Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2008 Desember

31.12.2008 01:30

Gleðilegt nýtt ár og þökkum liðið


Smá montblogg svona síðasta daginn fyrir áramótin.

Hrókur kom heim rétt fyrir hátíðirnar og var hann í fantaformi og leit afskaplega vel út eftir Hóladvölina enda allt þar á bæ til fyrirmyndar emoticon .

James og Hrókur.

James Bóas Faulkner tamingarmaðurinn hans og þjálfari kíkti svo í gær og brá sér á bak honum svona til að sýna breytinguna á klárnum.

Svei mér þá ef að það er ekki kominn heim nýr og sáttari Hrókur! Allt annað að sjá klárinn en aðalvandræðin voru hve hvekktur hann var í beisli en allt er þetta á góðri leið með að vera gleymt og grafið það sem skeði í frumtamningunni.

Soldið blörrað, birtan alveg skelfileg og rigning emoticon .

Ég bjóst nú við að fá klárinn góðann til baka en ekki svona góðann!

Engar þyngingar til að ýkja fótaburðinn emoticon mont mont.
Eruði nokkuð að fara að emoticon híhíhí.....það er hollt og gott að vera ánægður með sitt.

Brokkið er svakalega gott í klárnum.

Núna þarf ekki að setja sérstök mél uppí hann,nánast hægt að nota hvað sem er emoticon .

Viljinn er allt annar og núna þorir hann og getur hugsað áfram en það var voðalega mikið vandamál að fá hann til að hætta að hugsa um tunguna sem var á flótta uppí kok af og til og núna horfir klárinn fram en ekki uppí loft!

Gleðin skín af honum í reið hvort sem er frá húsi eða heim emoticon .Frábært!!!

Takk æðislega James fyrir að koma til baka með nýjan hest handa mér emoticon .

Og takk fyrir allt hrósið um klárinn og frábæra tamningu og umhirðu emoticon .

Nú er bara að drífa sig í Mosfellsveitina og sækja hnakkinn úr viðgerð til Helgu Skowronski og fara að ríða út af alefli þegar að veður leyfir.

Ekki þýðir að láta Hrókinn rykfalla útí rúllu eftir að fá hann svona fínann og flotta heim!

Gleðilegt Nýtt ár elskurnar mínar og takk kærlega fyrir allt gamalt og gott á því gamla.

Og gleymum ekki að skilja eftir ljós í hesthúsunum annað kvöld/nótt og ekki verra að hafa útvarp í gangi.

Þá verða skepnurnar síður varar við lætin í okkur mannsfólkinu emoticon !

24.12.2008 15:45

GLEÐILEG JÓL


Þá er aðfangadagur runninn upp og allir að hamast við að klára hvað sem hver einn gerir að markmiði sínu fyrir klukkan 18:00 á aðfangadagskvöld.

Það má segja að það fari svona cirka 2 dagar í jólaundirbúning hjá okkur en ég og dóttirin skruppum í höfuðborgina fyrir stuttu og byrjuðum að versla lítilræði af gjöfum.

Nú svo á Þorláksmessunni er vaninn hjá mér að versla allan matinn,klára gjafir og keyra þeim út.

Allt gekk þetta frábærlega vel og það sem gleymdist að versla verður bara að vera gleymt og hana nú.

Það sem skiptir mestu í mínum huga er að geta sest niður og borðað góðan mat í faðmi fjölskyldunnar og allt skal þetta vera samkvæmt reglu en dóttirin sér um að halda þeim öllum í heiðri hér á bæ.

Eftir matinn verður að vaska upp og ganga frá en svo hefst upplestur jólakorta.

Það hefur verið siður hjá okkur að rífa ekki upp jólakortin fyrren á þessum tímapunkti og dóttirin rígheldur í þessar hefðir.
Nú þá er að opna gjafir og góð bók er eitthvað sem ég get sökkt mér ofaní í.

Nú og auðvitað eitthvað tengt hrossum sem bregst ekki um hver Jól.

Kallinn minn kæri er í útiverkunum en ég sit hér bara og pikka á bloggið mitt þegar að ég á að vera önnum kafin við að hefja eldun á matnum en allt hefur þetta sinn tíma.

Ég vil óska ykkur öllum Gleðilegra Jóla og þakka ykkur öllum fyrir innlit og comment á síðuna mína.

Það er mikils virði að vita af ykkur öllum þarna úti vinum mínum og hefur mér þótt afar vænt um hvernig skemmtilegur kjarni af fólki hefur myndast um síðuna mína.

Hafið þið það sem allra best og við hér í Ásgarðinum sendum ykkur öllum ósk um Gleðilega Hátíð.

