Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2013 Desember

31.12.2013 23:47

Gleðilegt nýtt ár



Mynd: Gamlársdagur

Öll dýrin á bænum eru komin á sinn stað og eins örugg og hægt er og vonandi að vindáttin breytist því að sprengingarnar og lætin úr Kelfavík og Sandgerði óma hingað.Einn og einn getur ekki beðið og er að bomba upp dóti.

Enn halda Garðmenn í sér:)

Útigangurinn var færður á milli hólfa en það voru tilbúnar rúllur handa þeim inná Vinklinum svokallaða og færði ég vatnið líka yfir.Ein aðkomuhryssa þar er óróleg og líður illa yfir látunum og horfir stöðugt í átt að Keflavík.Hún röltir á milli hrossana í rúllunum og hnusar af þeim og lítur svo upp og er ekki alveg að skilja hversvegna allir eru að borða og enginn er að hafa neinar áhyggjur af skruggnum sem drynja í loftunum.

Á endanum þá kom hún greyjið röltandi til mín og vildi fá smá stuðing og eina sem ég gat gert var að klappa henni og tala rólega til hennar.
Folöldin standa áhyggjulaus við hlið mæðra sinna sem hafa fínar taugar á Gamlárskvöld en hér hefur stóðið alltaf staðið af sér lætin og ekki hreyft sig úr rúllunum nema í eitt skipti þegar að haginn fylltist af reyk en þá fóru þau aðeins af stað en engin með látum,voru aðallega hissa.

Ég tók inn nýju gestahrossin 5 og gaf vel á stallana og rúgbrauð ofaná.
Þau voru aðeins orðin spennt greyin og það þurfti svolítið til að koma þeim inn en hún Ólína reddaði þessu með mér og með hjálp brauðpoka:)
Núna hlusta þau á Bylgjuna og hafa ljós hjá sér í nótt.

Kindurnar fengu sinn mat og kanínurnar bæði hey og bygg.Hrókur og folarnir tveir þeir Lúxus og Nói eru komnir inní stíurnar sínar með heynet og gott í munn en þeir slá ekki hóf á móti smá brauði frekar aðrir hé á bæ.
Allir með ljós í því húsi og tónlistin var hækkuð aðeins í græjunum.

Þá er bara að fara að hugsa um matinn í okkur Hebba minn.

Myndafyrirsætan frá því áðan er hún Eldey frá Ásgarði.

Myndafyrirsætan frá því áðan er hún Eldey frá Ásgarði.

Gamlársdagur

Öll dýrin á bænum eru komin á sinn stað og eins örugg og hægt er og vonandi að vindáttin breytist því að sprengingarnar og lætin úr Kelfavík og Sandgerði óma hingað.Einn og einn getur ekki beðið og er að bomba upp dóti.

Enn halda Garðmenn í sér:)

Útigangurinn var færður á milli hólfa en það voru tilbúnar rúllur handa þeim inná Vinklinum svokallaða og færði ég vatnið líka yfir.Ein aðkomuhryssa þar er óróleg og líður illa yfir látunum og horfir stöðugt í átt að Keflavík.Hún röltir á milli hrossana í rúllunum og hnusar af þeim og lítur svo upp og er ekki alveg að skilja hversvegna allir eru að borða og enginn er að hafa neinar áhyggjur af skruggnum sem drynja í loftunum.

Á endanum þá kom hún greyjið röltandi til mín og vildi fá smá stuðing og eina sem ég gat gert var að klappa henni og tala rólega til hennar.
Folöldin standa áhyggjulaus við hlið mæðra sinna sem hafa fínar taugar á Gamlárskvöld en hér hefur stóðið alltaf staðið af sér lætin og ekki hreyft sig úr rúllunum nema í eitt skipti þegar að haginn fylltist af reyk en þá fóru þau aðeins af stað en engin með látum,voru aðallega hissa.

Ég tók inn nýju gestahrossin 5 og gaf vel á stallana og rúgbrauð ofaná.
Þau voru aðeins orðin spennt greyin og það þurfti svolítið til að koma þeim inn en hún Ólína reddaði þessu með mér og með hjálp brauðpoka:)
Núna hlusta þau á Bylgjuna og hafa ljós hjá sér í nótt.

