Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2012 Mars

14.03.2012 11:08

Busla orðin 13 ára í dag eða 91 ára hefðardama:)


Ég ætla að tileinka henni Buslu minni þetta blogg því hún á afmæli í dag og er orðin 13 ára:)

Busla kom í heiminn þann 14 Mars 1999 og er undan Töru og Lubba.

Ég valdi hana úr gotinu vegna skapgerðar en hún var rólyndur hvolpur en sýndi góða takta þegar að hún var að tuskast við systkini sín eða leikföng sem hún þurfti að "drepa".

Okkur vantaði duglegann minkaveiðihund því hér var allt vaðandi í mink og fuglalífið beið mikið tjón af honum.

Tara mamma hennar var þvílíkur snillingur að reka þá heim og halda í horni þartil hún fékk aðstoð.
Ekki gat hún ráðið ein við minkinn þannig að Busla fékk það verðuga verkefni að verða okkar fyrsti almennilegi minkaveiðihundur og "þjálfaði" Tara mamma hennar sjálf hvolpana við fyrstu skrefin með því að finna gamla skinndruslu af mink og láta hvolpana hafa til að leika sér að.

Busla var ekki nema örfárra vikna (innan við 8 vikna) þegar að hún fékk skinnið og ég horfði uppá það þegar að hún missti sig gjörsamlega í hörkuslag við bróður sinn yfir skinninu góða og beit hún hann á háls og hann hana í hliðina og héngu þau föst þannig saman þartil ég tók þau upp (við erum að tala um smáhvolpa!) og losaði þau í sundur en bæði voru blinduð af illsku!

Bróðir hennar var með einhverskonar kúlu eða þykkildi á hálsinum eftir þetta og því miður þá var hann ranglega greindur með stækkaðan skjaldkirtil og aflífaður löngu eftir að hann fór frá okkur.

Busla er með stórt ör á hliðinni eftir þessi læti en beið ekki frekari tjóns á þessum slagsmálum.

Það er rosa harka í þessum hundum en þeir eru blíðir og góðir við manninn en umpólast í mink og þá þekkir maður þá ekki fyrir söma hundana.

Busla hefur td aldrei á sinni ævi sýnt nokkrum tennurnar eða urrað á nokkurn mann og börn hafa alltaf verið vinir hennar en við óvita vill hún helst ekki vera ein nærri eftir að lítið barn náði að lemja í hausinn á henni með skeifu.

Eftir það atvik verður hún óörugg og biður mig alltaf um hjálp ef henni líst ekki á lætin og kem ég henni þá bara í öruggt skjól.

Enda eru hundar ekki leikföng fyrir börn og yfirleitt er það vegna afskiptaleysis/hugsunarleysis eigenda sem að hundurinn ver sig með því að glefsa og hundinum kennt um allt en nú er ég komin útá hála braut.

Busla er búin að hreinsa hér upp mink ásamt Töru mömmu sinni og eftir að hún fór að taka til hér í kring þá hefur td Æðarfuglinum fjölgað og ekki bara hér hjá okkur heldur á örðum bæjum þarsem fugl hafði ekki orpið í mörg ár en byrjaði svo aftur þegar að tíkurnar voru búnar að útrýma að mestu minknum á milli Sandgerðis og Garðaskagavita.

Busla átti 2 got hjá okkur og það fyrsta var með Gúlla sem er hreinræktaður FoxTerrier og úr því goti valdi ég hana Skvettu.

Seinna gotið var með honum Kubb sem var Terrier blendingur í Norðurkoti og alveg hörkuminkaveiðihundur.

Úr því goti valdi ég hana Súsý litlu:)

Busla er búin að standa sig mikið vel sem minkaveiðitík og heimilishundur því maður veit eki af henni inná heimili.
Hún sefur 24/7 ef ekkert er að ske.

Hún er búin að eiga góða daga og slæma daga.

Eitt árið fótbrotanði hún illa og átti mikið bágt en stóð sig samt einsog hetja.
Illa gekk að koma saman brotonu en með hjálp góðra dýralækna þá á endanum varð fóturinn það þokkalegur að hún hefur nokkur not af honum í dag í það minnsta til að nota hann við labb og klóra sér:)


04.03.2012 16:52

Kindurnar rúnar á ofurhraðaVið vorum svo lukkuleg að fá þá Hjalta og Stebba alla leið hingað í Ásgarðinn til að taka af kindunum.

Þeir voru svo snöggir að rýja kindurnar að ég missti af því að komast útí hús með cameruna þannig að ég varð að fá að elta þá á næstu bæi.

