Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2013 Febrúar

28.02.2013 23:55

Váli reiðfær og myndataka af kappanum


Við fórum inní Hafnarfjörð að kíkja á Vála en hann kemur vel út eftir tamninguna.Er þægur og góður og  gerir það sem hann er beðinn um.

Meira er ekki hægt að biðja um eða ég geri það ekki.


Ganglagið er gott,hann rúllar áfram á brokki og dettur svo inní töltið ef hallar undan fæti eins ef tamningarkonan tekur aðeins í taum og sest dýpra í hnakkin þá kemur töltið um leið.
Hann er afskaplega þýður og ásetugóður.

Taugarnar eru líka í fínu lagi hjá honum líkt og í Hrók pabba gamla:)
Þetta er að verða vörumerkið hennar Pascale að standa svona á trippunum en þetta var nú bara í gamni gert og fyrsta tilraunin að gera þetta við Vála og kippti hann sér ekki meira upp við það en að hann hvíldi annan fótinn á meðan á þessu brölti uppá bakinu honum stóð.

Smá berbakt líka.



Smá video af honum.

Váli kemur svo heim í hvíld og er þetta fínt í bili fyrir hann að melta.

22.02.2013 14:03

Hesthúsaheimsóknir


Fórum í RVK í gær að sækja fóður handa dýrunum á bænum.
Kíktum í bakaleiðinni á hann Vála en hann er í tamninguna hjá Pascale og var búið að hreyfa hann þennan dag og engar myndir til af kappanum í reið.

Við kíktum þá bara á hinn stóðhestinn okkar hann Hrók inná Mánagrund en hann er einsog blóm í eggi og er dekraður í bak og fyrir hjá nýju vinkonu sinni.
Hann verður líklega járnaður um helgina þannig að hún ætti að geta farið að bregða sér á bak honum þá.

Það er einsog hann hafi alltaf átt heima þarna enda vel kunnugur í þessu hesthúsi en hann hefur fengið að gista þar þegar að við höfum verið á námskeiðum og að keppa.

Hróksi úti að láta blása aðeins í faxið sitt.

Borgfjörð í snyrtingu

Þarna á ég stórvin en það er hann Borgfjörð Aðalssonur frá Höfnum.
Hann var nýkominn úr baði,var í hárgreiðslu og fléttun þegar að okkur bar að garði.
Hann er jafngamall og Váli og byrjuðu þeir í tamningu í sömu vikunni.
Borgfjörð var strax þægur í tamningu og afar auðveldur á allan hátt.
Mikið hlakkar mig til að sjá afkvæmnin undan honum í vor en aðalmálið er að ég fái merfolald undan honum og henni Fjalladís (Skjónu) minni.
Hún hefur bunað útúr sér hestfolöldum í mörg ár og nú er komið að því að ég fái fallega hryssu undan henni.

20.02.2013 21:10

Húsbruni, tittasprell og Hrókur farinn inná Mánagrund

Hér er vorveður og hlýtt,bara peysuveður dag eftir dag og allir að kafna úr hita.

Við fréttum af "íkveikju" inní Garði og auðvitað fórum við að kíkja á hvaða hús var að brenna.
Það var húsið Móar sem hefur staðið autt í all langann tíma og var slökkviliðið með æfingu og allir stóðu þeir hinir rólegustu á meðan að húsið brann.

Sprellarnir þeir Spænir og Máni léku við hvern sinn fingur í góða veðrinu,þeir eru voða kátir að fá að fara út og tuskast á og leika sér.

Þeir eru orðnir einir uppfrá en hann Hrókur er farinn í lán inná Mánagrund en þar er ung dama sem ætlar að leika sér aðeins með hann og ríða út.

Klárinn hefur nú afskaplega gott af því að líta uppúr rúllu og fara á járn og hreyfa sig aðeins.

Toppur minn er alltaf að láta mig fá nett hjartaáfall en hann liggur stundum steinsofandi á hliðinni einsog dauður væri.

Stundum jórtrar hann svona liggjandi með lokuð augun,skildi það geta verið að kindur jórtri sofandi?

