Heimasíða Ásgarðs |
|||||||||||||||||||||||||||
Færslur: 2006 Mars29.03.2006 01:36Kyntröll Suðurnesja!Hver haldið þið að þetta sé á myndinni hér fyrir ofan? Svar: Herbert Guðmundsson að vinna titilinn Kyntröll Suðurnesja á hinni árlegu Byssuvinafélags Árshátíð sem var haldin í þetta sinn á Hótel Heklu á Skeiðum.Ég hélt að smokkurinn á hausnum á honum ætlaði hreinlega aldrei að springa en svo loksins sprakk hana með látum.Þetta var ein besta Árshátíð sem ég hef farið á hjá Byssuvinum og var ekki lítið gaman hjá öllum og maturinn frábær í alla staði.Við fengum flottann forrétt sem ég kann nú ekki að lýsa almennilega en hann var einsog listaverk á diskinum og ætlaði maður varla að tíma að borða hann því þetta var svo mikið listaverk.Svo var Dádýr og önd í aðalrétt og eitthvað voðalega flott í eftirrétt,kaka með ís og rjóma og eitthvað fleira. Mesta spennan á þessari Árshátíð var hinsvegar Skotkeppni kvenna sem að karlarnir eru svo elskulegir að halda fyrir okkur og höfum við heldur betur gaman að því.Ég er búin að fá verðlaunapening í hvert einasta sinn sem ég hef tekið þátt og hafði ég það á tilfinningunni núna að ég kæmi nú ekki með neitt um hálsinn heim en viti menn! Ég skoraði hæst og hreppti gullið! Núna á ég 2 gull,3 silfur og 2 brons.Sko kelluna! Annars er allt gott að frétta héðan úr sveitinni.Hringur er hjá Eygló í þjálfun eftir staguppskurðinn og gengur vel með hann og þeim semur vel.Annars dauðvorkenni ég henni að þurfa að fara á bak í þessu ógeðslega veðri og man ég vel eftir öðrum staghesti sem ég átti og var hann skorinn upp við stagi á svipuðum árstíma og kom þvílíkt kuldakast akkúrat þegar að ég átti að fara að krefja hann um alvöru reiðtúra og láta reyna á hann.Ég man sérstaklega eftir einum reiðtúrnum en þá reið ég honum niður í Helguvík í brunagaddi og voru grýlukerti á nösunum á honum þegar að við komum heim! Það er svo mikil sala í kanínum að ég er alveg steinhissa.Reyndar er það hið besta mál því ég ætlaði aðeins að fækka þeim en kannski ekki svona mikið! Samt finn ég að ég hef rýmri tíma eftir að þeim fækkaði og líklega fer ég að hafa meiri tíma til að komast á hestbak sérstaklega eftir að ég fékk sprautuna í bakið og giktarpillurnar sem eru alveg að virka ef ég tek þær bara á kvöldin áður en ég fer að sofa.Þá finn ég ekki fyrir svimanum sem þær annars valda á daginn:)) Þannig að núna fer Ég að taka hann Biskup minn inn og láta járna mömmu strákinn svo að hægt verði að þjálfa hann aðeins fyrir Páskareiðina sem er eftir aðeins hálfan mánuð! Gaman gaman.
Skelli hér inn mynd af kallinum mínum alveg drullfínum og flottum.Held að hann hafi verið mest hissa sjálfur þegar að smokkurinn loksins sprakk á undan hinum! Bóbó Byssuvinur tilkynnir vinningshafann Herbert Guðmundsson: Kyntröll Suðurnesja 2006 23.03.2006 21:45Hringur skorinn við stagi.
21.03.2006 22:24Brrrrrrrr kalt í veðri.
20.03.2006 14:23Biskup og Tvistur komnir heim.
17.03.2006 23:03Stássa gotin!
17.03.2006 01:06Hringur kominn heim.
Við hjónin erum orðin svo svakalega góð í skrokknum að við fengum okkur göngtúr í fjöruna okkar á dögunum og höfðum tíkurnar okkar með okkur.Við urðum vör við minkaspor mjög nýleg og líklega fundu tíkurnar minkabæli en enginn var nú minkurinn í holunni þrátt fyrir mikinn mokstur og læti í þeim.Reyndar voru kattaspor líka þarna í fjörunni og er það líklega eftir villikött en það er nú samt best að spyrja bóndann á næsta bæ hvort hann hafi fengið sér kött og láta hann vita að við séum með friðlýst Æðarvarp frá 14 Apríl 15Júlí.Það er betra að kisi haldi sig heima við því þá förum við oftar eftirlitsferðir með tíkurnar okkar. Það var svolítið skondið en það elti okkur Selur og voru tíkurnar alveg mneð það á hreinu að þetta væri hundur og meira að segja Busla og Tara gamla hentust útí sjóinn til að kanna þetta hundkvikindi nánar sem var svona fær að synda lengi:)Ekki var Selurinn að láta það trufla sig neitt og horfði bara á þær stórum augum og var alveg viss um að þær gætu nú ekki náð honum. Það er allt gott að frétta af útiganginum hann plumar sig í góða veðrinu sem er hér dag eftir dag.Halastjarna er höfð undir eftirliti svo að hún velti nú ekki um koll einhverstaðar og drepi sig.Hún má ekki leggjast niður og sóla sig þá rjúkum við út að huga að henni.Hún er orðin svo digur greyið að hún er varla að geta borið sig á milli rúllanna!
