Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2006 Maí

30.05.2006 22:21

Hryssur snyrtar

Loksins getur maður sest niður og bloggað um það sem gerst hefur síðastliðna daga.Síðastliðinn Sunnudag klárðuðum við verkin okkar snemma og fórum svo í Reykjavíkina í Stúdentaveilsu hjá honum Jóa hennar Möggu fóstursystur.Sá er nú aldeilis klár í kollinum og dúxaði drengurinn með stæl.Lægsta einkunn 9 og svo ekkert nema 10.Innilega til hamingju Jói minn,vona að þú verðir ekki súr útí mig fyrir að setja þetta hér...........maður verður bara svo stoltur þegar að svona gerist innan ættarinnar .

Veðrið er búið að vera með eindæmum gott,sól og hiti í marga daga en þó hefur vantað rigningu fyrir beitina hjá hrossunum sem eru þó farin að getað kroppað verulega mikið með heyrúllunum.Í fyrradag kláraði ég að ormahreinsa merarnar sem verða hjá Hrók en þær sem eftir voru aðalgellurnar sem ekki láta ná sér sér útivið.Þær voru allar reknar inní hesthús nema Halastjarna sem hefði aldrei farið inn með nýja folaldið sitt þannig að ég náði hann í rólegheitum í einu horninu þarsem ég kom múl á hana og gat ormahreinsað hana og snyrt.Allt gekk þetta vel og fóru þær allar niður á bakka nema B-Sokka sem er eitthvað lasin og orðin hrörleg að sjá.Hún er einsog Anorexísjúklingur og tók ég hana inní hesthús og hringdi svo í Gísla dýralækni.Reyndar var hann búinn að kíkja á hana svolítlu áður en þá var hún ekki eins slæm og hún er núna.Hebbi fór inní Keflavík og sótti Prolac paste sem er þykkni til styrktar þarmaflóru í skepnum því merin er með pípandi drullu.Þetta þarf að gefa henni reglulega og sjá svo til hvað skeður með meltingarveginn í henni.Ég ætla að vona að hún nái sér á strik áður en hún kastar en ég verð að hafa góða gætur á henni þegar að því kemur.Snót er með henni svo B-Sokka sé róleg en Snótin er alveg fyrirmyndarskepna og hefur mjög róandi áhrif á B-Sokku sem er í eðli sínu afar stygg og vitlaus.

Við Hebbi fórum niður á bakka í gær og vorum við með hófklippurnar nýju og skæri.Restin af merunum voru hófklipptar og taglið snyrt.Veðrið var svo frábært og gott að þetta var ekkert mál.Ég tala nú ekki um hvað við eigum góðar og þægar stóðmerar.Meira að segja Sokkadís hennar Sabine stóð einsog klettur en hú er ótamin fjagra vetra undan honum Hrók okkar.

Þetta er hún Sokkadís Hróksdóttir.Hún er fylfull við Glym frá Innri-Skeljabrekku.

Toppa gamla Náttfaradóttir,hún er líklega ekki fylfull en hver veit?

Skjóna reiðhryssan mín er alveg að fara að kasta og er fylfull eftir Hrók frá Gíslabæ stóðhestinn okkar.Sumir (Hafdís) er alveg að farast úr spenningi en hún á folaldið úr Skjónu.Þessi stóri skjótti pakki ætlar bara ekki að opnast!

 

26.05.2006 23:57

Kvennareiðin og folöld!

Þetta litfallega hestfolald kom í heiminn klukkan eitt síðastliðna nótt og er undan Halastjörnu og Ögra frá Hóli.Ég var alveg viss um að hún Halastjarna kæmi með brúnblesótt en hún bætti heldur við og skreytti litla drenginn sinn með þremur leistum og svo er hann með annað augað glaseygt!

Klukkustundu síðar sömu nótt kastaði Litla-Löpp jörpu merfolaldi og er það líklega með vagl í öðru auganu.Ég var alveg hissa að sjá ekki einn einasta hvítan blett í því,hvorki stjörnu né nokkuð annað?

Það var sko galvaskur hópur kvenna sem safnaðist saman á Mánagrundinni fyrir hina árlegu kvennareið Mána.Auðvitað drifum við okkur 3 saman úr Garðinum,6 úr Grindavík og ein úr Kópavoginum og alls vorum við um 50 talsins sem létum engan bilbug á okkur finna og riðum útí Garð á móti kulda og roki.Gudda var svo yndisleg að lána mér hann Glóa sem hét á tímabili Logi í ferðinni (var alltaf að ruglast,skrítið:) og í restina hét hann Glogi minn .Þá var nú eitthvað komið í tána á minni.En klárinn skilaði kellu alla leið útí Ásgarð og varð ég svo hrifin af klárnum að ég reyndi að fala hann af henni Guddu minni en það var alveg sama hvað ég ætlaði að safna miklu af bankabókunum hún gaf sig ekki .EN .........Ég má hafa hann einsog ég eigi hann,ekki satt Gudda mín! Eða þannig sko hehehe!

