Heimasíða Ásgarðs |
||
Færslur: 2008 Desember31.12.2008 01:30Gleðilegt nýtt ár og þökkum liðið
James Bóas Faulkner tamingarmaðurinn hans og þjálfari kíkti svo í gær og brá sér á bak honum svona til að sýna breytinguna á klárnum. Svei mér þá ef að það er ekki kominn heim nýr og sáttari Hrókur! Allt annað að sjá klárinn en aðalvandræðin voru hve hvekktur hann var í beisli en allt er þetta á góðri leið með að vera gleymt og grafið það sem skeði í frumtamningunni. Ég bjóst nú við að fá klárinn góðann til baka en ekki svona góðann! Núna þarf ekki að setja sérstök mél uppí hann,nánast hægt að nota hvað sem er Viljinn er allt annar og núna þorir hann og getur hugsað áfram en það var voðalega mikið vandamál að fá hann til að hætta að hugsa um tunguna sem var á flótta uppí kok af og til og núna horfir klárinn fram en ekki uppí loft! Gleðin skín af honum í reið hvort sem er frá húsi eða heim Takk æðislega James fyrir að koma til baka með nýjan hest handa mér Og takk fyrir allt hrósið um klárinn og frábæra tamningu og umhirðu Nú er bara að drífa sig í Mosfellsveitina og sækja hnakkinn úr viðgerð til Helgu Skowronski og fara að ríða út af alefli þegar að veður leyfir. Gleðilegt Nýtt ár elskurnar mínar og takk kærlega fyrir allt gamalt og gott á því gamla. Skrifað af Ransý 24.12.2008 15:45GLEÐILEG JÓL
Skrifað af Ransý 20.12.2008 21:59Hrókur að koma heim og hestakúnstirHér er allt í rólegheitunum,kallinn búinn að vera inni lasinn í heila viku og ég séð um öll verk úti á meðan. Skrifað af Ransý 17.12.2008 15:03Jólabakstur og snjór:)Ég og dóttirin tókum okkur til um daginn og bökuðum nokkrar sortir svona til að fá smá jólafíling í sálina. Nú er snjór yfir öllu og allt miklu bjartara þrátt fyrir skammdegið og finnst mér altaf miklu skemmtilegra að fara út og gefa útiganginum í snjó en þegar að snjólaust er í haganum þeirra. Allt er svo miklu hreinna og fallegra. Farin út að gefa blessuðum skepnunum. Hafið það gott þartil næst elskurnar mínar. Skrifað af Ransý 14.12.2008 20:04Nýtt netfang/new e-mail adress!!
Skrifað af Ransý 14.12.2008 00:28Kalt en stillt veður
Annars er ekkert yndislegra en að vera vel klæddur í kuldanum innanum stóðið og heyra hvernig marrar í snjónum undan fótunum á mönnum og skepnum. Eitt hrossið enn var að seljast og nú var það hún Vænting Hróksdóttir en hún fer til Ameríku. Þetta kom nokkuð óvænt upp en það droppaði hér inn ein amerísk dama og þó Vænting hafi ekki verið á sölulistanum þá endaði þetta svona. Vona að hryssan verði okkur til sóma í það hlutverk sem henni er ætlað og efast ég ekki um það. Þæg hross og geðgóð er það sem stærsti hluti markaðarins biður um,ekki verra ef það er líka með flottan lit. Annars er lítið að frétta,jú allar kindur eru búnar að fá gott í kroppinn og sumar báðum megin Eða gott báðum megin segja þeir sumir/ar en hrússi gaf sér lítinn tíma til að éta á meðan kindurnar röðuðu sér á garðann í ilmandi tugguna hehehehehe.............. Skrifað af Ransý 10.12.2008 16:12First prize mares (pregnant:) for sale!