Kindurnar fengu sinn mat og kanínurnar bæði hey og bygg.Hrókur og folarnir tveir þeir Lúxus og Nói eru komnir inní stíurnar sínar með heynet og gott í munn en þeir slá ekki hóf á móti smá brauði frekar aðrir hé á bæ.
Allir með ljós í því húsi og tónlistin var hækkuð aðeins í græjunum.

Þá er bara að fara að hugsa um matinn í okkur Hebba minn.



28.12.2013 00:45

Gestagangur í dag :)




Myndafyrirsæta dagsins er hann Bono gestahestur á kafi í rúllu í dag

Frekar kalt en stillt veður úti og gaman að anda að sér góða loftinu og vera útivið.
Kallinn gramsaði sem mest hann mátti eftir hinu ýmsu dóti inná verkstæði á meðan að ég fór með járnkarl og braut klakann ofanaf vatninu hjá gestahrossunum.
Þau fá vatn úti núna en ekki í hesthúsinu en við urðum að loka fyrir vatnið þar vegna þess að rör gaf sig og vatn flæddi um allt.

Mikill gestagangur í dag,fyrst komu hingað hestakallar og lítil dama með hest í kerru.

Næst komu þær systur Hebba Jóna og Kolla skoppandi og inn fórum við í kaffi og meðlæti sem samanstóð af allskonar öðru en jólamat sem maður er búinn að fá uppí kok af.Það er altaf gaman að fá gesti og mikið spjallað um liðna tíma og liðið fólk en bókin sem Krissa dóttlan mín gaf Hebba í Jólagjöf var dregin fram og auðvitað voru eyðibýlin skoðuð í krók og kima þarsem forfeður/mæður höfðu búið á.

Síðan drifum við okkur í útihúsin og það leið ekki á löngu þartil að næstu gestir ráku inn nefið og auðvitað voru þau dregin fram og aftur að skoða kindur,hesta og fugla.
Aftur inní kaffi eftir að gegninum lauk með gestina og þau voru rétt farin þegar að næsti barði að dyrum.

Við erum ekki vinalaus hér í sveitinni okkar:)

Takk allir fyrir innlit og útlit.

27.12.2013 00:21

Útigangi gefið og gestahross



Gáfum útiganginum og einnig 4 nýjum gestahrossum sem verða hér í stuttan tíma og verða þau við hesthúsið svo hægt sé að kippa þeim inn áður en flugeldalætin byrjar á Gamlárskvöld.

Settum líka inn rúllu í hesthúsið svo þau hafi nú eitthvað að maula á og svo munu þau hlusta á eitthvað kósý í útvarpinu þá nótt og hafa ljós hjá sér.

Aðal stóðið fékk bara tvær rúllur núna og gerðum við annað hólf tilbúið með 3 rúllum fyrir Gamlárskvöldið og það eina sem við þurfum að gera er að opna eitt hlið og hleypa þeim yfir,þægilegra verður það ekki og sparar rúnt á traktor í snjónum sem á að fara að kyngja niður um helgina og eftir helgi.

Ég var nú eiginlega að átta mig alveg á því í dag eftir 16 tíma svefn að ég er búin að vera drulluveik yfir hátíðirnar,var búin að gleyma því hvernig var að vera ekki veik.
En ég er komin á lappirnar og er að fá aftur styrk og það er bara gaman:)

Fengitíminn í fjárhúsinu ætti að vera að líða undir lok en núna kemur það í ljós hvort að dömurnar gangi upp eða ekki á næstu 14 dögum eða svo.

Fyrstu kindur fengu við hrút þann 14 desember fyrir utan eina sem var svo sniðug að troð sér undir hann Fána þarsem hann var bundinn og náði hún að fá sér gott í kroppinn og hefur ekki gengið upp mér vitandi.

Maður verður þá byrjaður á sauðburðarvakt yfir einni kind seinnipartinn í Apríl einsog ég ætlaði mér allsekki að gera.
Hinar ættu svo að byrja viku af Maí en þá er orðið svo miklu bjartara og hlýrra en í Apríl.