Jæja gott fólk,ég ætla að reyna að stofna albúm fyrir Kvennareiðina og þar getiði séð hvernig Grindvískar,garðiskar og Suðurnesískar meyjar hegða sér! Varúð þetta albúm er bannað inna 18 .Og engum verður hlíft .

23.05.2006 23:56

Hrikalega kalt!

Mikið agalega er búið að vera kalt síðustu daga.Trippin hafa verið hýst aftur en þau undu sér svo vel í rúllu og sumaryl um daginn en svo kom aftur vetur og meira að segja komu nokkur snjókorn hér um daginn.Glófaxi var svo heppinn að finna brauðlyktina í gegnum heyið  en ég hafði gleymt því að ég sturtaði úr brauðpoka í einn stallinn um daginn og gat ég ekki annað en smellt mynd af honum í hinum mestu átökum við heilt brauð!Því var nú bróðurlega skipt á milli allra eftir myndatökuna svo folinn fengi nú ekki illt í mallann sinn.

Við Hebbi minn fórum í Reykjavíkina í dag til doksa.Ég er næstum einsog nýsleginn túskildingur nema að bakið er eitthvað farið að láta á sjá.Hebbi þurfti að fara í meiri blóðrannsókn niður í Glæsibæ og svo var stefnan tekin á Jóa Byssusmið og í Hvítlist en þar var nú búið að loka en ég verð nú ekki lengi að panta það sem mig vantar í gegnum símann á morgun.Ég sá svo sniðugt apparat til að sauma í gegnum leður en það bíða einar þrjár teymingargjarðir eftir viðgerð hjá mér.Svo er eitt og annað sem ég gæti alveg farið að gera við fyrir sjálfa mig og er alveg tímabært að fara að grúska í því fyrir Vigdísarvallartúrinn í sumar.Ég get ekki sleppt honum þriðja árið í röð.Ég man aldrei hvað ég er búin að fara þetta oft en þær eru minnsta kosti orðnar 15-16 ferðirnar á vellina og altaf jafn gaman.

Á morgun er Kvennareiðin og það verður sko mikið húllumhæ og er ég að hugsa um að hafa cameruna með og TÝNA HENNI EKKI! Það verða sko margar Sillý Nætur á hestbaki og ætla ég að mynda þær! Bíði bara hehehehehe .

23.05.2006 01:00

Þreytt á að bíða?

Jæja gott fólk þá er biðinni eftir bullinu lokið og ég á eftir að blogga um alveg fullt.Eða það sem ég man .Reyndar var ég búin að gera heljarinnar ritgerð en hún þurkaðist út .Ég var að kíkja á mynd af andarhreiðri sem að Hebbi fann inní kanínusalnum í dag en ein aliöndin hefur verið ansi seig að koma sér stöðugt úr andagirðingunni.Það er ekki nema von að greyið komi sér alltaf út aftur en hún liggur á einum 19 eggjum!

Heimalningarnir 3 dafna vel og er hann Hermann Hrússi allur að braggast eftir að hann fékk spelku á fótbrotna fótinn sinn.Vala er svo áköf á pelanum að það er bara fyrir hörðustu konur og menn að halda honum .Svo er ein enn gimbur og fékk stúlka sem var hér í heimsókn frá Svissnesku Ölpunum að skíra hana og heitir gimburin Anja.Þessi unga stúlka gat varla slitið sig frá lömbunum og varð að fá að skíra eitt þeirra .

Framundan er Kvennareið og pantaði ég Gísla Dýralækni til að skaufahreinsa Biskup og svo kom Jón Steinar einsog hendi væri veifað og járnaði dekurdrenginn og raspaði í honum tennurnar.Það var svaka steinn í honum og gott að vita af honum útí hesthúsglugga en ekki að trufla klárinn í reið en nógu er hann duglegur að koma sér áfram þó svo að steinn sé ekki að auka hlaupagleðina í honum.En hvað um það.Við Karen og Begga ákvaðum að kalla okkur AFTUR Á BAK  gengið því ekki höfum við nú mikið riðið út undanfarið.Begga hefur verið í mömmuhlutverkinu og ég að vesenast með gikt einsog gömul kelling ( er svo mikið ung tútta you know) og Karen lenti heldur betur illa í því í vetur en hesturinn sem hún var á rauk illa með hana og datt hún svo illa af baki að kalla þurfti á sjúkrabíl.

Svo í gær skellti ég hnakk á Biskup og reið honum til Karenar og Villa þarsem stelpurnar biðu eftir mér.Ég fann að Biskupinn var eitthvað spenntur en vonaði nú að kauði myndi nú ekki vera með vesen en mömmustrákurinn var nú heldur betur í stuði og startaði sér áður en ég náði að laga mig almennilega til í hnakknum og missti ég tauminn vinstra megin en náði sem betur fer að rífa í hann til hægri en mín eina hugsun var að lenda ekki aftan á stelpunum sem voru fyrir framan mig.Mér tókst að stoppa hann á vegg og sagði hann Villi að ég væri EKKI að fara í reiðtúr á þessum hesti hvorki með stelpunum né í Kvennareiðina.Hann var ekki lengi þessi elska að sækja einn þægann útí gerði og lagði meira að segja á hann fyrir mig .Því er ég nú ekki vön og fannst mér þetta algert dekur við mig og hálfskrítið!En við fórum saman stelpurnar í reiðtúr og komum alsælar til baka.Reyndar fórum við ekki eins langt og við ætluðum en það voru 3 laus hross á hlaupum sem við vildum ekki lenda í.

