Heimasíða Ásgarðs

29.03.2006 01:36

Kyntröll Suðurnesja!

Hver haldið þið að þetta sé á myndinni hér fyrir ofan? Svar: Herbert Guðmundsson að vinna titilinn Kyntröll Suðurnesja á hinni árlegu Byssuvinafélags Árshátíð sem var haldin í þetta sinn á Hótel Heklu á Skeiðum.Ég hélt að smokkurinn á hausnum á honum ætlaði hreinlega aldrei að springa en svo loksins sprakk hana með látum.Þetta var ein besta Árshátíð sem ég hef farið á hjá Byssuvinum og var ekki lítið gaman hjá öllum og maturinn frábær í alla staði.Við fengum flottann forrétt sem ég kann nú ekki að lýsa almennilega en hann var einsog listaverk á diskinum og ætlaði maður varla að tíma að borða hann því þetta var svo mikið listaverk.Svo var Dádýr og önd í aðalrétt og eitthvað voðalega flott í eftirrétt,kaka með ís og rjóma og eitthvað fleira.

Mesta spennan á þessari Árshátíð var hinsvegar Skotkeppni kvenna sem að karlarnir eru svo elskulegir að halda fyrir okkur og höfum við heldur betur gaman að því.Ég er búin að fá verðlaunapening í hvert einasta sinn sem ég hef tekið þátt og hafði ég það á tilfinningunni núna að ég kæmi nú ekki með neitt um hálsinn heim en viti menn! Ég skoraði hæst og hreppti gullið! Núna á ég 2 gull,3 silfur og 2 brons.Sko kelluna!

Annars er allt gott að frétta héðan úr sveitinni.Hringur er hjá Eygló í þjálfun eftir staguppskurðinn og gengur vel með hann og þeim semur vel.Annars dauðvorkenni ég henni að þurfa að fara á bak í þessu ógeðslega veðri og man ég vel eftir öðrum staghesti sem ég átti og var hann skorinn upp við stagi á svipuðum árstíma og kom þvílíkt kuldakast akkúrat þegar að ég átti að fara að krefja hann um alvöru reiðtúra og láta reyna á hann.Ég man sérstaklega eftir einum reiðtúrnum en þá reið ég honum niður í Helguvík í brunagaddi og voru grýlukerti á nösunum á honum þegar að við komum heim!

Það er svo mikil sala í kanínum að ég er alveg steinhissa.Reyndar er það hið besta mál því ég ætlaði aðeins að fækka þeim en kannski ekki svona mikið! Samt finn ég að ég hef rýmri tíma eftir að þeim fækkaði og líklega fer ég að hafa meiri tíma til að komast á hestbak sérstaklega eftir að ég fékk sprautuna í bakið og giktarpillurnar sem eru alveg að virka ef ég tek þær bara á kvöldin áður en ég fer að sofa.Þá finn ég ekki fyrir svimanum sem þær annars valda á daginn:)) Þannig að núna fer Ég að taka hann Biskup minn inn og láta járna mömmu strákinn svo að hægt verði að þjálfa hann aðeins fyrir Páskareiðina sem er eftir aðeins hálfan mánuð! Gaman gaman.

 

Skelli hér inn mynd af kallinum mínum alveg drullfínum og flottum.Held að hann hafi verið mest hissa sjálfur þegar að smokkurinn loksins sprakk á undan hinum!

Bóbó Byssuvinur tilkynnir vinningshafann Herbert Guðmundsson:

                                      Kyntröll Suðurnesja 2006

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 523
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296780
Samtals gestir: 34155
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 15:06:57