Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2006 Mars

29.03.2006 01:36

Kyntröll Suðurnesja!

Hver haldið þið að þetta sé á myndinni hér fyrir ofan? Svar: Herbert Guðmundsson að vinna titilinn Kyntröll Suðurnesja á hinni árlegu Byssuvinafélags Árshátíð sem var haldin í þetta sinn á Hótel Heklu á Skeiðum.Ég hélt að smokkurinn á hausnum á honum ætlaði hreinlega aldrei að springa en svo loksins sprakk hana með látum.Þetta var ein besta Árshátíð sem ég hef farið á hjá Byssuvinum og var ekki lítið gaman hjá öllum og maturinn frábær í alla staði.Við fengum flottann forrétt sem ég kann nú ekki að lýsa almennilega en hann var einsog listaverk á diskinum og ætlaði maður varla að tíma að borða hann því þetta var svo mikið listaverk.Svo var Dádýr og önd í aðalrétt og eitthvað voðalega flott í eftirrétt,kaka með ís og rjóma og eitthvað fleira.

Mesta spennan á þessari Árshátíð var hinsvegar Skotkeppni kvenna sem að karlarnir eru svo elskulegir að halda fyrir okkur og höfum við heldur betur gaman að því.Ég er búin að fá verðlaunapening í hvert einasta sinn sem ég hef tekið þátt og hafði ég það á tilfinningunni núna að ég kæmi nú ekki með neitt um hálsinn heim en viti menn! Ég skoraði hæst og hreppti gullið! Núna á ég 2 gull,3 silfur og 2 brons.Sko kelluna!

Annars er allt gott að frétta héðan úr sveitinni.Hringur er hjá Eygló í þjálfun eftir staguppskurðinn og gengur vel með hann og þeim semur vel.Annars dauðvorkenni ég henni að þurfa að fara á bak í þessu ógeðslega veðri og man ég vel eftir öðrum staghesti sem ég átti og var hann skorinn upp við stagi á svipuðum árstíma og kom þvílíkt kuldakast akkúrat þegar að ég átti að fara að krefja hann um alvöru reiðtúra og láta reyna á hann.Ég man sérstaklega eftir einum reiðtúrnum en þá reið ég honum niður í Helguvík í brunagaddi og voru grýlukerti á nösunum á honum þegar að við komum heim!

Það er svo mikil sala í kanínum að ég er alveg steinhissa.Reyndar er það hið besta mál því ég ætlaði aðeins að fækka þeim en kannski ekki svona mikið! Samt finn ég að ég hef rýmri tíma eftir að þeim fækkaði og líklega fer ég að hafa meiri tíma til að komast á hestbak sérstaklega eftir að ég fékk sprautuna í bakið og giktarpillurnar sem eru alveg að virka ef ég tek þær bara á kvöldin áður en ég fer að sofa.Þá finn ég ekki fyrir svimanum sem þær annars valda á daginn:)) Þannig að núna fer Ég að taka hann Biskup minn inn og láta járna mömmu strákinn svo að hægt verði að þjálfa hann aðeins fyrir Páskareiðina sem er eftir aðeins hálfan mánuð! Gaman gaman.

 

Skelli hér inn mynd af kallinum mínum alveg drullfínum og flottum.Held að hann hafi verið mest hissa sjálfur þegar að smokkurinn loksins sprakk á undan hinum!

Bóbó Byssuvinur tilkynnir vinningshafann Herbert Guðmundsson:

                                      Kyntröll Suðurnesja 2006

23.03.2006 21:45

Hringur skorinn við stagi.

Þá er hann Hringur búinn í staguppskurðinum og allt gekk vel.Hann var vel ryðgaður í löppunum sínum langt fram á dag svo við fórum bara að eyða tímanum á meðan hann var að jafna sig í hesthúsinum hjá Agli dýralækni.Reyndar sagði Hebbi að við værum nú ekki að eyða tímanum heldur peningum og var það alveg satt hjá honum hehehehe.En það var ýmislegt sem okkur vantaði og vantaði ekki í öllum hestvöruverslunum í bænum sem við þræddum.Við sóttum svo Hring um Fjögurleytið og teymdum hann varlega uppá kerruna og svo var ekið með hann inná Mánagrund til Eyglóar sem ætlar að taka að sér að þjálfa hann í gegnum ferlið sem nú hefst eftir staguppskurðinn.Svo er bara að krossa fingur og vona að stagið sem háði honum greinilega í reið hafi ekki náð alveg uppí heila en þar verður það víst ekki skorið úr honum.Þetta er nú líklega ekki svo alvarlegt en hann Hringur er nú ekki búinn að vera reiðhestur í nema 5 mánuði cirka samanlagt og lundin í þessum hesti er fyrir mjög góð.

