Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2007 September

27.09.2007 00:39

Hrókur og Suddi komnir heim:)

Í gær var í nógu að snúast hjá okkur.Hebbi vaknaði fyrir allar aldir til að draga bát sem var í Sandgerðishöfn.Hann hafði fest eitthvað í skrúfunni og bráðvantaði einhvern á stórum og sterkum traktor í verkið.
Eftir því sem mér skildist þá átti hann að draga bátinn EFTIR að búið var að hífa hann uppúr höfninni,enn eigum við ekki svo öflugann traktor að hann geti silgt um á honum og dregið báta um öll höf:)

Uppúr hádegi þá drifum við okkur í Borgarfjörðinn að líta á menn og máleysingja.


Skjanni að koma og tala við okkur Gro.Flottur..........

Fyrst komum við í Nýja Bæ en þar gat ég orðið að smá liði og staðið í hliði á meðan folaldshryssur voru flokkaðar frá honum Alvar.Ein af þeim er hún Hylling Brúnblesadóttir með hana Rán Hróksdóttur sem mætti vera stærri eftir sumarið en það eru margir ekki alveg sælir með útkomuna á bæði lömbum og folöldum eftir þetta mikla þurrkasumar.

Ef ég þekki hana rétt sem Hróksafkvæmi þá á eftir að tosast úr henni.


Hebbi og Hylling að knúsa hvort annað .

Gro og Alvar að spá alvarlega í lífinu og tilverunni .

Alvar er ekkert smá geðprúður og vel taminn hestur.Hann minnti mig á Hrókinn minn og þetta er hreint út sagt draumageðslag í þessum hesti.
Þeim mæðgum Hyllingu og Rán var gefið ormalyf og settar í góðann haga.
Einnig tókum við hryssu frá honum Skjanna kallinum sem lítur hreint stórglæsilega út!

Djö......er þetta vígalegur og flottur hestur.

Næst var brunað og Hrókur sóttur.Ekki var stoppað neitt á þeim bænum því það var beðið eftir okkur á þriðja bænum og myrkrið að skella á!
Þar var hann Suddi kallinn í stóði alveg við bæinn.Ekki málið að ná honum og setja múlinn á þann gamla.
Honum leist nú ekki á blikuna þegar að við opnuðum kerruna og ætluðumst til af honum að fara uppá kerru með stóðhesti! Alveg er það merkilegt hvað geldingar og hryssur finna strax á lyktinni að stóðhestur er nærri!É
g ákvað að vera ekkert að troða Sudda uppá kerruna og tók því Hrók niður og lét Hróksa kyngreina Sudda og hann féllst strax á það að þetta væri ekki eitthvað spennandi fyrir hann hehehehehehe..........
Suddi flaug uppá kerruna og Hrókur á eftir og var ég með heynet fullt af heyi fyrir þá að maula á á heimleiðinni.
Við stoppuðum í Borgarnesi enda orðin svöng eftir daginn og var mikil ró í kerrunni á meðan enda báðir hestarnir að slíta hey úr netinu þegar að ég kíkti í kerruna:)
Við komum seint heim og settum hestana inn í hesthús og þar verða þeir þartil veðrið gengur aðeins niður.

Suddi og Hrókur komnir í stíu.Cameran var eitthvað að stríða mér í myrkrinu en læt þessa mynd duga af ferðafélögunum í bili .

24.09.2007 23:58

Truntufréttir úr Ásgarðinum

Jæja gott fólk.Ég var farin að halda að ég væri hætt með þetta blogg svei mér þá.Alveg sama hvað ég fór oft hér inn..........engin ný færsla og Ransý bara einhverstaðar útá túni?
Það er alveg rétt að ég er búin að vera útí á túni,að eltast við trunturnar okkar hér í Ásgarðinum.
Arg.........djö..........truntur sem halda að þær ráði hreinlega öllu.Trunturnar sem ég er að tala um eru merarnar niður á túni,þær sömu og ég fór að slaka á færslunni á randbeitarþræðinum vegna þess að Toppa gamla var næstum búin að drepa sig á ofáti!

Þær létu sko ekki mig kellinguna sína segja þeim að þráðinn ætti að færa minna í hvert skipti og "færðu"þær þráðinn bara hreint út sagt útum allt tún!!!!
Brutu staurana og átu svo á sig gat af áborna sterka grasinu.Við erum búin að setja þær í smá skammarkrók en það er næsta víst að ég ræð hér beitarmálum en ekki þær.

Við Eygló skelltum okkur í bæjarferð um daginn að líta á gæðinga í Víðidalnum.Allt gengur þetta vel hjá honum Hilmari og eru hrossin á hraðri leið með a verða að tömdum hrossum.Vænting Hróksdóttir er meira að segja farin að tölta nokkuð vel,hoppar smá uppá fótinn..........hva....maður er nú bara að stíga sín fyrstu spor:)

Hún er nú meira dekrið hjá honum Hilmari.Fær mola fyrir að standa kjur þegar að stígið er í hnakkinn og var fyndið að sjá þegar að hún beið spennt eftir því hvor hendin gæfi molann,sú vinstri eða sú hægri hehehehehe.....Hilmar talaði um að það væri mjög gott í framtíðinni þegar að ég færi að fara á bak henni að telja puttana eftir að hún væri búin að rukka um molann:)Nú ef hún tekur alla hendina af mér þá sendi ég bara HAND rukkara á hana:)

Vænting fyndin á svip........hvar er molinn????

