Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2009 Mars

29.03.2009 13:05

Folaldasýning Mána


Listaverk frá Binna og Ásdísi Keflavík.

Þvílík folaldasýning sem var hjá Mána í gær! Þarna sáust þvílíkir gullmolar að manni langaði til að stinga þeim í vasann og stökkva með þau heim:)
Mikið er líka gaman að sjá hve þroskuð og vel fóðruð þau eru og það er greinilega mikið lagt á sig að halda þeim hreinum og fallegum.

Glæsigripur frá Palla Jóa og frú úr Grindavík.

Þetta var meira á köflum listaverkasýning í mínum augum og vona ég að eitthvað af þeim hátt í 600 myndir sem ég tók skili sér í þokkalegum gæðum og komist fyrir sjónir ykkar sem fyrst.


Gullfallegt folald úr Garðinum frá Jóni Steinar og family.

Ég þarf svolítinn tíma til að pikka út þær bestu og flokka og svo set ég þær inní albúm þarsem alir geta skoðað.
Gefið mér bara smá tíma elskurnar mínar emoticon .

Búin að setja inn bestu myndirnar frá folaldasýningunni.
Klikkið HÉR til að sjá.

26.03.2009 22:30

Tölt og smali framundan:)


Suddi,Hrókur og ég alveg suddaleg í kuldanum.

Veðrið er búið að vera heldur napurt ef sú gula hefur ekki sýnt sig og falið sig á bakvið skýin.

Þrátt fyrir það er farið samviskusamlega á bak í þessari viku enda er ég komin með liðstjóra sem sér um að við Hrókur púlum svolítið.

Já" ég er sko komin á Hrókinn minn aftur þessa elsku og búin að skila stóra bróður honum Biskup útí rúllu aftur.

Framundan er keppni sem verðu mikið skemmtileg en það er tölt og smali takk fyrir sem við ætlum að skella okkur á við Hróksi.

Það verður ekkert gefið eftir á morgun og ætlunin er að rústa þessu,
að sögn liðstjórans okkar í rauða liðinu en það er hún Sunna Sigga sem sér um að berja í okkur keppnisandann með sóma emoticon lemji lemj........hnéhnéhné.....emoticon .

Ég tek bara undir það og við Hrókur gefum ekkert eftir og munum taka á öllu okkar sem við getum á morgun.

Það var æfing í kvöld og gekk allt upp og það svo vel að Hrókur var farinn að gera allar æfingar hugsunarlaust og sat mín bara einsog hefðardama á meðan klárinn púlaði þetta innanum allar smalakeilurnar hehehehehe................emoticon

Það er ýmislegt lagt á mann emoticon .
Ég held bara að liðstjórinn hafi verið þokkalega sátt með okkur:)

Væri samt ekki skemmtilegra að hafa nokkar skjátur í salnum bara í staðinn fyrir appelsínugular keilur?
Spurning hvernig það færi emoticon !
 

23.03.2009 12:38

Heljar og Pálmi farnir af skerinu:)


Farnir til Ameríkunnar að leita nýrra ævintýra.

Þá eru vinirnir farnir og þrátt fyrir að ég hafi verið farin að óttast að sitja uppi með þá hér þá kom smá söknuður í mig þegar að ég kom í stóðhestahúsið að sinna verkunum en þá vantaði blesana tvo.
Yndislegir folar með frábært geðslag!

Vorið er sko komið skal ég ykkur segja!

Síðastliðinn Fimtudag heyrði ég í Tjaldinum niður í fjöru og næsta dag kom Lóan í Ásgarðinn með sinn yndislega söng og sá ég hana líka á fluginu.

Sílamávurinn kom svo um helgina og það er farið að grænka í lautum.

Í dag verða kindurnar rúnar og þá ætla ég að telja í þeim fóstrin hehehehe............emoticon .

Brynja Beauty.

Nei"kannski ekki alveg en þá ætti ég að sjá hvort hann Kátur Flankasonur hafi lembt þessar 10 sem hann fékk og svo fór ég með mömmu hans og systur annað undir gamlann höfðingja.

Hauskúpa.

Líklega eru flestar með lambi en þær blása út þessa dagana og eru orðnar stirðar þegar að þær standa upp þessar elskur.

Forysta.

Ég er nú alger nýgræðingur í þessu kindastússi en þetta er einkum gert með það í huga að fá kjöt í kistuna og hafa auk þess gaman af þessu.
Þessvegna er ræktunarstefnan hjá mér kannski ekki alveg einsog á stórbúunum sem þurfa að stóla á að hver kind gefi sem mest og að skrokkarnir stigist nú sem hæðst.

