Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2009 Febrúar

26.02.2009 21:08

Nú er ég sár............:(



Mikið agalega sárnar manni svona framkoma einsog hjá þessum aumingjans ræflum sem brutust inní nýju fínu Mánahöllina okkar Mánamanna síðastliðna nótt.
Hefur fólk ekkert annað skárra að gera en að eyðileggja eigur annara?

Þarna er fólk búið að leggja dag við nótt að gera þessa flottu aðstöðu og svo þarf svona að ske!

Ég vil biðja þá sem hafa orðið varir við mannaferðir eða bíla við Mánahöllina síðastliðna nótt eða á Mánagrundinni því Félagsheimilið okkar varð líka fyrir barðinu á þessum aumu mannverum að hafa samband við samband við lögregluna eða Gunnar Eyjólfsson í síma 617-8925
Hér er nánar fjallað um þessa frétt í máli og myndum inná heimasíðu http://mani.is/

Ein verulega sár og ábyggilega ekki ein um það!

24.02.2009 22:57

Námskeið inní Sörla:)

Ég og vinkona mín brugðum okkur af bæ síðastliðinn Sunnudag og var förinni heitið inní Sörla að berja augum Sigurbjörn Bárðarson tantra til nokkur hross og gera úr þeim væntanlega Landsmóts vinnera.
En fyrst datt okkur í huga að kíkja á vinina þá Sigurð og Dímon.
Auðvitað var Sigurður búinn að moka út,hella uppá könnuna og Dímon var útí gerði hinn sprækasti að leika við vinina sína.

Dímon á fullri ferð.

Ég og vinkonan vorum einsog papparassar á eftir hrossunum um allt gerðið vopnaðar camerum og gerðum allt brjálað hehehehe.....emoticon .
Eftir að hafa tekið nokkur hundruð myndir eða svo (kannski smá ýkt:) þá var okkur boðið uppá kaffistofu í nýlagað kaffi og auðvitað boðið uppá Koníak með.
Ekki var hægt að þiggja það í þetta skiptið en við settum það á bakvið eyrað og þar er það boð geymt en ekki gleymt Sigurður!

Eftir að hafa verið kvaddar með virktum var förinni heitið í Sörlaskjól til að berja augum hvernig skal tantra til reiðhestana og ná því allra besta útúr þeim.

Við komum ekki að tómum kofanum hjá Sigurbjössanum sem var alveg þrælmagnaður í hnakknum og það er auðséð að þarna er á ferðinni maður sem einhvertímann hefur nálægt hrossi komið.

Hlynur frá Oddhól.

Fyrst fengum við að sjá virkilega fallegann og vel taminn stóðhest Hlyn sem er úr ræktun þeirra hjóna á Oddhól.

Mér þótti mikið til koma að sjá hvað hesturinn kunni svakalega mikið af allskonar æfingum!

Og fékk klárinn ekki bara hrós að lokum fyrir sýninguna heldur mola sem hann þáði með þökkum.

Svo kom að hrossunum sem átti að tantra til og breyta úr gæðingum í lúxusgæðinga.

Sjá kallinn þeytast um salinn einsog unglingstrák á hrossunum og á meðan hann talaði til okkar 120 soltinna áheyrenda/horfanda þá vann hann í hestunum og það leið ekki á löngu þartil hrossin fóru að átta sig á því að það var kominn í hnakkinn knapi sem að lét það ekki eftir þeim að sýna sitt næstbesta...........einungis það allrabesta og var maður alveg dolfallinn hvað hrossin gátu breyst mikið á einungis cirka 20 mínútum!

Kíkið hér ef þið viljið sjá fleiri myndir og meiri upplýsingar um námskeiðið.

Eitt atriðið þótti okkur ferlega fyndið en á meðan Sigurbjörn lét móðann mása þá kom köttur skokkandi inní salinn og plantaði sér rétt við stóðhestinn og tók til við að grafa holu með framloppunni ofaní sandinn.
Hmmmmmm.................svona einsog þegar að kettir eru að fara að gera stykkin sín hehehehe.................emoticon
Salurinn fór allur á ið og fólk var farið að hlæja og beið spennt eftir að kisi setti sig í stellingar yfir holunni en þá hreyfði stóðhesturinn sig og kisi rauk á harðaspani í burtu!