Egill að munda skærin á stagið sem skrapp upp þegar að hann klippti á það.Snyrtilega gert hjá drengnum.

Svo svaf maður og svaf langt frameftir hádegi! Eitthvað líkur eigandanum sínum hehehehe:))))

21.03.2006 22:24

Brrrrrrrr kalt í veðri.

Það er svo kalt að maður getur varla bloggað.En í dag setti ég Hring,Hrók og folöldin út en ekki nema í cirka klukkustund og voru þau ekki lengi að koma þegar að ég kallaði á þau inn í matinn sinn.Ég var ansi lengi að dunda í hrossunum í kvöld en aðalega þó í Hring sem er að fara í staguppskurð í fyrramálið í Hestaspítalann inní Gusti í Kópavogi hjá þeim eðalmönnum Björgvin og Agli.Nú er maður bara spenntur að vita hvernig Hringur verður eftir uppskurðinn en ef hann verður betri þá verður hann ansi flottur því hann var ansi flottur fyrir.

Einn af ungunum undan Svörtu Rex læðunni hefur asnast úr hreiðrinu sínu og drepist úr kulda:( Líklega hefur han dregist með spenanum að opinu á kassanum og slitnað þar frá spenanum á móður sinni og ekki ratað í rétta holu.Læðurnar gefa nefinilega bara einu sinni á sólarhring og eru ekki nema fáeinar mínútur að því og skjótast svo útúr hreiðrinu eldsnöggt og þurfa ungarnir að vera mjög snöggir að sjúga í sig mjólkina á svo stuttum tíma og þessvegna geta þeir dregist með þegar að læðan fer einsog hefur skeð með þennan litla unga.Þær hafa þennan háttinn á til að gefa rándýrum minni tíma til að átta sig á hreiðrinu og ungunum.Þessvegna eru þær yfileitt sem fjærst hreiðrinu til að draga ekki athygli annara að því.

Ég nenni ekki að bulla meira................farin í bað og uppí rúm:)))

20.03.2006 14:23

Biskup og Tvistur komnir heim.

Það er búið að vera mikill og skemmtilegur gestagangur hér um helgina.Á Laugardeginum kom Gísli dýralæknir að sprauta folöldin við orm og lús og Hrókur,Hringur og Fönix fengu sínar sprautur líka.Ætti þetta að vera orðið fínt hjá folöldunum en þau hafa fengið Equalan ormalyf í munninn strax við komu og sum hafa fengið tvisvar á meðan ég beið eftir að panta dýralækninn.Loksins var það hægt en ég var að bíða eftir að folaldaumferðin stoppaði í húsinu hjá mér svo að allir fengju sama daginn sprautuna.Við Gísli röltum útí hagann í þokunni sem lá hér yfir og fékk ég góða umsögn á hrossin sem hann sagði að litu út einsog hross á fullri gjöf inni:))) Hann var ánægður með holdafarið á þeim og fékk ég hrós fyrir:)))

Næst komu Magga og Inga til að hrossast svolítið með okkur og hjálpa til við gjöfina á útiganginum.Hulda og Helgi komu í kjölfarið og var skrafað mikið um hross og pælt mikið í því hvaða stóðhesta ætti að nota í sumar.Úrvalið er orðið svo mikið og gott að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi eða við hæfi sinnar merar.Stóðhestaúrvalið var skoðað hér á bæ og var niðurstaða gestanna ótvíræð en sá sem stóð úppúr var hann Askur Stígandasonur (að öðrum ólöstuðum)sem er að blómstra en hann er í eigu Hebba.Hann er svo kurteis hann Askur og prúður foli í mjög fallegum lit,ljósmoldóttur einsog Frosti (frá Heiði) afi sinn.Askur á að fá örfáar hryssur hér fyrir ofan veg í sumar og meira að segja á ein fyrstu verðlauna hryssa pantað undir hann.Svo er bara að krossa fingur og vona að hann verði duglegur að fylja:))

Boggi og Eygló bættust svo við seinnipartinn og þið getið ímyndað ykkur stuðið á okkur hér öll 8 hestakvinnur og kallar allir að tala hvert í kapp við annað um hross og aftur hross!Það var BARA GAMAN.

