Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2009 Nóvember

29.11.2009 13:53

Að bjarga sé með öllum ráðum

Enn er verið að dekra við gibburnar en ég fór að suða í kallinum að ég þyrfti eitthvað til að gefa litlu dömunum smá Bygg frá Svan í Dalsmynni því það ku vera ansi gott í kindur.
Ekki var hann lengi að drífa sig af stað og kom með lausn á þessu í hvelli.

Hann fann þessar forláta rennur sem hann skrúfaði fastar niður í góðri hæð fyrir dömurnar og nú er slegist um Byggið af miklum ákafa og ætla ég að þær blómstri af því í vetur.

Nýja aðferðin við að gefa heila rúllu í einu í stóra garðann er alveg að gera sig.
Þær eru í 14 daga að koma niður rúllunni og þá er bara smávegis eftir af grófu og smá af kuski sem nýtist vel sem undirburður fyrir þær en allt fé hér er á taði og vélmokað út.

Farin út að halda áfram smíðinni í hesthúsinu en von er á folöldum inn en sum fljúga út til eigenda sinna í Janúar og önnur verða áfram.

Fariði varlega í umferðinni!
Það er víst fljúgandi hálka emoticon !

25.11.2009 23:45

Allt og ekkert:)

Er í bloggstuði aldrei þessu vant.

Tók saman ýmislegt sem á daga hefur drifið undanfarið.

Drottning í innliti um daginn.

Drottning Toppu og Askdóttir er seld til Þýskalands.
Hún ætlar samt að hinkra aðeins hér þartil hún hefur aldur til að hitta stóðhest en þá fer hún út með vonandi fallegt afkvæmi innanborðs.

Voffafréttir:)

Busla er ekki dauð úr öllum æðum þó hún sé hálfbling,heyrnalaus og gengi við staf ef hún gæti á sínum þremur og hálfa fæti.


 Ég gerði ekki neittemoticon

Hún fór út að pissa seint um kvöld fyrir nokkru síðan ásamt litlu dóttur sinni henni Súsý.

Aldrei má ég ekki neittemoticon !

Eftir smá stund fór ég að kalla þær inn í háttinn en þá voru engir hundar sjáanlegir útí myrkrinu og kuldanum!
Ég tók fram hundaflautuna og eftir örfáar sekúndur kom sú litla hlaupandi á harðaspretti út úr myrkrinu en engin Busla kom.

Alveg sama hvað ég flautaði mig eldrauða í framan og lá við köfnum á köflum!
Gamla rörið var greinilega komin á slóð og ef hún hefur heyrt í mér þá hefur hún bara harðlokað eyrunum og haldið áfram að finna hann Ljóta (minkinn:).
Eftir andvökunótt og fleiri fleiri ferðir útí dýr með flautuna þá loksins skilaði hún sér að ganga fimm um morguninn!

Angandi af þara/fjörulykt og alsæl með lífið.

Eðja frá Hrísum.

Ég tók stóðið heim í hesthús um daginn og leit yfir hryssurnar og folöldin.
Engir hnjúskar og allir í fínu standi..................ennþá.

En ég er ekki frá því að úthagar sem alla jafna eru í fínu lagi á þessum árstíma séu ansi slappir fóðurlega séð.
Hér á skaganum sölnuðu grös fleiri mánuðum fyrr en í venjulegu árferði vegna þurrkanna og verðum við að taka mið af því.

Mér finnst að hagarnir séu núna í Nóvember svipað næringarsnauðir og þeir eru í Febrúar,Mars.

Við erum byrjuð að tína út fyrningarrúllur og tókum eina hryssu heim sem mér fannst ekki vera almennilega undirbúin undir veturinn holdafarslega og kom henni í rúllu heim við hesthús til að fylgjast með henni.

Nú hryssan hefur einnig annað hlutverk en það er að passa folöldin sem voru að koma að norðan en það eru folöldin frá Freyshestum.

Við eigum eina dömu af þessu fjórum folöldum undan Lísu Stígsdóttur og Eitils Hugasonar.

Spennandi folald leirljóst að lit seld/sold.


Svo er það hann Kjarkur litli sem er seldur/sold til Sviss.