Biskup var geymdur á meðan við fórum í reiðtúrinn inní hesthúsinu hjá Villa og Karen og þegar að ég gekk að stíunni þá hörfaði hann og virtist vita uppá sig sökina.Ég var nú ekki sátt við þessi endalok með hestinn minn en ég lagði á hann aftur og fór útí réttina hjá Villa og ákvað að láta hann hlaupa úr sér vitleysuna þar.Mér fannst mjög gott að vita af fólki nærri til að hirða mig upp ef ég dytti nú af klárnum en frá því ég var 15 ára þá hef ég verið að brasa við allskonar hross og slasað mig of oft alein einhverstaðar og þurft að bjarga mér sjálf.En hvað um það.Ég dreif mig á bak og klárinn þaut hring eftir hring á yfirferðatölti og ég hélt mér bara í ólina sem ég var með á hnakknefinu.Hann fór svo loksins að slaka sér og þegar að hann var orðinn nokkuð viðráðanlegur og farinn að stoppa þegar að ég vildi þá bað ég Villa að opna hliðið og heim fór ég ríðandi á klárnum.Ég hef greinilega haldið mér fast í ólina því þegar að heim kom þá var ég blóðug á annari hendinni eftir átökin! Svo er ég marin á innaverðum hnjám líka.Gasalega hef ég klemmt,gott að Hebbi passi sig á kellunni sinni ef hún kemst aftur í þennan ham.

Ég á þvílíkt marga og góða vini.Allir eru tilbúnir að lána mér hest fyrir Kvennareiðina og er úrvalið eitt það besta sem völ er á.Það er sko bara allur pakkinn sem ég get valið úr og brá mér heldur betur þegar að mér var boðin hryssa ein sem er draumagæðingur allra....... það get ég svo svarið.Ég hreint út sagt tími ekki og þori ekki að bera ábyrgð á því að fá svona rokna gæðing undir mig í Kvennareiðina en allt getur skeð þar .Stundum tínast konur í Kvennareið hjá Mána og þá týnast reiðskjótarnir líka! Stundum snúa konurnar öfugt í hnakknum þegar að tilbaka er komið! Sumar konur koma til baka í bíl og skilja hvorki upp né niður í því hvar reiðskjótinn þeirra er? En allar koma þær aftur og enginn þeirra dó..................

18.05.2006 22:47

Hvað er að ske!!!

Svona var útsýnið í gærmorgun þegar að við vöknuðum.Allar kanínurúllurnar ónýtar eftir aðkomuhross frá næsta bæ.16 rúllur gataðar og skilur maður ekki hvervegna hross þurfa alltaf að gera gat á ALLAR rúllur sem þau komast í.Ég hefði nú svosem mátt búast við þessu þarsem hross frá sama aðila eru að fara í 4 sinn í rúllur frá mér og eru þær orðnar alls 30 sem að hross frá honum hafa skemmt.Hross frá öðrum aðila skemmdu 23 rúllur og borgaði sá maður minnsta kosti plastið.En að öðru miklu skemmtilegra.

Í fyrradag fórum við með tvö hross í Hvalfjörðinn fyrir hana Möggu mína.Fönix og Pegasus eru þá komnir á grænt og alveg alsælir blessaðir.Við komum svo við í bakaleiðinni við í Grindavík og fengum þar tvær gimbrar og hrútlamb sem er fótbrotið á framfæti.Hann er sprækur sem lækur og gefur gimbrunum ekkert eftir við pelann.Á morgun fer hann til Dýralæknis sem ætlar að laga brotið.Það er orðið fallega grænt í Grindavíkinni einsog hér við Garðskagavitann.En munurinn er sá að hér eru hross á beit um öll tún en í grindavíkinni eru kindur og lömb um öll tún.

Ég hitti Gutta og eiganda hans í Neðri-Fák og mátti hann ekkert vera að því að tala við kellinguna.Hann ólmaðist við að gera hryssunum til hæfis sem voru í hestalátum með ósýnilegum bibba hehehehehe.Kannski var hann svona mikið að flýta sér svo hann kæmist til að leika við vin sinn sem pústaði á meðan Guttinn ólmaðist á hryssunum.Hann er sko alger Guttormur og fyndið að sjá hvað hann hefur lagast mikið við að missa öll þessi kíló en þetta er feitasti hestur sem ég á ævinni hef séð.

