Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2010 Júlí

27.07.2010 17:53

Þyrstir Mánamenn og hestar:)


Friðbjörninn ekkert á slórinu:)

Hingað kom fríður hópur ríðandi alla leiðina frá Mánagrund en tilefnið var afmælið hans Gísla Garðars sem stóð fastur á því að hann væri aðeins 20+ og er ég honum alveg sammála með það.

Maður er aldrei deginum eldri en maður vill vera og hana nú.


Afmælisbarnið vaxið fyrir löngu uppúr Ópal pökkunum og Ópalið komið í vökvalíki.
Kíkið á fleiri myndir af hressu fólki á frískum hrossum.

25.07.2010 14:30

Uppskera það sem ég sáði:)


Premier kartöflurnar orðnar ansi stórar og fallegar.

Ég var úti í garði þann 20 Júlí síðastliðinn að vökva og eitthvað var kartöflugras í moldragötunni að trufla mig,orðið ansi stórt og úrsér sprottið í fyrsta beðinu og taldi ég að ekkert væri undir grösunum í ár því að þvílíkan yfirvöxt í grösum hef ég bara ekki séð áður.

Nú ég beygi mig niður og hrifsa grasið upp og fleygi til hliðar svo ég komist nú með slönguna á sinn stað án þess að detta um þessi úr sér sprottnu grös sem liggja ofaní götunum en viti menn!
Allt fullt af flottum kartöflum undir!

Ég setti niður í fyrsta beðið 20 maí og 20 Júlí eru komnar þessa fínu kartöflur og ég alveg í skýjunum af monti:)


Hvítkálið er byrjað að vefja sig og einnig Blómkálið.

Salatið í öllum regnbogans litum brýst þarna um innanum stóru kálhausana en eitthvað setti ég þétt niður en það er alltílagi,ég er alltaf að grysja og taka inn salatblöð með grillinu og bara öllu sem eldað er hér.


Sykurbaunirnar blómstra á fullu og mynda baunir eftirá.

Yfirleitt næ ég ekki inn með sykurbaunirnar heldur stend ég á beit og borða þær beint af plöntunni!

Rabbarbarinn þýtur upp aftur og aftur.....:)

Ég tók mig til í Júní og sultaði sem mest ég mátti úr Rabbarbaranum og einnig gerði ég Rabbbarbara saft sem er geggjuð frískandi í þessum sjóðandi hita sem hefur verið í sumar.

Það er eitthvað öðruvísi við þetta sumar,plöntur vaxa hraðar og meira og uppskeran er miklu fyrr á ferðinni.

Reyndar verð ég að taka það fram að garðurinn er með þónokkrum kanínuskít í sem er að svínvirka:)!

Læt að endingu fylgja með uppskriftina að Rabbarabara saftinum góða en hlutföllin eru kannski ekki alveg rétt en ef fólk vill prófa sig áfram þá er um að gera að fikra sig bara áfram og smakka saftina til þartil rétta blandan er komin.

Rabbarbarasaft:

1 kg rabbarbari
1 líter vatn
2-3 bollar sykur/agave Sýróp (má vera meira)
1 Sítróna kreist útí og börkur raspaður saman við
1 góð Engifer rót röspuð eða skorin

Allt sett í pott og soðið við vægann hita.
Kælt og síað í gegnum góða grysju.
Hitað aftur upp og smakkað til.

Ég set nýþvegnar glerkrukkur/lokin í heitann ofninn,tek þær út með hönskum eins heitar og hægt er.
Set saftina/sultuna nánast upp að börmum og fylli uppað rest með góðu Vodka sem kemur algerlega í veg fyrir að saftin/sultan fari að mygla.

Á heitum degi þá set ég saftina í glas með fullum klaka og sötra í mig og er þetta alveg himneskur drykkur.