Hersir sem verður grár að lit, til sölu/for sale.


 Mynd: Íris Wohlgezogen

Og hinn stóri og stæðilegi Kanslari til sölu/for sale  (verður einnig grár) sem ég hef mikið álit á.

Hann er gríðarlega stór og verklegur og fádæma rólegur og kurteis þrátt fyrir að hafa ekki verið undir manna höndum áður.
Ekkert mál að mýla hann og ormahreinsa.

Ég á dóttur sem er fádæma dugleg að baka og gera allskonar listaverk í eldhúsinu hjá mér.
Áhuginn er gríðarlegur að búa til og móta td ýmislegt úr bræddu súkkulaði.

Versta er að dóttirin nennir ekki í skóla því bækur eru ekki hennar áhugamál og vill hún helst bara framkvæma hlutina en ekki lesa um hvernig best sé að framkvæma þá.
Vill bara vinda sér í verkin og láta þau tala.

Hvað á maður að gera við svona "krakka"til að beina henni áfram svo hún geti fundið (súkkulaði:) farveg fyrir hana og koma henni á rétta braut í hennar hugðarefnum???

Súkkulaði ísréttur.

Og annar í skál.

Er þetta ekki annars flott hjá stelpunni minni og það í fyrstu tilraun!
Var að bæta inn link fyrir reiðtygi til sölu og annað tengt.

23.11.2009 21:36

Elsta íslenska hrossið?

Líklega er hún Bleika hennar Kirstenar vinkonu minnar í Þýskalandi elsta íslenska hross í heiminum.
Kannski elsta hross veraldar ef útí það er farið.

Bleika frá Bakkafirði fædd 1966.

Hryssan er jafngömul mér (Ransý:) en við erum báðar fæddar árið 1966 en hún er reyndar cirka 2 mánuðum eldri en ég,fædd í Maí 1966.

Hér kemur saga þeirra Kirstenar og Bleiku sem hún sendi mér:


Bleika fæddist í Maí 1966 í norðausturhluta Íslands,Bakkafirði.

4 Október var hún send með skipi sem flutti hana til Rotterdams í Þýskalandi.

Foreldrar mínir keyptu Bleiku handa mér þegar að ég var 6 ára og Bleika var tveggja vetra.

Fyrstu 3 árin hennar var hún á beit með kúm útá engi en eftir þessi 3 ár fór ég að fara á bak henni.

Bleika var fjórgangshryssa en síðar eftir að hún eltist þá fór hún að sýna skeið.

1982 og 1983 eignaðist hún folöld og voru þau seld til USA og voru þau í Colarado á hestabúgarði og þar eignuðust þau marga afkomendur.

Bleika flutti oft með mér og frá 1987-1997 þá bjuggum við á  eyjunni Norderney og það var mjög gott fyrir hana.

Loftslagið þar er einsog á Íslandi og hún varð aldrei veik þó hún væri altaf úti í rokinu og sjávarseltunni en hún fór oft í sjóinn að baða sig og kæla og naut þess að éta þangið í fjörunni.

Fyrir 5 árum síðan keypti ég aðra hryssu gamla handa Bleiku sem félagskap.
Þær una sér vel saman og eru miklar vinkonur.

Öll hrossin á bænum bera mikla virðingu fyrir gömlu minni og víkja úr vegi fyrir henni.

Fyrir cirka 5-6 árum fór ég að klippa feldinn á Bleiku því hún er hætt að fara úr feldinum sjálf með góðu móti.

Fyrir cirka 2 árum fór ég að taka hana inn á nóttunni ef að ringdi en því er hún ekki hrifin af.

Henni líkar betur útiveran og er ekki mikið vön því að standa inní hesthúsum.

Síðustu árin hefur henni verið riðið af og til berbakt en síðasti alvöru reiðtúrinn sem ég fór á hana var árið 2002.

Hún á marga kílómetra að baki þessi hrausta hryssa.

Fyrir örfáum árum fór ég að gefa henni extra mat kvölds og morgna,gulrætur,beets,epli og korn með volgu tei og steinefnum.

Hún á ekki lengur gott með að borða hey.

Bleika fær að vera laus og frjáls og vera þar sem hún vill utan girðingar á daginn.