Þarna kom molinn,svo var tölt af stað innanum bíla,skokkara og reiðhjólafólk.Taugarnar í stakasta lagi .

Gibbufréttir:
Við færðum gibburnar niður á Vinkil um daginn og skelltum þeim í iðagrænt gras þarsem þéttasta Kríuvarpið var hjá okkur í sumar.Þarna hafa þær staðið síðustu sólarhringana og úðað í sig grasinu af mikilli áfergju.
Flanki er alltaf jafn yndislegur þegar að maður kemur niðureftir í heimsókn en hann kemur hlaupandi til að fá smá klapp og kjass á vangann sinn.
Ási Flankason hrútur fer að mæta í kistulagninu fljótlega.........Hann er algjör hlunkur,líklega farin að slaga í 20 kílóa skrokk .

Brynja Beauty .
Hebbi er svo rosalega hrifinn af henni Brynju Lind Karenadóttur (það er gimbur:) að hann ákvað að setja hana á enda glæsilegt lamb í alla staði.Eða það segir Fjármála rágjafinn minn hún Valgerður á Hrauni og ekki lýgur hún!

Siggi Dímonar og Sibba komu í heimsókn í gær.Þau voru að gera úttekt á Dímonarsonunum á Suðurnesjunum en einn er á Hrauni,annar átti að vera í Höfnunum en var með mömmu sinni enn í stóru sveitinni að fá gott í kroppinn hjá stóðhesti ( þ.e.a.s mamman:)og sá þriðji hann Veðjar frá Ásgarði var sko heima til að láta fólkið dáðst að sér:)
Enda hreint út sagt framúrskarandi fallegt og skemmtilegt folald.
Ég skammast mín fyrir að segja það en ég átti EKKERT með kaffinu handa þeim en bæti hérmeð úr því og sendi ykkur þessa líka fínu Eplaköku bakaða á pönnunni góðu!


Sibba mín þú prentar hana bara út handa Sigga! Toppaði ég ekki valgerði hehehehehehehehe...............

Fiskafréttir:
Nú haldiði að ég sé að verða vitlaus!Ég hef óslitið frá því ég var 15 ára verið með fiska/búr.
Ekki marga núna en fallega í stóru búri inní stofu.Börnin hafa alltaf jafn gaman af því að fá að skoða Froskinn stóra og fiskana.
Í búrinu er Skallapar sem gerir ekkert annað en að hrygna og svo koma seiði sem svo týnast í sandinum og deyja.

Eina ferðina enn eru komin grilljón seiði og ég gerði allar þær ráðstafanir sem ég gat til að þetta fengi að lifa og nú er bara að sjá hvort að krílin verði að stórum fallegum Sköllum í framtíðinni.Ég meira að segja sauð egg og gaf rauðuna í búrið því það var ekki til Artemía til að rækta fóður handa þeim!

Ég er að fá til mín algjörann höfðingja hingað í Ásgarðinn.Hann á að vera hér til dauðadags með því skilyrði að hann vinni fyrir mat sínum:)Ekki verður neitt mál fyrir mig að láta hann vinna fyrir mat sínum því þetta er akkúrat hesttýpan sem ég missti þegar að hún Skjóna mín heltist á afturfæti og varð úr leik sem reiðhross.
Á morgun á að skella sér í sveitina og sækja Sudda og Hrókinn til Agnars í leiðinni.
Ég vissi ekki að ég ætti mynd af honum Sudda en svo var ég að skoða gamlar myndir frá Vigdísarvallaferð 2004 og er þá ekki Suddi kallinn á nokkrum myndum þar!

Ég á leið niður Festarfjall á Sudda teymi Skjónu mína og Hringur utaná henni.Í þessari ferð var Hringur gerður vel reiðfær en ferðin tók cirka 10 daga.

Hér er ég fremst á Skjónu,teymi Sudda og Hringur er utaná honum.
Á eftir mér er Öddi með höfðingjann Hring gamla sem nú er fallinn og teymir Öddi hann Randver.Síðan kemur hún Sigrún sem var sett á öll tamningartrippin í ferðinni og það sem hinir voru ekki alveg vissir um hvernig myndi virka .
Þetta var frábær ferð og ég veit að það er til diskur með vídeó clipsum á úr allri ferðinni og það er algjört möst að fá eitt eintak af honum ef hægt er??? VILLI???? .......
Þessi ferð rennur mér seint úr minni því hópurinn var samstilltur og frábært fólk með í för.