Við hjónin fengum okkur fish and chips í kvöld og var það alveg yndælt eftir allan hátíðarmatinn.
Auðvitað er maður búinn að ég á sig óþrif eða næstum því og gott að fá eitthað léttmeti í belginn.



Annars er allt voða gott og við bara í þessum venjulegu gegningum daginn út og daginn inn en það er frekar rólegt núna og ekki mikið um aukaverkefni á þessum árstíma.

Gestahross eru jú að streyma að en hér eru nokkur pláss laus fyrir gestahross í vetur (einnig styttri tímabil) og nóg hey þannig að ef þið viljið fá pláss fyrir gæðinginn/ana þá er bara um að gera að hafa samband:)

18.12.2013 23:56

Fljúgandi hálka og útigangi gefið


Mynd: Fljúgandi hálka í dag og gekk ég um einsog mörgæs til að detta ekki í hálkunni.
Gáfum útiganginum nokkrar rúllur og fylltum svo á fjárhúsið svo að það verði ekki rúllulaust þar yfir hátíðirnar.

Hrútagormarnir þeir Fáni og Stóri Stubbur eru samviskusamlega að setja lömb í kindurnar sem var deilt niður á þá.
Allt uppá gamla mátann í ár,tími ekki að láta svampa,það er orðið svo dýrt!
1.200- kall á kindina fyrir utan akstur hingað.
Seinkaði sauðburðinum þannig að fyrsta kind á að bera í kringum 7 Maí.Svo bara bera þær koll af kolli.

Eitthvað er að verða lítið til af kanínuungum en það fóru ung kynbótadýr bæði norður í land og lengst austur á Dalatanga.
Ég taldi það sem er tilbúið til sölu núna af Rexunum og eru það ekki nema 1 Orange Rex högni-1 Opal Rex högni-2 Opal Rex læður.

Af holdakanínum eru bara til 1 silfurlitaður högni og bróðir hans svartur að lit.
2 hvítir blendingar af angóra og holdakyni er einnig til sölu og annar er alveg einstaklega skemmtilegur karakter.
Eitt got er svo enn of ungt til að fara á sölulistan en það verður núna fljótlega.

Hænurnar eru að fara á fullt í varpinu og keyptum við nýtt voða flott fóður handa þeim sem heitir Gold Mix og nú bíð ég bara eftir því að það detti úr þeim eitt og eitt gull egg.
Þær eru himinlifandi með nýja fóðrið en það gengur hraðar á það í matardöllunum heldur en gamla fóðrið.
Nú bíð ég svo bara spennt eftir því að geta boðið þeim líka uppá íslenskt ræktað bygg en það bara hlýtur að fara að koma sekkur frá vinum mínum á Snæfellsnesinu blink blink :) 

Hrókur og tittirnir uppfrá hafa það bara fínt og eru annaðhvort útí rúllu eða inni að að nasla í sig heyi,fer bara eftir veðri hvort þeir eru úti eða inni blessaðir.
Gaman að sjá þá veturgömlu hvað þeir blása út og stækka!
Myndafyrirsætan í kvöld er hann Biskup minn heitinn bróðir hans Hróks en var þetta minn aðalreiðhestur í mörg ár og mikill dekurdrengur hjá mér:)
Ég hef stundum haldið því að að þessi hestur hefði mannsvit,hann var rosa klár í kollinum og frábær félagi.Feiknaklár á ferðalögum og eitthvað var ég nú að spreyta mig á honum á keppnisvellinum en hann var bara of viljamikill og ör í svoleiðis verkefni.
Sá gat nú stikað á á brokkinu þegar að hann loksins gaf það fyrir æsing og svo þeyst áfram á botnlausu tölti sem var hans aðalgangur sem hann kaus sjálfur!
Biskup og Súsý litla
Fljúgandi hálka í dag og gekk ég um einsog mörgæs til að detta ekki í hálkunni.

Gáfum útiganginum nokkrar rúllur og fylltum svo á fjárhúsið svo að það verði ekki rúllulaust þar yfir hátíðirnar.