14.02.2013 23:14

Reykjavíkur ferð og útréttingar

Fórum í RVK en uppáhalds búðin þar hjá okkur er auðvitað Lífland.
Altaf gaman að koma þar inn,góð þjónusta og lipurt starfsfólk er í hverju horni.
Mig vantaði að fylla á stóðhestahúsið en þeir félagar Hrókur,Máni og Spænir fluttu uppeftir um daginn og ekkert til þar sem þeir höfðu í heimahesthúsinu.
Bíllinn var fylltur af vítamíni,saltsteinum og fóðurbætir ásamt nýju fóðurtrogi fyrir tittina að borða fóðurbætinn sinn úr.
Gamla trogið var komið í hengla eftir bæði kindur og hross en höldurnar voru í lagi og græjaði kallinn þær yfir á nýja dallinn þannig að nú er hægt að hengja hann á stíuna hjá tittunum.
Við renndum á nokkra staði og útréttuðum ýmislegt og komum svo við hjá Lilju og Bigga í nýja Gusti að sækja grænmeti og kartöflur sem ég verslaði í gegnum þau til styrktar dömunni þeirra sem er að fara í ferðalag.
Auðvitað var allt á fullu á þeim bæ,verið að járna trippi og dýralæknir að raspa tennur.Hross að leika í gerðinu og önnur inni nýkomin úr reiðtúr vel sveitt að þorna undir teppum.
Áður en við vissum af vorum við komin inná kaffistofu með rjúkandi kaffi í bolla og var mikið skrafað og hlegið:)

Glóð frá Ásgarði fædd 24 apríl 2011.
M:9503 Fönn
MF:Gassi
MM:7619
F:Sprelli Angóra


Ég fékk að sjá þá stærstu kanínu sem til er á Íslandi,þori bara alveg að fullyrða það!
Hún lifir í vellystingum inní hlöðu í tvöföldu búri og fær svo á skottast um frjáls á daginn.

Lilja og Glóð :)
Þetta er alveg gríðarlega stór og mikil kanína,geðslagið alveg frábært og er ég að spá í því hvort ég eigi að para mömmu hennar aftur við hann Sprella því að þessi blanda kemur svo skemmtilega út.
Þarf að hugsa málið,má passa mig í að staðna ekki heldur framrækta vel.
En takk kærlega fyrir kaffið og skemmtilegt spjall kæru hjón:)
Frábært að sjá svona mikið líf í hesthúsinu hjá ykkur.

Brunuðum svo heim sæl og södd af höfuðborginni en það er alltaf jafn gott að koma heim í litlu sveitina sína.

12.02.2013 23:13

Verkstæðið tekið með trompi og "heilum" bíl hent út


Sólin skein í dag og við sperrtumst öll upp við það og ákváðum að nú skildi ráðist í að henda út bílgarmi sem að setið hefur á búkkum inná verkstæði í alltof langann tíma.Hann getur bara beðið fyrir utan þartil að járnagámur kemur en það stendur til að henda bílum sem hafa "skreytt" hér hlaðið mér til mikillar armæðu.

En allt eru þetta gull og kannski hægt að finna einn og einn dýramætan varahlut ef mikið liggur við heyri ég af og til úr horni þegar að ég er að missa mig yfir hlaðskrautinu hér.
Kallinn náði bílnum niður í einum HVELLI og ég varð ekki undir í látunum guði sé lof en rosalega brá mér þegar að hann datt!
Út fór hann og Black Beauty gamli sem fær að hvíla við hlið hans en hann er líka að fara í sína hinstu ferð í brotajárn.
Ég var nú orðin býsna spennt yfir þessu öllu saman og óð fram og tilbaka á kústinum og endaði inná kaffistofu með tuskur og sápur á lofti og óbóy....óboy.............!
WC-ið varð ekki útundan heldur og núna getur hvaða kvenmaður hversu snobbaður og fínn sem hann er sest og gert bara hvað hann vill á skínandi hreinu postulíninu.
Kallinn stökk svo í RVK á einhvern strákafund og ég hélt áfram og þegar að yfir lauk og öllum gegningum hjá dýrunum var lokið þá var klukkan orðin 00:00 á miðnætti og ég labbaði heim í tunglskini og stjörnum prýddum himni þvílíkt ánægð með daginn minn.
Ég kom alsæl heim alveg búin á því og opnaði hurðina og einhver fyrirstaða var nú fyrir henni................!
Busla hafði drullað líka þessari lellu og nú smurði ég henni með hurðinni í stórum boga á mottuna!!!
GUBBBBBB................