Hún er fylfull við Glotta frá Sveinatungu. Möguleiki er að kaupa helminginn í hryssunni eða alla. Very beautiful 1.prize breeding mare for sale. Her father is Þokki from Garði. Her riding abilities is 8.40 and total 8.35 In foal by from Glotta from Sveinatungu. It is possible to buy half share. Glæsileg brún 1. verðlauna alhliða hryssa til sölu undan Andvara frá Ey. Er með 8.34 fyrir hæfileika og 8.09 aðaleinkunn. Hún er fylfull við Ægi frá Litla landi. Möguleiki er að kaupa helminginn í hryssunni eða alla. Very beautiful 1.prize breeding mare for sale. Her father is Andvari from Ey. Her riding abilities is 8.34 and total 8.09 In foal by from Ægi from Litla landi. It is possible to buy half share. Skrifað af Ransý 07.12.2008 22:41Fengitíminn hafinn í Ásgarðinum
Hann þurfti nú að hafa svolítið fyrir þessu fyrst strákurinn því það var biðröð eftir þjónustu hans og kindurnar slógust um athyglina. Dóra var langflottust og varð hún þess aðnjótandi að svipta hann drengdómnum,næst var hún Karen kind,næst 26 gamla og þá varð hann aðeins að fá að pústa á meðan ég tók þær frá. Þær hegðuðu sér einsog konur á kjólaútsölu! Hringhyrna fékk svo gott í kroppinn og var tekin frá en þá var hún Forysta ein eftir og hún var sko vitlaus! Stillti sér svo voðalega fínt með afturendann útí horn og dillaði dindlinum með vonarblik í augum! Hún vissi ekki hvað hún var að biðja um enda aldrei fyrr verið við hrút kennd Við urðum að gefa þeim hey og smá fóðurbæti í stall svo hún sneri nú rétt og hrússi gæti nú komið lambi í hana. Þetta gekk ekki alveg jafnvel og með hinar,hrússi orðinn hálfþreyttur og Forysta alveg skelfilega háfætt! En það gekk (að ég tel:) og Flankasonur fékk að hitta allar dömurnar fimm og þá varð nú veisla skal ég segja ykkur! Á morgun fær hinn helmingurinn af kindunum hrút en þá verður búið að lemba 10 ær skulum við ætla og er það flott tala. Nú svo erum við með 4 ungar dömur sem ætla að hugsa bara um að stækka áður en þær fá hrút. Skrifað af Ransý 04.12.2008 22:42Bubbi byggir í Ásgarði:)Jæja elskurnar mínar.Eruð þið ekki orðin "svöng" í hestablogg Þetta er nú ekki besti árstíminn til að fara út með cameru og taka myndir. Djö..........var nú kalt! Puttarnir voru næstum dottnir af mér! Hrossinn eru öll komin á fulla gjöf.Við byrjuðum að hára í þau þann 16 Nóvember en þá fengu þau eina rúllu útrúllaða svo allir kæmust vel að heyinu. Ég hef mikið gaman af því að fylgjast með hegðun þeirra í heyinu,sum hafa nóg pláss í kringum sig og passa vel uppá sína tuggu á meðan aðrir standa þétt saman og deila henni með sér. Þau eldri eru yfirleitt síðust að eða þau sem hafa ekki alveg kjarkinn í lagi. Þá er um að gera að hafa gott bil á milli rúllanna og stoppa aðeins og fylgjast með. Hér á hlaðinu eru fullt af Bubba Byggjum þessa dagana! Hebbi byggir,Óskar Byggir og Addi Byggir hamast sem mest þeir mega við að klára frágang við Verkstæðið sem nú er orðið fokhelt og farið að nýtast við allskonar verkefni einsog að svíða sviðin og gera við tól og tæki hér á bæ. Haltur dregur blindann Stóra Grafan er komin í lag en þær báðar biluðu um daginn. Óskar Byggir var nú ekki lengi að laga hana og sækja hina litlu sem nú kúrir inní hlýjunni í verkstæðinu og bíður viðgerðar. Allir Bubbarnir eru nefnilega á fullu að laga til í kringum verkstæðið.Gera aðkomuna snyrtilega og útbúa flott plan. Það eru komin útiljós! Vei.........og þau nýtast mér vel við hesthúsið á veturnar í myrkrinu. Bubbarnir eru líka búnir að grafa fyrir nýrri lögn fyrir vatnið niður eftir til hestanna í vetrarhaganum. Sú gamla var orðin léleg og gott að vita af nýrri lögn. Nú svo er verið að henda á fullu allskonar drasli sem enginn hefur not af. Gaman gaman...................... Hrossin halda áfram að seljast og í dag seldist eitt af trippunum hans Vals vinar okkar sem kennir sín hross við Víðihlíð. Hér er síðan sem ég er að klambra saman fyrir hann í rólegheitum. Kvitta takk fyrir í gestabókina elskurnar mínar
Skrifað af Ransý 04.12.2008 00:24Flott Jólalag!Frábært Jólalagið 2008 frá Baggalút! Og textinn snilld Allflestar útgönguspár Allt þetta útrásarpakk Það koma vonandi jól Við áttum íbúð og bens En nú er allt þetta breytt og eftir er Það koma vonandi jól Það koma vonandi jól Það koma vonandi jól Skrifað af Ransý 02.12.2008 13:45Loðkanínu Sigrún:)!
Skrifað af Ransý
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is