Endilega setjið inn skemmtilegar uppskriftir eða góð ráð varðandi garðrækt!
Ég veit að þið þarna úti lumið á allskyns skemmtileg heitum.
Og koma svo.............emoticon

24.07.2010 12:37

Kríuvarpið farið forgörðum


Hingað koma á hverju ári starfsfólk Náttúrufræðistofu Ílslands að mæla og vega Kríunga ásamt öðrum athugunum varðandi hana.


Lítill hlunkur í mælingu.

Og í vigtun.

Ég skaust með cameruna með þeim niður á Vinkil en það er eina almennilega friðaða svæðið hér í Ásgarðinum þarsem Krían er með afar þétt varp en hún hefur hrakist úr heiðinni hingað til okkar undan ágangi fólks og hef ég reynt eftir minni bestu getu að stugga fólki  útúr girðingunum og á ég ýmsar áhugaverðar frásagnir af þeim viðskiptum við fólk og það eflaust einnig af viðskiptum við brjáluðu kellinguna í Ásgarðinum.

Ástandið var gott á ungum hér miðað við aðeins sunnar á skaganum en þar voru þeir farnir að drepast úr hungri en Sílaskortur hefur verið áberandi núna í 5 ár í röð og nánast enginn ungi komist á legg.

Hér er grein úr Víkurfréttum eftir heimsókn starfsmanna Náttúrufræðistofnunarinnar í Ásgarðinn fyrir rúmri viku þarsem allt leit svo vel út.

Núna þegar að þetta er skrifað þá stráfalla ungarnir í stórum stíl og þarsem varp er mjög þétt þar eru egg og ungar hlið við hlið að úldna og ömurlegt yfir að líta.

Fræðingarnir telja að hitinn sé að hækka svo ört í sjónum í kringum landið að sílið sé að hverfa vegna þess.
Einnig hef ég heyrt um að makríllinn sé í harðri samkeppni um sílið og hafi betur.

Ég ætlaði að fara með videó cameru með mér um daginn og taka uppá vídeó kríuna í öllu sínu veldi,goggandi og skítandi á mann í varpinu og eiga videó af hennar baráttu við bæði fólk og aðra varga sem á hana herja en nú er ég orðin of sein.

Skimað eftir unganum sínum.

Það eru ekki nema örfáar kríur með stálpaða unga að berjast fyrir lífi þeirra og hef ég ekki séð nema 2 unga sem komnir eru með hvítan kropp og svartann koll,það eru nú öll ósköpin þetta árið.


Hér í Ásgarðinum voru fyrir nokkrum árum stærra varp heldur en á Rifi á Snæfellsnesi sem verður að teljast ansi gott.

Núna er það vart sjón að sjá og fer bara minnkandi ár frá ári.

Krían hefur verið hér hjá okkur vorboðinn ljúfi ásamt lóunni auðvitað en innan örfárra ára þá hverfur hún alveg.

Ég hef oft verið spurð af því af fólki sem hingað kemur og er að troða sér inní girðingar í leyfisleysi að taka egg hvað gangi eiginlega að mér að vera að láta svona!?

Málið er það að þetta sama fólk yrði algerlega tryllt ef maður kæmi til þeirra klukkan 02:00 að nóttu og færi að slíta upp túlípanana og rósirnar þeirra úr beðunum og jafnvel brjóta einsog einn eða tvo staura í grindverkinu í kringum húsið þeirra.

Nú síðan færi ég með alla túlípanana og grýtti þeim í bíla sem keyrðu framhjá mér og færi einnig með slatta af þeim og grýtti í hús þarsem mér væri illa við fólk td kennarana mína úr skólanum.

Það er alveg með eindæmum hvað fólk er að nota kríueggin í.

Nú þeir sem hegða sér svona að grýta þeim í hús og bíla eru aðallega yngri kynslóðin,þeir eldri tína oft einnig lóuegg og spóaegg og hafa sýnt okkur STÓRU kríueggin sem þeir fundu!! Ekkert smá heppnir...........!