Halastjarna í öllu sínu veldi.Best að fá göngugrind fyrir hana fljótlega eða hreinlega setja rúlluskauta undir hana.Þá getur hún rúllað um hagann áreynslulaust eftir vindátt! 13.03.2006 15:04Frægar hænur, fylgist með!
08.03.2006 22:42
Ég er alveg orðin bloggóð góðir landsmenn nær og fjær.Það er alltaf mikið að ske í Ásgarðinum og veðurblíðan var alveg að fara með mann í dag.Við gáfum útiganginum í dag og var ég alveg að kafna úr hita inní traktornum.Það var lán í óláni að ég braut afturrúðuna úr honum um daginn með miklum hvelli svo að glerbrotunum ringdi yfir mann.Hva......ég er nú einu sinni kona og má alveg gera svona skammarstrik á nokkurra ára fresti:))) Við færðum merarnar yfir í stóra hólfið því að þær skíta svo rosalega mikið af öllu þessu heyi að við ætlum að nota þær sem áburðardreifara þar.Silfri,Askur og Stirnir fóru líka í nýtt hólf og tóku smá sýningu fyrir mig.Ég opnaði hliðið inní hólfið og beið eftir að þeir uppgötvuðu hliðið og þá létu þeir einsog þeir hefðu sloppið þarna inn og ólátuðust sem mest þeir máttu! Mikið rosalega á ég skemmtilegan og tillitsamann nágranna á næsta bæ.Vitðið hvað hann var að gera í dag?Hann reyndar byrjaði í gær að keyra fleiri fleiri ferðir af blóðvatni frá Skinnfiski og úðaði bévaðri drullunni yfir hagann hjá sér fyrir ofan veg og núna liggur fýlan beint á húsið okkar og við að kafna! Það er svoleiðis fiski ýldupestin hér yfir allt að ég hélt ég myndi æla.Einhvern veginn grunar mig að hrossin hans verði ekki mjög hrifin í vor þegar að þeim verður hleypt inná þetta hólf sem er núna útavaðandi í fiskiýldu.Grasið verður svo sterkt af þessu að ég myndi ekki hleypa mínum skepnum nærri því.En hann um það enda skítt sama um okkur hérna hinumegin því hann sjálfur býr ekki á staðnum.
08.03.2006 20:29Endurnar björguðu merinni!
07.03.2006 15:09Ferming,brúðkaup og jarðaför.
03.03.2006 21:33Kanínuræktin
02.03.2006 21:26Stóðhestefnin á fljúgandi ferð og hægfara útigangur.
01.03.2006 21:25Örmerkingardagur.Í dag var mikið að gerast og margir upprennandi gæðingar örmerktir.Valgerður vinkona á Hrauni mætti galvösk með græjurnar og lágu 9 gripir í "valnum"þegar að hún var búin að örmerkja eftir daginn.Tvö upprennandi stóðhestefni,ein hryssa og restin folöld.Gekk þetta allt einsog í sögu hjá okkur hvað annað þegar að þrjár sprækar kellingar hittast.Magga kom úr Reykjavíkinni til að fylgjast með að við færum nú ekki að örmerkja allt sem að hönd á festi:)) Síðan hleyptum við Magga Hrók með folaldahópnum sínum (7 stykki) í nýja fína hólfið sem við Hebbi erum búin að girða og það voru sko rassaköst og læti um allt hólfið.Freyja hljóp á vírinn en sem betur fer ekki alvarlega.Við fengum sýningu af bestu gerð og ekki leiðinlegt að horfa á.Þegar að við vorum búnar með öll verkin í stóru húsunum fórum við heim og gáfum stóðhestefnunum hey en þeir fá að vera inni í nótt.Ekki leiðist þeim það Silfra,Stirni og Ask að úða í sig heyinu innandyra í hlýjunni.Næst fórum við niður á tún og gáfum merunum eina rúllu til að friða þær þartil ég kemst á traktornum á morgun og gef þeim fulla gjöf.Nýja jarpa hryssan samlagast vel að hópnum og kemur sér í heyið.einhver slagsmál voru samt en aðalega sömu breddurnar að láta í sér heyra.Alveg óskiljanlegar þessar hryssur að slást svona og nóg til handa öllum. Ég gleymi alveg aðalatriðinu..............þarsem ég er svo feikilega skemmtileg manneskja þá bauð ein vinkona mín mér á .............MONTY ROBERTS námskeiðið!!!!!!!!!!!!!! Hún Gudda mín er svo frábær að ég átti ekki til orð,reddaði miðunum og alles!Og auðvitað á fremsta bekk fyrir okkar fínu rassa! Þetta er náttúrulega toppurinn á tilverunni og er maður ekkert smá spenntur:)))))))
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is