Ég gerði ekki neitt.........:)!
Einnota hanskar og nóg af eldhúspappír og klórsprey var málið og á endanum náði ég að þrífa óhroðann undan hurðinni og af mottunni og mottan út og ég orðin græn og blá í framan við að halda niður í mér andanum.
Busla fékk svo að sofa útí bílskúr á meðan að hún var að jafna sig blessunin en henni finnst voða gott að borða ef hún kemst í gott og það hafði hún gert.


12.02.2013 00:00

Þrílembur færðar til og ormahreinsaðar

Kráka frá Hrauni verðandi þribbamóðir

 

 

 

Heilmikið gert í dag,við tókum gemsurnar úr sinni kró og

settum með tvílembunum og tókum síðan þessar 6 þrílembur og ormahreinsuðum og settum sér.Reyndar fékk ein tvílemba að vera með þeim en ég er ekki ánægð með útlitið á henni Hebu Karenar/Toppsdóttur tvævetlu en hún var eina kindin sem kom heim í haust og var ekki falleg á að líta og mögur.
Hún fékk við hrút algerlega óvart sem lamb og kom með tvö lömb í vor.
Hafnaði stærra lambinu algerlega en vildi eiga pínkulitla gimbur sem stóð ekki útúr hnefa og vóg hún aðeins 1.5 kg.
Mér tókst að venja stærra lambið hennar undir aðra kind og svo fór Heba stolt í hagann með litla gráa lambið sitt sem leit út einsog lítill refayrðlingur skoppandi á eftir henni.
Um haustið kom hún Heba heim með ekki
svo lítið lamb en sú stutta vóg tæp 15 kg fallþungi um haustið.

Fljótlega verða kindurnar rúnar og svo er næst sauðburður en það eru 10 vikur

 
 

í sauðburðinn.
Veðrið er alltaf að batna og farið að birta aðeins og þá léttist nú brúnin á manni.
Allt að ske og vorið fer að banka á enda Páskaliljur farnar að sperra sig uppúr moldinni hér og rabbarbarinn farinn að kíkja uppúr moldinni.

 

 

09.02.2013 23:49

Folaldasýning hjá Andvara



Ég skellti mér á folaldasýninguna hjá Andvara en þangað hafði ég einu sinni áður komið fyrir nokkrum árum og var fyrirkomulagið öðruvísi þá og gerð braut fyrir folöldin með snúrum þannig að þau fóru í 3-4 hringi í höllinni í staðinn fyrir að streða alltaf að hinum folöldunum í aðhaldinu sem biðu.


Ég missti af fyrstu 4 folöldunum en hugsaði mér nú gott til glóðarinnar því að folaldasýningin átti að vera frá 15:00-18:00.Eða það var auglýst á síðunni hjá þeim.

Skráð folöld voru cirka 30 stykki og mikið hlakkaði mig til.

En það datt nú alveg af mér andlitið þegar að folöldin runnu inn eitt og eitt og var þeim flestum gefinn ansi naumur tími og engar uppstillingar fyrir byggingardóm.

Nokkur folöld náðu að stoppa í naumar 45 sekúndur í salnum!

Þetta var hvorki áhorfendavænt eða boðlegt fyrir eigendur folaldanna sem sumir hverjir höfðu tekið sér frí úr vinnu og eða jafnvel komið langar leiðir keyrandi með gripi sína.

Það er algert lágmark að folald fái sinn tíma fyrir framan dómara þegar að eigendur eru búnir að greiða fyrir dóm og umsögn og að áhorfendur fái líka einhverja skemmtun útúr þessu.

Klukkan var rétt orðin 16:20 þegar að allt var búið,verðlaunafhending og ég komin útí bíl!

Það tók ekki nema rúma klukkustund að renna þessum cirka 30 folöldum í gegn á hraðferð með verðlaunaafhendingunni.

Segjum að hún hafi kannski tekið 20 mínútur (mikið bras við að ná þeim úr stíunum),þá hafa folöldin og eigendur þeirra fengið 2 mínútur hvert til að koma sér útúr stíununum og sýna sig en það tók stundum meiri tíma að ná þeim út en þann tíma sem þau fengu að spranga um salinn.