Nú svo má ég ekki vera vond við þá sem hingað hafa flust frá öðrum löndum og nefna frá hvaða landi þeir koma en þá verð ég kölluð rasisti.

Ég veit það vel að mér finnast svið góð en þeim finnst afar gott að komast hingað í varpið um það leyti þegar að unginn er skríða úr eggi og fylla þeir þá marga poka og fara með heim og steikja nýklakta lifandi unga á pönnu og gera einhver gómsætann þjóðarrétt úr þeim!

Ég gómaði eitt sinn hóp af fólki með fulla poka og gerði ég mál úr því og kallaði til lögregluna og næsta dag kom heill her af strákum í hefndarhug inná tún með Baseball kylfur á bakvið sig og þegar að ég kom niður í tún þá sýndu þeir kylfurnar ógnandi og börðu þeim í lófann og komu 7 á móti mér.

Nú skildi taka þessa helv.....kellingu og berja hana í kássu.

Ég var með beint símasamband við löggimann og lét þá vita hvað væri að ske og hafði símann á lofti og strákarnir tóku ekki séns á að fara í mig með löggimann hlustandi á hvað ske myndi ef þeir réðust á mig.

Ég fylgdi þeim niður að bílnum og þegar að þangað var komið þá reyndu þeir að komast inní bílinn en ég stóð vörð um bílstjórahurðina uns lögreglan kom á staðinn.

Þá kom hið sanna í ljós!

Konan ÉG var einskis virði í þeirra augum og var réttdræp og það var þeim deginum ljósara að ég gat ekki átt þetta land því að KONA GAT EKKI ÁTT LAND!!!

Þeir voru lengi að reyna að útskýra þetta fyrir lögreglunni að ég væri ekki landeigandi því það væri bara ekki hægt!

Ég væri BARA KONA..........!

Ég á margar svona sögur,hef næstum verið keyrð niður í nokkur skipti af eggjaþjófum,verið kærð fyrir of mikinn straum á rafgirðingum og ég get lengi haldið svona áfram.

En núna er krían nánast þögnuð hér í Ásgarðinum og farin og vargurinn er að týna upp bæði lifandi og dauða unga og er þetta þá enn eitt sumarið sem að varpið gjöreyðileggs hjá kríunni.

Næsta sumar næ ég vonandi videói af henni blessaðri í ham niður á Vinkli,vonandi kemur hún aftur eitt árið enn.
Mig langar til að eiga myndir af kríugerinu með hljóðum áður en það verður of seint.



18.07.2010 12:52

Þrá Þristdóttir og Sylgjudóttir mættar

Erum símasambandslaus,tölvu og sjónvarpslaus og ég komin með pung að láni til að flytja ykkur fréttir úr Ásgarðinum.

Vonandi koma símakallar fljótlega að gera við línuna inní húsið sem er líklega í sundur útí bílskúr.

Von Ögra/Sylgjudóttir frá Ásgarði og Þrá Þrists/Manardóttir frá Ásgarði bakatil.

Ég skrapp uppí Borgarfjörð um daginn til þess að sækja tvær hryssur sem eru í eigu Röggu vinkonu en hún býr í Noregi og nú er ætlunin að gera eitthvað sniðugt varðandi hryssurnar hennar.
Okkur finnst alveg svakalega spennandi að setja fyl í Þristdótturina sem er sammæðra henni Rjúpu minni og er hún einnig litförótt einsog Rjúpan,bara annar grunnlitur en hann fékk hún í arf frá Þristi pabba sínum en það er einn af mínum uppáhaldslitum síðan að ég var barn.

Brúnsokkótt er geggjaður litur og ekki skemmir það að litförótti liturinn skín svo skemmtilega í gegn á þessum árstíma en á öðrum tíma getur hann verið ansi ljótur.

Aðallega þó þegar að þau eru að fara úr snemma á vorin en þá eru þau ekkert sérlega falleg þessi litföróttu.