Hún er einsog hundur og kemur þegar að kallað er á hana og fer ekki langt frá bænum okkar.

Þetta er sagan af henni Bleiku sem enn stendur traustum fótum í útlandinu og verður 44 ára gömul næsta vor.

Kirsten var hér hjá okkur í haust og kom með nokkrar myndir af henni Bleiku sinni og sagði mér margt skemmtilegt um merina sína.

Það tók mig nokkur ha.........!???? Að skilja það að hryssan væri 43 vetra gömul og lenti Kirsten iðulega í því hér í haust að fólk hélt að hún ætti 43 íslenska hesta en ekki 43 vetra hryssu hehehehehe...............emoticon

Allir misskildu þetta og kannski ekki skrítið!

Ég vil taka það fram að hryssunni fylgdu allir pappírar og þeir eru til en einhverstaðar niðurgrafnir í kössum.

Mikið væri gaman að vita hverjir eru foreldrar hennar sem gefa svona hrausta og langlífa skepnu af sér.

Kirsten er eigandinn að honum Aski Stígandasyni sem við seldum þarsíðastliðið haust.

Klárinn er að gera það gott og er í miklu uppáhaldi á bænum.

Þægur og stilltur reiðhestur með afbrigðum enda vel taminn hér heima af vini okkar James Bóas.

Skelli inn myndum af Aski kallinum frá í sumar.

Askur  emoticon að knúsa vin sinn í miðjum reiðtúr.

Kirsten að baða Askinn eftir reiðtúrinn.

Smá viðbót:
Var að drullast til að blogga á kanínusíðunni minni sem ég er ekki alveg að hugsa nógu mikið um.

Gaman að heyra um fleiri aldna íslenksa höfðingja emoticon .
Endilega commenta ef þið vitið um fleiri!

21.11.2009 00:19

Kindastúss

Við erum búin að vera rosalega dugleg að undirbúa kindurnar fyrir veturinn og ekki má gleyma að kýla í þær fóðri og allskonar gotterýi enda fer að síga að því að þær hitti hann Kát Flankason og annan til sem verður gestur hér og ætlar að reyna að bæta litina hér á bæ.
Þeim ætti að takast það tveimur að fylla á þessar 9 skjátur.

Kátur í "fangelsinu".

Með réttu áttu þær að vera 10 en við vorum svo óheppin að missa hana Kolu litlu en hún fékk bráðapest skyndilega og okkur að óvörum!

Kola heitin emoticon
Þannig skeður það víst og ekkert við því að gera.

Ég hefði samt alveg viljað fá undan henni en hún átti að hitta hrút í fyrsta sinn núna í byrjun desember.
En henni bráðlá að hitta einhvern annan (líklega flottan sæðing:) þarna hinumegin skulum við ætla.

Kallinn dreif sig í að smíða svolítið sem frúin var búin að suða og suða í honum að gera.

Ég er alltaf að væla um bakið/mjaðmir og burðinn með heyið og það endaði með því að kallinn hentist af stað og smíðaði stórann garða sem tekur eina rúllu takk fyrir!


Rosalega flott hjá honum og núna bakkar hann bara inn á traktornum,leggur rúlluna á heimasmíðað bretti á fótum og þaðan er henni ýtt inní garðann með lilla putta.


Svo er plastið tekið af og rúllan skorin í miðju með heyskera og flett í sundur.

Ekkert mál og kindurnar og ég alveg himilifandi með þetta allt saman.

Hermína var fyrst til að vígja græjuna en það þurfti nú ekkert að kalla á hana í matinn.
Hún er einsog niðurfall þegar að mat kemur þessi kind!

Hermína heysuga emoticon !

Brynja Beauty Karenar/Flankadóttir

Brynju Beauty dóttir.

Sibba Gibba Þribbalyngur.

Við erum búin að flokka gimbrarnar frá og eru þær öðru megin og kindurnar hinumegin svo hrútarnir geta þá athafnað sig í friði fyrir litlu stelpunum sem ætla að bíða í eitt ár og stækka og þroskast í rólegheitunum.

Mér liggur svo ekki mikið á að ég geti ekki beðið því þetta er nú bara hobbý og til að hafa mat til heimilisins og hafa gaman af.