Næsta dag semsagt á Sunnudeginum fórum við Hebbi austur með hestakerruna og stefnan var tekin í Reiðholtið.En auðvitað gleymdum við múlum og reddaði Hulda á Hellu því í snarhasti.Fórum við í hesthúsið hennar og fundum múla og í leiðinni tókum við út fóðrunina á hrossunum hennar og hittum öll "ömmu og afabörnin" okkar í gerðinu.Vá vá vá........ þau voru sko feit og falleg hrossin hjá þeim."Amma"sá sko ekkert nema Dropa (Hróksson og L-Löpp) og Döggina (Sæsdóttir og Heilladísar) og svo var þarna rautt merfolald afar flott sem sveif um á flottu brokki en hún heitir Sóldögg Hróksdóttir og svo var þarna geysilega fallegt jarpt merfolald frá Akurey sem snerti varla jörðina og var avleg kattliðugt og mjúkt í skrokknum.Hér eru Sóldögg og Dropi Hróksson.Svakalega stór bæði tvö með þvílíka góða lund.

Dögg Sæsdóttir undan Heilladís Galtarnesi.

Næst var stefnan tekin á Reiðholtið og þáðum við kaffi hjá Þórunni Sæma.Ég var pínulítið smeyk um að koma ekki múl á hann Tvist og fór því ein útí hagann en hann kom sjálfur og nánast klæddi sig í múlinn.Auðvitað fékk hann brauð að launum.Mér finns miklu betra að vera ein við þetta þegar að ég er að handsama trippin mín sérstaklega þarsem ekkert aðhald er og ekkert má klikka.Ég er líka yfirleitt ein með þeim heima þegar að ég er að vinna í þeim og þekki þau vel og þau þekkja mig og mín vinnubrögð.Það getur skapast spenna ef að margir eru saman komnir til að hjálpa en það finna hrossin oft og láta sig hverfa.Og það er ekki gott í Reiðholti sem eru BARA 100 hektarar og EKKERT aðhald! Tvistur var ekkert nema elskuleg heitin við kellinguna sína og þegar að hann var komin með múlinn á sig þá rölti hann á eftir mér að hliðinu og kallaði ég í Biskup sem var ekki lengi að hlýða og koma skokkandi á eftir.Svo hjálpaði Hebbi mér að koma þeim um borð í kerruna og það voru ánægðir hestar sem að voru teymdir inní hesthús í Ásgarðinum en mest voru þeir ánægðir að finna saltsteins sem þar hangir fyrir stóðhestana sem hér eru við opið.Ég þarf að fara með salt í Reiðholtið í næstu ferð og setja í saltkassann þeirra.Þokki feitabolla kemur með í næstu ferð og hún Vordís Brúnblesadóttir.Ég ætla að byrja að frumtemja hann Þokka og reyna að tálga eitthvað af spikinu á kauða hehehe.Hann er að springa!

 

17.03.2006 23:03

Stássa gotin!

Nú er ég sko eina ferðina enn orðin "amma"eða þannig sko.Hún stássa Opal Rex læða var að gjóta og komu 6 feitir og pattaralegir ungar í heiminn.Þei reu undan Castor Rex högna einum þeim allra fallegasta á búinu.Stássa er afar róleg yfir þessu öllu og var ekkert að stressa sig á því þó ég hafi verið að moka undan búrinu hennar í kvöld með tilheyrandi látum.Ég setti svo í flórinn hvítan skeljasand sem að er mjög svo fráhrindandi fyrir bakteríur og annarskonar óþverra.Núna bíð ég bara spennt eftir að hún snjóber fari að gjóta en það á að ske á allra næstu dögum.

