Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2012 Október

30.10.2012 21:30

Framkvæmdir í Ásgarðinum og Nótt að fara í flug

Hér eru framkvæmdir komnar á fullt við gamla húsið okkar eða aðra íbúðina en húsinu er skipt í tvær íbúðir.

Byggjarnir mínir að setja nýju fínu gluggana í:)

Boggi Byggir og Hebbi Byggir eru að skipta um alla gluggana í minni íbúðinni og bara í dag settu þeir 3 glugga á suðurhliðinni.

Veðrið var aðeins að stríða þeim en þarsem þetta eru þvílíkir Bubba byggjar þá blesu þeir bara tilbaka á kuldabola.

Nótt frá Ásgarði (er stundum kölluð Svarta Perlan:) er tilbúin fyrir sitt ferðalag en hún er að fara til Þýskalands í næstu viku en þar bíður spenntur eigandi hennar eftir henni.

Nótt er staðfest með fyli við Borgfjörð frá Höfnum sem er ansi flottur Aðalssonur (frá Nýja Bæ).

Núna er skítkalt og rok úti og langar manni ekkert út.

Ætla bara að vera inní hlýjunni þartil þessu veðri slotar:)

28.10.2012 23:53

Tókum kindarúnt í dag

Við fórum kindarúnt uppí hólf í dag til að kíkja eftir þessum 9 kindum sem við eigum þar og höfðum brauðmola með okkur í körfu.
Hólfið lítur vel út og næg beit ennþá og engin ástæða til að fara að smala alveg strax fyrren veður fer að bíta í rollurassa.

Við ákváðum að fara rúnt um hólfið og skoða betur uppgræðslusvæðin sem líta feiknavel út og verður gaman að sjá sprettuna í vor þarsem borið var á síðastliðið vor og sumar.

Þetta grey tapaði í viðureigninni við rebba.

Við keyrðum fljótlega frammá vígvöll eftir rebba en það er svolítið síðan hann hefur náð lambi og drepið þar.

Bara hauskúpan og eitt rif eftir ásamt ullartætlum um allt.

Enn héldum við áfram og eftir smá stund þá sá ég eitthvað sem líktist ull á stað þarsem engin kind var og eitthvað var þetta skrítið.
Ég bað kallinn um að stoppa og tók upp kíkir og í framhaldi af því ákváðum við að labba og athuga þetta nánar.

Þegar að var komið þá sáum við að þarna lá afvelta kind og enn var hún lifandi greyið og reyndi allt hvað hún gat að rétta sig af og komast í burtu en gat lítið hreyft sig.
Hún var orðin horuð en mesta furða samt hvað hún gat sveiflað til hausnum og fótunum sínum.

Við hringdum í eigandann sem kom að vörmu spori og fór með gripinn heim í fjárhús þarsem er verið að reyna að hjúkra henni á fætur enda er þetta ung kind og ætti að takast að koma henni á réttan kjöl aftur.

Hvítur rebbi sást þarna skammt frá og er mesta furða að hann skildi ekki vera búinn að fara í kindina!

Við snerum svo við og keyrðum í átt að stórum kindahóp og fórum út og kölluðum gibbagibb og það var ekki að því að spyrja:)

Koma þessar elskur á harðaspani:)!

Hópurinn klofnaði strax í tvennt og til okkar komu hlaupandi fagnandi 9 brauðkindur en hinar streymdu bara sem lengst í burtu enda þekktu þær ekki þessi köll og hróp.


Frá vinstri:Gullhyrna og Gráhyrna systurnar frá Hrauni og hún Heba veturgömul Karenar/Toppsdóttir.

Það var gaman að sjá gibburnar og þær litu vel út og þáðu brauðið með þökkum.


Fleiri kindamyndir í albúmi:
Kindarúntur 28 Október.

25.10.2012 22:26

Veturinn undirbúinn hjá dýrunum á bænum


Þessar eru Ásgarðsræktaðar:)

Drulluþreytt eftir síðustu tvo daga en ánægð.

Byrjaði daginn á því að fara í Grænmetisbílinn hjá henni Jóhönnu og verslaði mér dýrindis grænmeti beint af bónda.

Tók smá snúning á húsinu mínu og þreif útúr dyrum.Setti kallinn á ryksuguna en hún er eitthvað stirð í skapinu við mig og ég ekki að ráða við nýja hausinn á henni og situr hún sem fastast á teppinu í frástrokunni en er þæg við mig í aðstrokunni.

Nennti ekki að slást við hana í dag þannig að kallinn göslaðist um á henni og hafði hún ekki roð í hann:)

Skellti í brauðvélina áður en ég fór að vinna og þvottavélina.

Við erum að undirbúa veturinn hjá fuglunum útí húsi og gera allt ferlið þægilegra bæði fyrir menn og skepnur.

Stefnan er að allir fuglarnir verði komnir í plastbúr sem fyrst og erum við búin að vera að moka út kanínuskít og moka inn skeljasandi í flórana (þetta er einsog dauðaganga með börurnar!)og slétta og setja bretti til að lyfta búrunum upp í þægilega vinnuhæð.

Það fer mjög vel um fuglana í þessum búrum,gott skjól og þeir geta hoppað og skoppað um allt og fá sandbað og spænir á gólfið.

Það þarf ekkert að troða brauðinu ofaní Hermínu,bara passa puttana!:)

Næst var að gefa á garðann enda Hermína  farin að banka og banka með framfæti í hurðina án afláts.

Ekki að spyrja að því þegar að hún heyrir þrusk fyrir innan og ilminn af nýopnðari rúllu streyma um.