En að merunum aftur,þær voru ekki alveg á því að yfirgefa Borgarfjörðinn sísvona en eftir dágóða stund voru þær báðar komnar um borð í kerruna og sú sem ég spáði að yrði erfiðari,var miklu stilltari og auðveldari uppá.
Svo snerist það við þegar að heim í Ásgarðinn var komið,sú sem var stilltari uppá ætlaði nú alsekki að yfirgefa kerruna hehehehe..........:)

En allt gekk þetta nú slysalaust fyrir sig og nú hefst undirbúningsvinna og fortamning við dömurnar en önnur þeirra er nú þegar farin að temja sjálfa sig og er kúnstugt að fylgjast með henni en hún þarf að skoða allt með munninum einsog lítið barn sem er að byrja að uppgötva veröldina.

Von að kenna sér að teymast:)

Stuttu síðar tók hún upp lónseringarbandið og gekk hálfan hring á staurnum með það hehehehe....:)
Sjáiði svipinn á Biskupnum!

Þrá Þristdóttir komin aftur heim.

Þristdóttirin er hinsvegar allt önnur týpa,styggari og meira vakandi fyrir því sem að er í kringum hana en svarar mjög vel þegar að hún er beðin um að gera eitthvað.

Er virkilega næm og nóg að rétt snerta hana þá víkur hún undan og svarar öllum ábendingum fljótt og vel.

Er fimmgangs og gangskil hrein og skörp.

Nú er það bara á næstu dögum að reyna aðeins Ingimarsaðferðina við þær í bland við Magga Lár aðferðina.
Ég fór með Hrók á námskeiðið "af frjálsum vilja" hjá Ingimari fyrir nokkrum árum og var það frábært námskeið.
Einnig fór ég á nokkur námskeið hjá Magga Lár og Svanhildi Halls sem hafa gert mikið fyrir mig og opnað margar skemmtilega gáttir inní sýn hestanna á okkur mannfólkinu.

18.07.2010 12:27

Hrókur kominn í merar 14 Júlí


Hrókur á leið niður á bakka:)

Það varð úr að Hrókur okkar fékk nokkrar sérvaldar hryssur til sín niður á bakka eða restina sem að kemst ekki að hjá Astró í ár.

Þrí..........stuðningur:) Hmmmm.........:)

Nóg að gera hjá báðum hestum,þó hefur Astró kallinn vinninginn enda ekki bara að sinna hryssum heldur er hann einnig í þjálfun fyrir mót og erum við að missa hann frá okkur héðan úr Ásgarðinum en það hefur verið mikið gaman að hafa þennan höfðingja hér í hryssum og leitun að svona geðslagi einsog þessi stóðhestur er með.
Hryssurnar hafa verið alveg ofboðslega hrifnar af klárnum,svo hrifnar að ég var að grípa inní og tína þær sumar fram og tilbaka úr hólfinu hjá honum svo aðgangsharðar eru þær í klárinn.

Ekki hefur pestin dregið úr þeim áhugann en hér eru allir hættir að hósta og kominn fiðringur í mann að skreppa aðeins á bak.

11.07.2010 11:44

Heyskapur byrjaður

Við erum byrjuð í heyskap og fyrsta túnið ætti að vera búið að rúlla og pakka en veðurguðirnir sáu svo um að það yrði ekki hægt með því að senda okkur rigningu í heyið á síðustu metrunum.
Nú það fór einnig lega í rúlluvélinni þannig að þessu var sjálfhætt en í dag á að klára.

Byggið frá Svani í Dalsmynni er að verða tilbúið til þreskingar hnéhnéhné.....:)

Nei.............:)Bannað að plata ykkur svona en þetta eru "barnabörnin" frá Svani sem tókst að forðast gráðuga kanínukjafta og enduðu í kanínuskítahaugnum og dafna þar vel.