Ég hleypti út í stóra hólfið þeim Hrók og Hring og það var sko stuð á þeim báðum skal ég segja ykkur.Svo setti ég folöldin út en ég þorði ekki að fara frá ef að Hrók skildi mislíka það að Hringur væri í sama hólfi og hann og folöldin en ekki var Hrókur að gera neitt veður útaf því.eftir smá leik og rassaköst þá fóru þau öll að éta rúlluna sem er í hólfinu.Týr litli er að verða hinn hressasti og farinn að trylla um allt og hendist áfram á tölti og skeiði.Það verður gaman að vita hvernig faðir hans kemur út í vor ef hann verður sýndur en hann heitir Tónn frá Auðsholtshjáleigu.Svo ætlar Gísli dýralæknir að koma og sprauta við ormum og lús á morgun en ég er lengi búin að bíða eftir að foaldaumferðin um húsið hjá mér stoppi svo að hægt sé að sprauta þau öll samtímis.Auðvitað hafa þau fengið ormalyf í munninn en einhvernveginn líður manni betur ef að þau fá líka sprautuna.Kannski er þetta einhver sérviska en ég held þó að hún sé af hinu góða:)))

17.03.2006 01:06

Hringur kominn heim.

Þá er Hringur kallinn kominn heim í hvíld og mun hann ekki vera á leið á Landsmót einsog til stóð ef að allt hefði gengið upp.Tinna sem var með hann í láni sem keppnishest var slegin svo illa í fót á Æskan og hesturinn að hún fer ekkert á hestbak næstu vikurnar.Vonandi að hún nái bata sem fyrst því það er alveg handónýtt að vera með hestadellu á háu stigi og sitja heima með fótinn í gipsi.Sendi þér baráttu og batnaðar kveðjur Tinna mín og þakka þér fyrir frábæra umhirðu á Hring í vetur:)))

Við hjónin erum orðin svo svakalega góð í skrokknum að við fengum okkur göngtúr í fjöruna okkar á dögunum og höfðum tíkurnar okkar með okkur.Við urðum vör við minkaspor mjög nýleg og líklega fundu tíkurnar minkabæli en enginn var nú minkurinn í holunni þrátt fyrir mikinn mokstur og læti í þeim.Reyndar voru kattaspor líka þarna í fjörunni og er það líklega eftir villikött en það er nú samt best að spyrja bóndann á næsta bæ hvort hann hafi fengið sér kött og láta hann vita að við séum með friðlýst Æðarvarp frá 14 Apríl 15Júlí.Það er betra að kisi haldi sig heima við því þá förum við oftar eftirlitsferðir með tíkurnar okkar.Það var mikið grafið og tætt en enginn minkur var í holunum en nóg var af lyktinni sem þær fundu.

Það var svolítið skondið en það elti okkur Selur og voru tíkurnar alveg mneð það á hreinu að þetta væri hundur og meira að segja Busla og Tara gamla hentust útí sjóinn til að kanna þetta hundkvikindi nánar sem var svona fær að synda lengi:)Ekki var Selurinn að láta það trufla sig neitt og horfði bara á þær stórum augum og var alveg viss um að þær gætu nú ekki náð honum.

Það er allt gott að frétta af útiganginum hann plumar sig í góða veðrinu sem er hér dag eftir dag.Halastjarna er höfð undir eftirliti svo að hún velti nú ekki um koll einhverstaðar og drepi sig.Hún má ekki leggjast niður og sóla sig þá rjúkum við út að huga að henni.Hún er orðin svo digur greyið að hún er varla að geta borið sig á milli rúllanna!

 

 

 

Halastjarna í öllu sínu veldi.Best að fá göngugrind fyrir hana fljótlega eða hreinlega setja rúlluskauta undir hana.Þá getur hún rúllað um hagann áreynslulaust eftir vindátt!

13.03.2006 15:04

Frægar hænur, fylgist með!

Jæja gott fólk.Geri aðra tilraun til að blogga en allt þurrkaðist út í gær.Eitthvað er ég búin að vera að bardúsa síðustu dagana sem ég er ekki alveg að muna enda orðin ævagömul kerling:)) En það sem stendur hæst uppúr er að hún Snót reiðskólahryssa er komin hingað til okkar í skemmtilegum skiptum en við látum Bigga hafa hvolp í staðinn undan þeirri tík sem næst gýtur.Snótin er búin að vera á pillunni (höldum við) síðustu árin en henni hefur verið haldið undir stóðhesta undanfarin 6 ár og ekki fyljast.Nema hvað að núna í vetur varð hún eitthvað geðvond og leiðinleg við stíufélagann sinn svo að ákveðið var að koma henni útúr hesthúsinu og til okkar í Ásgarðinn en hér átti hún að eyða síðustu dögunum í rúllu og hverfa svo á vit feðra sinna.En glöggt er Hebba augað og þóttist hann sjá að hryssan væri fylfull og núna bíðum við spennt eftir folaldinu sem að á að fæðast líklega í Apríl.Snótin var nefnilega félagsskapur fyrir stóðhestinn hans Bjarna en hann er virkilega fallegur hestur undan Óskar frá Litla-Dal og hefur honum tekist að fylja hana með stæl.Draumur Óskarsson og Snótin voru semsagt saman í maí síðastliðnum saman í gerði uppí Fák og nú verður Snótin að taka afleiðingum af þeim kynnum og er ég búin að heita því að folaldið verði eign hans Hebba fyrir svona glöggt auga:))) Snótinn komin í Ásgarðinn:))))Skildi Hebbi fá moldótt?