Hrútagormarnir þeir Fáni og Stóri Stubbur eru samviskusamlega að setja lömb í kindurnar sem var deilt niður á þá.
Allt uppá gamla mátann í ár,tími ekki að láta svampa,það er orðið svo dýrt!
1.200- kall á kindina fyrir utan akstur hingað.
Seinkaði sauðburðinum þannig að fyrsta kind á að bera í kringum 7 Maí.Svo bara bera þær koll af kolli.

Eitthvað er að verða lítið til af kanínuungum en það fóru ung kynbótadýr bæði norður í land og lengst austur á Dalatanga.
Ég taldi það sem er tilbúið til sölu núna af Rexunum og eru það ekki nema 1 Orange Rex högni-1 Opal Rex högni-2 Opal Rex læður.

Af holdakanínum eru bara til 1 silfurlitaður högni og bróðir hans svartur að lit.
2 hvítir blendingar af angóra og holdakyni er einnig til sölu og annar er alveg einstaklega skemmtilegur karakter.
Eitt got er svo enn of ungt til að fara á sölulistan en það verður núna fljótlega.

Hænurnar eru að fara á fullt í varpinu og keyptum við nýtt voða flott fóður handa þeim sem heitir Gold Mix og nú bíð ég bara eftir því að það detti úr þeim eitt og eitt gull egg.
Þær eru himinlifandi með nýja fóðrið en það gengur hraðar á það í matardöllunum heldur en gamla fóðrið.
Nú bíð ég svo bara spennt eftir því að geta boðið þeim líka uppá íslenskt ræktað bygg en það bara hlýtur að fara að koma sekkur frá vinum mínum á Snæfellsnesinu blink blink

Hrókur og tittirnir uppfrá hafa það bara fínt og eru annaðhvort útí rúllu eða inni að að nasla í sig heyi,fer bara eftir veðri hvort þeir eru úti eða inni blessaðir.
Gaman að sjá þá veturgömlu hvað þeir blása út og stækka!
Myndafyrirsætan í kvöld er hann Biskup minn heitinn bróðir hans Hróks en var þetta minn aðalreiðhestur í mörg ár og mikill dekurdrengur hjá mér:)
Ég hef stundum haldið því að að þessi hestur hefði mannsvit,hann var rosa klár í kollinum og frábær félagi.Feiknaklár á ferðalögum og eitthvað var ég nú að spreyta mig á honum á keppnisvellinum en hann var bara of viljamikill og ör í svoleiðis verkefni.
Sá gat nú stikað á á brokkinu þegar að hann loksins gaf það fyrir æsing og svo þeyst áfram á botnlausu tölti sem var hans aðalgangur sem hann kaus sjálfur!

15.12.2013 23:46

Tíkunum mikið mál :)




Það er ekkert eins hressandi einsog að og vera vakin af tíkunum hálf sjö á Sunnudagsmorgni og þurfa að fara út á inniskónum og náttslopp útí kafasnjó til að hleypa þeim út að pissa og gera númer tvö.Eitthvað fékk Buslan mín of mikið að borða í gær og lét vita með háværu gelti að nú þyrfti hún út og það strax! Sú gamla arkaði útí snjóinn með nýju jólaklippinguna sína sem hún fékk í gær og var lengi lengi að finna hentugan stað fyrir þessa athöfn á meðan að hinar tvær þustu út og aftur inn með hraði.Þær vita svosem af gotterýi í bílskúrnum sem þær fá í verðlaun fyrir að koma strax tilbaka þessar elskur

Fyrirsæturnar á myndinni eru Busla mamman bráðum 15 ára og dæturnar Skvetta 10 ára og Súsý 6 ára.