20.12.2008 21:59

Hrókur að koma heim og hestakúnstir

Hér er allt í rólegheitunum,kallinn búinn að vera inni lasinn í heila viku og ég séð um öll verk úti á meðan.
Ekkert mál þarsem veðrið er búið að vera ágætt.

Vinkonurnar Litla Löpp frá Galtanesi og Freisting frá Laugabóli að kljást í kuldanum.

Um daginn ákvað ég að gerast voðalega sniðug til að spara mér vinnu við útiganginn yfir hátíðarnar en vanalega eru gefnar nokkrar rúllur útí einu og hrossin látin klára og anda svo í einn sólahring og þá er gefinn aftur sami skammtur af rúllum.

Mín fór og gaf skammtinn og lokaði svo hliðinu og gaf annan skammt í annað hólf og þá þarf ég bara að opna það hlið fyrir hrossunum næst og taka plastið af og slepp við að sækja traktorinn útí hús og opna og loka hundrað hliðum eða svo fram og til baka.
Er ég ekki sniðug emoticon

Hrókur elsku kallinn minn er að koma suður eftir veru sína á Hólum.
Það hefur gengið afskaplega vel með klárinn að öllu leyti nema einu,hann vill ekki alveg gleyma því að í frumtamningu varð hann fyrir skaða í munni og það er ekki afturkallanlegt úr hausnum á honum.
En það er nú eitthvað sem ekki erfist frá honum enda eru þau 12 stykki sem búið er að temja undan honum öll mjög góð í beisli og engin beislisvandamál þar í gangi.

Lóa og Sigrún að ég held í 3 skipti í reiðtúr.

Sú yngsta 3ja á fjórða er Lóa Hróksdóttir sem fór utan í bumbunni á mömmu sinni og fæddist hún í Danmörkunni hjá eiganda sínum henni Sigrúnu (minni:).
Alltaf gaman að fá sendar myndir af "ömmubörnunum"!

EN talandi um tamningar!
Kíkið á þennan dúdda og hestinn hans sem Íris sendi mér!
Slef...... ertu ekki að grínast emoticon !!!


17.12.2008 15:03

Jólabakstur og snjór:)

Ég og dóttirin tókum okkur til um daginn og bökuðum nokkrar sortir svona til að fá smá jólafíling í sálina.

Ég og dóttirin að mála á kökur emoticon gaman gaman!
Mikið var gaman hjá okkur og vorum við að til 03:00 um nóttina líkt og alvöru bakarar en reyndar byrja þeir kannski á öðrum enda sólahringsins svona um það leytið sem við vorum að fara að sofa emoticon .

Dóttirin á nú mestann heiðurinn að bakstrinum emoticon klapp fyrir henni.

Nú er snjór yfir öllu og allt miklu bjartara þrátt fyrir skammdegið og finnst mér altaf miklu skemmtilegra að fara út og gefa útiganginum í snjó en þegar að snjólaust er í haganum þeirra.

Allt er svo miklu hreinna og fallegra.


Biskup að tala við Dúfu frá Ásgarði.



Snæugla sem fer utan í byrjun Janúar til nýrra eigenda.

Farin út að gefa blessuðum skepnunum.

Hafið það gott þartil næst elskurnar mínar.
emoticon 

14.12.2008 20:04

Nýtt netfang/new e-mail adress!!


Nýtt netfang elskurnar mínar!

New E-mail adress

ransy66@gmail.com








Hér er frábært lag frá Frostrósunum sem kemur mér í sannkallað Jólastuð!
Á morgun skal bakað emoticon  í fyrsta sinn í mörg herrans ár 
en hingað til hefur mér gengið ágætlega að bera smákökurnar heim úr búðinni emoticon .
Það er bara kominn heilmikill jólahugur í mann og bara gaman að vera til!
Knús til ykkar allra þarna úti emoticon 
 

14.12.2008 00:28

Kalt en stillt veður


Það var kuldalegt en yndislegt veður þegar að ég gaf útiganginum í dag.
Í norðri skein tunglið og í suðri skein sólin á bakvið ský á tímabili.....skrítið.

Annars er ekkert yndislegra en að vera vel klæddur í kuldanum innanum stóðið og heyra hvernig marrar í snjónum undan fótunum á mönnum og skepnum.

Vænting í dag við hlið Rjúpu systir.

Eitt hrossið enn var að seljast og nú var það hún Vænting Hróksdóttir en hún fer til Ameríku.

Þetta kom nokkuð óvænt upp en það droppaði hér inn ein amerísk dama og þó Vænting hafi ekki verið á sölulistanum þá endaði þetta svona.

