Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2016 Nóvember

30.11.2016 12:35

Fréttir úr hænsnakofanum Ásgarði


Hitti Fröken Killer í dag í gegninum mínum og átti hún ekki til orð yfir ósköpunum sem dynja yfir kynsystur hennar og frænkur.

Killer spurði mig hvað yrði gert við öll brúneggin sem færu ekki í búðirnar?
Ég sagði við hana að vonandi fengju þau að fara inná heimili þar sem þeirra væri þörf því ekkert væri að eggjunum.
Kannski myndu umráðamenn eggjanna gefa þau frá sér í stað þess að farga þeim.
Það fannst Killer sniðug lausn.
Kannski myndu umráðamenn eggjanna jafnvel líða betur í hjartanu ef þeir gerðu það.
Killer elti mig á röndum á meðan ég vatnaði,gaf fóður í dallana og bar sag gólfið.
Eitthvað brann á gogginum á þessari litlu brúnhænu sem hingað kom eftir mikið blaðaumtal en hún fékk aðeins að kenna á því á forsíðu DV en er nú búin að jafna sig á öllu ljótum kommentunum sem hún fékk.

En hvað verður gert við allar brúnhænurnar spurði hún og saug uppí nefið/gogginn og horfði upp til mín.

Það var fátt um svör hjá mér,hvað átti ég að segja við þesssa litlu saklausu brúnhænu sem varla skilar eggi hér en skilar bara öðru í staðinn einsog skemmilegum samræðum.

Heyrðu Killer mín,ég held að haninn úti hafi fundið eitthvað gómsætt útá haug og hann er alveg ábyggilega að kalla akkúrat nafnið þitt núna!

Killer þaut út um leið með stélið sperrt en einn unghaninn hann Aðalsteinn hefur verið að stíga í vænginn við hana síðustu dagana og hún afar spennt fyrir honum þó hún vilji ekki beint viðurkenna það.

21.11.2016 12:28

Girðingarvinna í blíðviðri


Kindurnar og lömbin una sér vel á haustbeitinni,Garðskagaviti í baksýn.

Upp og út að vinna,girtum af túnið sem við unnum í vor en merarnar eru að hreinsa upp það sem kindurnar skildu eftir og var óslegið.Vonumst til að geta klárað að vinna þann hluta næsta vor og svo fá merarnar ekki að fara aftur inná tún,þær eiga það til á vissum árstíma að grafa holur og skemma þegar að gróðurinn er að lifna við eldsnemma vors.

Veðrið var frábært,logn og sól og við unnum alveg frammí myrkur við að pota niður staurum og setja upp þráðinn,náðum að klára og opna aftur niður á tún.
Meranar átta sig á þessu þegar þær rölta aftur niður úr í björtu.

Útí kanínuhús að fóðra nínurnar sem blása út af bygginu og höfrunum sem þær fá með heyinu.
Hænurnar,aligæsirnar og aliendurnar fá líka korn og eru afar glaðar með það þó aligæsunum finnist gott að fá brauð með líka.
Þær eru hrifnar af brauðmeti en allsekki snúðum eða öðru sykurjukki.

Gimbrarnar eru að róast og 2 farnar að koma og borða brauð úr hendi en það er hún Lilla litla Höfðingjadóttir sem varð útundan en annar speninn á mömmunni eyðilagðist.
Hin sem er ansi frökk og étur brauð hjá mér er hinsvegar stærsta gimbrin í húsinu en það er hún Baugalín Kornelíusardóttir.
Semsagt minnsta og stærsta gimbrin eru orðnar brauðspakar á öðrum degi í dekrinu
Þetta lofar góð eða...........!

Vorum komin heim fyrir fréttir og ég tók smá húsmóður sveiflu og bakaði jólaköku í brauðvélinni,Roomba ryksugaði á meðan ég braut saman þvott,setti í þvottavél og hengdi svo upp.Tók wc-ið og þreif hátt og lágt,nennti ekki að þurrka af enda sé ég ekkert af viti á kvöldin í þessu myrkri.

Talandi um myrkur,keyptum meira af þessum yndislegu perum sem lyfta manni upp í skammdeginu!
Ég er ekki frá því að ég sé bara miklu aktívari núna en við erum að verða komin með þessar perur á flesta staði og í fyrra voru settar ansi margar upp í kanínusalnum og fjárhúsinu og það er allt annað að vinna þar núna.


20.11.2016 12:21

Tókum gimbrarnar undan


Mjölnir með Mjólkurhyrnu móður sinni í September

Jæja,fórum í að aðskilja gimbrarnar frá mæðrum sínum og settum mömmurnar útí rúllu.
Sumar eru enn að mjólka og eftir smá stund þá fóru kindurnar að týnast úr rúllunni og jarma á hurðinni og nokkrar af gimbrunum inni fóru að hágráta.
Lambhrútarnir þeim Svanur,Skúmur og Mjölnir eru farnir að tuskast ansi mikið og slást og um daginn fékk Mjölnir blóðnasir en það lagaðist svo.
Í fyrradag þurfti að taka hann frá en hann var hálf vankaður blessaður og greinilega með hausverk,lagðist niður og var slappur en í dag var hann orðinn góður.

Gáfum merunum og folöldunum líka rúllu og einnig fengu stóðhestarnir Hrókur og Náttfari sína rúllu.
Enn er auð jörð og næg beit með og veðrið alveg dásamlegt.


  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213900
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 03:27:34