10.12.2013 00:05

Kláruðum að ormahreinsa stóðið



Í dag fékk ég góða hjálp við að klára að ormahreinsa stóðið en folöldin geta alveg staðið í manni þegar að maður er einn að þessu.
Boggi og Eygló komu einsog hendi værir veifað og kláruðum við trippin og gelddótið og svo voru folöldin tekin í restina.
Fullorðnu hryssurnar kunna þetta allt saman utanað og sumar eru farnar að hrifsa með munninum í sprautuna til að ljúka þessu af sem fyrst.
Ein gerði sér lítið fyrir og beit framan af sprautunni en puttarnir á mér sluppu.
Næst voru það folöldin og rákum við tvö og tvö saman uppá tökubásinn góða inní hesthúsinu.
Þarna vor allavegana útgáfur af folöldum sem að sprikluðu svolítið og reyndu að malda í móinn og svo önnur sem fóru að hrína af hræðslu þegar að þau áttu að opna munninn og taka við ormalyfinu.Mikið agalega geta þessi grey orðið hrædd og að heyra folald hrína stingur mann í gegnum hjartað.Það mætti halda að þessu grey hafi ímyndað sér logandi heitt grillið handan við hesthúshornið!
En takk innilega elsku Boggi og Eygló,þið eruð alveg ótrúlega bóngóð og yndislegt fólk :) !

09.12.2013 23:52

Nói og Lúxus ormahreinsaðir og teknir á hús


Nói frá Ásgarði for sale

Ég tók hrossin heim í dag og tók þá félagana Lúxus og Nóa úr og gaf ormalyf og skutlaði þeim svo uppá hestakerru og ók þeim uppí stóðhestahús.

Nú er Hrókur ekki lengur eini hesturinn í húsinu með kindunum og það verður mikill munur að geta haft þessa tvo fola þarna til að tuskast í honum gamla og hreyfa hann aðeins til.
Við Hebbi minn gáfum svo öllum að borða og settum hann Fána í krónna hjá kindunum að leita en það var einungis ein núna blæsma en það var gimbur frá í vor sem á ekki að fá hrút heldur stækka og verða að veglegri kind.

Fáni efstur á vinsældarlistanum um daginn :)

Fáni er orðinn mikið meira taminn og gaman að honum.

Bíður alveg rólegur á meðan að Hebbi setur á hann strigavörnina og dillar dindlinum af og til en hann elskar allt klapp og klór.
Eftir gegningar uppfrá þá fór ég niður í heimahesthús og kallaði inn nokkrar merar og ormahreinsaði þær og snyrti taglið á þeim fyrir veturinn.
Það léttir á morgundeginum en þá ætla ég að klára að gefa inn ormalyf og opna fyrir þeim inná vetrarhagann.
Ég var búin með 8 stykki þegar að síminn hringdi en það vantaði hrút til láns í eitt fjárhúsið og auðvitað var Fáni leiddur uppá kerruna hjá maninum og núna er hann alveg örugglega alsæll með sig án nokkurra varna að búa til lömb.
En meðan að ég man þá ormahreinsaði ég:
Rjúpu
Stórstjörnu
Hyllingu
Lotningu
Fjalladís
Von
Eðju
Mist

06.12.2013 23:02

Hitnar í kolunum í fjárhúsinu


Það er ansi hreint erfitt að vera hrútur í Ásgarðinum í dag.

Maður er einsog smákrakki í dótabúð og má bara horfa en ekki snerta dæsti hann Fáni Borðason!

Aumingja Fáni er búinn að leita að tilkippilegum dömum fyrir mig síðustu dagana og ég færi þær inná dagatalið sómasamlega svona til að auðvelda mér eftirleikinn þegar að byrjað verður að hleypa til hér.
Fyrst var ég með hann í bandi og kenndi honum að teymast og það er komið svona nokkurn veginn hver ræður stefnunni og hraðanum.Stundum er hann fullviljugur áfram eða leggst bara niður!

En allt er þetta að koma og nú er hann hann hættur að henda sér niður og er farinn að þekkja rútínuna.
Var bundinn fastur inni hjá dömunum sem tróðust hver um aðra þvera að komast að honum.
Hermína var nú svo lúnkin og áköf að hún og Fáni sneru aldeilis á kellinguna og sveindómurinn fauk útí buskann fyrir augunum á mér áður en ég gat brugðist við!
Of langt í spottanum og ég ekki á verði.............!

En svo kom til mín lítill ljóshærður fugl og hvíslaði að mér þægilegri aðferð fyrir alla aðila sem ekki á að bregðast ef rétt er farið að.

Fáni var tekinn útúr stíunni sinni í dag og settur á hann strigapoki sem getnaðarvörn og var svo sleppt í og dömurnar í ullarpilsunum misstu allt niður um sig og tróðu hann næstum niður.