Vona að hryssan verði okkur til sóma í það hlutverk sem henni er ætlað og efast ég ekki um það.

Þæg hross og geðgóð er það sem stærsti hluti markaðarins biður um,ekki verra ef það er líka með flottan lit.

Dúfa og Freyja Hróksdætur.


Veðurbarðir rassar.

Annars er lítið að frétta,jú allar kindur eru búnar að fá gott í kroppinn og sumar báðum megin emoticon .

Eða gott báðum megin segja þeir sumir/ar en hrússi gaf sér lítinn tíma til að éta á meðan kindurnar röðuðu sér á garðann í ilmandi tugguna hehehehehe..............emoticon .

10.12.2008 16:12

First prize mares (pregnant:) for sale!


IS1999286406 Virðing frá Hala

Glæsileg gló-brún 1. verðlauna alhliða hryssa til sölu undan Þokka frá Garði. Er með 8.40 fyrir hæfileika og 8.35 aðaleinkunn.

Hún er fylfull við Glotta frá Sveinatungu.

Möguleiki er að kaupa helminginn í hryssunni eða alla.

Very beautiful 1.prize breeding mare for sale. Her father is Þokki from Garði. Her riding abilities is 8.40 and total 8.35

In foal by from Glotta from Sveinatungu.

It is possible to buy half share.


IS2000225801 Varða frá Keflavík

Glæsileg brún 1. verðlauna alhliða hryssa til sölu undan Andvara frá Ey. Er með 8.34 fyrir hæfileika og 8.09 aðaleinkunn.

Hún er fylfull við Ægi frá Litla landi.

Möguleiki er að kaupa helminginn í hryssunni eða alla.

Very beautiful 1.prize breeding mare for sale. Her father is Andvari from Ey. Her riding abilities is 8.34 and total 8.09

In foal by from Ægi from Litla landi.

It is possible to buy half share.

Please by welcome to ask questions about those great looking 1 prize mares in this e-mail adress

busla@simnet.is 

07.12.2008 22:41

Fengitíminn hafinn í Ásgarðinum


Karen kind kindarleg emoticon

Og þá er hófst k.....svall mikið í Ásgarðinum í dag og fimm kindur lágu eftir Flankason.

Hann þurfti nú að hafa svolítið fyrir þessu fyrst strákurinn því það var biðröð eftir þjónustu hans og kindurnar slógust um athyglina.

Dóra var langflottust og varð hún þess aðnjótandi að svipta hann drengdómnum,næst var hún Karen kind,næst 26 gamla og þá varð hann aðeins að fá að pústa á meðan ég tók þær frá.

Þær hegðuðu sér einsog konur á kjólaútsölu!

Hringhyrna fékk svo gott í kroppinn og var tekin frá en þá var hún Forysta ein eftir og hún var sko vitlaus!

Stillti sér svo voðalega fínt með afturendann útí horn og dillaði dindlinum með vonarblik í augum!

Hún vissi ekki hvað hún var að biðja um enda aldrei fyrr verið við hrút kennd emoticon

Við urðum að gefa þeim hey og smá fóðurbæti í stall svo hún sneri nú rétt og hrússi gæti nú komið lambi í hana.

Getur einhver reddað mér stiga emoticon !

Þetta gekk ekki alveg jafnvel og með hinar,hrússi orðinn hálfþreyttur og Forysta alveg skelfilega háfætt!

En það gekk (að ég tel:) og Flankasonur fékk að hitta allar dömurnar fimm og þá varð nú veisla skal ég segja ykkur!

Ekki dónalegt og fá gott í kroppinn báðum
megin frá hehehehe......emoticon

Á morgun fær hinn helmingurinn af kindunum hrút en þá verður búið að lemba 10 ær skulum við ætla og er það flott tala.

Nú svo erum við með 4 ungar dömur sem ætla að hugsa bara um að stækka áður en þær fá hrút.

Sibba Gibba sæta ætlar að stækka og svo........emoticon verða ástfangin eftir ár.

Það munar ekkert smá á stærðinni á kindunum ef þær fá að vera gemlingar í friði og bara borða og leika sér!

emoticon 

04.12.2008 22:42

Bubbi byggir í Ásgarði:)

Jæja elskurnar mínar.Eruð þið ekki orðin "svöng" í hestablogg emoticon

Þetta er nú ekki besti árstíminn til að fara út með cameru og taka myndir.

Vordís Brúnblesadóttir og Biskup bolla.

En ég reyndi um daginn og það gekk hálfbrösulega en flassið reddaði þessu alveg.

Djö..........var nú kalt! Puttarnir voru næstum dottnir af mér!

