Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2009 September

26.09.2009 19:32

Matarlegar kvinnur

Já" gott fólk emoticon !

Hér í Ásgarðinum erum við búin að eyða síðustu dögum í að ganga frá kjöti fyrir veturinn.
Þvílík blessun að eiga ofaní sig mat og góðar frystikistur undir matinn.
Og þarsem ég er algjör dellumanneskja þegar að frágangi matvæla kemur og eyddi tíma mínum og aurum í að græja mig upp á meðan aðrir eyddu sínum tíma í annað fyrir kreppuna kemur sér vel núna.

Eftir að ég var búin að flokka,pakka og ganga frá lömbunum í viðeigandi umbúðir þá var næst að úrbeina gömlurnar.


Með Flanka afa (lambanna:) á svuntunni.

Ég var sko ekki ein um þessa vinnu í ár því ég er svo heppin að hafa haft hér í vikutíma tvær hörkuduglegar þýskar dömur í heimsókn.
Það er sko ekki pjattið hjá þeim heldur skelltu þær sér í að úrbeina og ganga frá kjötinu með mér.



Kirsten að úrbeina.



Anneke að úrbeina.



Varla arða af fitu svo vel var kjötið unnið fyrir hökkun.

Nú ekki lá hún á liði sínu hún Busla gamla og úrbeinaði hún góðan slatta en af augljóslegum ástæðum fór það kjöt ekki saman við hakkið hjá okkur emoticon .




Buslan var dugleg að "hjálpa".

Næst var að hakka og nú kom gamli góði Hobartinn að góðum notum.



Kirsten góð á Hobartinum.

Og í gær bjó ég til hátt í 50 hamborgara og í dag var þeim pakkað í fínu Vacum pökkunarvélinni sem er alveg að gera sig.

Þannig að nú á maður holla hamborgara og það þýðir ekkert að vera að sulla sósum á þá heldur bara káli,tómötum og gúrku emoticon .

21.09.2009 20:06

Smal og Busla í dekri


Þá eru göngur í algleymingi....................ég hef aldrei getað skilið þetta orð algleymingi.
Mér hefur alltaf fundist það þýða að eitthvað sé alveg gleymt.
Eruð þið ekki sammála mér???

En nú er komið að því að þusa svolítið áfram um réttir og annað tengt.
Vinir mínir í Grindavík voru að smala fé sínu til rétta núna nýliðna helgi og fengu sem betur fer þokkalegt veður.

Féð kom fallegt af fjalli og lömbin mörg hver væn og sælleg.
Það var mikið gaman að sjá aftur suma þrí og fjórlembingana hennar vinkonu minnar á Hrauni.

Svaðalegir boltar og hlakkar mig til að sjá vigtartölurnar í vikulokin:)


Trölli að hvíla lúin bein eftir allt labbið.

Hér er einn fjórlembingurinn hann Trölli sem fékk líf enda bráðhuggulegur hrútur.

En það er er aðeins eitt sem ég gat ekki skilið þarna við réttina?

Hvernig í ósköpunum datt þeim hjá Grindarvíkurbæ að auglýsa þennan viðburð í sjónvarpinu!

Sko.............ég meina að það er alltaf gaman fyrir fólk að koma og sjá EN þetta var mannhaf og bílar útum allt!

Hvernig í ösköpunum fóru fjáreigendur að því að draga og koma bílum og kerrum að?

Nú svo voru í almenningnum stálpaðir krakkar sem enginn vissi deili á og voru að hanga í ullinni og hossast á lömbunum að gamni sínu!
Urrrrrrrrr....................Ég bara þoli ekki svona hegðun!

Væri ekki miklu sniðugra fyrir Grindarvíkurbæ að panta Tívolí fyrir þetta fólk sem þarfnast svona sárlega skemmtunar?

Nú líður mér mun betur eftir að koma þessu frá mér:)

Busla fékk sko dekurdag í gær enda veitti henni ekki af.