 

19.09.2007 01:15

Laddi alltaf góður:)

Við fórum um daginn á Ladda showið með Önnu systir og Kidda mág og skemmtum okkur alveg konunglega.Fyrst fórum við reyndar fínt út að borða og auðvitað völdum við bændurnir ég og Hebbi lamb á okkar disk:)Geðveikt gott og gaman:)
Laddi klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og reyndar fékk Laddi hann Hebba til að taka þátt í gríninu með sér alveg óvænt og klappaði fólkið alveg tryllt og hló og hló.
Hebbi fer að taka % fyrir að mæta á fremsta bekk í Borgaraleikhúsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er látinn taka þátt.Síðast var það í frábærum söngleik sem ég man ekki lengur hvað heitir............eitthvað Stone?

Hér á bæ er vart hægt að slíta mig úr eldhúsinu........Já"ég veit að þetta fer að verða leiðinlegt að lesa til lengdar með þessa potta.Ég er alveg húkt á þeim og er farin að elda í hádeginu og eiga svo tilbúinn mat í pottum fyrir kvöldið og er þetta alveg ótrúlega þægilegt og tímasparandi.Ég gerði Pizzu á rafmagnspönnunni og heppnaðist hún bara frábærlega hjá mér.

Inga frænka meira að segja bakaði súkkulaði(grænmetis:)kökuna um daginn og það gekk ekki lítið á þegar að súkkulaðinu var smurt á kökuna en það var á tímabili vafamál hvort kakan eða mallinn í Ingu hefði vinninginn.Og góð var kakan.

Ég dreif mig á hestbak í kvöld og ekki seinna vænna að prófa hana Vordísi áður en skeifurnar hrindu undan henni.Við fórum í langann og góðann reiðtúr og er ég nokkuð sátt við hryssuna þó margt megi laga.Mikið agalega er hún þæg og góð skepnan.Léttviljug og góð.
EN ég þarf að hreinsa töltið  og næsta járning verður þannig að það hjálpi henni svo hún verði nú ekki svona skeiðborin á því.
Ég setti hana inní hesthús eftir reiðtúrinn enda orðin bullsveitt greyið og fór svo aftur niður eftir í kvöld í myrkrinu og hleypti hrossunum út.

Rosalega var dimmt!
Þetta minnti mig á það þegar að við Sigrún (Danmerkur)vorum að ríða út á veturna og himininn var heiður og við létum hrossin feta áfram og það marraði svo skemmtilega í snjónum undan fótum hrossanna.Svo horfðum við uppí himininn á allar glitrandi stjörnurnar og ef við vorum heppnar þá sáum við stjörnuhrap!
Ég stoppaði niður við hesthús og horfði dágóða stund upp og ég varð eiginlega pínulítið fyrir vonbrigðum!Jú"þarna var allt fullt af stjörnum það vantaði ekki.EN þarna var líka allt fullt af allskonar drasli frá mannskepnunni sem silgdi hraðbyri innanum stjörnurnar og líklegast einhver Rússinn að taka myndir af mér standandi þarna niður við hesthúsið mitt!

Folöldin dafna og stækka og stækka.Og ég er hætt að færa randbeitarþráðinn í bili.Hrossin eru ekki að éta það sem ég er að gefa þeim(rétt það allrabesta:) og þá er mér spurn?Eru þær ekki þá að fá nóg þessar dömur? Ójú"ég ætla bara að anda með nefinu og halda áfram að leyfa þeim að éta grasið sem er að spretta uppí þær þessa dagana.Allt sem var áborið hér í vor er enn í heilmikilli sprettu og þær um það ef þær vilja endilega vera niður á bakka en ekki uppá túni þarsem ég er að færa þráðinn reglulega.Allar flóðmjólka og eru orðnar spikfeitar fyrir veturinn.Ég er farin að geta komið við eitt og eitt folald og eru þau mjög flott í holdum.

Mön að kljást við Ósk.Mön er sótrauð/skjótt/litförótt og hún virðist enn halda fylinu sem Óðinn Hróksson kom í hana en hann er brúnlitföróttur.Mön hefur ekkert gengið upp síðan að hún var hjá honum og nú er bara að krossa fingur og vita hvað skeður.
Þessi hryssa hefur ALLTAF eignast litförótt afkvæmi sem manni finnst nú ansi merkilegt.

Veðjar Dímonarsonur blæs alveg út og er hinn vinalegasti við mann þegar að maður kemur í heimsókn til hans.Honum leiðist það ekki að einhver tali aðeins við hann en allt er gott í hófi þegar að folöld eru annars vegar ekki satt:) Mér finnst ágætt að geta tekið á þeim til að fylgjast með holdafarinu og ekki meir.
Ég steingleymdi að hafa með mér skærin en nú á að klippa lokk úr kauða og senda honum Páli Imsland hestalitasérfræðingi til skoðurnar.Ég er orðin ansi viss um að Veðjar sé ekki "bara"vindóttur heldur grunar mig að hann sé líka litföróttur.

Eða hvað sýnist ykkur???? Ef þetta væri feldur á kanínu þá yrði hann kallaður Chincilla.Þær eru silfurgráar að lit.


 

15.09.2007 16:54

Hrein snilld þessir pottar!