Hárlagningin fauk útí veður og vind!

Hrossinn eru öll komin á fulla gjöf.Við byrjuðum að hára í þau þann 16 Nóvember en þá fengu þau eina rúllu útrúllaða svo allir kæmust vel að heyinu.

Ég hef mikið gaman af því að fylgjast með hegðun þeirra í heyinu,sum hafa nóg pláss í kringum sig og passa vel uppá sína tuggu á meðan aðrir standa þétt saman og deila henni með sér.

Þau eldri eru yfirleitt síðust að eða þau sem hafa ekki alveg kjarkinn í lagi.

Þá er um að gera að hafa gott bil á milli rúllanna og stoppa aðeins og fylgjast með.

Hér á hlaðinu eru fullt af Bubba Byggjum þessa dagana!

Hebbi byggir,Óskar Byggir og Addi Byggir hamast sem mest þeir mega við að klára frágang við Verkstæðið sem nú er orðið fokhelt og farið að nýtast við allskonar verkefni einsog að svíða sviðin og gera við tól og tæki hér á bæ.

Haltur dregur blindann emoticon

Stóra Grafan er komin í lag en þær báðar biluðu um daginn.

Óskar Byggir var nú ekki lengi að laga hana og sækja hina litlu sem nú kúrir inní hlýjunni í verkstæðinu og bíður viðgerðar.

Litlu var ýtt svo inn með þeirri stóru.

Allir Bubbarnir eru nefnilega á fullu að laga til í kringum verkstæðið.Gera aðkomuna snyrtilega og útbúa flott plan.

Það eru komin útiljós! Vei.........og þau nýtast mér vel við hesthúsið á veturnar í myrkrinu.

Bubbarnir eru líka búnir að grafa fyrir nýrri lögn fyrir vatnið niður eftir til hestanna í vetrarhaganum.

Sú gamla var orðin léleg og gott að vita af nýrri lögn.

Nú svo er verið að henda á fullu allskonar drasli sem enginn hefur not af. Gaman gaman......................emoticon emoticon

Hrossin halda áfram að seljast og í dag seldist eitt af trippunum hans Vals vinar okkar sem kennir sín hross við Víðihlíð.

Hér er síðan sem ég er að klambra saman fyrir hann í rólegheitum.
http://www.123.is/freyshestar/

Kvitta takk fyrir í gestabókina elskurnar mínar emoticon

 

04.12.2008 00:24

Flott Jólalag!

Frábært Jólalagið 2008 frá Baggalút! Og textinn snilld emoticon og nokkur sannleikskorn þar.

Klikkið hér fyrir neðan og gefið þessu aðeins tíma að koma inn hjá ykkur emoticon

http://baggalutur.is/mp3/Baggalutur_Thad_Koma_Vonandi_Jol.mp3


ÞAÐ KOMA VONANDI JÓL

Allflestar útgönguspár
eru á eina lund;
þetta var skelfilegt ár.
Hér út við heimskautsins baug
hnípin þjóð - þráðbeint á höfuðið flaug.

Allt þetta útrásarpakk
át á sig gat
svo loftbólan sprakk.
Nú eru lífskjörin skert, mannorðið svert,
Hvað hafið þið gert?

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við skellum könnu upp á stól
og Sollu í kjól.
Þrátt fyrir allt
þrátt fyrir verðbólguskot
- þjóðargjaldþrot.

Við áttum íbúð og bens
og orlofshús.
Allt meikaði sens.
Góðgerðir gáfum og blóð
greiddum í - dulítinn séreignasjóð.

En nú er allt þetta breytt og eftir er
nákvæmlega ekki neitt.
Já nú er útlitið dökkt
ljósið er slökkt
og við erum fökkt.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Þó vanti möndlu í graut
og amerískt skraut.
Þrátt fyrir allt
þrátt fyrir háðung og smán
- myntkörfulán.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við étum á okkur gat
af innlendan mat.
Og þrátt fyrir allt
misnotum sykur og salt.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við krössum afmælið hans
- heimslausnarans.
Því að þrátt fyrir allt
drekkum við mysu í malt.

02.12.2008 13:45

Loðkanínu Sigrún:)!


Halló Sigrún!

Lýsi hérmeð eftir henni Loðkanínu Sigrúnu emoticon .
Er eina ferðina enn búin að týna henni en það er enn eina ferðina verið að hringja í mig og biðja um Angóru kanínur emoticon !
Ertu ekki með netfang og eða síðu stelpa,finn ekkert emoticon ?
emoticon í síma 869-8192.
Knús emoticon
Ransý

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 304
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280877
Samtals gestir: 32722
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:00:02