Hún er af og til að stelast niður á bakka þegar að ég er að skoða hrossin niður á túni og sú gamla þykist vita af mink þar.

Það er nú reyndar alveg rétt hjá henni og við æddum niður úr um daginn með hinar 3 tíkurnar henni til aðstoðar en við hefðum þurft stórar vinnuvélar til að ná kvikindu út úr sjóvarnargarðinum.

Busla verður bara skítugri og skítugri í þessari iðju sinni og þarsem hún er orðin alltof loðin þá var pöntuð snyrting á dömuna.
Þetta átti nú bara að vera svona sveitaklipping,aðalega svo að tíkinni liði betur.

Loðin og lubbaleg í snyrtingu.

Nú svo í gær mættu hér systur og Buslan fékk bað,blástur,klippingu og í lokin fékk hún sérstakt hundanudd.

Hún var alveg einsog dáleidd eftir alla þessa meðhöndlun og svaf á sínu græna langt frammá morgun emoticon .

Ný snyrt og í nuddi alsæl á svip.....dekurdolla emoticon .

Rosalega eru þessar dömur færar sem komu hingað heim með snyrtiborð og allar græjur með sér emoticon .
Ef einhvern vantar snyrtingu á hundinn sinn eða kisuna þá eru systurnar í þessu númeri Gsm 8666386.Þær eru mjög færar á sínu sviði og kunna vel til verka enda margverðlaunaðar fyrir klippingar á sýningardýrum.

Við Busla þökkum kærlega fyrir frábæra þjónustu.

15.09.2009 14:11

Smal og kindaþukl


Smalamyndir Valgerður

Ég steingleymdi að segja ykkur frá því að við vorum líklega fyrst til að smala og rétta í haust enda erum við bara 3 aðilar í þessu hólfi og það ekki stórt.

Sjonni á Blesa sínum.

En samt sem áður tók það tímann að smala hólfið en það átti að gera á hestum ásamt gangandi fólki og mæting var á milli 17:30 og 18:00.

Einn snillingurinn ákvað að senda mann uppá sitt einsdæmi á undan áætluðum tíma og sá fór inní hólfið á fjórhjóli og tætti af stað féð og kom með stærsta hlutan af því að réttinni og missti það svo í allar áttir enda ekki allir smalar mættir á hestum sínum.

Kjellan á Suddanum.

Ég var ein mætt á hesti og gat lítið gert ein á hesti með fjórhjól að tætast í kringum féð.
Sem betur fer var minn reiðskjóti öryggið uppmálað í kringum apparatið prumpandi þarna um holt og hæðir.
Sum hross hefðu getað fælst með tilheyrandi hættu á slysum.

Rúni með Mósa sinn.

Sem betur fer birtust hinir smalarnir þrír á sínum hrossum og þurftum við að fara allt hólfið á enda og þá kom í ljós fullt af fé sem ekki hafði smalast í fyrri umferðinni.

Allt gekk þetta upp á gamla mátann með reiðhrossum og gangandi fólki en aumingja kindurnar og lömbin voru gjörsamlega sprungin þegar að réttinni kom.

Þetta er hlutur sem verður að laga fyrir næsta smal því svona framkomu þoli ég ekki og ekki leggjandi á skepnurnar svona vitleysisgangur.

Ásgarðs og Flankastaðabændur að hjálpast að.

Það kom lítil dama hér um daginn í heimsókn til mín og var sú stutta með bón í sínu hjarta.

Hana sárvantaði eina kind!

Til að hafa með sér á Leikskólann en það var dýradagur emoticon .

Heppin hún Hermína að fá allt þetta brauð.

Foreldrar hennar voru mikið búin að reyna að fá hana ofan af þessu en þau eiga kindur og eru þær enn í hólfinu sínu og ekki hægt að grípa eina svo auðveldlega.