Mikið ofboðlega eru þetta fallegar plöntur!

Ég arkaði út með cameruna í gær og fyrradag og nú skildi sko taka myndir af hrossum og öðru skemmtilegu hér á bæ.

Astró er samviskusamlega að fylla á dömurnar sínar á milli þess sem að hann er í léttu trimmi hjá eigendum sínum.

Hann er frískur einsog önnur hross hér á bæ en flensan hefur farið mildum höndum í gegnum stóðið og ekki hefur sést mikið rennandi úr nösum á hrossum nema rétt glært og svo smá hvítt á innanverðum nasaholunum og svo auðvitað hafa þau hóstað en þá aðalega þegar að þau hafa verið búin að hlaupa um og stoppa svo og þá hefur maður heyrt þau hósta.

Toppa gamla sem er að nálgast þrítugsaldurinn er sú eina sem er með þungan barkarhósta ef að hún hreyfir sig en sú gamla er alveg sílspikuð og lítur vel út.

En það fer nú að líða að því að tekin verði gröf fyrir þá gömlu en eitthvað er verið að draga þetta enda ekki skemmtilegt að kveðja hross sem hefur verið hér til í svona mörg ár og er eitt af þessum hrossum sem maður ber virðingu fyrir og þykir vænt um.

Sem ætti að segja manni það að sýna henni tilhlýðilega virðingu og leyfa henni að fara á meðan hún lítur svona vel út og er hraust.

Miklu skemmtilegra að muna hana svona feita og fína á síðustu metrunum heldur að að geyma það og enda svo kannski í leiðindum en svona gömul hross geta hreinlega hrunið saman á örskömmum tíma og hálf veslast upp.

Talandi um gamlar hefðardömur þá var Hrókur með eina slíka hjá sér í fyrra en hún Storka 22 vetra kom til hans í fyrrsumar og fyljaði klárinn hana strax en Storka hefur aldrei átt folald áður og í vor kom svo rauðstjörnóttur strákur í heiminn og sýndi ömmu í Ásgarðinum hvað hann getur þegar að hann kom hingað í gær með mömmu sinni sem var að koma undir stóðhest.

Vanda sig...........amma er að horfa á!

Váli og Forseti hefðu mátt taka litla bróðir til fyrirmyndar en þeir fóru bara um á fíflagangi þegar að ég reyndi að mynda þá.

Hrókur er í atvinnubótavinnu í sumar og er hálfatvinnulaus og er ekki sáttur við að hafa svona lítið að gera.


Segist geta gert miklu meira bara ef að hann fái tækifæri til þess.

Það er svo mikið og gott framboð af stóðhestum í landinu sem er bara frábært enda 2007 árgerðin að spreyta sig í merum í sumar og ætla má að þar séu á ferðinni margar vonarstjörnur með flotta feður á bakvið sig en 2007 áttu allir skyndilega pening til að halda undir alla þá dýrustu.

Mikið verður það spennandi að sjá þennan árgang mæta í kynbótabrautina næsta vor.

Hrókur verður heima í merum í sumar og það eru laus 2 pláss undir hann.
Tollurinn kostar 30.000-með öllu og þetta "allt" er girðingargjald,frábært eftirlit,rennandi vatn í kar,saltsteinar+steinefni og vítamínfata verður í hólfinu eftir þörfum.
Sónar ekki innifalinn og þurfa eigendur að sjá um það sjálfir.


Hrókur er að gefa fín reiðhross sem yfirleitt allir geta farið á bak,þau fara rólega af stað í tamningu en viljinn kemur hægt og sígandi.
Altaf gott þegar að knapi og hestur geta þróast saman í rólegheitum og vaxið saman í getu og finnst mér gömlu gigtveiku konunni þetta frábær kostur enda löngu hætt að berjast við sjónhrædd og hvik hross.

