Heimasíða Ásgarðs

04.12.2008 22:42

Bubbi byggir í Ásgarði:)

Jæja elskurnar mínar.Eruð þið ekki orðin "svöng" í hestablogg emoticon

Þetta er nú ekki besti árstíminn til að fara út með cameru og taka myndir.

Vordís Brúnblesadóttir og Biskup bolla.

En ég reyndi um daginn og það gekk hálfbrösulega en flassið reddaði þessu alveg.

Djö..........var nú kalt! Puttarnir voru næstum dottnir af mér!

Hárlagningin fauk útí veður og vind!

Hrossinn eru öll komin á fulla gjöf.Við byrjuðum að hára í þau þann 16 Nóvember en þá fengu þau eina rúllu útrúllaða svo allir kæmust vel að heyinu.

Ég hef mikið gaman af því að fylgjast með hegðun þeirra í heyinu,sum hafa nóg pláss í kringum sig og passa vel uppá sína tuggu á meðan aðrir standa þétt saman og deila henni með sér.

Þau eldri eru yfirleitt síðust að eða þau sem hafa ekki alveg kjarkinn í lagi.

Þá er um að gera að hafa gott bil á milli rúllanna og stoppa aðeins og fylgjast með.

Hér á hlaðinu eru fullt af Bubba Byggjum þessa dagana!

Hebbi byggir,Óskar Byggir og Addi Byggir hamast sem mest þeir mega við að klára frágang við Verkstæðið sem nú er orðið fokhelt og farið að nýtast við allskonar verkefni einsog að svíða sviðin og gera við tól og tæki hér á bæ.

Haltur dregur blindann emoticon

Stóra Grafan er komin í lag en þær báðar biluðu um daginn.

Óskar Byggir var nú ekki lengi að laga hana og sækja hina litlu sem nú kúrir inní hlýjunni í verkstæðinu og bíður viðgerðar.

Litlu var ýtt svo inn með þeirri stóru.

Allir Bubbarnir eru nefnilega á fullu að laga til í kringum verkstæðið.Gera aðkomuna snyrtilega og útbúa flott plan.

Það eru komin útiljós! Vei.........og þau nýtast mér vel við hesthúsið á veturnar í myrkrinu.

Bubbarnir eru líka búnir að grafa fyrir nýrri lögn fyrir vatnið niður eftir til hestanna í vetrarhaganum.

Sú gamla var orðin léleg og gott að vita af nýrri lögn.

Nú svo er verið að henda á fullu allskonar drasli sem enginn hefur not af. Gaman gaman......................emoticon emoticon

Hrossin halda áfram að seljast og í dag seldist eitt af trippunum hans Vals vinar okkar sem kennir sín hross við Víðihlíð.

Hér er síðan sem ég er að klambra saman fyrir hann í rólegheitum.
http://www.123.is/freyshestar/

Kvitta takk fyrir í gestabókina elskurnar mínar emoticon

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 305
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296562
Samtals gestir: 34135
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:14:33