Heimasíða Ásgarðs |
||
Færslur: 2009 Ágúst29.08.2009 00:00Gamlir tímar rifjaðir uppÉg var að skanna inn gamlar hestamyndir frá því í den og þá datt mér í hug að leyfa ykkur að njóta þeirra líka með mér. Einn fulltaminn hest var ég einnig með,hann Fork sem er hreinræktaður Hornfirðingur svona til að komast klakklaust yfir ár og annað slíkt. Reyndar eru þetta nú engar ár var mér sagt sama hvernig ég skríkti og hélt mér í hnakknefið! Vanir hestamenn fyrir austan sögðu þetta vera læki. Fuss og svei..................Þetta voru sko stórfljót í mínum augum! Ein hryssan í ferðinni er seld fyrir löngu og í dag þætti mér nú gott að eiga hana til í stóðinu mínu. Það er hún Glódís frá Drangshlíð undan einum hæðst dæmda Náttfarasyninum sem seldur var út snemma. Ég seldi hana til Sandgerðis,frétti svo af henni inní Hátúni við Víðidalinn og þaðan var hún seld gömlum hjónum ásamt brúnum hesti og tveimur hnökkum eitthvað uppí Borgarfjörð. Þessi gömlu hjón voru að byrja uppá nýtt í hestamennskunni og tel ég að þau hafi nú ekki farið oft á bak þeim brúna því hann var hvorki fyrir börn né gamalmenni. Glódís hefur líklega ekki hentað þeim heldur eftir vesen sem hún lenti í. Ef einhver les þessar línur og getur frætt mig um hvar Glódís er niðurkomin í dag þá þætti mér vænt um að vita hvað hafi orðið af henni blessaðri. Nú hún Skjóna mín (4 vetra) var líka í þessari ferð og lánaði ég hana undir 6 ára dömu og fór krakkinn varla af henni enda voru þær flottar saman. Nú Biskupinn var nú ekki heldur ekki nema 4 vetra einsog Skjóna og skellti ég Helgu Björk á hann einn legg og voru þau flott par. Ég hafði nefnilega aldrei fengið að sjá klárinn undir fyrr. Hún var algjört stýri í hnakknum og sá varla framfyrir sig á yfirferðinni. Djö..................voru þau flott saman:)! Enda fékk ég feitt tilboð í klárinn eftir þennan dag sem ég hafnaði. Biskupinn fer aldrei að heimann enda gersemi að sitja á. Orðinn samt gamall og vitlaus í dag en ég á margar frábærar minningar um hann. Eina hryssu enn átti ég í ferðinni en það var hún Heilladís frá Galtanesi. Helgi hjá Helluskeifum var með hana og var mikið hrifinn af henni. Hann fékk hana lánaða í 1 ár en þau urðu 4 og varð ég að slíta hana útúr höndunum á honum í restina Hann á í dag risastórann og flottan reiðhest undan henni og Morgni frá Feti þannig að hann getur verið ánægður. Ussssssss.....................ég verð að halda áfram að skanna inn myndir og senda þangað sem þær eiga að fara!!!! Vona að þið hafið haft gaman af þessari frásögn frá því í "gamla" daga þegar að ég var ung/yngri Skrifað af Ransý 24.08.2009 13:28Flott höfuðleður frá Önnu í Þýskalandi
Skrifað af Ransý 22.08.2009 01:16"Stolinn sopi":)
Skrifað af Ransý 20.08.2009 00:43Frábær dagur
Skrifað af Ransý 18.08.2009 17:18Gæðingur eða trunta?