Ég er alveg að farast úr spenningi hvaða hryssa kastar næst en líklega eru þær að bíða eftir rigningunni blessaðar.Þá líklega rignir úr þeim folöldunum.Þær eru á ferð og flugi um alt,ýmist niður á baka að kroppa eða heimvið í rúllunni.Ég þarf að halda áframa ð ormahreinsa þær sem eftir eru og koma þeim niður á túnið líka.Það er brjálað að gera.

Corinne og fjölskylda komu í dag til landsins og tók ég á móti þeim í Flugstöðinni.Mikið agalega er þetta indælt fólk og gaman að geta sýnt því Ásgarðinn í allri sinni dýrð,heilir 40 hektarar .Það fannst þeim stór jörð en þau eiga 7 hektara jörð útí Sviss og þykja bara risastórir landeigendur í sínu landi!Þau voru mjög hrifin af henni Sóley sinni sem kom inní hesthús með Biskup að láta klappa sér.Börnin fengu að gefa lömbunum pela og ljómuðu þau alveg þegar að þau rifust um túttuna.Eftir mikið klapp og kel við bæði hross og lömb var farið í bæinn og kaffi og meðlæti borið á borð.

Jæja gott fólk"best að drífa sig út að ná inn hrossum en í fyrramálið á að keyra Von í bæinn því hún er að fara til Sigga í Þjóðólfshaga og síðan í kynbótadóm ef hún er tilbúin til þess.

 

17.05.2006 23:43

Engin folöld bara lömb

Engin folöld í Ásgarðinum einsog er en það komu í kvöld 3 falleg lömb úr Grindavíkinni og nú er maður nánast farin að mjólka:))

Ahhhh.....komnir gestir,bulla meir seinna elskurnar mínar!

15.05.2006 14:58

Hrókur orðinn spenntur!

Nú er Hrókur orðinn spenntur enda sagði ég honum að hryssur væru farnar að panta hjá honum pláss og núna er hann með allar græjur tilbúnar og hlaðnar í slaginn.Inga hennar Möggu gerði hann voðalega fínann í gær,spreyjaði,burstaði og fléttaði á honum taglið voða fínt .Merunum ætti nú að lítast vel á hann þegar að þær koma ef hann verður ekki búinn að velta sér uppúr næsta moldarflagi:))Fyrsta meri kemur á húsnotkun eftir nokkra daga og þá verður Hrókur færður í heimahesthúsið þarsem friður er fyrir hann og nýju kærusturnar undir mínu eftirliti of course .Svo fær hann að fara í merarnar niður á tún og bakka 1 Júní.

Engin hryssa er í köstunarstuði í augnablikinu en ég vildi óska þess að það ringdi því þær kasta frekar í rigningu en þurrki.Hebbi leit yfir öll hross í morgun þegar að hann gaf rúllurnar og var alltí rólegheitunum í öllum hólfum.Maður er orðinn svo spenntur að fá fleiri kríli,það er svo miklu meira gaman að sjá nokkur saman að leik.

Ég má ekki gleyma því að við fórum á svartfuglakvöld á Kjalarnesið á Laugardagskvöldið en Hebbi minn fór fyrst um morguninn í árlega Herrifflakeppni og sagðist hann ekki hafa fengið nein verðlaun en var svo að halda því leyndu að hann vann Gullið í 100 metrunum standandi með gamla Carl Gustav smíðaður 1916.Ég vissi ekki neitt um kvöldið,en samt voru allir að óska mér til hamingju með kallinn! Ég var alveg orðin kringlótt í framan  og það var ekki fyrren að verðlaunahafar voru kallaðir upp að Hebbi minn stóð upp og Gullið var hengt um hálsinn á honum og hann glotti ógurlega á frúna sína.Sko minn mann,þetta getur hann þó svo hann hafi ekki getað æft sig nema í rúmlega klukkustund fyrir mótið og hafði þá riffillinn gamli hangið inní skáp í heilt ár frá fyrra móti.

Fyrsti mófuglinn er orpinn í Ásgarðinum og nú er spurningin. Hvað þið eruð klár gott fólk! Hver á þessi egg???

 

12.05.2006 23:59

Syngjandi ljóskur!

Þær voru syngjandi ánægðar ljóskurnar tvær þær Kapella og Sóley þegar að ég var búin að bursta þær og snurfusa fyrir myndatökuna.Ekkert smá flottar að verða og er Kapella nánast að verða komin í sumarbúninginn sinn.Það var gaman að geta dundað aðeins í trippunum í kvöld og vann ég svolítið í honum Týr sem er búinn að vera svolítið feiminn með mann í vetur en núna stendur þetta allt til bóta því hann verður að gefa sig að manninum í heimahesthúsinu þarsem hann lendir inná tamningabásnum ef hann er með eitthvað múður.En hann kom mér reyndar mjög á óvart í kvöld og var farinn að elta mig og rukka mig um brauðmola:)) Hann má alveg við mola í munninn sinn af og til.

