Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2016 Desember

07.12.2016 15:47

Steypuvinna og slagsmál

Nóg að gera í sveitinni,ég sá um allar skepnur í dag en kallinn var í steypuvinnu hjá góðum granna.

Mjölnir lambhrúturinn sem ég hef haft áhyggjur af eftir slagsmál við Svan og svo var Skúmur að herja á hann líka varð heldur betur montinn í dag þegar að ég hleypti inn öllum kindunum 23 og beinustu leið inní krónna hjá honum.

Sá hrökk í gang,hann hentist á eftir dömunum og skoðaði í krók og kima og þreifaði fyrir sér í kvennamálunum og meira að segja prófaði að skreppa á bak við lítinn fögnuð þeirra.

Hann hefur ekki viljað skoða neinar dömur í gegnum grindurnar þegar að honum hefur verið hleypt fram á gang og hefur haldið sig til hlés.

Mér leist satt að segja ekkert á hann og taldi að hann hefði laskast í hálslið en hann hefur hegðað sér sérkennilega þartil í dag.

Jæja,hann er þá í lagi blessaður og kemur til með að virka eftir helgina en þá er kominn tími á dömurnar að fá hrút.

 

Hænur og endur fengu furuflís undir sig og hálm,einnig gimbrarnar og hrútanir hver í sína stíu.Allir fengu matinn sinn og drykkinn sinn og ég var búin að öllu um sexleytið.

Kíkti á steypukallana en þeir voru búnir að vera í einhverju brasi og var þetta tóm steypa hjá þeim og vesen.

Ég hentist heim að elda oní þá kindabjúgu með alles + sviðasulta á kantinum og grjóni í sparifötum með rjóma takið eftir í eftirrétt.

Þeir komu svo inn í mat um níuleytið í kvöld alsælir búnir að hræra nokkrar hrærur og allt gekk vel.

Ætla að setja inn myndband af aliöndunum þramma inn í kvöld en mér rétt tókst að furuflísa undir þær og gefa korn í dallana áður en þær komu inn rétt fyrir myrkur einsog þær ávallt gera þessar elskur :)

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213844
Samtals gestir: 24505
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 02:44:24