Sú stutta hafði ráð undir rifi hverju og sagðist bara tala við hana Ransý því hún ætti líka kindur.

Auðvitað varð ég að láta barnið hafa eitt stykki kind með sér á leikskólann og eitt lamb að auki í bónus.

Hér er sú stutta alsæl með fenginn emoticon .

Nú svo var hér haldin Hrútasýning í Sandgerði eða kindaþukl með græjum.


Ómskoðun í fullum gangi.

Ég var ekkert að mæta með mín lömb í ár en ég hef illan grun um að þau vigti/stigist nú ekki jafnvel og í fyrra.

Tvennu vil ég kenna um en ég var með slatta af eldri kindum sem hafa verið frjálsar í fjöllunum í Grindavíkinni til margra ára og hefur brugðið við að fara í lítið hólf og svo það sem er alvarlegra en það voru þurrkarnir í sumar.

Enda voru fleiri en við að tala um hve lömbin koma allt örðuvísi út í haust en að öllu jöfnu í venjulegra árferði.

Tveir vígalegir hvor á sinn hátt.

Og tvær yndisfríðar dömur.

Nú er mín komin af stað með 
Flickr og er að læra inná það í rólegheitum.
Um að gera að hafa sem flest járn í eldinum og nóg að gera ekki satt.

Einnig er ég að setja upp almennilega 
sölusíðu sem er aðgengilegri en bara einhver hestur einhverstaðar á blogginu þó það hafi gengið ágætlega hingað til.

Ég ætla að setja þar inn hross aðalega frá mér og eitt og eitt hross frá mínum vinum og 
Mánamönnum  ,helst bara hross sem ég þekki til og get lýst vel með myndum og helst video ef til er.

Mér finnst það óábyrgt að selja tamin hross frá öðrum og ætla að lýsa þeim án þess að ég hafi séð þau eða prófað í reið.

Þetta er mín stefna og svona ætla ég að hafa það.
Þartil næst elskurnar mínar emoticon .

08.09.2009 00:35

Folöldin 2009

Loksins lagðist ég undir feld og kláraði að raða niður folaldamyndunum frá í sumar og skíra þau sem ekki höfðu enn fengið nafn.
Nú og ákveða svo hvaða folöld eiga að fara á sölulistann og hvað ég ætla að eiga aðeins lengur og sjá til með.

Bára frá Ásgarði

Fyrsta folaldið er undan henni Freistingu frá Laugarvöllum og Hrók frá Gíslabæ.Það er hún Bára frá Ásgarði.
Bára fer um á tölti og sýnir skeið og brokkið er að byrja að koma hjá henni.Virkilega glæsileg tilþrif hjá henni Báru þegar að vel liggur á henni.

Hún Bára er seld/sold til Þýskalands.

Flest folöldin undan Hrók sýna tölt og skeið fyrst og seinna þegar að líður að hausti/vetri opnast fyrir svakalega rúmt og flott brokk.
Nú eitthvað hafa mæðurnar að segja líka til um en flestar hryssurnar hér á bæ eru fimmgangs og flestar tamdar þannig að maður veit svosem hverju maður á von á í afkvæmunum.

Forseti frá Ásgarði

Næst kemur hann Forseti frá Ásgarði og hann er undan henni Skjónu minni (Fjalladís frá Drangshlíð) og Glófaxa Parkersyni frá Kópavogi.

Forseti að tuskast við Vála vin sinn.

Fjörugt folald sem er til í að tuskast og ólátast en á milli slokknar algerlega á honum.Skemmtilegur karakter og fer hann um á tölti og skeiði.
Það ætti að vera rosalegt brokk í honum þegar að það birtist því ekki er faðirinn eða afinn neitt slor þegar að þeir stika um á því!

