Heimasíða Ásgarðs

15.05.2006 14:58

Hrókur orðinn spenntur!

Nú er Hrókur orðinn spenntur enda sagði ég honum að hryssur væru farnar að panta hjá honum pláss og núna er hann með allar græjur tilbúnar og hlaðnar í slaginn.Inga hennar Möggu gerði hann voðalega fínann í gær,spreyjaði,burstaði og fléttaði á honum taglið voða fínt .Merunum ætti nú að lítast vel á hann þegar að þær koma ef hann verður ekki búinn að velta sér uppúr næsta moldarflagi:))Fyrsta meri kemur á húsnotkun eftir nokkra daga og þá verður Hrókur færður í heimahesthúsið þarsem friður er fyrir hann og nýju kærusturnar undir mínu eftirliti of course .Svo fær hann að fara í merarnar niður á tún og bakka 1 Júní.

Engin hryssa er í köstunarstuði í augnablikinu en ég vildi óska þess að það ringdi því þær kasta frekar í rigningu en þurrki.Hebbi leit yfir öll hross í morgun þegar að hann gaf rúllurnar og var alltí rólegheitunum í öllum hólfum.Maður er orðinn svo spenntur að fá fleiri kríli,það er svo miklu meira gaman að sjá nokkur saman að leik.

Ég má ekki gleyma því að við fórum á svartfuglakvöld á Kjalarnesið á Laugardagskvöldið en Hebbi minn fór fyrst um morguninn í árlega Herrifflakeppni og sagðist hann ekki hafa fengið nein verðlaun en var svo að halda því leyndu að hann vann Gullið í 100 metrunum standandi með gamla Carl Gustav smíðaður 1916.Ég vissi ekki neitt um kvöldið,en samt voru allir að óska mér til hamingju með kallinn! Ég var alveg orðin kringlótt í framan  og það var ekki fyrren að verðlaunahafar voru kallaðir upp að Hebbi minn stóð upp og Gullið var hengt um hálsinn á honum og hann glotti ógurlega á frúna sína.Sko minn mann,þetta getur hann þó svo hann hafi ekki getað æft sig nema í rúmlega klukkustund fyrir mótið og hafði þá riffillinn gamli hangið inní skáp í heilt ár frá fyrra móti.

Fyrsti mófuglinn er orpinn í Ásgarðinum og nú er spurningin. Hvað þið eruð klár gott fólk! Hver á þessi egg???

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295145
Samtals gestir: 33894
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:15:35