Ég var dugleg í dag einsog alltaf:)) Gaf útiganginum og fóðraði allt liðið uppí búi en þar eru ansi margir munnar að metta.Fönix og Pegasus fóru saman útí dag og gekk það ágætlega.Eitthvað finnst nú Fönix gaman að stríða Pegasus pabba en hann ólmaðist í gamla "manninum"látlaust þartil Pegasus varð fúll og skammaði soninn rækilega.Eftir það fóru þeir að velta sér og fóru svo í rúlluna að dunda við að belgja sig.Hrókur fékk að sprella í hólfinu um stund meðan ég gaf öllum inni og varð hann voðalega feginn þegar að ég kallaði í hann inn því það var orðið svo kalt úti.

Merarnar eru bara rólegar og núna er spennan mikil að vita hver verður næst að kasta.Sumir eru að drepast úr spenningi...........hehehe.

11.05.2006 22:05

Molda og folald

Molda er ekkert smá montin með folaldið sitt og var erfitt að fá hana til að stoppa og láta mynda sig með afkvæminu.Ég er ekki alveg viss um litinn en folaldið er líklega bleikt eða einhvern veginn moldótt tvístjörnótt og glaseygt.Molda heldur sig mest lengst niður á bakka en kemur af og til inná túnið.Nú bíður maður bara spenntur eftir því næsta en ég veðja á að Skjóna verði næst.

11.05.2006 16:39

Sorg og gleði

Ég var mikið svekkt í gær en hún Villimey kastaði jarpskjóttu merfolaldi og þurfti það endilega að fara í girðinguna og þar endaði ævi þessi.Ekkert smá svekkjandi að koma að þessu.Villmey er mamma hennar Skjónu minnar sem er hér að ofan á mynd og má ekkert koma fyrir folaldið hennar Skjónu því að það er fermingagjöf til ungrar stúlku á Selfossi.Skjóna er við það að fara að kasta og flutti ég 6 hryssur niður á tún í gærkvöldi og bætti svo við 2 áðan.Allar voru þær ormahreinsaðar þannig að það ætti að halda túninu smitfríu að mestu við ormum en ég reyni allt sem ég get til að koma í veg fyrir orma í ungviðinu.Það tefur svo fyrir vextinum hjá þessum greyjum.En það eru líka góðar fréttir.

Hún Molda kastaði í nótt og hef ég líklega verið við það að sjá folaldið koma en ég var til eitt síðastliðna nótt að koma þessum 6 merum niður á túnið.Ég sótti tvær og tvær saman og ormahreinsaði þær og þegar að við vöknuðum í morgun þá stóð Molda með glænýtt folald sér við hlið sem var að súpa ylvolga mjólkina.Molda hefur kastað 5 metra frá rúllunni á túninu því ég fann fylgjuna úr henni þar.Nú er best að drífa sig niður eftir og taka myndir af gripnum og sjá hvaða kyn eigandinn hennar Moldu fékk:))

 

10.05.2006 00:48

Stóðhestefni í búnkum!

Þessi spræki stóðtittur kom í dag til dvalar hér í Ásgarðinum og voru engir smá taktar í tittnum sem hreinlega sveif um með stertinn hátt á lofti.Það er langt síðan maður hefur séð svona fallegar hreyfingar og spái ég þessum fola vel ef hann heldur svona áfram.Faðirinn er nú enginn annar en hann Parker frá Sólheimum þannig að það er kanski ekki skrítið að folinn geti spriklað flott:))Verst að ég náði ekki mynd akkúrat þegar að fótlyftan var sem hæst en bíðið bara:)) Hamar og Óðinn fóru með honum í vorhólfið en áður fengu allir ormalyf.Hamar teygði sig sem mest hann mátti á brokkinu og Óðinn gerði svolítið óvænt en hann tók aðeins í skeið þegar að hann fipaðist í látunum og er ég bara sátt við það ef það verður ekki of mikið á yfirborðinu:)) En gott samt að vita af því þarna á bakvið.Set inn myndir á eftir af tittalátunum síðan í dag.

Ég verð nú að segja frá gærdeginum(8 Maí) en við vorum sko ekkert smá dugleg við Hebbi minn.Folarnir sem voru hér heimvið hús í vetur í rúllu þeir Silfri,Askur og Stirnir voru settir um borð í hestakerruna og keyrt uppí stóra hesthús þarsem þeir ætla að vera stilltir þartil þeir verða sóttir.Þar er langt í merar svo þeir geta dólað sér rólegir útivið í rúllu þar.Við tókum svo folöldin 6 sem þar voru í vetur og keyrðum þeim í heimahesthúsið en þar verða þau bundin á bás og ormahreinsuð og kenndir góðir siðir.Það er líka svo gott að geta hleypt þeim útá smá grænt gras en það er allt að verða grænt og fagurt hér.

Næst var að ná heim merunum en ég tók frá tvær sem að Magga á en þær voru að fara uppí Hvalfjörð í hagagöngu.Tinna er fylfull og best er að flytja merarnar áður en þær kasta.Það er minna stress á þeim heldur en með lítið kríli við hliðina á sér í kerrunni.Í leiðinni tók ég Hamar og Óðinn úr merarhópnum en það er tímabært að Óðinn fari frá mömmu sinni og að hryssurnar fái frið til að kasta.Hann er búinn að grenja látlaust í dag og lætur einsog smákrakki.Hamar hinsvegar varð afar hrifinn af honum Glófaxa og tuskuðust þeir sem óðir frameftir deginum en svo loksins stoppuðu þeir og fóru að éta rúlluna sem þeim var gefin.