Váli frá Ásgarði

Sá vindótt/litförótti hefur fengið nafnið Váli frá Ásgarði.Hann er undan Eðju frá Hrísum og Hrók okkar.
Váli fer um á tölti og skeiði enn sem komið er.Ég er að vonast eftir miklu rými á gangi í þessu folaldi því báðir foreldrar hafa sýnt að þau geta spýtt úr hófum duglega.
Eðja hefur gífurlegt rými á brokki og eitt sinn sá ég hana dúndrast um á hagann á þvílíku kóngabrokki og svo skyndilega skellti hún sér í fimmtagírinn og svínlá á skeið!
Og það var sko ekki teskeið skal ég ykkur segja:)
Þetta hef ég ekki séð áður að hross skipti svona af skrefmiklu brokki yfir í flugaskeið.

Váli er ekki til sölu fyrst um sinn.Ég þarf aðeins að skoða hann hvort vert er að halda kúlunum í honum eður ei.

Laufey frá Ásgarði

Dóttir Hyllingar og Hróks er hún Laufey.

Laufey er alveg svakalega forvitin með allt fólk sem kemur hingað að skoða hross og er hún fremst í flokki folaldanna að skoða mannfólkið:)Hún fer um á tölti og skeiði enn um sinn.
Hylling móðir hennar var tamin á sínum tíma og var mjög hreingeng og sýndi strax gott brokk og tandurhreint tölt undir knapa.
Því miður þá skemmdist hún á afturfæti í girðngarslysi og var ekki notuð sem reiðhross nema í 2 mánuði.

Draupnir frá Ásgarði

Sonur Pamelu og Hróks hefur hlotið nafnið Draupnir.

Mér skilst á henni Eygló sem er með Draupnir og Pamelu að Draupnir sé allsvakalega spakur og tók hann uppá þessu alveg sjálfur án aðstoðar að spekjast.
Hmmmmm...................Greinilega undan Hróksa:)
Ég er ekki með ganglagið á hreinu en líkast til er hann fimmgíra líkt og systkinin sín.

Draupnir að athuga með vatnið emoticon .

Pamela er undan honum Náttari Náttfarasyni þannig að þar eru á ferðinni góð gen hvað varðar ganghæfileika.Nú svo gat hver sem er farið á bak henni Pamelu og var hún stundum fengin að láni fyrir yngstu krakkana í keppnum.

Draupnir átti að verða hryssa en fyrir einhvern skilmysing þá kom hún Pamela með hestfolald.En svona er nú lífið.

Þrúður frá Ásgarði

Þrúður er dóttir Litlu Lappar og Hróks.

Þrúður leynir á sér,þetta folald á eftir að sýna sig og sanna seinna meir.Það er eitthvað við þessa dömu sem mér finnst spennandi þrátt fyrir að móðirin sé ótamin og "föðurlaus" en hún kom undir á Víðidalstunguheiði seinnipart sumars 1992 og fæddist um haustið á heiðinni 1993.
Á góðum degi sýnir hún rokna flotta fótlyftu og svif á brokkinu.Nóg er af tölti í dömunni en ég hef ekki séð skeið ennþá en það er ábyggilega einhverstaðar á bakvið.

Nótt frá Ásgarði

Nótt er undan Stórstjörnu og Hrók.

Nótt fæddist alveg bikasvört og höfum við kallað hana stundum Svörtu Perluna en aðeins hafa hárendarnir í faxi og tagli lýst upp.Nótt fæddist með algjörar köngulóarfætur og óð um á tölti og skeiði.Hún var með þvílík blá augu fyrst sem hafa svo dökknað.

Ég er ekki alveg viss um framtíðarganglag í Nótt en vonast eftir því að sjá brokk í dömunni einn daginn.
Móðirin hefur erft fimmtagírinn vel frá sínum foreldrum sem eru Halastjarna og Brúnblesi 943.Svolítið skeiðmegin í lífinu þessi elska:)

Völva frá Ásgarði

Völva er undan Mön og Hrók.

