp og farið með hana heim og þá kom hið rétta í ljós.Eina sem við þurftum að gera var að setja sandpappír á hnífinn sem skar bandið og þá var allt komið í lag! Svona fer stundum fyrir manni þegar að hlutirnir eru OF augljósir!
Síðan fékk gamla KR baggatína að fjúka líka.Ég sá svosem ekki eftir þessum hlutum en þeir voru í stakasta lagi þegar að þeim var lagt en auðvitað voru þessar vélar orðnar haugryðgaðar og ónýtar eftir mörg ár útí öllum veðrum.
OG ekki vildi ég skipta á þeim og rúlluvélinni góðu og pökkunarvélinni! Heygæðin eru líka miklu meiri núna eftir að plastheyskapurinn hófst.Ég tala nú ekki um hvað þetta er líka miklu hollara bæði fyrir menn og skepnur að fá ryklaust hey.

Trausti að leiðbeina Hrefnu formannsfrú.

Ég fór á námskeiðið hjá Trausta Þór um daginn og skildi Hrókinn eftir heima.Eitthvað hafði ég ofgert mér í verkunum og var með verk í bakinu sem leiddi niður í rófubein og niður annan fótinn.Ekki gott að fara þannig á hestbak og ég tala nú ekki um ef ég hefði fengið bakverkjakast.Ég geri allt til að fara ekki í bakinu því þá verð ég ósjálfbjarga aumingi og verð að liggja í rúminu í einhverja daga.
Ég verð nú að segja það að eftir námskeiðið þá öfunda ég ekki Trausta að standa þarna og hringsnúast í fleiri klukkustundir.
Ég var með honum í höllinni og voru ekki nema 5 stelpur á námskeiðinu og ég var oft orðin ringluð af því að snúast þarna með og reyna að fylgjast vel með öllu.Þetta er bara heilmikið mál að vera reiðkennari og þurfa að fylgjast vel með og kenna og snúast í hringi!
Síðastliðinn Fimmtudag kom hann Þari Þjarksson (hálfbróðir Þengils frá Kjarri:) hingað í smá pössun.Hann er gríðarstór 3 ja vetra stóðhestur með svakalegt brokk! Þvílík yfirferð á einum hesti og fótlyfta!!!! Það er ekki langt þangað til að ég hleypi honum útí stóra hólf og þá skal ég sko taka myndir af þessum svakalega fola!
Í dag fór enginn úti rigninguna og leiðindaveðrið og ég held að allir hafi verið sáttir við það.Ég var að dunda mér við að pússa og snyrta stóðhestana í húsinu.Alltaf gaman að finna smá tíma til að dunda sér svona.

Glófaxi Parkerson að gæða sér á graskögglum á meðan hann var pússaður og snyrtur.Svona stóð hann lengi lengi og leitaði að molunum í heyholunni:)

Glenna og Pjakkur eru enn inni og una sér bara vel í stíunni sinni.Pjakkur þrífst mjög vel og er þvílíkt kátur og hress.Við erum búin að kaupa girðingarefni fyrir kindurnar og hestana.Núna bíðum við spennt eftir því að það komi þokkalegt veður svo hægt verði að girða og þá komast Glenna og Pjakkur út í gott hólf yfir daginn.Ég held að það verði hægt að hafa kindurnar þar líka því Glenna lætur þær alltaf í friði á ganginum.Hún er hinsvegar ekkert voðalega kát ef að önnur hross nálgast stíuna hennar!Þá verður hún reið og glefsar yfir hliði og glennir sig á alla kanta hehehehehehehehe..................

04.04.2007 23:11

Lóan og Þrösturinn komin

Ég heyrði í Lóunni fyrir 3 dögum og í dag sá ég Skógarþresti á vappi hérna í garðinum hjá mér að hlusta eftir ormum.Tún eru farin að grænka og vor í lofti,loksins!
Ég tók mig til um daginn og rúði eða öllu heldur klippti eina gibbuna mína hana Hermínu heimalning.Ég ætla ekki að leggja það á ykkur að berja hana augum eftir þá meðferð:)Hálfrúin með hestaklippum og hálf klippt með skærum.En henni finnst hún voðalega flott og líður greinilega miklu betur.Já"það fannst öðrum hún líka voðalega flott en hann Flanki hrútur rak upp stór augu þegar að hann sá hana Hermínu hálfklippta bundna fasta og rauk hann af stað og ætlaði sko að lemba þessa gullfallegu kind í einum gænum hvelli! Ég reyndi hvað ég gat að stoppa hann af og hætta þessum fíflagangi því ég sat á stól í mestu makindum og var að klippa þegar að fíflið hann Flanki gerði atlögum að Hermínu aftur og aftur.Hann varð eitthvað reiður við blessaður og ákvað að setja undir sig hausinn og renna í kellinguna og hann var rétt að leggja af stað þegar að ég ákvað að gefa honum einn góðan á túlann svo hann velti mér ekki giktveikri kellingunni um koll en þá varð hann enn reiðari þessi gæðaskepna! Nú átti sko að keyra kellu um koll og láta hana hafa það óþvegið! Bakkaði hann og setti undir sig hausinn með miklum glæsibrag og nú var að duga eða drepast fyrir mig,annaðhvort ynni ég hann eða hann mig og þá væri hans líf búið.Ekki vil ég hafa mannýgan hrút á hlaðinu!
Ég teygði mig hvað ég gat og gaf honum einn svakalegasta löðrung svo small í kauða og viti menn!Hann hætti við og rölti í burtu! Aumingja hrússinn minn er svolítið sár útí mig en hann fær að lifa áfram úr því hann lét sér segjast.
Talandi um óþekkar/misskildar skepnur,við renndum austur í gær með hest sem er hrekkjóttur og á að fara seinna meir í tunnu.Höfðum með honum hryssu sem ekkert er að gera hér heima nema að éta og éta.Það er betra fyrir hann Dauða-Rauð að hafa annað hross með sér í Reiðholtið svo stóðið þar leggin hann ekki einann í einelti.Betra að þau séu tvö saman því þá hafa þau félagskap af hvort öðru á meðan stóðið sem fyrir er er að jafna sig á nýjum hrossum.
Við komum við á Hellu hjá Huldu og Helga og tókum út hjá þeim fóðrunina á gripunum og heimsóttum ömmu og afabörnin hjá þeim þau Fríðu Hróksdóttur og Dropa Hróksson.Engin smásmíði þessi hross og væn á velli.Enda er ekki skorið við nögl gjöfin á þeim hjá Huldu og Helga:)