Ég fór inná Mánagrund í gær og skemmti mér konunglega þar og spjallaði við fólk inná kaffistofunum.Tók myndir í gríð og erg af Guddu á verðandi græju en hún er með mikið efnilegan fola í þjálfun hjá sér.Ekki var ég alveg alein í bílnum en á pallinum voru þrjár Íslenskar Landnámshænur sem ég var að selja og eru þær að fara í þáttagerð hjá einum af Ljósvakamiðlunum:))) Valdi ég af kostgæfni fagrar dömur og tók myndir af í flutningskassanum sínum.

08.03.2006 22:42

Silfra var pöruð í dag með Opal Rex.Stássa er að fara að gjóta á næstu dögum.Stássa er orðin digur og falleg.Snjóber er byrjuð að reyta sig og gera bæli.

Ég er alveg orðin bloggóð góðir landsmenn nær og fjær.Það er alltaf mikið að ske í Ásgarðinum og veðurblíðan var alveg að fara með mann í dag.Við gáfum útiganginum í dag og var ég alveg að kafna úr hita inní traktornum.Það var lán í óláni að ég braut afturrúðuna úr honum um daginn með miklum hvelli svo að glerbrotunum ringdi yfir mann.Hva......ég er nú einu sinni kona og má alveg gera svona skammarstrik á nokkurra ára fresti:))) Við færðum merarnar yfir í stóra hólfið því að þær skíta svo rosalega mikið af öllu þessu heyi að við ætlum að nota þær sem áburðardreifara þar.Silfri,Askur og Stirnir fóru líka í nýtt hólf og tóku smá sýningu fyrir mig.Ég opnaði hliðið inní hólfið og beið eftir að þeir uppgötvuðu hliðið og þá létu þeir einsog þeir hefðu sloppið þarna inn og ólátuðust sem mest þeir máttu!

Mikið rosalega á ég skemmtilegan og tillitsamann nágranna á næsta bæ.Vitðið hvað hann var að gera í dag?Hann reyndar byrjaði í gær að keyra fleiri fleiri ferðir af blóðvatni frá Skinnfiski og úðaði bévaðri drullunni yfir hagann hjá sér fyrir ofan veg og núna liggur fýlan beint á húsið okkar og við að kafna! Það er svoleiðis fiski ýldupestin hér yfir allt að ég hélt ég myndi æla.Einhvern veginn grunar mig að hrossin hans verði ekki mjög hrifin í vor þegar að þeim verður hleypt inná þetta hólf sem er núna útavaðandi í fiskiýldu.Grasið verður svo sterkt af þessu að ég myndi ekki hleypa mínum skepnum nærri því.En hann um það enda skítt sama um okkur hérna hinumegin því hann sjálfur býr ekki á staðnum.

 

Hrókur að spá hvenær hann fáin að fara til meranna! Hann sá þær í nýja hólfinu og kítlaði afskaplega að fá að tala við þær:))))

08.03.2006 20:29

Endurnar björguðu merinni!