Við vorum reyndar að leiðsegja þeim á Flankastaðina en þangað er alltaf gaman að koma:)

Falleg gimbur á Flankastöðum.
Þennan lit væri nú gaman að fá í fjárhúsið einhvern daginn:)


Geithafurinn á Arnarhól

Nú svo kíktum við líka á Arnarhól en þar eru geitur og ein þeirra sjónvarpstjarna úr Áramótaskaupinu 2011.

Jóhanna úr Áramótaskaupinu:)


Blesa gamla á Arnarhól ein besta kindin þar:)

Hún Blesa kemur altaf til mín uppí sumarhólfinu og þiggur brauð hjá mér með mínum kindum.


Gullfalleg Blesudóttir

Og það kom að því að ullin varð aftur að verðmætum.

Mér hefur reiknast það til að kindin sé farin að skila lyfjakostnaðinum tilbaka í ull þ.e.a.s ef að ekkert stórkostlegt skeður þannig að það þurfi að kalla til dýralækni.


En ekkert má útaf bregða svo að sú innkoma sé farin útá hafsauga og stundum furðar maður sig á því hversvegna maður sé að þessu kindabrölti yfir höfuð.

En þarsem þetta er gaman og maður hefur glænýtt kjet í kistuna á hverju ári þá heldur maður áfram:)


03.03.2012 10:13

Kóngur,Hrímnir og Lúna á leið útí heim


Kóngur frá Ásgarði
Þá eru fyrstu útflutningshrossin á þessu ári að fara á morgun frá okkur og mikið stress var í gangi á kjellunni í gær að redda öllu í kringum það.

Ætlaði alveg að fara á límingunum en auðvitað reddast þetta allt saman.

Hrímnir frá Ásgarði
Þær eru svo yndislegar stelpurnar hjá horseexport.is þær Krissa og Tóta að það sem mér finnst vera óleysanlegt vandamál blása þær nú bara á.

Öllu reddað í einu símtali og ég orðin hin rólegasta:)

Lúna frá Ásgarði

Óþekktarsprelligosarnir fyrir nokkrum dögum síðan.

Ég var að baksa við að ná inn stóðhestunum og geldingunum í gærkveldi og varaði mig ekki á veðurspánni en veðrið var gjörsamlega snarvitlaust og ég réði ekki neitt við neitt.


Þeir hlupu bara í skjólið upp við rúllustæðurnar og aftur tilbaka í rúlluna sína þartil ég varð arfavitlaus og hringdi í kallinn og bað hann um að koma með hana Súsý litlu Busludóttir.

Súsý og Skvetta á góðri stundu.

Hún kom sú stutta og Skvetta stóra systir hennar sem kann nú ekkert að smala en eltir og þykist vera að gera gagn.

Hrossin endasentust í hringi og ég á eftir haugblaut og gleraugun komin ofaní vasa,hvinurinn í veðrinu var rosalegur og varð ég bara að vona að tíkin væri að gera sitt gagn en ég hvorki heyrði né sá lengur hvað var að ske fyrir veðri og myrkri.

Svo loksin römbuðu hrossin á hliðið og inní rétt og ég náði að loka og koma þeim inní  hesthúsið.

Ég hefði aldrei náð þeim ef að Súsý litla hefði ekki komið og hjálpað mér.

Skvetta kom innúr veðrinu og settist inní hundakassann til Buslu mömmu (hún fer sko ekki útí svona veður ótilneydd:)en engin Súsý kom.

Ég gerði það sem ég þurfti að gera í hesthúsinu og af og til kallaði ég útí veðrið skjólmegin en þorði ekki að opna hurðina áveðurs til að tapa ekki þakinu af húsinu!

Engin lítil Súsý kom og ég komin með fyrir hjartað og farin að hugsa til björgunarsveitarinnar með stóru ljóskastarana sína.

Skildi hún vera liggjandi útí óveðrinu rotuð í haganum eftir hrossin!

Ég æddi út í veðrið eina ferðina enn og kallaði og leitaði og á endanum fór ég heim orðin haugblaut innað skinni.

Þegar að ég nálgaðist bílskúrinn sá ég hana koma haltrandi á móti mér meidd á framfæti,sú hefur verið búin að gráta við hurðina blessuð skepnan í kolvitlausu veðrinu.

Í dag tillir hún fætinum niður og er öll að koma til.

Sem betur fer er hún óbrotin.
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 169
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213957
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 04:10:42