Það gekk vel að keyra merarnar uppí Hvalfjörð og var tekið vel á móti okkur einsog vanalega í Katanesinu.Við Magga röltum með merarnar hennar í hólfið og röltum svo meðfram girðingunni til að fullvissa okkur um að allt væri í stakasta lagi.Það er allt orðið fagurgrænt og ekki bara áborin túnin heldur hagarnir orðnir mjög fallegir og finnst manni það óvenju snemmt að sjá.Sveinn og Hebbi hurfu í bílahugleiðingar inná verkstæði en þar er forláta fallegur bíll sem Hebbi varð voða hrifinn af en það er Cevrolet Nova Concorse 1977.......vona að þetta sé rétt stafað hjá mér hehehe.Ef þetta væri nafn á stóðhesti þá gæti ég stafað það.Eftir mikið blaður og kaffi/kökuát þá fórum við út og settum 2 hálmrúllur í hestakerruna og 3 á bílinn.Eitthvað glotti starfsmaður Spalar þegar að við renndum þar að en við vorum sko heppin að vera ekki þremur mínútum seinna á ferðinni en það var verið að loka göngunum útaf einhverju.Klukkuna vantaði 3 mínútu í 12 á miðnætti og rétt sluppum við niður í göngin en við vorum síðasti bíll sem fór í gegn fyrir lokun! Annars hefðum við þurft að fara ALLANN Hvalfjörðinn!!!! Við vorum komin heim í Ásgarð 1:30 alveg búin eftir daginn en alsæl með hann:))

Í dag (9 Maí) vorum við komin á lappir frekar seint.....segi ekki hvenær hehehe.En við skiptum út staurum í hólfinu sem tittirnir verða í fyrst um sinn og bættum við þriðja streng í girðinguna til að gera hana öruggari.Það var svoooooo.....heitt að á tímabili flúðum við inn í húsið okkar sem er nú venjulega vel heitt í! Það var bara ekki hægt að vera úti við í steikjandi sól og alveg stafalogni!!! Ég var á stuttermabol í dag og ég er ekki frá því að ég hafi tekið smá lit(Rauðann) í andlit og handleggi.Ég dauðvorkenndi fylfullu hryssunum sem að stóðu kófsveittar í sólinni og gerðu ekki annað en að þamba vatn úr karinu.Villimey er lystalaus og er ég viss um að nú fer hún að kasta og verð ég að hafa hraðar hendur á morgun og ormahreinsa hana áður en það skeður útaf folaldinu.Mér finnst alveg nauðsynlegt að ormahreinsa merarnar áður en þær kasta, til að folöldin drekki nú ekki mjólkurormana svokölluðu í sig.En núna verður maður víst að fá recept frá dýralækninum til að geta keypt 1 liter af ormalyfi,ekki skil ég alveg hversvegna? Hvað ætti maður svosem að gera við ormalyf fyrir skepnur annað en að ormahreinsa þær með því? Fara með brúsann útí búð og ota honum ógnandi að afgreiðslu manneskjunni og heimta peningana úr kassanum!

 

08.05.2006 00:18

Hópreið og læti! 7 Maí

Það var vígalegur hópur af mönnum og konum sem komu ríðandi í dag í Ásgarðinn.Eitthvað á þriðja tuginn af hrossum og hressu fólki sem var auðvitað drifið uppá blettinn góða og gefið kaffi og útíða fyrir þá sem það vildu.Þar fór restin af Brandýinu sem að Grindjánarnir vildu ekki í Páskareiðinni:))Eitthvað gátum við nú smakkað á Amarúllanu sem að keypt var um daginn þannig að sú flaska kemur ekki til með að skemmast einsog sú sem ég skilaði í Ríkið um daginn en torkennilegar flyksur voru í henni og fékk ég samstundis aðra í staðinn.

Við Eygló vorum sem spenntar að sjá hrossin taka rassakastasyrpu fyrir okkur en eitthvað stóð á henni þrátt fyrir að við færum og prumpuðum duglega á þá en það var sko ekki að virka.Það var ekki fyrren átti að beisla gæðingana sem að þeir tóku á rás með stertana hátt á lofti og fótlyftur sem að voru sko spari spari og notaðar eingöngu í svona tilvikum hehehe.Ekki var viðlit að eiga við suma af gæðingunum og urðum við að reka þá í rétt og inní hús til að stoppa af þessa skemmtun þeirra.

Þegar að hópurinn var farinn þá náði ég í hann Tvist Brúnblesason en hann er að fara í frumtamningu til Jóns Steinars.Vonandi að hann verði að góðum reiðhesti handa mér.......nú ef ekki þá er frystikistan hjá tíkunum að verða tóm.