Ég steingleymdi að blogga um hetjudáð andanna hérna um síðustu helgi en á Sunnudaginn þá komu þær kvakandi og blaðrandi heim að húsi og þögnuðu ekki þó að þeim væri gefið brauð.Sátu þær sem fastast við íbúðarhúsið okkar og hreyfðu sig ekki.Datt okkur hjónum í hug að vatnið í tjörninni þeirra væri frosið eða að hundur hefði verið að hrekkja þær sem var ekki ólíklegt miðað við hundaumferðina hérna í gegnum fjöruna okkar um helgar.Fengum við okkur göngutúr niður að tjörn en þar var allt í sómanum,nóg af vatni og nóg af brauði.En skammt frá tjörninni lá brún stór hryssa greinilega afvelta og gat sér enga björg veitt.Gengum við að henni með hjartað í maganum af ótta um að nú væri einhver gestahryssan í slæmum málum.En það kom í ljós að þetta var hryssa frá okkur og engin önnur en hún Halastjarna í öllu sínu veldi.Hafði hún lagt sig í góða veðrinu einsog svo margar hryssur gerðu þennan morgun en svo gat hún ekki staðið upp því að það var smá pínulítil dæld sem hún hafði lagt sig í!Það þurfti ekki mikið til til að reisa hana við en við toguðum aðeins í faxið á henni og þá gat hún brölt upp með erfiðismunum blessunin.Þvílík hlussa sem að þessi skepna er!Ætli maður verði að fara að fá leigðann valtara í beitarhólfin og slétta þau svo að hún leggist ekki aftur svona niður í smá dældir og standi ekki upp aftur?Kannski ég beiti bara golfvöllinn hérna hinumegin við hæðina!Það yrði nefnilega svo vinsælt:)))) En endurnar sýndu það og sönnuðu að þær eru þess verðar að maður passi uppá þær og fargi þeim ekki vegna ótta við Fuglaflensu.Svo er annað...........rak þær einhver heim? Ég yrði svosem ekki hissa á því að Gunnhildur tengdamamma heitin haldi hér verndarhendi yfir bústofninum.Minnsta kosti er hér á sveimi kona sem ég varð vör við í vetur í heimahesthúsinu.Hestarnir urðu varir við hana á undan mér og sá ég hana svífa útum dyrnar og Hrókur elti hana útí rétt en kom svo aftur inn.Ég varð pínu hrædd en jafnaði mig á nokkrum dögum því þetta er ekkert til að vera hræddur við.Ég er ánægð með að einhver er að hjálpa mér með skepnurnar á einn eða annan hátt.

07.03.2006 15:09

Ferming,brúðkaup og jarðaför.

Þá er maður loksins sestur niður og búinn að jafna sig á önnum síðustu daga.Er þá ekki best að blogga um það helsta sem skeð hefur en um helgina var ekki um annað að ræða en að bæta við vír í fína hólfið við stóra hesthúsið og setja veiturafmagn á það svo að folöldin geti nú áttað sig á því að þau geti ekki troðist út eftir eigin geðþótta.Þannig að hólfið er orðið þriggja víra rafmagshólf með lituðum streng efst svona til að allir sjái betur að það er eitthvað á milli stauranna.En í dag ætla ég að gera aðra tilraun til að setja þau í þetta hólf og vita hvort að þau læra ekki eitthvað sniðugt um rafgirðingar:)))

Sunnudagurinn 5 Mars var ósköp léttur í skepnunum enda var ég búinn að forvinna hann einsog hægt var vegna fermingar sem við mættum í klukkan 17:00.Eftir þessa fínu fermingarveislu þarsem maður át á sig gat og sukkaði svo rækilega í sykurjukkinu fékk hálfgert sykursjokk þá keyrði ég honum Hebba mínum í Brúðkaup hjá vini sínum og vinnufélaga.Fór ég til hennar stóru systur minnar í "pössun" á meðan.Um ellefuleytið um kvöldið hringdi minn maður og bað um að hann yrði sóttur og var hann ekkert voðalega veislulegur að sjá heldur var brúðkaupið sem hann fór í einskonar forbrúðkaup sem var allsherjar partý og allir góðglaðir og hressir.Ég var í 3 tíma að slökkva á kallinum mínum en hann átti að mæta í vinnu 5 um morguninn og veitti ekkert af þessum þremur tímum í svefn áður en vinnubíllinn sótti hann.En hann var sprækur á fætur en ansi þreyttur um kvöldið þegar að hann kom heim:)))

Mánudaginn 6 Mars var jarðaför í Reykjavík en hann Björn hennar Dæju frænku var að deyja.Þetta er sú fallegasta og persónulegasta jarðaför sem ég hef farið í.Ræðan var löng og falleg en presturinn var vinur þeirra hjóna og sagði vel frá ævi hans Björns sem var frábær maður og hjálpaði mörgum unglingnum á rétta braut með handleiðslu sinni í gengum sitt smíðastarf en hann var smíðakennari í Hlíðarskóla til margra ára.

