Heimasíða Ásgarðs

02.09.2007 02:30

Hvolpar til sölu undan Buslu og Kubb!

Komiði öll sæl og blessuð.Ég vil byrja þetta blogg á því að senda Sigrúnu og fjölskyldu samúðaróskir vegna hestsins þeirra sem þau voru að missa úr veikindum.
Alltaf erfitt að missa dýrin sín og ekki auðveldara þegar að þau eru svona mikilvæg eins og Snússinn hennar Sigrúnar en hann gengdi því merkilega hlutverki að bera börnin þeirra um á bakinu og hvað er dýrmætara fyrir utan auðvitað blessuð börnin en traustur og góður barnahestur sem allir geta stólað á.

Hestfréttir héðan eru nú ekki mjög merkilegar þessa dagana en við eigum orðið hross útum allt í tamningum og þjálfun.

Hrókur fór ekki í sýningu hjá Agnari en hann taldi að hann yrði rifinn niður í byggingu vegna þess hve miklu hann hefur safnað á sig sem er náttúrulega alveg skiljanlegt en klárinn er í Borgarfirðinum þarsem smjör drýpur af hverju strái og hvernig á annað að vera að klárinn fitni svona óskaplega:)Alveg synd þarsem hann er orðinn miklu flottari og þroskaðri sem reiðhross en hann var.Bíðum bara betri tíma og sjáum til.Ekki þýðir að leggja árar í bát eða hnakk á statíf!

Ég er hinsvegar að springa úr monti með afkvæmin hans og er búin að setja inn myndband http://www.123.is/asgardur/default.aspx?page=video af einu þeirra en það er hann Sleipnir undan honum og Freistingu hans Hebba.
Folaldið hreinlega svífur um á yfirferðabrokki með mikilli fótlyftu og flottri yfirferð!Ég er bálskotin í þessu folaldi því byggingin er ansi góð líka.
Ef hann Sleipnir hefði verið hryssa þá er ég ekki viss um að hann væri seldur í dag.
Freisting er fengin aftur með Hrók og kannski komi hryssa næsta vor?

Ég vaknaði upp við vondann draum um daginn.Pálmi stóðtittur á hlaðinu,Biskup laus uppá vegi og allt í vitleysu!Svo kom skýringin á öllu saman,Blesi sem er að taka til hér í kringum húsið með Biskup hefur fengið eitthvert flogakast og hlaupið niður randbeitarþráðinn og farið á harðaspretti í gengum þrefalt vírhlið og haldið áfram í tryllingi og farið á annað rafmagnshlið og sprengt það upp hjá tittunum og sem betur fer þá fór bara hann Pálmi út en ekki líka Askur Stígandasonur og Heljar stóðtittur!
Ég kom Pálma inn aftur og fór svo á bílnum og sótti Biskup og setti hann innfyrir hliðið en þá kom hann Askur 3 vetra titta tappinn og fór að hnusa af honum og belgja sig út við Biskupinn minn gamla og það endaði með því að hann réðist svona fantalega á Biskup og tók munnfylli af hálsinum á honum í kjaftinn og sleppti ekki!
Biskup snappaði alveg og beit og sló hann af öllu afli(og það var ekkert smá)og kafkeyrði hann Ask ofaní jörðina!!!!Askur lá þar í smá stund og rauk svo á fætur og ætlaði sér að leiðrétta þennan mikla miskilning að Biskup réði einhverju en þá fékk hann aftur svipaða útreið hjá gamla mínum og svo stillti gamli sér upp við hliðina á Blesa vini sínum og öskraði ógurlega á Ask ef hann vogaði sér nærri!Hann átti Blesa og hann ætlað að eiga hann áfram!
Biskup er nefnilega þannig hestur að ef ég set hann inn eina nótt með ókunnugu hrossi þá á hann það næsta dag þegar að honum er hleypt út og ver það með kjafti og klóm fyrir hinum hrossunum ef þau ætla sér að koma og skoða.
Gott að hafa einn svona til að taka á móti hrossum sem koma ein hingað í hagagöngu.

Sif að hvísla einhverju í eyrað á Snúð .Vænting vill vera með.