Það hefði mátt mín vegna gera þetta betur og gefa bæði sýnendum og áhorfendum eitthvað meira fyrir að mæta á staðinn.

Ég kom alla leið frá Suðurnesjum til að berja augum glæsta gripi og ég hefði alveg viljað eyða lengri tíma í að dáðst að gripunum en þau voru mörg hve ansi falleg þarna.
Ég vil óska öllum til hamingju með folöldin sín:)

Líklega er sú sem þetta ritar orðin of góðu vön því mikið er lagt uppúr sýningum hér á Suðurnesjunum og mikið kapp lagt í að hafa þær ekki síður fyrir áhorfendur en keppendur.

Í bakaleiðinni heim þá kíkti ég á hann Vála minn en hann er á leiðinni að verða að reiðhesti og fékk góða umsögn hjá tamningarkonunni sem er með hann.
Hann hefur aldrei hrekkt hvorki hnakk né knapa og ekki sett einu sinni upp kryppu.
Rúllar á brokki og töltir ef hann er beðinn um það og þegar að þetta er orðið erfitt þá fer hann á valhoppið.
Hann hefði eflaust getað orðið góður reiðhestur í den fyrir ljósmóður,mjúkur á öllum gangi og velur valhoppið þegar að hann þreytist.
Þegar að heim kom þá dreif ég mig í drullugallann og beint niður í hesthús,kallaði á Hrók úr rúllunni með tittina tvo en þeir áttu að fara uppí stóðhestahús í rúmgóðar stíur og hjálpa kindunum að éta hraðar rúllurnar þar.
Ég skellti múl á Hrók og hentist inní bíl og teymdi hann af stað á bílnum og tittirnir voru ekki lengi að skvettast af stað á eftir Hróksa.
 Þegar að ég var komin uppá veg þá æstust leikar og Spænir þandi sig sem mest hann mátti við hliðina á Hrók og var einsog bundinn utaná hann á harða brokki.
Mikið var gaman að sjá þá svona káta og spennta veturgömlu sprellana og inn runnu þeir og í stíurnar sínar.
Mér sýnist að Spænir ætli að verða ansi viljasprækur og Máni ætlar að verða einsog mamma sín og pabbi en þau voru í rólegri kantinum en svo óx viljinn jafnt og þétt eftir því sem þau tömdust.

Ég reyndi að ná góðri mynd af sprellunum í myrkrinu og varð að plata þá út með hausana með heyi í hjólbörum og þessi mynd var skárst af þeim bestu vinunum:)

08.02.2013 23:56

Bónusferð og gegningar

Fór í Húsasmiðjuna í dag og verslaði mér eitt stykki nýja Viktóríu,það var sem mig grunaði.Sú gamla heima var ekki að segja mér satt og var þarmeð sagt upp störfum hið snarasta.
Skellti mér svo í Bónus með dóttlunni og verslaði samviskusamlega eftir miða og þarsem ég er að rogast í gegnum yfirfulla búðina með allt mitt grænmeti/ávexti og allskyns ristilhvetjandi hollustu mæti ég hverri ofurmjónunni með yfirfullar körfur af snakki,súkkulaðikexi og gosi hverskonar!
Hey þið þarna mjónur,væruði vinsamlegast til í að versla á einhverjum öðrum dögum en ég:)!
Þetta er ekki sanngjarnt stelpur mínar:)!

Hrókur og Spænir.

Þegar að heim kom þá var kallinn búinn að taka inn stóðhestinn en lillarnir tveir þeir Máni og Spænir voru inni fyrir og er hugmyndin að flytja þá alla 3 uppí stóðhestahús á morgun eða hinn.

Það eru svo fáar kindur og kanínur í húsinu að það veitir ekki af hjálp við að éta heyrúllurnar þar aðeins hraðar.

Kornhænudömurnar.

Þegar að við komum í húsin þá blasti við okkur fjöldinn allur af Kornhænum um öll gólf en þær áttu nú að vera í búrunum sínum blessaðar.