Ég tók mig til um daginn og bauð til mín systrum hans Hebba í mat en ég eldaði ekki neitt handa þeim.Fékk til mín þrælskemmtilega dömu sem mætti með bókstaflega allt til alls og á meðan við sátum og horfðum á þá galdraði hún hreinlega hvern réttinn á fætur öðrum uppúr galdrapottunum sínum:)
Jú"þið giskuðu rétt gott fólk.Þetta var pottakynning og hreinlega þvílík uppgötvun hjá okkur hjónunum hér í Ásgarðinum að það var ekki spurnig í lokin að panta sér eitt sett af pottum þó rándýrir væru.Spurningin var hreinlega hvort þetta gæti ekki verið eitthvað sem myndi minnka í okkur gigtina/verkina og laga heilsuna verulega.
Þetta er hrein smilld það get ég sagt ykkur!
Fyrst fengum við fisk sem var settur hálffrosinn í pott með engu vatni og engu salti.Hann var vægast sagt geggjaður og engum datt í hug að salta hann eftirá.
Síðan fengum við kjúkling og grænmeti með kartöflugratín.Pannan sem Kjúllinn var steiktur á er hrein snilld,maður þarf ekki að nota neina olíu eða neitt og það myndaðist þessi líka fína sósa af kjúllanum og tók það örfáar mínutur að steikja hann.
Í eftirrétt fengum við geggjaða hollustu súkkulaðiköku sem var bökuð í POTTI á eldavélahellunni!!!
Hráefnið í hana var meðal annars,hvítkál,Kúrbítur,kartafla,Gulrót,epli,egg og eitthvað fleira hollt og auðvitað grunnurinn sem þarf í kökur þ.e.a.s hveiti,lyftiduft og allt það.
Fyrir utan hvað heilsan getur batnað þá er þetta rafmagnssparandi,tímasparandi og minna uppvask því alt má fara í uppvöskunarvélina,bragðbetri matur og það er alveg á tæru að líkaminn fær alla þá næringu sem þú ætlast til því pottarnir góðu halda næringunni í matnum með sinni einstöku virkni.
Nú er ég farin að hljóma eins og ég sé að fara að selja potta hehehehehehehe............"nei aldeilis ekki gott fólk.Ég varð bara svo yfir mig hrifin af matnum sem kom uppúr þeim OG Hebbi minn ekki síður en hann sat þarna innanum okkur dömurnar og var engu minna hrifinn að það var ekki spurning að versla sett sem hæfir okkar litlu fjölskyldu.Nú svo er eilífðar ábyrgð á þeim og Krissa mín getur tekið við þeim eftir minn dag.Þá veit ég að barnabörnin mín fá hollt og gott í kroppinn sinn:)
Ég held að ég sé mest spennt fyrir rafmagnspönnunni sem er svo flott!OG það má setja hana í UPPVÖSKUNARVÉLINA LÍKA! Ekki er ég minna spennt fyrir kvörninni góðu en hana fæ ég með því einu að fá einhverjar tvær til að bjóða til sín í mat frá 2-10 manns.

Farin til dyra pottarnir voru að koma!!!!

Ég skal nú segja ykkur það!Ég fékk svo frábærar gestgjafagjafir að ég á ekki til orð!

Ég ætla ekki að blogga hve dýrt það var sem ég fékk en það er dýrt!

Magga og Inga voru að reka inn nefið með Töru blómvönd ekkert smá krúttlegar:)Takk æðislega fyrir Magga og Inga:)

 Ég er rokin útí búð að kaupa það sem til þarf í nýju pottana og nú skal prófa sig áfram með þá.Vona að ég hafi tekið eftir öllu sem sagt var í sambandi við eldamennskuna svo ég geti eldað fullt af hollum og góðum mat.Ég var reyndar ein eyru og augu í fyrrakvöld og kvíði ekki fyrir því að þetta verði mikið mál.
Fyrsta sem eldað verður í nýju fínu pottunum verður súkkulaði kakan og svo í kvöldmat verða Gæsabringur með öllu tilheyrandi:)

Þeir/þær sem hafa áhuga á að vita meira um pottana góðu og vilja komast í samband við frábæra dömu sem skýrir allt vel og skilmerkilega hafið samband við mig í herbertp@simnet.is

Það er algjört möst að hafa kallana með því þeir eru margir hverjir alveg snillingar í eldhúsinu líka og koma til með að hafa gaman af þessu.Minn maður á sína spretti í eldamenskunni og er mjög áhugasamur um hollari matreiðslu.Ég tala nú ekki um Villibráð eldaða á góðann hátt.