Eftir erfidrykkjuna fórum við Anna til Elísu mágkonu okkar í kaffi og skraf en ég hef ekki komið til hennar í mörg ár.Það var gaman að sjá litla Guðmund frænda sem að stækkar óðum og verður kannski lítill vinnukall hjá frænku sinni í sveitinni einn daginn:)))

Jæja gott fólk,nú er best að fara að kíkja á hvort að kanínurnar eru nokkuð að fara að gjóta en það líður að því að þær fari að sýna þess merki að vilja fá til sín hreiðurkassana sína.

03.03.2006 21:33

Kanínuræktin

Þessi myndarlega kanína á heima fyrir austan og finnst mér hún vera ansi myndarleg og feit.Ég seldi nokkrar læður á þennan bæ og paraði þær fyrst með mínum bestu högnum sem betur fer því ég var að missa einn af þeim um daginn.Ég ætla rétt að vona að sá högni hafi parast vel við læðuna því nú langar mig að vita hvort ég geti fengið keyptann einn högna undan honum og læðunni frá mér.Það var eins gott að ég notaði bestu högnana mína en fólk hefur verið svolítið hissa á mér að gera þetta en ég hef svarað því þannig til að ég geti þá seinna meir sótt gott blóð inní mína ræktun aftur eða reddað  mér ef að ég missti gott dýr einsog skeði núna.

Folöldin voru ekkert voðalega þakklát okkur í dag að fá að fara í nýja fína hólfið sem að stóðhestefnin hér á bæ eru í en þeir fóru inn í dag svo að Hrókur gæti viðrar sig og "börnin" sín og sprett svolítið úr spori.Hleyptum við þeim út í hólfið í svona cirka klukkustund og unnum róleg við annað við Hebbi.

Síðan fór ég út til að teyma Hrók inn og láta þessi 7 folöld elta hann inn en þá voru bara 5 folöld hjá honum en 2 búin að troðast undir girðinguna og lékum lausum hala um allt! Ég verð nú að viðurkenna að það er ekki komið rafmagn á girðinguna en okkur grunaði ekki að þau færu að troðast undir neðri vírinn en þeim fannst það nú ekki mikið mál.Nú voru góð ráð dýr.Sem betur fer þá er Hrókur svo innilega rólegur og þægilegur að hann bjargaði okkur alveg með þægð sinni.Setti ég múl á hann og teymdi hann inn með einhvern hlutann af folöldunum, þurfti svo að hlaupa með hann til baka því að það sem eftir varð varð alveg vitlaust og þá var að spretta aftur úr spori með hann og svo aftur út þegar að þessi 5 voru kominn inní stíurnar sínar.Þá voru þessi tvö eftir sem voru orðin hrædd og vitlaus ein úti og komust náttúrulega ekki tilbaka undir vírinn þó svo þau hafi komist undir hann og út!

Enn eina ferðina var Hrókur teymdur og hlaupið hingað og þangað með hann svo að þau myndu nú elta hann rétta leið en á tímabili voru þau mikið að spá í að láta sig bara hverfa útí buskann frá okkur.Þau komu sem betur fer með þvílíkum rassaköstum og látum að honum og eltu hann loksins inní girðinguna aftur.Alltaf hélt hann ró sinni sama hvað þau prumpuðust í kringum hann með þvílíkum sprelli og látum.Mikið er gott að eiga einn svona rólegann og stabílann hest sem smitast ekki af ólátunum í öðrum hrossum.En eitt er víst að annað folaldið sem slapp endar í frystikistunni okkar eftir örfáa daga.Enda með afbrigðum leiðinlegt og lundfúlt.Og annað er víst og það er það að á morgun verður settur enn einn vírinn á girðinguna og veiturafstöðin sett á.Þetta skulu folöldin ekki fá að gera aftur.

Nú er ég farin að éta kjúklinginn sem var að grillast í ofninum.Fer þetta ekki að verða með síðustu fuglunum sem að maður lætur ofaní sig?Hvaða bóndi fyrir austan var að slátra öllum fuglunum sínum vegna fuglaflensuótta? Eru allir að verða vitlausir? Fuglaflensan er búin að greinast hér í fuglum fyrir nokkrum árum og enn erum við Íslendingar uppistandandi.Við erum svo hraust þjóð!