Það er nú aldeilis að fuglafánan er mikil þessa dagana í Ásgarðinum en í dag var ofsalega fallegur steindepill í garðinum og náði ég þokkalegri mynd af honum í gegnum eldhúsgluggann og með aðdráttalinsunni.Svo voru tvær Stormsvölur niður við hesthús að leika sér og flugu rétt við hausinn á manni og voru þær alls óhræddar við mann.Þennan fugl hef ég aldrei séð áður nema þá í dýralífsmyndum í sjónvarpi og var gaman að sjá hversu fimir þeir eru á fluginu.Þetta eru flækingar sem líkilega stoppa stutt við,en hver veit?Er ekki alltaf að verða hlýrra og hlýrra á Íslandi og allskonar pöddur farnar að lifa hér af veturinn ár eftir ár einsog allar þessar ógeðslegu Geitungar sem ég er svo hrædd við.Svo hlægja Reykvíkingar að manni þegar að maður hoppar um af hræðslu þegar að þessi kvikindi fljúga í kringum mann.En ég get þó alltaf hlegið að þeim þegar að þeir koma heim til mín og öskra ef að Kría flýgur nærri þeim hahahahaha.Þeir henda sér niður einsog að handsprengju hafi verið hent að þeim hehehe.

Best að skella inn einni góðri af óþekktarössunum frá í dag og setja svo eitthvað inní Albúmin líka.

05.05.2006 23:37

Alveg að koma folöld!

Nú fara folöldin að detta útúr merunum,ég get svo svarið það.Skjóna verður örugglega fyrst og fast á hæla hennar kemur hún Orka.Júgrin á þeim eru að blása út og verð ég að drífa mig að kaupa ormalyf í brúsa og ormahreinsa þær merar sem fara niður á Brunnflöt til að kasta og snyrta hófana á þeim líka.Brunnflötin er farin að líta ansi vel út og orðin vel græn og falleg.Best að ég setji rúllu þar niðureftir á morgun þó svo maður opni hana ekki fyrren fyrstu merarnar fara þar inná.Ég ætla að tína þær þar inná í hann Hrók sem fær lílega að fara í fyrra fallinu út með merunum sínum.ég ætla að viðhalda því að hægt sé að bæta á hann merum en það hefur verið gert frá því hann var 2-3 vetra gamall og alltaf hefur hann tekið vel á móti þeim blessaður.Eina sem ég þarf að fylgjast með eru hinar breddurnar sem að geta verið stundum leiðinlegar við nýjar hryssur fyrstu dagana.

Firmakeppnin hjá Mána var skemmtileg að vanda en ég stoppaði nú ekki lengi en nóg til þess að ná myndum af þeim hrossum og manneskjum sem ég þekki.Dætur hennar Guddu sýndu góða sýningu en móðurinni hljóp heldur betur kapp í kinn þegar sú eldri reið framhjá og spennan bar móðurina ofuliði og varð hún eldrauð af æsingi og fór að æpa á ungann sinn sem að missti hestinn eitt andartak upp en sú var nú fljót að laga það.Það er alveg á hreinu að næst ætla ég að smella líka myndum af foreldrunum alveg rígæstum yfir ungunum sínum og setja hér inná bullið mitt.

Mín er alltaf með einhverjar leiðindapestir og núna greip ég einhverstaðar ælupest.Ég hélt náttúrulega fyrst að ég hefði etið einhvern óþverra td verkjatöflurnar hans Hebba en svo var þetta bara pest.Það var ekki hátt á mér risið í fyrradag þegar að Stella og Valgerður komu en Valgerður var að sækja sér spæni sem við eigum sama í hlöðunni hjá mér.Ekki vildi ég nú viðurkenna að ég gæti ekki tekið á móti stelpunum sem voru komnar alla leið úr Grindavíkinni og hellti ég uppá kaffi og bauð þeim til stofu þarsem ég hlammaði mér niður í sófann og gat lítið mig hreyft eftir það.Monty Roberts var settur í tækið en ekki þótti okkur kallinn neitt voðalega mikið spennandi miðað við okkar reynslu í gegnum tíðina.Þóttumst við sjá í gegnum sum atriðin sem að byrjendur sjá ekki í gegnum og þykir manni það miður að sjá sum atriðin sem eru á diskinum eru mikið til sviðsett og líkast því þegar að sjónhverfingamenn eru að störfum.En þetta er víst bara mín skoðun og mikið gott ef að fólk getur lært eitthvað af Monty Roberts en ég er að hugsa um að losa mig við þessa diska mína sem ég hef ekkert með að gera.Þessi tamningaraðferð hefur verið stunduð hér á landi í áraraðir og lærði ég þessa aðferð gróflega af góðri vinkonu minni sem að var hjá hinum kunna hestamanni Ingimari Sveinssyni á Hvanneyri sem að lærði þessa aðferð hjá Monty en breytti ýmsu til betri vegar fyrir íslenska hestinn.Síðar fór ég sjálf með Hrók til Ingmars og lærði þar að beita þessari tækni og geri það enn með mjög góðum árangri.