 

13.09.2007 00:00

Tara litla fékk hvíldina sína


Þessi dagur var erfiður.Tara litla tíkin okkar fékk hvíldina eftir 10 ára vist hjá okkur.
Hún kom til okkar 9 mánaða gömul alveg kolvitlaus eftir að hafa komið sér útaf þremur heimilum og er það ekki ofsagt að hún hafi verið erfiður hundur inná heimili.
En eftir dágóða þjálfun og þolinmæði þá tókst okkur að virkja hana sem hinn mesta veiðivarg og varðhund.
Reyndar þurfti lítið að hafa fyrir því að þjálfa hana sem minkaveiðihund því hún tók uppá því sjálf að sækja mink og reka þá í stórum stíl heim og hélt þeim þar í aðhaldi þartil "pabbi" sótti byssuna.
Hún er búin að margskila öllum svitanum og tárunum sem fóru í hana í upphafi og sé ég ekki eftir því að hafa tekið hana að okkur.
Reyndar var hún hundurinn hans Hebba og hún vissi það.
Hebbi var húsbóndinn og byssukallinn og eins gott að vera stillt og prúð svo hún fengi nú að fara með þegar að "pabbi" opnaði byssuskápinn.Þá vældi hún stöðugt utaní honum og vék ekki frá honum svo hún myndi nú ekki missa af neinu.
Hún átti 3 got hjá okkur og allir hvolparnir fengu heimili og sumir hverjir fóru á hvolpanámskeið og var gaman að fá að vita af þeim í 1-2 sætum eftir þau námskeið.
Busla mín er úr fyrsta gotinu og er orðin 8 ára gömul og voru þær mæðgur mjög duglega að vinna saman hvort sem var  á veiðum eða að smala með kellingunni sinni.
Tara var nefnilega algjörlega ómissandi í frumtamningunum en hún tók það að sér óbeðin að elta tamningartrippin sem voru bundin utaná og bíta í hófskeggið á þeim ef þau héngu í.Eins ef trippi var með kergju við að fara úr hesthúsi þá rauk hún í hælana á þeim og eins gat ég sent hana framfyrir trippin í básnum og látið hana narta í framfæturnar á þeim ef ég vildi færa þau til.
Hún var algjör snillingur í því sem hún hafði áhuga á en það var að veiða mýs,mink,smala og verja fyrir okkur bæinn.Þessvegna er nú póstkassinn uppá vegi en ekki dyralúgan notuð eins og hjá flestu fólki.
Tara fékk krabbamein fyrir stuttu og skeði þetta allt mjög hratt hjá henni.Hún fékk að lifa á meðan matarlystin var í lagi en hún var strax sett á sérfæði og á meðan hún hafði gaman af því að tölta þetta með í búverkunum þá þótti okkur í lagi að bíða með það sem koma skildi.Í gær eldaði ég uppáhaldsmatinn hennar og átum við saman Lifrapylsu en í dag vildi hún ekki borða og var orðin ansi slöpp.Þá var ekki um annað að ræða en að leyfa henni að fara.
Mig dreymdi skrítinn draum í fyrri nótt en Tara var í miklu uppáhaldi hjá henni tengdamömmu heitinni og tengdapabba en mig dreymdi þau bæði og ætla ég ekki að fara nánar útí þann draum en að öllum líkindum var tengdamamma að biðja okkur um að veita tíkinni hvíldina löngu.
Hana fékk hún blessunin í dag og hvílir hún á góðum stað rétt hjá Sebastían hennar Röggu vinkonu.
Bless Tara mín þín verður sárt saknað.

10.09.2007 00:51

Matgæðingar og grillgæðingar:)


Við Hebbi minn vorum boðin í grill um daginn til Önnu systir og Kidda og ég formaði ekki annað sjálfur matgæðingurinn að hafa meðferðis gæðing á grillið .Hvað er betra en marineraðar folaldsneiðar slurp!
Við vorum náttúrulega ekki á réttum tíma frekar en fyrri daginn en við erum ávalt á Ástralíu tíma þegar að okkur er boðið eitthvað.
Þetta er leiðindaávani hjá okkur báðum og höfum við verið prógrömmuð eitthvað vitlaust í byrjun,eða það held ég að minnsta kosti.Þannig að ef þið lesendur kærir ætlið að boða okkur eitthvert td í afmæli eða eitthvað álíka þá endilega setjið í boðskortið klukkan í það minsta 3 tímum fyrr en áætlaður fagnaður er .Segi nú bara svona !
En það var aldeilis gaman að hitta ættingjana sem enn voru og var mikið spjallað og etið langt frameftir kvöldi.

Toppa alveg að missa sig í grasinu! Ætli hún hafi aldrei heyrt talað um Bumbubana .