Fríða Hróksdóttir og Hulda að pósa fyrir myndavélina.Ég var búin að gleyma því hve dökkrauð Fríða er! Myndarinnar hryssa sem er orðin vel reiðfær og þæg og góð.

Dropi Hróksson risastór alþægur undan Litlu-Löpp frá Galtarnesi.
Þvílíkur gæðasófi í ferðalögum að sögn eigenda.
Næst skelltum við okkur aftur í Reiðholtið og náðum í hana Væntingu Hróksdóttur og er hún undan Toppu Náttfaradóttur.Tímabært að hún komi heim í frumvinnu og læri eitthvað í lífsins skóla ef hún ætlar að verða einhvern tímann reiðhross.
Við tókum líka hana Feilstjörnu Nökkvadóttur (Nökkvi er undan Smára) En Feilstjarna og Vænting Hróks vildu ekki koma heim í Janúar en núna létu þær handsama sig og setja sig uppá kerruna.Feilstjarna hefur stækkað helling og er orðin hið myndarlegasta trippi.Hún er rétt nýkomin á sölulistann ef einhver vill skoða hana með kaup í huga.Annars.......má ekki skoða hana hehehehehehehehe..............
Skelli hér inn mynd af Væntingu hans Hebba.Ég held að það sé best að kalla hana bara Væntingu Hróks úr því það eru komnar tvær Væntingar frá Ásgarði.Vænting Glyms og Vænting Hróks.

Sjáið hvað þær eru líkar hálfsysturnar Vænting Hróks og Fríða Hróks! Ég held að klárinn geti ekki þrætt fyrir að eiga þær:)
Ég tók að mér tvö merfolöld sem ganga undir heitinu steratröllin:) Enda engin smásmíði þessi folöld! Þau fengu að fara út í dag að sprella og passaði ég mig á því að setja þau bara fyrst útí rétt með honum Séra Biskupi mínum en hann er mikið notaður í svona hlutverk að leiða nýkomin hross réttu leiðirnar í gegnum hlið og hurðar og koma með þau svo ég lendi nú ekki í hlaupum(hef ekki gott af því að hlaupa gott fólk:).Svo þegar að mesti galsinn var úr þeim þá opnaði ég hliðið útí stærra hólf fyrir þau blessuð og það var eins og við hrossin mælt! Þær vonkonurnar settu stertana uppí loftið otg tættust um allt hólfið og alveg brjálðar úr spenningin yfir frelsinu! Enda enduðu þau hlaup á því að önnur þeirra hljóp á rafgirðinguna og sleit hana og hljóp uppá hlaðið og til baka sem betur fer og innfyrir aftur.Ég tjaslaði girðingunni saman þegar að ég var búin að fullvissa mig um að hrossið væri heilt og óskaddað.
Skelli hér inn myndum af þessum myndarlegu folöldum að sperra sig.
Engin smá teygja á dömunni,veit ekki hvað hún heitir en ég kalla hana Friðbínu svona nokkurnveginn í höfuðið á eigandanum:)

Jæja gott fólk,er þetta ekki orðið nóg af bulli í mér í dag!
Farin að bulla á hinni bloggsíðunni minni  http://www.123.is/kaninur/ sem ég stofnaði fyrir svolitlu.Ég er með svo mikið af dýrum að ég ákvað að gera aðra síðu fyrir kanínurnar og jafnvel flyt ég fuglana þangað yfir líka.
Fyrsta kanínulæðan gaut í dag og er hún sú sem ég hélt að væri hvorugkyn því hún hefur aldrei átt unga áður og hefur hingað ekki viljað parast hjá mér.Hvorki með högnum eða læðum.Einkennileg kanína en hún virtist í fyrstu vera högni en breyttist svo og núna er húin gotin og á með honum Risa sem er 5 kílóa loop kanína.
Og svo eru fréttir fyrir konuna í Sandgerði en hún bíður spennt eftir hænuungum en loksins í í gær settum við egg í útungunavélina.
Þannig að það er von á hænuungum eftir 21 dag og svo er Busla langt gengin en hennar hvolpar líta dagsins ljós eftir cirka tvær vikur!
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 848
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208533
Samtals gestir: 23188
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:44:31