Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2012 September

09.09.2012 23:14

Réttað í Kirkjubólstaðahverfisrétt og Bæjarskersrétt.


Kráka með tvær gríðarlega vænar Toppsdætur

Fórum í blíðskaparveðri klukkan 10:00 Sunnudaginn 9 September og smöluðum hólfið.

Við erum bara 4 bæir með fé þarna og var beitin til fyrirmyndar í ár þrátt fyrir þurrkana í sumar.
Hver bær leggur fram vissa upphæð fyrir áburði og einnig leggur landgræðslan okkur lið með áburð og fræ.

Gullhyrna að fá sér sopa í góða veðrinu.

Vatni er keyrt uppeftir megnið af sumrinu og hafa kindurnar aðgang að saltseinum.


Við fengum góða smala með okkur og hólfið smalaðist mjög vel og enginn eltingarleikur einsog stundum hefur orðið.

Allir voru fótgangandi og enginn hestur í þessu smali.

Hebbi og Gísli gengu frammá afvelta gemsa sem var í bráðri hættu þegar að var komið en rebbi var á vappi þarna í kringum hann.

2 lömb fundust dauð og var rebbi nánast búinn með annað þeirra.

Við kollheimtum og var féð í fínu standi og núna skildum við eftir nokkrar af yngri kindunum því beitin er næg og flott.

Við tókum heim öll lömbin og fullorðnu hrútana 3 þá Topp, Forna Grábotnason og Losta Toppson.

Við tókum  einnig heim Hermínu sem unir sér ekki lengi uppfrá og vill alltaf snemma heim en hún er uppalin heimavið fyrstu 3 árin sín eða svo og vill helst vera heima.

Ég læt það eftir henni næsta sumar  að vera heima í nýja fjárhólfinu sem við girtum í vor fyrir þrílemburnar og annað sem við vildum dekstra við.

Hermína hornalausa með Mínu litlu sem verður sett á:)

Hún verður orðin 8 vetra næsta vor þannig að hún er að verða komin eða komin á ellilífeyrir blessuð kellingin mín.


Kráka fékk einnig að koma heim en hún er að mjólka af sér öll hold  og er einsog mamma sín með það.
Engin smá dugnaður í þessari ættlínu.

Vinkona mín á Hrauni (ekki lýgur hún:) vill meina að hún sé komin útfrá henni Herdísarvíkur Surtlu sem var drepin í heilmikilli aðgerð fyrir fjölda mörgum árum en sú kind lítur nánast alveg út einsog mamma hennar Kráku sem hét svarthyrna.
Eða við viljum meina það:)

Svarthyrna heitin mamma Kráku.

Hausinn af herdísa Surtlu hangir á vegg á Tilraunastöðinni á Keldum en hún tapaði loks viðureigninni við manninn.


Hér er önnur frásögn af Herdísar Surtlu

Eftir að við vorum búin að keyra heim fénu okkar þá var klukkan ekki nema 13:00 og þarsem veðrið var enn gott þá datt okkur í hug að kíkja í Bæjarskersréttina en þangað höfum við aldrei komið.

Það var gaman að sjá ný og gömul andlit og spjalla við menn.

Fullt af ungu fólki að aðstoða eldri fjáreigendur og alveg niður í smá skott sem hlupu heim á eftir fénu:)

Fleiri myndir með því að klikka hér.

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 191
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280764
Samtals gestir: 32707
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:53:54