Skamm skamm................. á mig. Ég hef svosem haft í nógu að snúast undanfarna daga. Hingað streyma útlendingar af öllum stærðum og gerðum í leit að draumahestinum og reyni ég að leiðbeina þeim eftir bestu getu og hjálpa þeim að finna sér hest við hæfi. Úrvalið er nú svosem ekkert mikið finnst mér þessa dagana enda seldist vel í fyrra af hrossum og frameftir. Nú svo voru margir sem tóku vel til í stóðunum hjá sér síðastliðið haust og það er ég ánægð með. Það er víst alveg jafn dýrt að fóðra truntu einsog gæðing. Talandi um truntur og gæðinga þá vil ég meina að trunta geti verið gullfalleg á bás en ekki viðlit að koma hnakk á hana hvað þá knapa. Búin að eiga svoleiðis truntu og það meira að segja í flottum lit þannig að ég er búin að fara í gegnum þann pakkann. Það er alveg nauðsynlegt hverjum hestamanni að eignast slíka truntu og það helst sem fyrst svo hægt sé að spara bæði tíma og peninga og hafa meira gaman í framtíðinni. Svona helv...............truntur eru bráðnauðsynlegar til þess að maður kynnist því hvað maður vill EKKI! Nú eða forðast það að rækta svoleiðis gripi. Gæðingurinn getur hinsvegar verið bæði lítill og ljótur inná bás en vaknað við það að fá hnakkinn á sig og knapa í ofanálag. Ég átti slíkann gæðing og á enn en sú skepna sem ég hef mest skammast mín fyrir sem trippi (útlitslega séð) var ein af mínum bestu reiðhrossum. Alveg einsog skeytt saman úr sláturafgöngum blessuð skepnan því byggingarlega séð eru hlutföllin alveg herfileg. Stuttur háls,langt bak,stutt lend og bollþung er hún blessunin. En hæfileikarnir ótvíræðir,ofboðsleg yfirferð á tölti með frábærri fótlyftu,brokkið alveg úrval og stökkkrafturinn ógurlegur! Ég man ekki eftir því að hún hafi verið tamin enda sjálftamin blessunin og hægt að setja alla á bak henni. Einu má ég ekki gleyma sem ég met mikils í fari þessarar hryssu en það er hversu fótviss hún er. Nú er hún komin í ræktun og kann ég vel að meta hana í dag eftir kynnin við hana sem alhliða reiðhross og ég tala nú ekki um öll ferðalögin sem við fórum í. Bíddu við...........................? Ég ætlaði nú ekki að tala um mig heldur alla útlendingana sem eru að leita sér að hesti og koma spenntir hingað með vonarglampa í augum. Eigum við ekki að reyna að hafa pínulítið vit í kollinum og hjálpast að,við öll sem erum að selja hross og leiðbeina væntalegum kaupendum til þeirra sem eru með góða gripi og eru heiðarlegir í viðskiptum. Ég hef ekkert selt í lengri tíma núna enda bara með ungviði og allt sem var reiðfært og eldra er farið og fór síðastliðið haust. Ég er svo heppin að hafa haft vit á því að lýsa hverjum grip eins heiðarlega og hægt er enda er megnið af þeim útlendingum sem hafa komið hingað undanfarna daga ánægðir kaupendur frá því í fyrra. Ég er ekkert smá ánægð að allt þetta fólk skuli hafa samband aftur og vilja kaupa fleiri hross og finna að það treystir manni til að hjálpa sér. Ef þú veist um sölu/heimasíður hjá fólki sem er að selja hross og hefur að leiðarljósi að hjálpa væntanlegum kaupanda að finna draumahrossið endilega láttu mig vita svo ég geti leiðbeint fólki áfram. Við erum að tala um fólk með mikla reynslu og traust orð á sér. Skrifað af Ransý 10.08.2009 14:30Þægur og góður reiðhestur til sölu
Hefur verið notaður sem smalahestur og er margreyndur sem slíkur í Víðidalstungurétt og hefur hann staðið sig afbragðvel. Einnig notaður sem reiðskólahestur í Gusti í Kópavogi. Hann teymist vel og gott er að hengja utaná hann trippi og gott að teyma á honum. Þetta er hest týpa sem ætti að vera til í flestum hesthúsum. Allir geta riðið þessum hesti og fer hann vel með knapann. Frekari upplýsingar eru hjá Val í síma 895-5300. Skrifað af Ransý 07.08.2009 18:52Vindótt/litförótt stóðhestefni?
Skrifað af Ransý 05.08.2009 01:27Loksins fór að rigna!Loksins fór að rigna á okkur en haustbeitin er stórskemmd vegna þurrka.Hrossin éta ekki sölnað grasið heldur rölta á milli grænna bletta og naga þá frekar en hitt. Skrifað af Ransý
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is