Má maður hvergi vera emoticon

 Ég vil þakka fræðslunefnd Sörla fyrir frábæra skemmtun gegn mjög svo hóflegu gjaldi og kom það mér skemmtilega á óvart að kaffi og bakkelsi var innifalið í verðinu!

Ekki meira bull frá mér í bili elskurnar mínar:) Óver and át!


Nýir vinir eru silfur, gamlir gull......emoticon

21.02.2009 00:12

Hvað eru þeir svo að væla....?


Hrókur að taka stöðuna á einni frá því síðastliðið vor.

Sá þessa gömlu frétt (neðar á blogginu:) frá í sumar og datt í hug að skella henni hér þrátt fyrir að hún fjallaði um útlenskan stóðhest.
Það kemur alltaf reglulega upp sú umræða hér á landi að það sé verið að pressa um of á stóðhestana okkar bæði með endalausum keppnum hingað og þangað um landið og svo er kreist úr þeim einsog hægt er á milli keppna með húsnotkun áður en þeir fá frelsið í hagann orðnir dauðuppgefnir og þá með jafnvel 35-40 hóp af stóðhestasoltnum hryssum sem berjast um hylli þeirra og jafnvel berja þá og sparka til að koma þeim til við sig!
Þeim er engin undankoma auðið og stundum missa þeir sig við hryssurnar og skaða þær eða þá að þeir flýja útí girðingarhorn og þykjast ekki sjá dömurnar.
Sem betur fer er þetta ekki algengt hér á landi og allt í góði hófi og allir ánægðir,bæði hryssurnar,stóðhestarnir og eigendur þeirra.

En hvað mega þeir segja sem áttu þennan fola!!!!

Kynvilltur stóðhestur kostar eigendur sína milljarða kr.

mynd

Menn vita ekki hvort hann er kynvilltur, kyndaufur eða bara húðlatur. Allavega hafa eigendur stóðhestsins War Emblem séð á eftir milljörðum kr. í tapaða folatolla því hesturinn vill ekki fjölga sér.

Þegar stóðhestastöðinni Shadai í Japan tókst að kaupa War Emblem árið 2003 þóttust menn þar á bæ hafa himinn höndum tekið. Hesturinn hafði unnið hið þekkta Kentucky Darby veðhlaup árið áður og eigendur Shadai töldu að þeir myndu hagnast mikið á folatollum á næstu árum.

War Emblem hafði aðrar áætlanir á prjónunum. Árið 2003 köstuðu aðeins sjö af 350 hryssum, sem hesturinn var kynntur fyrir, folöldum. Ári seinna voru það 35 af 500 hryssum. Árið 2005 kom ekki eitt einasta folald undan honum.

Þar sem War Emblem er af hreinræktuðu ensku kyni má ekki nota sæði hans í hryssur nema á náttúrlegann hátt, það er hann verður sjálfur að sjá um sæðisgjöfina.

Þar sem War Emblem hefur engan áhuga á að fylja hryssur hefur Shadai-stöðin tapað 55 milljón dollara eða nær 5 milljörðum kr. í glötuðum folatollum. Og við það bætist svo kaupverðið á sínum tíma sem nam 17 milljónum dollara.

Hvað eru svo íslenskir stóðhestar að væla emoticon ?

18.02.2009 16:14

Er að hressast:)


Nákvæmlega svona líður mér í dag................I like to get on with my life og fara að hreyfa mig!!!
MOVE IT!!!

Þetta eru augljós batamerki hjá mér af þessari fucking Lungabólgu en þó ég sé miklu miklu betri er ég enn veik.
Samt hálfheyrnalaus af hellum og hausinn fullur af bjakki og enn er ég að hósta upp drullu.
Núna er ég veik af pillunum sem ég er að taka inn.
Engar smá peniclillín pillur!
Fékk 3 til að byrja með og svo aftur 3 í viðbót.
Stykkið af þeim kostar BARA 1.600krónur takk fyrir!
Eins gott að maður verði einsog nýsleginn túskildingur eftir þetta.