Ef ég væri stórbóndi með alvöru fjárbú og þyrfti að stóla á innkomu þá liti þetta allt öðruvísi út.

Nú á að rækta liti,góða móður/mjólkur eiginleika og gott geðslag.
Eða það er minnsta kosti ræktunarstefnan hér á bæ emoticon .

10.11.2009 00:45

Fyrsti (stóð) hesturinn minn hann Funi

Einu sinni var stelpa sem átti sér þann draum heitastann að eignast hest.
Kannist þið við þessa byrjun emoticon ?

Ég hinsvegar eignaðist stóðhest sem minn fyrsta hest.

Funi 3 vetra stóðhestur og ég 16 ára trippalingur.

Kannski ekki alveg það skynsamasta fyrir 15 ára gamla stelpu og þarsem folinn bæði beit og sló þá varð þetta aðeins meiri vinna fyrir mann svona óharðnaðann í tamningunum.

Kunni reyndar ekkert og vissi ekkert hvað ég var að fara útí.
Átti ekki kost á öðru og var bara ánægð með hann.

Nú fyrsta veturinn var hann bundinn á bás og látinn berja stoð þartil hann uppgafst.

Maðurinn sem gerði mér þennan greiða stóð við stoðina og lagði höndina á lendina á klárnum og lét hann berja þartil hann gafst upp en þetta tók allt í allt hátt í klukkustund.

Eftir það sló hann Funi minn aldrei og hætti að bíta fólk sem kom of nærri honum.

Nú um vorið fórum við norður í sveitina og þar hélt "tamningin" áfram.
Á kvöldin var klárinn mýldur og héngum við fjögur í honum og þóttumst vera að kenna honum að teymast.

Funi 3 vetra graður vorið 1982 stendur aftaná myndinni.
En sjáiði beislabúnaðinn og klippinguna á klárnum!!

Okkur þótti mest gaman þegar að hann prjónaði og lét illa því þannig hlaut það að eiga að vera,minnsta kosti sá maður það í kúrekamyndunum í sjónvarpinu!

Einn daginn vorum við einar stelpurnar og prófuðum nýja aðferð og tókst okkur að fá klárinn til að elta ef við vorum með köggla í vasanum.

Þá var það bara næsti kafli að demba sér á bak og auðvitað hnakk og beislislaus útí haganum.
Það gerðu Indjánarnir í kúrekamyndunum!

Klárinn þaut fram og aftur og niður brekku og ég flaug aftur og aftur af honum þartil að folinn fór að fara varlegar niður þessa brekku því hann virtist hafa gaman af þessum leik.

Næst var fá bóndann á bænum til að teyma undir mér útá hlaði.
Allt gekk einsog í sögu,klárinn stóð kyrr meðan ég stökk á bak og svo teymdi kallinn okkur fram og tilbaka um allt hlaðið.

Ekki þótti honum nú þetta nógu spennandi og fór að kippa aðeins í folann og vita hvort hann myndi nú ekki hrekkja mig smá hehehehehe...........emoticon .

Á mynd af þessum aðförum en finn hana ekki.

Allt gekk þetta einsog í lygasögu en þá var komið að því að gelda folann.

Ekki var hægt að hafa okkur ríðandi um allar sveitir með kúlurnar dinglandi og allt fullt af fínum stóðhestum með hryssur í grenndinni!

Daginn eftir að klárinn var geltur þá var fullorðna fólkið ekki heima og ákvað ég að leggja hnakk á nýgeltann folann og fara ríðandi niður að póstkassa og sækja póstinn á honum.

Auðvitað gekk það einsog í lygasögu enda var aumingjans hesturinn slappur eftir geldingna og fór þetta bara fetið.

Nú krakkarnir kjöftuðu þessu í fullorðna fólkið og fékk ég svosem ekki miklar skammir EN afturámóti fékk ég leyfi til að halda áfram með "tamningna"á honum eftir vinnu á kvöldin.

Ég held að bóndinn hafi verið orðinn svolítið forvitinn að vita hvað ég kæmist upp með á folanum.