Það er eins gott að vera ekki fyrir þegar að hersingin ryðst inn!


Toppur kallinn var tekinn úr 20 Október og fer svo lítið fyrir honum núna í augnablikinu að það lá við að við gleymdum að gefa honum og vatna í stóðhestastíunni.


Ég færði hann til þarsem auðveldara er að kjassa hann og hann sér út og getur fylgst með umganginum í húsunum.

Ég þarf að versla mér hrút handa honum sem félagskap því hann er einn inni á daginn grey kallinn á meðan að kindurnar eru útí að virða sig.

Við fengum góða gesti í kvöld en það kom fólk að versla sér hænur.

Lítill Silkiungi og Amerísk unghæna.

Örfáar hænur eru óseldar og orðið voðalega lítið eftir af kanínum og þá sérstaklega læðum.


Eftir allar gegningar fór ég í labbitúr með tíkurnar niður í hesthús að gefa í stallana en stóðhestarnir eru við opið og fá hey með beitinni.

Von nýja hryssan mín:)

Stóðið er í góðum málum enda spratt hér aftur upp gras í fyrst almennilegu rigningu í Ágúst LOKSINS!Við erum að láta bera heilmikið af búfjáráburði á túnin og beitarstykkin og er enn að spretta upp af honum en síðustu ferðirnar voru farnar núna fyrir tæpri viku.

Líklega fer það að vera búið enda ekki margir blettir til óábornir eftir sumarið:)
Nú hlakkar manni bara til að vita hvernig sprettan verður næsta vor af þessu gúmmilaði sem hænsnaskíturinn er:)!

Eftir hesthúsferðina þá nennti ég ekki að standa í eldamennsku á haus enda þegar að ég kom inn þá var Melissa búin að baka og húsið ilmaði af brauðlykt.

Ég bjó til fátækrarsúpu sem samanstendur af grænmeti (sem til er) og bakaði ég upp súpuna og skellti einum tening af krafti útí og vola!

Á morgun verður eitthvað meira spennandi að ske en hér er verið að byrja á lagfæringum á litlu íbúðinni okkar.
Við erum búin að kaupa gluggana og glerið kom í gær og svo bara ræðst framhaldið af smiðnum og veðrinu:)

21.10.2012 20:18

Fálki í heimsókn


Hingað kom um daginn þessi líka stóri og flotti Fálki og smellti sér niður beint fyrir framan okkur í hænsnahópinn sem rak upp skerandi öskur og þusti inní hænsnakofa á harðahlaupum!


Þvílíka skelfingu hef ég ekki séð hjá hænunum áður og þorðu þær ekki meira út þann daginn.

Við fréttum svo af Fálka (kannski sá sami) aðeins sunnar þarsem hann var búinn að afgreiða eina gæs takk fyrir og sat að snæðingi þegar að var komið.

Í dag sá ég Fálka niður í haga og var hann að gæða sér á einhverju og stökk ég út með cameruna til að reyna að ná mynd honum og athuga hvort allt þetta hvíta fiður í haganum kæmi af einni af hænunum okkar.

Sem betur fer þá var það ekki en Fálkinn hafði náð sér í Máv og var búinn með bringuna að mestu og ríflega það.

Mér datt í hug að athuga hvort að Mávurinn væri merktur og svo var.

Á merkinu stendur:

MUS.RER.NAT.
Box.5320REYKJAVÍK
341994. Iceland

 og ef að 1994 ártal þá hefur þessi Mávur verið orðinn 18 ára gamall.


Nú þarf ég að senda merkið inná Náttúrufræðistofnun á morgun með þeim upplýsingum sem þeir þurfa:)

Og hvaða tegund af Máv er þetta gott fólk???

20.10.2012 23:21

Rjúpa og Pascale heimsóttar austur fyrir fjall

Það var gaman að koma austur að Völlum til hennar Pascale en Rjúpa er búin að vera í þjálfun hjá henni og gengur bara vel með hryssuna.Hún er líka búin að fá mikla hreyfingu en á milli þess sem hún er sjálf í þjálfun þá hefur hún verið dugleg við að teyma tamningartrippi utaná sér og sagði Pascale mér að Rjúpa fengi þau allra hörðustu og erfiðust og færi létt með að draga þau áfram og tæki ekki í taum.

Rjúpa er komin á þann stað í ferlinu að ég held að það verði ekki hægt að gera mikið meira fyrir hana en Pascale er búin að kreista útúr henni alveg helling en það sem tefur fyrir að hún tölti almennilega og á einhverri ferð (brokkið er sko ekki ferðlaust á Rjúpunni!) er hve roslega stór og mikil sleggja í vexti hún er blessunin.Vinkonurnar á Hringvellinum


Pascale að vanda sig:)

Jafnvægið er að trufla hana en takturinn orðinn mjög góður og hreinn en skeiðið sem er auðvelt að sækja hefur ekki verið hreyft.
Fet,brokk og stökk er mjög gott og hryssan er svo þæg að hver sem er getur riðið henni.


19.10.2012 20:59

Kjötdúfur til sölu


Er með til sölu nokkur pör af dúfum (kjötdúfum:).

Fyrstur kemur fyrstur fær,þær eru búnar að vera ansi duglegar að unga út í sumar og er ég að stoppa þær af núna.Öll pör merkt og seljast saman.
Flestar eru hvítar að lit.
Netfang
ransy66@gmail.com
Sími 869-8192
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213844
Samtals gestir: 24505
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 02:44:24