Ég kíkti um daginn á Væntingu Glymsdóttur og Sif Hróksdóttur og væsir sko ekki um þær í Höfnunum hjá Eygló og Bogga.Þær alveg blása út og eru hinar föngulegastar.
Verst að cameran var að stríða mér eða batteríin þannig að ég náði ekki nógu skýrum myndum af þeim í öllum rassaköstunum sem þær tóku fyrir okkur.

Þarna mætast gamli tíminn og ...............gamli tíminn .

Við erum enn í heyskap,hvað annað þetta er svo gaman
!Vorum að heyja alveg heilmikið um daginn og orðin svolítið sein eins og vanalega og stutt í myrkur en hvað haldiði að hafi skeð!
Við sem erum vön að potast þetta tvö ein á þremur traktorum vissum ekki af fyrren Eygló og Boggi komu eins og kölluð!Eygló stökk uppá traktor og Boggi á hrífuna og rökuðu þau sem mest þau máttu og Hebbi rúllaði og rúllaði og ég pakkaði og pakkaði!
 Alveg tær snilld og við vorum komin heim fyrir myrkur!Ástarþakkir enn og aftur Boggi og Eygló:)

 

Ég er  byrjuð að randbeita Flugvöllinn 
(tún sem var Flugvöllur íden:).Hryssurnar eru himinánægðar með allt kafagrasið sem þær fá og reyni ég að stýra beitinni frameftir haustinu á þennan hátt.Grasið þarna getur verið svolítið sterkt og sölnar mjög seint.
Mér finnst alveg svakalega gaman að fara niðureftir og færa þráðinn og fylgjast með folöldunum hvernig þau akta rafmagsþráðinn.Þetta kennir þeim alveg helling um girðingar.

Buslu fréttir:

Busla fór í röntgen og ég bara man ekki hvort ég var búin að blogga því hvernig það kom út.Seinni aðgerðin er líka misheppnuð en platan og skrúfurnar eru ekki alveg að virka.Ein skrúfan er ekki lengur í plötunni og farin á flakk.Beinið er samasem ekkert gróið á milli og er það svo örþunnt þar á milli að það er líklega ekki þorandi að taka plötuna og skrúfurnar í burtu.
Ein hugmynd var að taka plöturnar og sjá hvað myndi ske en ef það fer illa þá er það þriðja aðgerðin.Sú fjórða myndi vera að taka fótinn af!Sem í raun og veru hefði átt að gera ef maður bara hefði vitað hvernig þetta allt fór.EN Buslan er hraust og kveinkar sér ekki.Hún hleypur um á þremur fótum og er nýfarin að labba á fjórum!
Slæst við hana Súsí hvolpinn sinn og lætur öllum illum látum ef svo ber undir!Hún er svo hamingjusöm og kát að það væri synd að fara að krukka meir í henni.

Það eru fjórir rakkar eftir úr gotinu hennar Buslu og hef ég ekki verið nógu dugleg að auglýsa þá.
Er svosem ekkert að flýta mér því ég vil að væntanlegir eigendur þeirra viti hvað þeir eru að fara útí og helst að þeir verði veiðihundar hjá þeim.

Skotti og Inga.Skotti er sérstaklega elskulegur og þægur þegar að einhver nennir að halda á honum.Situr grafkyrr í fanginu og nýtur þess að láta strjúka sér.

Zorró elskar að borða og fá að hnoðast og veltast um í fanginu á krökkum.

Kindafréttir:

Við fórum í heimsókn til Gísla og Siggu á Flankastöðum en þau voru að smala hólfið hjá sér og Flanki kallinn hrússinn minn kominn í fjárhús en bara rétt á meðan að lömbin eru tekin undan og svo fara þau aftur út.

Flanki er orðinn svakalega flottur strákur og er ég búin að harðabanna allar umræður um Flankahamborgara fyrren Fjármálaráðherrann/frúin mín kemur og þuklar á öllum Flankabörnunum fyrst!
Flanki var ekki lengi að þekkja kellinguna sína og kom og fékk fullt af klappi og klóri.Svo ætlaði hann að elta mig út þegar að ég fór en gibburnar sem voru styggar í húsinu og streymdu á móti Flanka mínum og hann ýttist bara afturábak og mændi sorgmæddum augum á kellinguna þegar að ég smaug útum dyrnar.
Isssssss.........hann þarf sko ekkert að kvarta,með fullt af gibbum og nóg að borða.Hann getur bara beðið eftir meira klappi þartil síðar í haust:)

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59913
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 08:16:30