Toppa gamla átvagl var næstum búin að drepa sig um daginn í græðgi yfir öllu græna grasinu.Ég færði þráðinn aðeins meira en ég er vön að gera og Hebbi gaf brauð og eftir cirka 3 tíma þá sé ég hana Toppu greyið á hvolfi niður á túni með fæturnar kreppta að sér!
Ég kallaði á Hebba að Toppa væri flækt í girðingunni og æpti að taka rafmagnið af!!!!!
Hann rauk af stað niður eftir og ég svo á eftir og ég kom við í hesthúsinu og greip þar Naglbít til að losa skepnuna úr vírnum!
Það var algjörlega fast í hausnum á mér að hún væri föst í vírnum og ég hugsaði og hugsaði á meðan ég hljóp við fót niður eftir hvernig í ósköpunum heimavön skepna færi að velta sér nærri rafgirðinu og flækja sig en gestahross hafa farið þannig og þá aðallega hross sem eru alin upp við annarskonar girðingar ekki með rafnagni.
EN svo kom það í ljós að Toppa kellingin lá þarna á bakinu á miðju túninu með alla fætur kreppta að sér og velti sér af kvölum!
Hún var með ofátkveisu!!!!!!
Hebbi kom henni á fætur og við tókum undir hökuna á henni og teymdum hana heim í hesthús og þar setti ég múl á hana og labbaði með hana útí stóra hesthús.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún ALDREI látið teyma sig frá stóði á hökunni einni saman en það var eins og hún vissi að við værum það eina rétta í stöðunni fyrir hana og við værum að hjálpa henni.
Ég þóttist vera viss að það þyrfti ekki dýralækni því það var enn garnagaul og hún rak viðstöðulaust við og ropaði alveg svakalega...........og fýlan sem kom frá henni!!!!
Svo kom grænt aftan úr henni ,algjör lella!
Í morgun var lystin komin og engann veginn hægt að teyma hana á skegginu
hehehehehehehehe.................Toppa aftur orðin gamla góða Toppa sem lætur ekki hvern sem er segja sér fyrir verkum:)
Hún er enn útfrá með Vordísi og fer hún niður á tún aftur á morgun en .Þá eru hinar merarnar búnar með mesta og besta grænmetið og mér dettur EKKI í hug að færa svona mikið næst þráðinn!

Blesarnir hennar Deidrie þeir Heljar og Pálmi höfðu það gott í góða veðrinu og steinlágu megnið af deginum.Eða þartil þeir vöknuðu upp við vondan draum og með miklum látun en Pálmi hafði lagst ansi nærri randbeitarþræðinum og þegar að hann stóð upp hefur hausinn farið beint upp í þráðinn,blessuð skepnan fengið stuð í haus og rokið með þráðinn á hausnum langt inní hagann og slitið hann!
Þetta þýddi bara eitt,þráðurinn og staurarnir voru teknir niður og restina fengu þeir og urðu mikið glaðir eftir alla beitarstjórnunina hjá kellingunni .

Talandi um gott veður þá er þetta ekki einleikið með allann hitann hér á suðvesturhorninu.Í gær sá ég líka þetta svakalega fiðrildaflykki fljúga rétt við hausinn á mér og dauðbrá mér!
Set hér inn mynd af eins Fiðrildi og ég sá fyrir tveimur dögum en þetta virðist farið að vera árviss viðburður hjá okkur að fá svona flykki hingað á haustin!
Fiðrildið á myndinni hér fyrir ofan kom til okkar árið 2004 og nú spyr ég eins og auli ef einhver pöddusérfræðingur er að lesa þetta blogg mitt"hvaða tegund af  Fiðrildi er þetta?

Ég bara varð að fá að setja inn þessa mynd sem þú sendir mér Íris mín! Það hlýtur að vera gaman að fara í reiðtúr með góðum vinum og á svona mörgum tegundum af hestum!
Ég sé einn Íslenskann hest,tvo Fjarðarhesta og einn Connemara og svo þekki ég ekki restina?
Þetta er rosalega skemmtileg mynd og reiðtúrinn hefur ábyggilega verið skemmtilegur .
Vona að það sé í lagi að ég hafi birt hana .

04.09.2007 23:21

Fugladans og fleira


Smá andabull en ekki andaglas .Endurnar eru orðnar stórar og pattaralegar hjá okkur.Þær mega fara að vara sig á frystikistunni en samkvæmt því sem við fengum upplýsingar um um daginn þá er tímabært að slátra þeim í lok Október byrjun Nóvember.
Nú ef einhver vill kaupa fallega og frjáls ræktaða önd þá gerið svo vel að hafa samband í netfangið  Þeim fleiri sem fara á fæti þeim færri þurfum við að reyta .

 herbertp@simnet.is


Eigum einnig þó nokkuð af Quale fuglum til sölu núna.Þetta eru skemmtilegir fuglar,afskaplega líkir hænum í hegðun og verpa alveg látlaust! Ekkert mál að unga þeim út í útungunarvél og það er alveg ævintýralegt hve hratt þeir vaxa.

Og úr því ég er byrjuð á blogga um fuglana á bænum en ekki hross eins og vanalega þá er það af Fashænunni að frétta og ungum hennar að öll dafna þau vel.Ekki var nú samt ásættanlegt með ungafjölda eftir sumarið en það verður ekki gefist upp hér á bæ.
Við erum að fara að versla okkur fleiri Fashana/hænur og erum rétt að byrja á þessu brölti okkar .

Skelli inn einni mynd af pabba unganna honum Jónasi hinum grimma! Hann er hinn mesti fantur við aðra Fashana og lætur þá vita hvar Davíð keypti ölið ef þeir voga sér nærri hænunum hans.Reyndar er það nýjasta nýtt hjá okkur að gera eins og einn alvanur fashanabóndi sagði mér að gera og það er að klippa aðeins af gogginum og hælsporunum svo þeir skaði ekki hvorn annann og þá á að vera hægt að hafa þá saman í búri.

