Heimasíða Ásgarðs

03.03.2012 10:13

Kóngur,Hrímnir og Lúna á leið útí heim


Kóngur frá Ásgarði
Þá eru fyrstu útflutningshrossin á þessu ári að fara á morgun frá okkur og mikið stress var í gangi á kjellunni í gær að redda öllu í kringum það.

Ætlaði alveg að fara á límingunum en auðvitað reddast þetta allt saman.

Hrímnir frá Ásgarði
Þær eru svo yndislegar stelpurnar hjá horseexport.is þær Krissa og Tóta að það sem mér finnst vera óleysanlegt vandamál blása þær nú bara á.

Öllu reddað í einu símtali og ég orðin hin rólegasta:)

Lúna frá Ásgarði

Óþekktarsprelligosarnir fyrir nokkrum dögum síðan.

Ég var að baksa við að ná inn stóðhestunum og geldingunum í gærkveldi og varaði mig ekki á veðurspánni en veðrið var gjörsamlega snarvitlaust og ég réði ekki neitt við neitt.


Þeir hlupu bara í skjólið upp við rúllustæðurnar og aftur tilbaka í rúlluna sína þartil ég varð arfavitlaus og hringdi í kallinn og bað hann um að koma með hana Súsý litlu Busludóttir.

Súsý og Skvetta á góðri stundu.

Hún kom sú stutta og Skvetta stóra systir hennar sem kann nú ekkert að smala en eltir og þykist vera að gera gagn.

Hrossin endasentust í hringi og ég á eftir haugblaut og gleraugun komin ofaní vasa,hvinurinn í veðrinu var rosalegur og varð ég bara að vona að tíkin væri að gera sitt gagn en ég hvorki heyrði né sá lengur hvað var að ske fyrir veðri og myrkri.

Svo loksin römbuðu hrossin á hliðið og inní rétt og ég náði að loka og koma þeim inní  hesthúsið.

Ég hefði aldrei náð þeim ef að Súsý litla hefði ekki komið og hjálpað mér.

Skvetta kom innúr veðrinu og settist inní hundakassann til Buslu mömmu (hún fer sko ekki útí svona veður ótilneydd:)en engin Súsý kom.

Ég gerði það sem ég þurfti að gera í hesthúsinu og af og til kallaði ég útí veðrið skjólmegin en þorði ekki að opna hurðina áveðurs til að tapa ekki þakinu af húsinu!

Engin lítil Súsý kom og ég komin með fyrir hjartað og farin að hugsa til björgunarsveitarinnar með stóru ljóskastarana sína.

Skildi hún vera liggjandi útí óveðrinu rotuð í haganum eftir hrossin!

Ég æddi út í veðrið eina ferðina enn og kallaði og leitaði og á endanum fór ég heim orðin haugblaut innað skinni.

Þegar að ég nálgaðist bílskúrinn sá ég hana koma haltrandi á móti mér meidd á framfæti,sú hefur verið búin að gráta við hurðina blessuð skepnan í kolvitlausu veðrinu.

Í dag tillir hún fætinum niður og er öll að koma til.

Sem betur fer er hún óbrotin.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 181
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 294948
Samtals gestir: 33852
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 13:32:29