Ég plataði Möggu með mér að kíkja á "skóginn"minn sem ég var að bauka við að gera fyrir 16-17 árum.Ég plantaði niður nokkrum grenitrjám og einhverju öðru sem ég fékk héðan og þaðan og með mikilli vinnu kom ég upp nokkrum trjám og þónokkru af allskonar gróðri uppí Miðnesheiðinni rétt hjá Mánagrundinni.Þarna vorum við dóttir mín að dunda okkur nokkur sumur og undum við okkur aldeilis vel þarna.Hún með skóflurnar og föturnar sínar á meðan mamman gróf og puðaði plöntunum niður um allt.Flestar plönturnar eru þarna ennþá en reyndar hurfu nokkuð margar plöntur eitt árið og voru skóflustungur um allt! En í dag þarf meira en stunguskóflu til að ná stærstu trjánum upp á auðveldann hátt.

01.05.2006 13:19

Nálin að koma!

Þá er maður farinn að sjá það á hrossunum að nálin er að gægjast uppúr jörðinni því að unghryssurnar eru ekki eins kjurar í rúllunni sinni og eru að þvælst um allt kroppandi og snöflandi eftir nálinni.Ég hélt í gær að þær væru heylausar sem þær eiga allsekki að vera því þær voru bókstaflega útum allt borandi nefinu ofaní hverja smugu en aldeilis ekki,það var hellingur eftir af rúllunni þeirra þegar að ég kom með aðra! En þarsem þær eru nú að stækka og þroskast þá skellti ég hinni rúllunni niður hjá þeim.Þær drekka ekkert smá af vatni en þær eru með fiskikar hjá sér sem að við fyllum reglulega og fara líklega cirka 3-4 kör á viku í þær og eru þær 7 þarna saman!

Í fyrradag vorum við kominn inn óvenjulega snemma og borðuðum á réttum tíma meira að segja.Góða gesti bar að (Ás)garði og voru það þau Boggi og Eygló og ekki má gleyma litla stubbnum honum Snúð sem að situr og liggur og bíður þolinmóður eftir því að tvífætlingarnir fái nóg af að tala um hesta og aftur hesta.Við Eygló gleymdum okkur alveg yfir Hrafnmessunni en það er svo þægilegt að geta horft á helstu viðburði í tölvunni með því einu að fara inná http://www.hestafrettir.is/ og sjá þar fullt af skemmtilegum viðburðum á vídeói.

Sama dag kom hann Eiríkur Hjalta og sótti sinn flotta stóðhest hann Stirni sem nú á að fara að temja.Í gær fór hún Grindavíkur-Skjóna heim til sín en hún fer að kasta og vitanlega vilja eigendur hennar fylgjast grant með henni og væntalegu folaldi.Það er alltaf spennandi að sjá þessi háfættu kríli bögglast af stað á sínu völtu fótum:))

Í gær rak ég kallinn minn í frí.Byssuvinir voru að fara í Svartfugl og ætlaði hann að vera heima að taka á móti fólki sem að á hér húsbíla og annað dót í geymslu en ég hélt nú að ég gæti afgreitt það á meðan hann færi með félögunum að veiða.Það er nú ekki svo ósjaldan sem að hann er búinn að trússa með mér á hestaferðalögum og þeytast í kringum mig í mínu áhugamáli.Svo er svo gaman að taka á móti kallinum sínum ferskum og þreyttum eftir að gera það sem að þeir hafa allir í genunum,að veiða og afla matar fyrir fjölskylduna.Það er á mismunandi hátt sem að þeir gera það hver og einn hvort sem það er í formi veiðibráðar,Bikars eftir íþróttaleik eða launaumslag eftir vinnuna.En allir koma þeir með eitthvað heim í kot.Það er í genunum að draga björg í bú bæði hjá mannfólkinu og dýrunum ef maður fer að hugsa það vel.

Ég afgreiddi í gær þónokkuð af dóti og gaf útiganginum.Þvínæst kláraði ég að slóðadraga bakkann og vona ég að hann grói upp í gengum sandinn í sumar en ég er ekkert alltof spennt að setja merarnar snemma á hann.Þeim þykir reyndar voðalega gott  að komast þarna niðureftir og kasta þar í friði og ró og verður það svo að vera áfram.Það má ekki loka fæðingardeildinni þeirra:))

Geldingarnir hér heima og stóðtittirnir voru heldur betur búnir að "taka til" í heimahesthúsinu í gær arg arg! Ég get sjálfri mér um kennt því ég hafði ekki loka hliðinu inná gang nógu vel og var sko stuð hjá þeim þar.Þeir lentu í óvæntri brauðveislu og voru búnir að rífa í sig fullan svartann brauðpoka og tæta heyið um allt og skíta um allann gang arg arg.Einsog við Magga og Inga gerðum allt voðalega fínt þarna um daginn! En svona er nú lífið og tek ég bara til aftur.

Núna ætla ég að skjótast útá Mánagrund og berja þar augum alla gæðingana í Firmakeppninni sem þar verða:))

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 339
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280912
Samtals gestir: 32732
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:42:56