Skýringin kom þó fljótt í ljós en kallinn hafði slökkt á ljósunum hjá þeim í gærkveldi til að reyna að hægja á varpinu hjá þeim og þær hafa orðið alveg snarvitlausar við að missa ljósið svona á svipstundu og flogið uppí lokið á búrunum og tekist að opna sum þeirra.

Við vorum dágóðann tíma að tína þær upp dömurnar og flestar sátu roggnar við hliðina á eggi á gólfinu og hreyfðu sig ekki.

Kallinn kveikti aftur ljós og verður það slökkt á morgun á meðan að góð birta er í húsinu.

Ekki tók nú betra við þegar að inn í fjárhús var komið!

Kráku/Toppsdóttir gemsalingur:)

Átta hamingjusamar gimbrar lausar á ganginum og búnar að dansa í kringum nýopnaða rúlluna og hún orðin ansi troðin eftir þær.

Kallinn hafði gleymt að loka á eftir dömunum þegar að hann þreif hjá þeim garðann:)

Við kláruðum verkin okkar og drifum okkur heim en á móti okkur tók Saladmaster potturinn fullur af gómsætri kjötsúpu.


06.02.2013 01:20

Fósturtalning í fjárhúsinu


Brynja Beauty með þrílembingana sína í fyrravor.

Gunnar frá Sandfellshaga kom að fósturtelja hjá okkur og bað ég hann um að stilla tækið aðeins betur en hann gerði í fyrra en af 18 kindum sem haldið var þá voru 6 þrílembur.Það er ágætt að hafa þær bara flestar tvílembdar því að meðalvigtin dettur niður hjá manni í fjárhúsinu með svona margar þrílembur en aftur á móti skilar hver kind kannski fleiri kílóum eftir sumarið heldur en hún hefði verið tvílembd.Meðalvigtin var tæp 15 kg í haust og er það svosem ásættanlegt en við girtum upp stórt heimahólf og höfðum þrílemburnar heimavið á sérábornu túni með úthaga í bland.Allt gert fyrir þessar elskur sem eru í frjósamara lagi hér á bæ.
En að talningunni í ár,Gunnar spýtti bara í og réði ég ekkert við hann á fósturteljaranum.

Svona er þetta hjá okkur núna:

Engin geld
Engin einlemba
9 tvílembur
6 þrílembur ( 1 af þeim kannski fjórlembd).



Heildarfjöldi fósturvísa: 36
Heildarfjöldi dauðra fósturvísa: 0

Ær Fjöldi Dauðir Dagsetning Áætl.burðd. Faðir Athugasemd
04-007 Bondína 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
07-001 Brynja Beauty 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
08-001 Sibba Gibba 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
08-002 Kráka 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
09-003 Evra 3
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma
09-004 Rifa 3
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma
09-007 Fröken Óþolinmóð 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
06-001 Hermína 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber seint
09-002 Gullhyrna 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
11-028 Kría 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
11-017 Mjólkurhyrna 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
11-011 Heba 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
07-003 Forysta 2
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber seint
09-001 Gráhyrna 2
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma
09-008 Gata 2
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma

5 af þessum 6 þrílembum voru einnig þrílembdar í fyrra.
Sú sem fer útaf listanum er hún Fröken Óþolinmóð og í staðinn fyrir hana fer inn hún Kráka.

Bondína stolt með sín 3 lömb.

Ég hef smá áhyggjur af henni Bondínu sem er á 9 vetri en reyndar var hún sú sem stóð sig einna best í fyrra með sín 3 lömb ölll jöfn og falleg og hún var í flottum holdum frameftir en svo fór hún að flóðmjólka af sér holdunum.
Um haustið skilaði hún lömbunum sínum svo fallegum að ég setti á 2 gimbrar undan henni en hrússinn fór í SS.
Í ár var ætlunin að setja á undan henni hrút og það er eins gott að hún komi þá ekki með 3 gimbrar.
Hún fékk við Badda sem er Laufasonur en á bakvið hann er gríðarleg frjósemi en það var nú kannski ekki það sem ég var að eltast við heldur er verið að reyna að koma upp góðum hrút sem hægt er að nota á flestar kindurnar í húsinu án þess að úr verði stórt ættarmót hjá þeim í Desember.

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 283
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280856
Samtals gestir: 32716
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:15:56