Aðeins að pína ykkur meira með EKKI hestafréttum .Þið hafði nefnilega gott af því að hvíla ykkur á hrossalestri í nokkra daga enda ekkert merkilegt að frétta á þeim vígstöðvum í augnablikinu.

Ég var svo hrikalega dugleg í dag og tók mig til og tattóveraði 20 kanínuunga og paraði síðustu pörun,einar 5 læður.
Ég er búin að merkja við nokkra unga sem ég hef ákveðið að selja ekki og núna er ég loksins komin aftur á fullt með kanínurnar mínar eftir erfið síðustu ár.Núna er ég komin með frábær dýr til framræktunar.Ég meina enn frábærari!!!! Hehehehehehe.........

Ahhhhhhhh................var að fatta að ég er með sérstakt kanínublogg þarsem þetta á að standa .Er ekki tímabært fyrir mig að fara að lúlla í minn vitlausa haus og hlaða bæði mín batterý og cameru batterýin fyrir morgundaginn en þá verð ég í bænum að taka einhverjar hestamyndir.Var að fá góðar fréttir að henni Væntingu Hróksdóttur sem er farin að stíga töltið hjá tamningarmanninum eftir aðein 4 vikur! 
Hafið það alveg hrikalega gott elskurnar mínar þartil næst .

                                                        

02.09.2007 02:30

Hvolpar til sölu undan Buslu og Kubb!

Komiði öll sæl og blessuð.Ég vil byrja þetta blogg á því að senda Sigrúnu og fjölskyldu samúðaróskir vegna hestsins þeirra sem þau voru að missa úr veikindum.
Alltaf erfitt að missa dýrin sín og ekki auðveldara þegar að þau eru svona mikilvæg eins og Snússinn hennar Sigrúnar en hann gengdi því merkilega hlutverki að bera börnin þeirra um á bakinu og hvað er dýrmætara fyrir utan auðvitað blessuð börnin en traustur og góður barnahestur sem allir geta stólað á.

Hestfréttir héðan eru nú ekki mjög merkilegar þessa dagana en við eigum orðið hross útum allt í tamningum og þjálfun.

Hrókur fór ekki í sýningu hjá Agnari en hann taldi að hann yrði rifinn niður í byggingu vegna þess hve miklu hann hefur safnað á sig sem er náttúrulega alveg skiljanlegt en klárinn er í Borgarfirðinum þarsem smjör drýpur af hverju strái og hvernig á annað að vera að klárinn fitni svona óskaplega:)Alveg synd þarsem hann er orðinn miklu flottari og þroskaðri sem reiðhross en hann var.Bíðum bara betri tíma og sjáum til.Ekki þýðir að leggja árar í bát eða hnakk á statíf!

Ég er hinsvegar að springa úr monti með afkvæmin hans og er búin að setja inn myndband http://www.123.is/asgardur/default.aspx?page=video af einu þeirra en það er hann Sleipnir undan honum og Freistingu hans Hebba.
Folaldið hreinlega svífur um á yfirferðabrokki með mikilli fótlyftu og flottri yfirferð!Ég er bálskotin í þessu folaldi því byggingin er ansi góð líka.
Ef hann Sleipnir hefði verið hryssa þá er ég ekki viss um að hann væri seldur í dag.
Freisting er fengin aftur með Hrók og kannski komi hryssa næsta vor?

Ég vaknaði upp við vondann draum um daginn.Pálmi stóðtittur á hlaðinu,Biskup laus uppá vegi og allt í vitleysu!Svo kom skýringin á öllu saman,Blesi sem er að taka til hér í kringum húsið með Biskup hefur fengið eitthvert flogakast og hlaupið niður randbeitarþráðinn og farið á harðaspretti í gengum þrefalt vírhlið og haldið áfram í tryllingi og farið á annað rafmagnshlið og sprengt það upp hjá tittunum og sem betur fer þá fór bara hann Pálmi út en ekki líka Askur Stígandasonur og Heljar stóðtittur!
Ég kom Pálma inn aftur og fór svo á bílnum og sótti Biskup og setti hann innfyrir hliðið en þá kom hann Askur 3 vetra titta tappinn og fór að hnusa af honum og belgja sig út við Biskupinn minn gamla og það endaði með því að hann réðist svona fantalega á Biskup og tók munnfylli af hálsinum á honum í kjaftinn og sleppti ekki!
Biskup snappaði alveg og beit og sló hann af öllu afli(og það var ekkert smá)og kafkeyrði hann Ask ofaní jörðina!!!!Askur lá þar í smá stund og rauk svo á fætur og ætlaði sér að leiðrétta þennan mikla miskilning að Biskup réði einhverju en þá fékk hann aftur svipaða útreið hjá gamla mínum og svo stillti gamli sér upp við hliðina á Blesa vini sínum og öskraði ógurlega á Ask ef hann vogaði sér nærri!Hann átti Blesa og hann ætlað að eiga hann áfram!
Biskup er nefnilega þannig hestur að ef ég set hann inn eina nótt með ókunnugu hrossi þá á hann það næsta dag þegar að honum er hleypt út og ver það með kjafti og klóm fyrir hinum hrossunum ef þau ætla sér að koma og skoða.
Gott að hafa einn svona til að taka á móti hrossum sem koma ein hingað í hagagöngu.