Hún er mitt uppáhalds folald í ár enda með afbrigðum fallega byggð og standreist.Hún er líkt og alsystur sínar Rjúpa og Hefring í ganglagi og byrjar líf sitt á tölti og skeiði.
Hef ekki frekari áhyggjur af því að brokkið komi ekki því þær eldri sýna fyrirmyndar gott brokk með góðri yfirfferð.
 Með Mön mömmu sinni.

Það er komin aðeins reynsla með Rjúpu stóru systir sem reiðhross og hef ég ekki áhyggjur af því að Völva og Hefring komist ekki áfram og verði traustar sem reiðhross því ekkert haggar henni Rjúpu minni og um daginn hengdi ég nokkur ung tryppi utaná hana og fékk hún góða einkunn fyrir frammistöðuna en sum voru algjörir ólátabelgir vægast sagt.
Rjúpan klikkaði ekki þrátt fyrir að gjörðin væri komin aftur í nára í látunum!Frábær þessi elska:)

Valva er komin á sölulsitann því ekki þarf ég á að halda þremur alsystrum þó mig dauðlangi til að eiga hana Völvu líka.Nú svo er Mön með eitt á leiðinni undan Astó frá Heiðarbrún:)
Hefring sú sem er alsystir þeirra líka og var í 3 sæti á folaldasýningu Mána 2007 er einnig komin á sölulistann.

Skinfaxi er undan Sokkudís og Draum frá Holtsmúla.

Hann er staddur með mömmu sinni uppí Borgarfirði og ég veit ekki enn hvernig ganglagið er í honum en það ætti að vera í lagi:) Systir hans sammæðra Vænting (Glymsdóttir:) var í fyrsta sæti á Folaldasýningu Mána 2006 og var svo valin glæsilegasta folaldið af 32 folöldum.
Ef hann Skinfaxi er með einhverja glóru í löppunum sínum verð ég ekki fyrir vonbrigðum með hann.Móðir hans er eitt það hreyfinga fallegasta trippi sem ég hef séð.
Rífandi yfirferð á brokki með miklu framgripi og fótlyftu ásamt tandurhreinu tölti.Ég hef ekki séð skeið í henni en það er í bakgrunninum í gegnum Hrók föður hennar.
Mig hlakkar til að komast aftur í tæri við hann Skinfaxa með cameruna en ég á eitthvað lítið til af almennilegum myndum af gaurnum.

Þetta eru folöldin í ár og er ég ánægð með þau öll að tölu.Það er mikils vert að fá þau heilbrigð í heiminn og engin slys og nú krossa ég bara putta að það haldist þannig áfram.

Hafið það gott elskurnar mínar:)

04.09.2009 01:30

Goggle translate vélin á Íslensku


Eðja frá Hrísum/Sludge from Color

Mig langar að sýna ykkur hvað það getur verið skondið það nýjasta hjá Goggle vélinni.
Þeir hjá Goggle Translate voru að bæta við íslenkunni og það er BARA fyndið hvernig allt fer í vitleysu í þýðingunni þar.

Ég sló inn enskum texta um reiðtúr sem ég fór í fyrradag en ég ásamt Eygló riðum frá Ásgarði og inná Mánagrund.
Þetta var frábær reiðtúr enda reiðskjótarnir ekki af verri gerðinni.

Ég fór fyrst á Hervöru sem er nú bara hryssa sem myndi sóma sér vel í mínu stóði sem ræktunar hryssa.
Yndisleg skepna í alla staði með frábæra lund.

Inní Skeifu skipti ég yfir á hann Húma kallinn sem var einsog sófi af bestu gerð og fór hann mjúklega með skrokkinn minn.

Hvernig væri að ég setti þennan texta uppá ensku og sýni ykkur hvernig Goggle Translate vélin fer með hann híhíhí.........emoticon .