ARGGGGG................ég er inni á meðan kallinn keyrir hrossunum í heilbrigðisskoðun,flug og annað skemmtilegt:)
Hann hefur kannski bara gaman af því að vera laus við kellinguna í nokkra daga í útiverkunum en ég á það til að finna hitt og þetta aukalega að gera ofaní venjulegu daglegu verkin emoticon
Hann er löglega afsakaður svona einn með veika kjelluna.

Annars þakka ég ykkur öllum fyrir fallegu commentin til mín og batnaðarkveðjurnar emoticon .Bara láta vita af því að ég er öll að koma til og bráðum fer að vora og þá verð ég svo rosalega hamingjusöm emoticon  Vorið er minn tími emoticon .
Sendi góðar kveðjur til ykkar allra þarna úti!

13.02.2009 19:14

Drullulasin heima:(


Himinglæva frá Ásgarði.

Ég ligg heima lasin.Smá lasin að ég hélt en svo gafst ég upp og fór til læknis og það hefði ég átt að gera í Nóvember þegar að ég varð fyrst veik.

Er komin með Lungnabólgu og Astma og fékk fullt af lyfjum og fyrirskipun að taka því rólega í nokkra daga.

Núna skil ég afhverju ég var orðin svona máttlaus og eitthvað léleg en þetta hefur læðst svona aftan að mér og ég sem hélt að þetta væri bara smá flensa.

Mikið hlakkar mig til að verða heilbrigð aftur og hress og geta gert allt á fullu afli en ekki alltaf svona 50% dag eftir dag.
Ég ætla bara að láta það vaða hér á blogginu til ykkar allra þarna úti en ég hef skammast mín alveg ógurlega fyrir það að hafa ekki komist á bak hrossunum undanfarið nema með herkjum og látum.

Hestar einsog Hrókur sem ég komst alveg á bak þrátt fyrir að hann væri stór en þá stendur þessi elska alltaf kyrr og þolinmóður á meðan ég er að brölta á bak honum þá brá það aðeins öðruvísi við núna í vetur.

Ég þurfti að draga bretti að hestinum til að komast á bak!
Líka að hrossum sem eru miklu minni en hann!

Ég veit ég veit..............rassinn er soldið síður á minni en EKKI svona síður!!

Ég er bara orðin svona svakalega máttlaus útaf lungnabólgunni að ég er ekki að geta þetta.

Svo verð ég ennþá máttlausari útaf astmanum.

Hvernig gat þetta farið svona algerlega framhjá mér!

Nú er bara að taka inn lyfin sín og vera stillt og prúð í einhvern tíma og svo halda áfram við það sem mér finnst skemmtilegast,að snúast í kringum skepnurnar á bænum.

Farið varlega þið þarna úti elskurnar mínar þartil næst.
Ps.Svara ykkur öllum sem commentuðu síðar þegar að ég er orðin hressari:)

09.02.2009 20:01

Bloggedí blogg.....:)


Freisting,Blær og Stórstjarna að úða í sig töðunni.

Hvað er eiginlega að ske með mig sem hef bloggað reglulega!

Hmmmmm........smá lasin og kannski líka bara búin að vera að ríða út og selja líka hross út.

Og þarmeð að koma peningastreymi inní landið og taka þátt í að rétta við peningamálin hér.
Margt smátt gerir eitt stórt ekki satt.

Talandi um að hér sé allt að stefna í óefni og fullorðið fólk lætur útúr sér allskonar vitleysu í fjölmiðlum!

Ég get bara ekki vorkennt sumu fólki (sumum vorkenni ég þó) en mig rak á rogastanz þegar að kona ein lét það útúr sér að börnin hennar spyrðu hvort þau gætu gert þetta eða hitt þegar að það yrði næst til peningur!!!

Það urraði innra með mér!

Kannski var ég alin upp við fátækt,kannski þótti mér það bara eðlilegt að sjá ekki peninga enda voru peningar ekki aðalumræðuefnið þegar að ég var að alast upp.

Okkur krökkunum komu peningar ekki við!!