02.03.2006 21:26

Stóðhestefnin á fljúgandi ferð og hægfara útigangur.

Það var ekkert smá stuð á stóðhestefnunum hér á bæ þegar að þeir loksins fengu að spretta almennilega úr spori í stóra nýja hólfinu sem að við vorum að klára.Þeir fóru að á öllum mögulegum gangtegundum og ómögulegum líka.Það vantaði ekki fótlyftuna í Rösk Illingsson og sýndi hann flotta takta.Annað var að segja um útiganginn sem fékk rúllurnar sínar í dag.Þar voru allir miklu meira hægfara og reyndar voru alir sofandi hingað og þangað um hagann frameftir deginum.En hrossin vöknuðu af værum blundi þegar að ég og tíkurnar komu á traktornum og fórum að dreifa rúllunum um allt.Busla sat sem fastast á rúllunum meðan ég keyrði þeim út og hossaði hún stundum næstum af þegar að ég fór af túninu og útí þúfurnar.Það var frekar fyndið að sjá hana halda sér sem fastast með klónum íbyggin á svip.Meira að segja fór hún ekki af þegar að ég slakaði rúllunum af og reisti þær upp heldur prílaði hún bara eftir rúllunni.

Busla dugleg að hjálpa til við útigjöfina.Set inn videóbrot af henni þarsem hún er að hossast með á traktornum.

Hvernig er það með fylfullar merar sem er komin "slagsíða"á? Hvort er hestfolald eða merfoald ef bumban er öll hægra megin?Var mikið að spá í þessu í dag í góða veðrinu.

Halastjarna er öll hægra megin.Fengin við Ögra Glampasyni.

Villimey er öll vinstra megin líka.Fengin við Ögra Glampasyni.

 

 

 

 

 

Heilladís er öll hægra megin með sína bumbu.Fengin við Sokkadís er afturámóti pen en hún var sónaskoðuð fylfull við hinum eina og sanna Glym frá Innri-Skeljabrekku og fékk frekar seint fylið í sig.Það verður spennandi að sjá hvaða græja kemur útúr þeirri blöndu!Kannski er kynbótabomba á leiðinni!

01.03.2006 21:25

Örmerkingardagur.

100%

Í dag var mikið að gerast og margir upprennandi gæðingar örmerktir.Valgerður vinkona á Hrauni mætti galvösk með græjurnar og lágu 9 gripir í "valnum"þegar að hún var búin að örmerkja eftir daginn.Tvö upprennandi stóðhestefni,ein hryssa og restin folöld.Gekk þetta allt einsog í sögu hjá okkur hvað annað þegar að þrjár sprækar kellingar hittast.Magga kom úr Reykjavíkinni til að fylgjast með að við færum nú ekki að örmerkja allt sem að hönd á festi:))

Síðan hleyptum við Magga Hrók með folaldahópnum sínum (7 stykki) í nýja fína hólfið sem við Hebbi erum búin að girða og það voru sko rassaköst og læti um allt hólfið.Freyja hljóp á vírinn en sem betur fer ekki alvarlega.Við fengum sýningu af bestu gerð og ekki leiðinlegt að horfa á.Þegar að við vorum búnar með öll verkin í stóru húsunum fórum við heim og gáfum stóðhestefnunum hey en þeir fá að vera inni í nótt.Ekki leiðist þeim það Silfra,Stirni og Ask að úða í sig heyinu innandyra í hlýjunni.Næst fórum við niður á tún og gáfum merunum eina rúllu til að friða þær þartil ég kemst á traktornum á morgun og gef þeim fulla gjöf.Nýja jarpa hryssan samlagast vel að hópnum og kemur sér í heyið.einhver slagsmál voru samt en aðalega sömu breddurnar að láta í sér heyra.Alveg óskiljanlegar þessar hryssur að slást svona og nóg til handa öllum.

Ég gleymi alveg aðalatriðinu..............þarsem ég er svo feikilega skemmtileg manneskja þá bauð ein vinkona mín mér á .............MONTY ROBERTS námskeiðið!!!!!!!!!!!!!! Hún Gudda mín er svo frábær að ég átti ekki til orð,reddaði miðunum og alles!Og auðvitað á fremsta bekk fyrir okkar fínu rassa! Þetta er náttúrulega toppurinn á tilverunni og er maður ekkert smá spenntur:)))))))

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213875
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 03:05:48