Þetta eru engar púðurtunnur í reið en komast nú samt alveg áfram og eru fyrstu og elstu árgangarnir hans Hróks farin að sjást í léttari keppnum útí Þýskalandi og eigendur þar í hæðstu hæðum yfir geðslaginu í þeim.

Ef áhugi er á tolli undir Hróksa þá er ykkur velkomið að sendið mér línu á ransy66@gmail.com eða hringið í síma 869-8192.

07.07.2010 01:04

Montin kjellan.....:)


Össssss...................!Maður á ekki að monta sig EN.................:)

Ég ætla nú samt að gera það en ég var að kíkja inná mest skoðuðu síðurnar hjá 123.is og rak þá augun í að Ásgarðssíðan okkar er komin uppí 6 sæti á listanum þar og er það einnig í fyrsta sinn sem að Ásgarður skoppar yfir Álfhólasíðunni hjá vinkonu minni henni Söru og er nú hennar síða gríðarlega vinsæl á veraldarvefnum:)

Gaman að fá svona marga inn í heimsókn en í gær kíktu inn hjá mér 350 tölvur víðsvegar að um heiminn og einnig er ég með Analytics í gegnum google en þar sé ég hvaðan úr heiminum ég fæ heimsóknir og er þetta listinn þaðan með þeim 25 löndum sem kíkja á síðuna hjá mér:

Grænu löndin eru þau sem hafa heimsótt síðuna.

Hér eru þau lönd sem eru að kíkja í heimsókn.

Ég fæ töluverðann póst hvaðanæva úr heiminum og þá aðallega vegna hestasölu og þá vil ég minna þá sem eiga hross inná sölusíðunni hjá mér að láta vita af því ef að hross eru seld eða þarf að uppfæra verð og annað.Eins er frábært að fá nýjar myndir af hrossum sem þar eru.

Ég er búin að fá margar beiðnir um að setja inn hross á sölusíðuna og geri það helst fyrir fólk sem ég þekki og treysti og veit svona cirka hvernig hross það er með.

Fljótlega koma inn mörg ný hross en ég verð að fara að taka mig taki og vinna í þeim málum sem allra fyrst.

06.07.2010 02:05

Astró á tali við Toppu


Hvað segirðu gott í dag Toppa mín?

Kenndi þér enginn að tala ekki með fullan munninn af grasi drengur?

Hva.....:)Gleymdirðu að taka lyfin þín inn Toppa....?Róa sig gamla mín:)!

Ég gæti auðveldlega verið langamma þín svo vertu ekki að gera þig breiðann góurinn........hnussss!

Blessuð frú Toppa......sé þig vonandi í betra stuði á morgun gamla:)

01.07.2010 16:10

Freisting köstuð 1 Júlí


"SMÁ" mistök við kyngreininguna á þessum flotta grip,haldiði ekki að það hafi dinglað dingaling undir honum!emoticon
En hann er stórglæsilegur og er á leið á sölulistann.
This great looking stallion foal is for sale:)
Further info
ransy66@gmail.com

Í nótt kastaði Freisting Astróafkvæmi og dúddamía................!!!
Og það er skjótt,þetta er hennar fyrsta skjótta folald en hún hefur einungis gefið brún eða svört folöld með Hrók.

Þá eru öll Astró folöldin komin í heimin og erum við afar ánægð með þau.
Ég legg ekki í að fara út með cameruna í þetta veður en mynd kemur um leið og færi gefst á að kyngreina og skoða þessar fallegu skjónur á gripnum.Eitthvað hefur Astró vandað sig þegar að hann "málaði" andlitið á folaldinu sýnist mér í kíkinum:)
Spennó!


Viðbót:
Kallinn náði að lyfta taglinu og undir því var lítil slaufa fyrir neðan stjörnuna:)
Þannig að kallinn er búinn að eignast þarna stórglæsilega hryssu sem hann ætlar að eiga.

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280642
Samtals gestir: 32698
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:44:56