Mín ræktunar markmið sem hobbý bónda er fyrst og fremst góð mjólkurlagni+góðir móðureiginleikar,frjósemi verður að vera í lagi,handföng eru alveg nauðsyn til að bæði prýða kindurnar auk þess að auðvelda vinnu við þær og liti vil ég hafa auganu til skemmtunar emoticon .

Tóta tindilfætta.

Allar kindurnr á bænum fyrir utan eina eru með þessa kosti en þessi eina er sæðingur og við köllum hana Hermínu.
Hermína er gríðarlega stór og mikil um sig,frekar stuttlappa kind og það eina sem kemst að í kollinum á henni er að borða.
Hún varð afvelta sem heimalningur á sléttu túni en náði að velta sér aftur á réttan kjöl.

Hermína ofurbolla.

Að reka hana smáspöl er henni algerlega ofviða.
Hún er svo þung á sér og mikil að hún rekst ekki og það þýðir að hún er alltaf hér heima við allan ársins hring.

Móðureiginleikar eru í lágmarki því að þörfin fyrir að næra sig er ávalt efst í huga hennar.Hún skilur lömbin sín nýborin eftir fyrir brauðmola eða bara heytuggu.

Lömbin hennar hafa þurft að passa sig á því að fylgja henni eftir annars verða þau bara eftir á meðan hún rigsar um hagann að leita að bestu stráunum.

En við fáum okkur ekki til að fella hana blessaða.

Hermína nýtur sín að borða..............emoticon .

Nú svo gegnir hún líka því stóra hlutverki hjá okkur að minna okkur reglulega á hvað við viljum EKKI rækta.

Sibba Gibba sætasta.

Það styttist óðum í sauðburð hjá okkur og hlakkar manni mikið til að "flytja" útí fjárhús og bíða þar eftir litlu krulluðu vorboðunum.

11.03.2009 23:56

Biskupinn að komast í þjálfun:)

Rok og aftur rok og ískalt....................brrrrrr...............nenni ekki á hestbak í þessum kulda þó mér væri borgað fyrir það.

Biskupinn er að megrast í rólegheitum þrátt fyrir að hann hreyfi sig nú ekki mikið þegar að hann fer út á daginn.

Eina sem ég geri er að vigta nákvæmlega ofaní hann tugguna.

Það hljóp nú heldur betur á snærið hjá mér samt um daginn varðandi þjálfun á klárnum en ég tók að mér hestfolald aðalega til að hafa með honum Sváfnir inni en það eru að birtast kúlur í hestfolöldunum  og ekki gott að geyma það mikið lengur að hafa þá útí stóði.

En þessi nýji gaur er heldur betur þroskaður og stór og rosalega ákveðinn við sér stærri hesta!

Feiknastórt folald frá í vor......Biskup er yfir 1.50 á herðarkamb!

Hann tuskast alveg ólmur í Biskupnum og hann er búinn að finna nokkra "takka" á hálsinum á honum og þegar að hann nær að bíta í þessa "takka" þá heyrast alveg svakalega skemmtileg hljóð í þeim gamla og þá er honum mikið skemmt honum "litla" Prins.

Betra verður það ekki hjá mér,Biskup kemur inn sveittur eftir lætin og  tuskið.Það er af sem áður var þegar að hann hékk við dyrnar á meðan ég mokaði út og beið eftir að fá að komast inní meiri tuggu!

Meira að segja Hrókur og Suddi gamli eru að tuskast útí við!

Ég get ekki vorkennt 14 vetra hestinum að hreyfa  sig aðeins!

Hróksi að verja folöldin fyrir Biskup stóra bróður sem var ekkert að gera af sér emoticon ?

Hróksi tók strax "litlu" drengjunum sem smá folöldum sem hann ver með kjafti og klóm ef honum finnst þeim á einhvern hátt ógnað.

Eina sem er öðruvísi núna með þessi folöld núna er að Prins sem er enn folald en hegðar sér einsog hann væri eldri og tuskast þessi ósköp, líka í Hrók!

Vanalega gapa folöldin og geifla sig framan í Hrók og sýna þarmeð að þau eru bara lítil og lágt sett og virða hann en Prins tætist bara áfram í áflogum við hann hehehehehe...............emoticon .

Ekkert smá duglegur og hraustur hann Prins kallinn emoticon .