Fyrst var bara riðið í móum og inná túnum og þegar að klárinn fékk þá flugu í höfuðið að fara að hlaupa með mig þá beindi ég honum í keldur og lét hann hafa fyrir því þar.

Það var ekki sjón að sjá okkur eftir eitt skiptið en þá var ég með drulluna uppá bak og klessurnar í hárinu!

Ég á Fork,Tara í bakpokanum og Biskup teymdur á heimleið frá Vodkahvammi.
Fannst þessi mynd svo skemmtileg þó hún tengist ekki Funa að ég lét hana fljóta með.

En það er skemmst frá því að segja að ég reið honum um allar sveitir og fór með strákunum niður að Skinnastöðum í fótbolta við krakkana þar og þeir hjóluðu en ég reið klárnum.

Hann beið rólegur á kroppinu á meðan við spiluðum og svo var kapp heim og við Funi unnum alltaf emoticon .

Um haustið fór ég aftur heim á Suðurnesin og klárinn kom svo um áramótin suður.

Þessi vetur var hrikalega erfiður því klárinn vildi ekki vera einn í reið eftir að hafa kynnst að fara með öðrum hrossum og ég fékk margar bylturnar.
Aldrei var það spurning að gefast upp.

Hann rauk heiftarlega og eitt sinn blindrauk hann og náði ekki beygjunni almennilega á ferðinni og endaði úti stórum skafli og festi þar framfæturnar og flaug í kollhnís með mig og ég spýttist eitthvað útí skalfinn.

Ég fékk rosalegt höfuðhögg en missti nú ekki meðvitund (fékk heilahristing) og náði með herkjum að koma klárunum restina að húsinu og inná bás.

Þetta fréttist og fullorðna fólkið ákvað að það þýddi ekki að hafa stelpuna eina þarna lengst uppí Turner og fékk ég pláss inní Gusti hjá frábæru fólki sem ég þekkti þar.

Restina af vetrinum fór ég með rútu í bæinn og labbaði langar leiðir til að komast á hestbak nærri því 5 daga vikunnar.
Heim fór ég svo á puttanum!!!
Labbaði frá Gusti og niður að sjónum og skolaði vel stígvélin og þumallinn upp!

Þennan vetur gekk ágætlega með klárinn en hann var kargur oft á tíðum og eitt sinn var hann í svo grautfúlu skapi að hann datt með mig í kollhnýs af FETI!

Eitt sinn rauk hann svo heiftarlega uppí hverfið og þegar að hann tók beygjuna að hesthúsinu gat hann ekki stoppað sig og lentum við af fullu afli á hlöðuveggnum!

Annað skiptið rauk hann niður brekku og ég fór að reyna að tosa og gera eitthvað og þá blindlá hann niður alla brekkuna og ég alveg að skíta á mig af hræðslu!
Ætli það sé þessvegna sem ég kann ekki að meta skeið í dag hehehehe.......emoticon .

Ég á Sprota Gáskasyni 7 v. og Stína á Funa mínum 13 v. vorið 1992.

Næsta vetur eftir dvölina í Gusti þá vorum við inná Mánagrund.
Eftir allar rokurnar tók klárinn að stunda það að stökkva útundan sér.

Ekki gafst ég upp enda til hvers?
Ekki var annað í boði en þessi húnverski hrekkjahundur og ég ætlaði að vinna hann.

Eftir einhver ár þá loksins var hann farinn að stillast og á endanum var hann orðinn svo stilltur að slegist var um hann í reiðskólanum hjá Mána.
Hann var einn öruggasti hesturinn og allir sem voru skíthræddir voru settir á Funa kallinn.

Funi gamli með Krissu dóttur mína og frænku hennar.

Ég sé ekki eftir öllum okkar byltum,rokum og útundarhoppum því eitt dýrmætt kenndi þessi fyrsti hestur mér og það er hvað ég vil EKKI eiga eða rækta.

En ég má heldur ekki kenna honum um þetta allt því ég átti megnið af allri vitleysunni því ekki bað hann um að verða taminn og notaður sem reiðhestur í öll þessi ár.
Hann var bara hestur sem naut sín mest og best á beit útí haganum.
Blessuð sé minning hans Funa,ég vildi ekki hafa misst af allri þessari reynslu með honum.
 