Hylling frá Ásgarði/Homage from Asgard

Hér fyrir neðann er textinn skondni emoticon

Ég sló inn enska texta á ferð ég fór fyrradag en Eygló og ég reið frá Ásgarði og inn Þjófnaður áheyi.
Þetta var frábær ferð enda og þetta snemma þýðir ekki af verri gerð.

Ég fór fyrst Hervör sem er nú bara að hryssa sem myndi heiðra hann vel í stöðinni minni ræktun Mare.
Lovely vera með mikla lund.

Hestar í skipti ég um Human kallinn hann var eins og sófi á sitt besta, og hann varlega í gegnum líkama minn.

Hvernig ætti ég að setja þennan texta upp á ensku og sýna þér hvernig GOGGLE Translate vél fer með honum Jokes .........:)

Ég á bara ekki til einasta orð yfir nafnið á Mánagrundinni hvernig þeir hjá Goggle þýða það sem Þjófnaður áheyi!

Varð bara að deila þessu með ykkur emoticon .
Hafið þið það gott um helgina elskurnar mínar!

02.09.2009 18:34

Sigrúnu vantar aupair til Danmerkur

Hana Sigrúnu vinkonu í Danmörkunni bráðvantar aupair strax til sín.
Hér er póstur frá henni til ykkar þarna úti ef þið hafið áhuga á að breyta til í einhvern tíma og sjá aðeins út fyrir landsteinana í leiðinni emoticon

Sigrún og Biskup á góðri stundu fyrir nokkrum árum síðan.
Hér kemur svo rullan frá dömunni.........emoticon

Ef þú kæmir þá er starfið fólgið í því að keyra stelpurnar til og frá leikskóla og dagmömmu á virkum dögum, Þú myndir oftast vekja þær á morgnana því ég fer oft snemma á fætur ef ég á að vera komin í skólan kl 8 því ég þarf að keyra í um klukkutima til að komast þangað.
Þú myndir finna föt fyrir þær bursta tennur og smyrja nesti á morgnana og sækja þær um kl halv 5 um eftirmiðdaginn og leika við þær ef ég er að elda eða þarf að læra,  og stundum að passa þær á laugardögum ef ég þarf að læra mikið.

Á meðan þær eru í pössun að taka aðeins til, skúra og ryksuga 1 sinni í
viku, og fóðra dýrin á hverjum degi.

 Það tekur ekki langan tíma ca 1 tíma af
maður fer vel yfir og gefur þeim hálm osv.

Ég er í námi sem sjúkraþjálfi og hef mikið að gera því það er mikill lestur og heimanám.

Við erum að leyta að manneskju sem er opin og mannblendin og sem hefur gaman
af því að vera útivið og umgangast dýr, einnig er það stór plus að geta
unnið sjálfstætt og planlagt sjálf það sem þarf að gera.

Ef þú hefur reynslu af hestum og öðrum dýrum þá er það líka stór plús.

Þú fengir bil til umráða og ef þú vilt dönskunámskeið
Við erum að leyta að Au-pair og þú yrðir ráðin samkvæmt þeim reglumþó svo að
þú ert ekki að passa börn5 tíma á dag Þannig að launin/ vasapeningur eru
2500 Dk Kr á mán.
 og ca 5 tima vinna á dag.

Við erum með sitt lítið af hverju af dýrum: Hund 3 ketti, kaninur og
naggrísi ca 10-15stk úti hesthusi ásamt hænum 20 stk og páfagaukum.

Við erum
með 1 gyltu og nuna 12 smágrísi, 6 islenskar rollur 4 hesta og 4 beljur.

Hestarnir og beljurnar ásamt rollunum eru úti á beit mest allt árið.

Hefur þú möguleika á að senda meðmæli ?
Hvernig myndir þú lýsa þér í 5 orðum?

Vona að ég heyri frá þér sem fyrst
Kær kveðja
Sigrun og fjölskylda.
sigrunoggert@os.dk

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 251
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280824
Samtals gestir: 32714
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:27:24