Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2013 Október

01.10.2013 23:07

Vinna vinna veikindi....


Busla með beinið sitt fína.

Samantekt síðustu daga er vinna vinna vinna og svo urðum við hálflasin en ég held að við höfum farið framúr okkur en það er mikið búið og heyskap lokið og allar heyrúllurnar komnar heim í stæðu.


Þau lömb sem fóru í SS voru að stæðstum hluta þrílembingar sem dró niður vigtina þrátt fyrir að þau væru alin upp hér heima undir eftirliti á sérábornum haga.
Lömbin sem koma úr sumarhólfinu okkar eru nokkuð góð og hef ég heyrt fínar tölur hjá þeim sem eru búnir að slátra en velflestar tölur eru lakari samt en í fyrra.Við höfum verið mjög dugleg að kaupa áburð og láta bera á hólfið og beit er þar góð.
Við ætlum aðeins að fjölga en það voru settar á 3 fallegar gimbrar vel stigaðar og vænar.Einn lambhrútur Stóri Stubbur fær að lifa,ágætlega stigaður stubbur og fallegur.
Nú svo er kallinn búinn að festa sér flottan hátt dæmdann lambhrút hjá einum besta fjárræktanda í Grindavík.
Kanski maður fái hann lánaðann á nokkrar eðalkindur í Desember,verð að biðja hann fallega:)

Svo koma inn 7 nýjar tvævetlur sem bera í fyrsta sinn næsta vor og verður gaman að vita hvort maður hafi ekki gert rétt með því að halda þeim frá hrút fyrsta árið.
Í það minnsta eru þær stórar og flottar og eru tvær af þeim í algjöru uppáhaldi hjá mér en það eru þær Frekja og systir hennar sem að voru hvað styggastar um veturinn og sneru svo alltíeinu við blaðinu þegar að ég ætlaði að fara að merkja við þær í fjárvís "fella næsta haust".Núna koma þær labbandi að mér útí haganum og sníkja klapp á kinn með því að snerta mig laust með snoppunni:)

Hænufréttir

Flokkaði Ameríkanana úr ungabúrinu í dag þannig að núna eru bara Íslendingar og Kínverjar saman enda eiga þeir betur saman skaplega séð og eru ekki eins mildir og hrekklausir og Ameríkaninn sem að ekki gerir flugu mein.
Núna þarf ég að skoða íslendingana og kínverjana betur og kyngreina eftir bestu getu en það eru tveir kaupendur að bíða eftir því að get sótt sína fugla.

Hrossafréttir

Hrossin eru í hausthögunum sínum að fitna og verða glansandi flott.Máni er farinn til síns heima til Þýskalands.
Tveiri tittir eru í frumvinnu hér en það eru þeir Lúxus Astrósonur og Nói Válasonur.
Hrók tók ég úr merunum um daginn og er hann kominn í rúllu með vinkonu sinni henni Þrá Þristdóttur.


Buslufréttir

Buslan er hin hressasta og vill ólm koma með á rúntinn og er fljót að hafa veður af því þegar að maður fer að taka sig til í vinnugallann.Hinsvegar ef maður fer í betri fötin þá verður hún álút og eftir því sem fötin verða fínni þeim mun aumlegri verður hún enda veit hún að betri föt og fínni föt geta auðvellega þýtt það að hún verði að bíða heima.
Hún er alltaf að sýna það betur og betur hversu skynug hún er á okkur mannfólkið og hún skilur ansi mikið það sem okkur fer á milli.Enda orðin 14 og hálfs árs þessi elska.

Í dag hljóp heldur betur á snærið hjá henni þegar að hún fékk nýtt bein úr nautshúð.Það er ekki sama hvaða tegund hún fær en hún fúlsar við stóru beinunum með hnútunum á endunum en vill þessa tegund.
Fyrirsæta dagsins er:
Buslan í dag að naga beinið sitt:)  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 735
Gestir í dag: 159
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208420
Samtals gestir: 23184
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 14:35:33