Ég man þá tíð þegar að ég var pínkulítil stelpa líklega 5-6 ára gömul og langaði mig í Karamellu sem þá kostuðu einhverja aura og eina góða aðferð kunnum við krakkarnir í mínu hverfi til að komast yfir slíkt góðgæti og það var að þræða stoppustöðvarnar hjá strætó og finna strætómiða því fyrir þá fengum við slikkerí í sjoppunni.

Nú svo var líka hægt að fara í Mjólkurbúðina og sníkja sér Vínarbrauðsenda.

Næst var farið í Apótekið og þar sníktur brotinn Apótekalakkrís.

Nú ef að enn var pláss fyrir meira þá skottuðumst við niður í Dairy Qween og fengum brotin brauðform.

Þarmeð var maður alsæll þann daginn.

Þá var lífið einfaldara og ekki bar maður þær byrðar á öxlunum að hafa áhyggjur af því hvenær næst yrði til peningur.Maður var bara barn og lék sér með það sem til var.

Mér finnst persónulega að maður eigi að vera ánægður með það sem maður á en ekki óánægður með það sem maður á ekki!
Og hana nú!

Að einhverju skemmtilegra elskurnar mínar.

Glói gæðingur er seldur til Hollands.Þrælsætur jarpvindóttur ungur foli með forvitna lund.

Ekki var hún lengi að seljast heldur hún Vala frá Víðihlíð.Ég hafði ekki undan að svara fyrirspurnum og ég sem hélt að það væri að draga saman í hestasölunni sem hefur blómstrað frá því snemma í haust.

Eðja og Perla að kljást.

Veðrið er búið að leika við útiganginn hér,kalt og stillt og hrossin njóta þess að úða í sig tuggunni á milli þess sem þau flatmaga í snjónum eða eru að kljást og treysta vinaböndin sín á milli. 

02.02.2009 01:00

Útreiðarveðurblíða:)


Ég og Gunnhildur frænka að leggja í hann í gær.

Veðurblíðan undanfarið er búin að vera stórkostleg enda hef ég ekki slegið slöku við og notað tækifærið til að ríða út af krafti.

Líka innandyra því fyrsti tíminn hjá Jóa G í fínu flottu reiðhöllinni inná Mánagrund var í fyrradag.
Gaman að stráknum,hann er hress og kátur við okkur stelpurnar í mínum hóp en við erum nú einungis 4 saman í tímum í vetur.

Mér líst alveg svakalega vel á þetta en reiðskjótanum mínum leist ekkert á þetta og verð ég að gefa Rjúpunni minni frí frá námskeiðinu í vetur og mæta með annað hross sem er meira tamið til að ég njóti mín og læri í stað þess að bægslast um salinn á lítið tömdu trippi.

Það er líka ekki sanngjarnt fyrir hina nemendurnar að ég sé á hrossi sem er ekki í þokkalegum takti við þeirra hross.

Biskupinn verður því fyrir valinu og nú er bara að saxa af honum spikið í rólegheitum og vinna hann aftur sem reiðhest en ekki rokuhross.

Leiðtogahlutverkið er aðeins brenglað en ég held að þetta eigi alveg að heppnast hjá okkur og það jafnvel með sóma.

Minnsta kosti ætla ég að fara með hann og vera jákvæð og gera allt sem ég get til að endurheimta gamla góða hestinn minn sem er einhverstaðar þarna undir öllu spikinu emoticon .

Snót Prinsdóttir frá Ægissíðu.

Útigangurinn dafnar vel í kuldanum.
Það var nokkuð skemmtilegt að koma í ljós með eitt folaldið hér á bæ.
Himinglæva undan Stórstjörnu Brúnblesadóttur og Óðni Hrókssyni er litförótt!
Hún er öll í hvítum hárum ef maður greiðir þau í sundur.

Himinglæva að fá sér sopa í kuldanum.

Freyja Hróks að fá sopa hjá Mön mömmu sinni:)

Skelli hér inn í lokin myndasyrpu af folaldinu hans Hebba undan Toppu Náttfaradóttur og Aski Stígandasyni.

Gott að velta sér í snjónum.

Og teygja vel..............!

Ahhhhhhhh.............emoticon

Og slaka á................:)

Er ég ekki sætust emoticon !

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 339
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280912
Samtals gestir: 32732
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:42:56