Aumingjans Stóri Stubbur minn og Melur frá bara að horfa á lætin í gegnum rimlana úr sinni stíu og svo fá þeir hetjusögurnar þegar að hann Fáni kemur tilbaka,held að hann segi þeim nú kannski ekki alveg satt stundum og stórýki á köflum í kvennamálunum.

En til að týna ekki dögunum hjá dömunum þá ætla ég að setja þá hér inn fyrir augun á alþjóð því ég er svo fljót að fletta þeim upp hér eða láta fletta þeim upp fyrir mig ef ég er ekki nærri tölvu.

 30 Nóv-1 Des Bondína
1 Des Bondína 2023-2003
2 Des 2003-
3 Des Brynja B-Gráhyrna-1017
4 Des Hermína-1028-Sibba Gibba
5 Des 1028-Heba-Kráka-Sibba G -2011
6 Des Rifa - Kráka - 9007
7 Des 9007-Rifa
8 Des
9 Des
10 Des
11 Des
12 Des 2005 (Frekja)
13 Des

Ballið byrjað með ullarpylsaþyt:)

14 Des Fáni fékk 2034 (Rita)
14 Des Stóri Stubbur fékk Forystu og Evru.



03.12.2013 00:14

Aligæsirnar

Nú var komið að því að gera tilraun til að veiða aligæsirnar okkar sem struku frá okkur fyrir 6 vikum og flögruðu sér yfir á tjörnina rétt fyrir utan Sandgerði og komu sér fyrir útí hólma þar.
Við erum búin að vera dugleg við að fóðra þær þarna og spekja og fyrir nokkrum dögum settum við upp risastórt búr og gáfum þeim brauð inní það og þegar að þær voru orðnar voða öruggar með sig inní búrinu var ákveðið að nú skildum við gera tilraun að ná þeim.



Og það tókst í dag,þær komu hlaupandi einsog vanalega þegar að þær sáu bílinn koma keyrandi að tjörninni og Hebbi gaf brauð inní búrið og inn runnu þær og átu og átu brauð.

Svo kippti kallinn í spottann og hliðið lokaðist á eftir þeim.
Við vorum rétt búin að loka og tryggja að hurðin opnaðist ekki þegar að brást á með þvílíku hagléli og látum.


Ég fór svo inní búrið og gómaði þær og var það miklu minna mál en ég hélt.
Þær lögðust bara niður greyin og biðu eftir því hvað verða vildi.

Svo settum við þær í stórt hundabúr uppá pikkupinn og ókum heim.


Það var ekki spurning að nú skildu þær inn í stóðhestahús og Hrókur kallinn sem átti að fá sína spez stíu varð að víkja en hann er í næstu stíu við hliðina á þeim og væntanlega geta þær sagt honum frá ævintýrum sínum þegar að við heyrum ekki til.

Ég ákvað að það fyrsta sem gert yrði væri að vængstýfa þær og ég hætti ekki fyrren ég fann viturlega aðferð á youtube þarsem dýralæknir sýndi bestu aðferðina við að vængstýfa.

Svo var bara að klippa og vanda sig voða vel og líta þær allsekki út fyrir að hafa misst megnið af vængfjöðrunum sínum eftir klippinguna en þær fjaðrir eru farnar sem þær nota til að hefja sig til flugs.


Set hér inn að gamni youtube myndbandið því það kemur stundum fyrir að fuglar eru vængstýfðir á vitlausan hátt og skaðast þeir stundum ansi illa en þetta er ekki eins flókið og maður hélt og fer ekki illa með fuglana á nokkurn hátt.
Hann talar um að taka af báðum vængjum til að fuglinn haldi áfram ballans og svo á að skilja eftir nokkuð af fjörðum næst fuglinum (næst búknum) svo að klipptir fjaðurstafir meiði þá ekki og svo á allsekki að taka ystu 2 fjaðrirnar af.
Við ákváðum að halda 3 ystu á okkar fuglum.
Og núna eru þær mun léttari heldur en þær komu til okkar en með nægu fóðri og atlæti náum við þeim aftur upp í fyrri þyngd því það vantar ekki matarlysinna í þau blessuð hjónin:)
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 283
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280856
Samtals gestir: 32716
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:15:56