05.11.2009 00:02

Kátur í myndatöku

Hingað kom galvösk ung dama sem fékk leyfi til að taka myndir af honum Kát Flankasyni.

Kátur kallinn að pósa.............emoticon

Hún er að undirbúa sýningu og var Kátur hluti af verkefni sem hún er að vinna að í Ljósmyndaskólanum.

Kátur varð auðvitað afar kátur í settinu og þá aðalega vegna alls brauðsins sem gaukað var að honum fyrir að standa kyrr á meðan að myndatöku stóð.

Settið í stóðhesta/hrúta stíunni.

Hann var okkur og sér til fyrirmyndar enda vel upp alinn hrútur af góðum og stilltum ættum,eina sem vantaði á hann voru litir englavængir emoticon .

Það er af og til sem við erum fengin til að leigja/lána dýr í hin ýmsu verkefni.

Bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið hafa verið með kanínur frá okkur og þarsíðast var hæna í hlutverki hjá Kvikmyndaskóla Íslands.

Við höfum bara gaman af þessu og pössum auðvitað vel uppá að dýrin fái alla þá umhriðu og aðbúnað sem þeim hæfir og gott betur á meðan þau eru í verkefnum.

Látum fylgja með þeim þeirra rétta fóður o.s.frv.

Í öllum tilvikum þegar að dýrin koma til baka þá eru þau orðin mikið tamin og hændari að mannskepnunni en þegar að þau fóru.

01.11.2009 19:36

Heimsókn að Grænhól

Long time nó blogg!

En hér kemur það loksins og ekki höfum við beint legið í leti en mín kæra vinkona Íris skrapp óvænt í heimsókn til okkar í 5 daga.
Bara gaman að fá hana svona óvænt en veðrið var aðeins að stríða okkur og ekki voru teknar margar myndir utan dyra.

Við áttum heimboð að Grænhóli til Krissu og fjölskyldu og á endanum fórum við í roki og rigningu austur fyrir fjall og munduðum camerunar innandyra þar.

Alltaf gaman þegar að ég,Íris og Valgerður bregðum okkur af bæ kallalausar og þá sko þræðum við sjoppurnar og veitingarhúsin svo enginn verður þar útundan einsog er svo algengt er þegar að kallarnir eru hafðir með.

Þegar að við komum í Grænhól beið okkar hlaðborð og svignaði allt undan kræsingum þar.

Ekkert smá flott Eplakaka emoticon  sem okkur var sérstaklega bent á híhíhíhí...............emoticon

Krissa og Íris að spjalla.

Nú eftir skraf um hross og ættir bæði manna og hrossa yfir kræsingunum fengum við leiðsögn um glæsilegt hesthúsið og reiðhöllina sem er ein sú flottasta og bjartasta sem við höfum séð!

Björt og vinaleg með hæfilega mjúku/hörðu undirlagi.

Vá....................Hún er draumur hvers ljósmyndara að mynda í henni, þarna er bjart frá lofti og niður í gólf en sérstakur skeljasandur er í gólfi sem gerir alveg ofboðslega mikið fyrir myndatöku þarna inni.

Hljómburður er þarna gríðarlega góður og ég efast ekki um að það sé gaman að vinna þarna með hross.

Við vorum einsog smástelpur skríkjandi yfir öllum gæðingunum í stíunum en  þeir kipptu sér ekki mikið upp við okkur þarna potandi og bendandi í allar áttir.

Mauluðu tugguna yfirvegaðir og rólegir undir öllu faxinu og toppunum.

Var ekki Hreggviður þarna á bak við toppinn!

Það vantar ekki prúðleikann á þessum bæ.

Ég er líka sæt emoticon

Við klikktum svo út með því að fara á Selfoss að borða á fínum og afskaplega hreinum veitingastað,fengum þar núðlur og allskonar framandi rétti.

Man ekki hvað hann heitir því miður annars hefði ég sett inn link á staðinn.Svona hreinum og fínum stöðum á maður að halda á lofti og ekki var verðið neitt til að æsa sig yfir.

En takk kærlega fyrir frábærar móttökur í Grænhól og skemmtilega stund með ykkur þar part úr degi.

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 751
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208436
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 14:56:40