Sif að hvísla einhverju í eyrað á Snúð .Vænting vill vera með.

Ég kíkti um daginn á Væntingu Glymsdóttur og Sif Hróksdóttur og væsir sko ekki um þær í Höfnunum hjá Eygló og Bogga.Þær alveg blása út og eru hinar föngulegastar.
Verst að cameran var að stríða mér eða batteríin þannig að ég náði ekki nógu skýrum myndum af þeim í öllum rassaköstunum sem þær tóku fyrir okkur.

Þarna mætast gamli tíminn og ...............gamli tíminn .

Við erum enn í heyskap,hvað annað þetta er svo gaman
!Vorum að heyja alveg heilmikið um daginn og orðin svolítið sein eins og vanalega og stutt í myrkur en hvað haldiði að hafi skeð!
Við sem erum vön að potast þetta tvö ein á þremur traktorum vissum ekki af fyrren Eygló og Boggi komu eins og kölluð!Eygló stökk uppá traktor og Boggi á hrífuna og rökuðu þau sem mest þau máttu og Hebbi rúllaði og rúllaði og ég pakkaði og pakkaði!
 Alveg tær snilld og við vorum komin heim fyrir myrkur!Ástarþakkir enn og aftur Boggi og Eygló:)

 

Ég er  byrjuð að randbeita Flugvöllinn 
(tún sem var Flugvöllur íden:).Hryssurnar eru himinánægðar með allt kafagrasið sem þær fá og reyni ég að stýra beitinni frameftir haustinu á þennan hátt.Grasið þarna getur verið svolítið sterkt og sölnar mjög seint.
Mér finnst alveg svakalega gaman að fara niðureftir og færa þráðinn og fylgjast með folöldunum hvernig þau akta rafmagsþráðinn.Þetta kennir þeim alveg helling um girðingar.

Buslu fréttir:

Busla fór í röntgen og ég bara man ekki hvort ég var búin að blogga því hvernig það kom út.Seinni aðgerðin er líka misheppnuð en platan og skrúfurnar eru ekki alveg að virka.Ein skrúfan er ekki lengur í plötunni og farin á flakk.Beinið er samasem ekkert gróið á milli og er það svo örþunnt þar á milli að það er líklega ekki þorandi að taka plötuna og skrúfurnar í burtu.
Ein hugmynd var að taka plöturnar og sjá hvað myndi ske en ef það fer illa þá er það þriðja aðgerðin.Sú fjórða myndi vera að taka fótinn af!Sem í raun og veru hefði átt að gera ef maður bara hefði vitað hvernig þetta allt fór.EN Buslan er hraust og kveinkar sér ekki.Hún hleypur um á þremur fótum og er nýfarin að labba á fjórum!
Slæst við hana Súsí hvolpinn sinn og lætur öllum illum látum ef svo ber undir!Hún er svo hamingjusöm og kát að það væri synd að fara að krukka meir í henni.

Það eru fjórir rakkar eftir úr gotinu hennar Buslu og hef ég ekki verið nógu dugleg að auglýsa þá.
Er svosem ekkert að flýta mér því ég vil að væntanlegir eigendur þeirra viti hvað þeir eru að fara útí og helst að þeir verði veiðihundar hjá þeim.

Skotti og Inga.Skotti er sérstaklega elskulegur og þægur þegar að einhver nennir að halda á honum.Situr grafkyrr í fanginu og nýtur þess að láta strjúka sér.

Zorró elskar að borða og fá að hnoðast og veltast um í fanginu á krökkum.

Kindafréttir:

Við fórum í heimsókn til Gísla og Siggu á Flankastöðum en þau voru að smala hólfið hjá sér og Flanki kallinn hrússinn minn kominn í fjárhús en bara rétt á meðan að lömbin eru tekin undan og svo fara þau aftur út.

Flanki er orðinn svakalega flottur strákur og er ég búin að harðabanna allar umræður um Flankahamborgara fyrren Fjármálaráðherrann/frúin mín kemur og þuklar á öllum Flankabörnunum fyrst!
Flanki var ekki lengi að þekkja kellinguna sína og kom og fékk fullt af klappi og klóri.Svo ætlaði hann að elta mig út þegar að ég fór en gibburnar sem voru styggar í húsinu og streymdu á móti Flanka mínum og hann ýttist bara afturábak og mændi sorgmæddum augum á kellinguna þegar að ég smaug útum dyrnar.
Isssssss.........hann þarf sko ekkert að kvarta,með fullt af gibbum og nóg að borða.Hann getur bara beðið eftir meira klappi þartil síðar í haust:)

 

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213900
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 03:27:34