Ég rakst á fyndið vídeó á youtube en í kvöld verða víst flest ef ekki öll tónlistarmyndböndum eytt útaf youtube og mikið rifrildi er í gangi á þeim bænum.

Þá sýnir maður ykkur bara eitthvað annað en tónlistarmyndbönd.


Kíkið á þennan voffa ganga í svefni! Hann hlýtur að hafa verið að dreyma að hann væri að elta kött!!!!!!!!!
 

05.03.2009 23:27

Folöldin örmerkt:)

Hér gengur allt sinn vanagang þrátt fyrir kulda og rok.
Við vinkonurnar tókum okkur til í gær og örmerktum folöldin hér á bæ.
Ekki lengi gert enda fá eftir,því hluti af þeim eru flogin útí heim til nýrra eigenda.
Eitt hestfolald var tekið á hús enda hefur hann ekkert með mömmu sína lengur að gera og orðinn alveg gríðarlega stór og vænn.

Sváfnir Hróksson er búinn að orga síðan í gær emoticon !

Ef ykkur vantar örmerkingu þá klikkið hér og pantið emoticon .
Hún vinkona mín er alveg eldsnögg að þessu!

Stóðtittirnir urðu ástfangnir af geldingunum emoticon .

Nú svo í dag voru tveir geldingar teknir úr merarstóðinu og settir uppí stóðhestahús. Ég er alltaf svolítið rög að hafa geldinga með fylfullum merum og ungviði,þó maður sjái kannski ekki að þeir séu með læti þá þurfa þeir ekki nema rétt að líma aftur eyrun í rúllunum og þá eru elstu og rögustu hrossin fari frá um leið.
Gamla goggunar röðin riðlast til og það er alveg næsta víst að geldingarnir standa alltaf í besta skjólinu og passa sig á því að standa alltaf við bestu rúlluna þó þeir séu jafnvel pakksaddir.
Leggjast jafnvel í heyið til að passa að enginn komist að!

Við vorum að panta áburð..................þetta er bara ekki fyndið lengur.
Hefur reyndar aldrei verið fyndið en núna þarf maður að fara alvarlega að spá í því hvaða skepnur eru að gefa það af sér að þær fái að lifa áfram.
Það er niðurskurður framundan en auðvitað ekki fyrren í haust.

Einn ég sit og sauma...........emoticon

Hrókur er óðum að ná sér og farinn að fara út og leika við hann vin sinn Sudda.
Gaman að sjá þá slást einsog þeir séu orðnir  fjagra vetra hehehehehehe:):):)
Biskup sem er allur að verða einsog hestur í laginu eyðir sínum útí tíma á meðan ég er að moka og gera fínt í hesthúsinu í að standa við hliðið og horfir hann bænaraugum á mig og það skín úr svipnum á klárnum "afhverju fæ ég ekki að hafa rúllu hérna hjá mér........eða tvær"!
Nei" væni minn"...............nú er sko vigtað nákvæmlega ofaní hann tuggan og ekki gramm yfir skammtinn hans á sólarhring!
Hann getur bara farið og leikið sér við hina hestana og verið einsog hross!


Kíkið á þetta þrælskemmtilega myndband og hlustið á þetta frábæra lag og takið eftir.............!!!
Segi ekki meir því að það lesa stundum ungar sálir bloggið mitt emoticon .
Jú"......smá...........emoticon
En ég orgaði þegar að ég fattaði neyðina hjá manngarminum á sviðinu!
Ekki meir um það emoticon .

01.03.2009 00:22

Rok myndir af hrossum:)


Sága Hróksdóttir 2 vetra í vor.

Brrrrrrr.............það er búið að vera hífandi rok og kuldi á milli þess sem gerir alveg blankastillu og flott veður.
Ég fór um daginn útí stóð með cameruna og endaði bara í hestakjólinu króknandi af kulda á puttunum og komst ekki lengra.

Eðja frá Hrísum vindótt/litförótt.

Hrossin urðu var við mig og komu strunsandi að athuga með kelluna sína.

Hylling Brúnblesadóttir líklega fylfull núna:)

Allir þurftu að athuga hvort það væri eitthvað hestagotterí í vösunum ( ekki sniðugt innanum svona mörg hross!) og eftir að þau voru orðin fullviss um að svo væri ekki þá stilltu þau sér bara upp og stóðu þétt í kringum mig í skjóli undan norðangarranum.

Verum góð hvort við annað og elskum heiminn emoticon !

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280805
Samtals gestir: 32712
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:02:03