Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2008 Mars

31.03.2008 22:46

Ransý ólétt!


Skvetta Busludóttir Minkaveiðitík.

Eitt sinn var ég stödd á ónefndum bæ fyrir austan hjá kunningjum okkar.

Þar var verið að baka heilu staflana af vöfflum og kaffið rann í stríðum straumum úr stórri kaffivél á borðinu.

"Ransý sestu"gall við í húsmóðurinni og ég settist eldsnöggt niður á stól og svo hófst Vöffluát mikið og kaffidrykkja.

Eftir átið var okkur boðið í stofu að skoða uppstoppaða fugla sem þar voru upp um alla veggi hver öðrum skrautlegri.

Aftur gellur við í húsfreyjunni

"Ransý kyrr"!!!

Ég stóð hælana í botn í gólfteppið og þorði mig ekki að hreyfa!

Var ég kannski við það að stíga ofaná einn af fuglunum flottu???

Enn gellur í húsfreyjunni og nú með skipandi röddu

"Ransý leggstu"!

Þá var mér nóg boðið og óhlýðnaðist ég húsfreyjunni og viti menn! Hún leit ekki á mig!

Heldur fyrir aftan mig......... en þar lá hundspott sem húsfreyjan á bænum hafði fengið hjá mér og nefnt í höfuðið á mér hehehehehehehe.................:)

Hún Ransý Skvettudóttir er ólétt og komin á steypirinn.

Ekki er hún fyrsta tíkin sem nefnd er í höfuðið á mér,líklega fjórða ef ég man rétt.

Ransý kom í pössun til okkar og þótti mér hún ansi vel holdug tíkin og ekki batnaði það eftir því sem á vist hennar leið hér.

Ég þorði ekki öðru en að hringja í eigendur hennar og láta þá vita svo hægt væri að sækja hana fljótlega áður en hvolparnir litu dagsins ljós.Ekki gott að flytja tík langar leiðir í bíl nýgotna.

Ransý og Skvetta að keppast um athyglina hjá Hebba ......

Ransý átti að verða minkaveiðitík í sinni sveit en það æxlaðist á annan hátt og er hún yfirmúsadráparinn á bænum og nokkuð lunkin við það.

Þess á milli er hún yndisleg heimilistík og lætur stjana við sig.

Það var ansi erfitt að ætla að stilla mæðgunum upp!

Skvetta með Buslu mömmu.

Busla er öll að verða betri og betri í fætinum sínum sem brotnaði fyrir nálægt tveimur árum.

Hún stígur alltaf meir og meir í hann þrátt fyrir að brotið grói ekki almennilega en hún kveinkar sér ekki og flýgur áfram á 3 og 1/2 fæti ef svo má að orði komast.

Hennar aðal"sjúkraþjálfari" er Súsý litla dóttir hennar sem þreytist aldrei á því að hamast í mömmu gömlu.

Ég var að reyna að ná myndum af öllum tíkunum en það mistókst alveg að ná myndum af Súsý og Tobbu Önnu sem eru vægast sagt offvirkar og allar myndir af þeim eru úr fókus þ.e.a.s ef að skott lenti inná eða trýni!

Þetta er ungt og leikur sér:)

29.03.2008 13:05

Sýningarfolöldin tekin undan og rökuð

Nú er ég laglega farin að dragast afturúr með bloggið.Það vantar ekki fréttirnar héðan það get ég sagt ykkur.

Sýningarfolöldin voru tekin undan merunum þann 29 Mars og rökuð.

Fyrir valinu í ár eru þau Embla Hróks,Herfring Hrók og Veðjar Dímonarsonur.

Auðvitað var gestagangur í meira lagi þennan dag og er alltaf gaman að fá gesti sérstaklega þá sem koma færandi hendi með vín og súkkulaði enda erum við Ásgarðshjónin annálaðar fyllibyttur.
Eða þannig.....

Takk fyrir Sibba og Siggi .

En aftur að folöldunum sem voru misjafnlega stillt og þá er nú vægt til orða tekið.Ég var farin að halda á tímabili að Veðjar væri undan Hrók mínum sem gefur vanalega algerar dúllur.


Hann stóð einsog klettur á meðan Boggi renndi klippunum fimum höndum yfir skrokkinn á honum þ.e.a.s eftir að við vorum búin að skipta um kamb í klippunum!

Feldurinn á þessu folaldi var svo gríðarlega þykkur við búkinn og vindhárin svo löng að venjulegur kambur vann ekki á honum!


Svo sá Eygló um fíneseringuna enda afar nákvæm manneskja þar á ferð .

Veðjar er orðinn gríðarlega stór en holdin mættu vera betri á honum.Nú leggur maður allt kapp á að koma honum í viðunandi sýningarhold og vonandi tekst það á þessum tveimur vikum sem er í folaldasýninguna hjá Mána.

Embla var svo næst tekin og skoppaði hún uppí stallinn ítrekað og lét öllum illum látum .Grenjaði alveg ógurlega þegar að hún sá stóðið útum gluggann og urðum við að byrgja fyrir gluggana svo þau sæu ekki út.

Hún kom voðalega flott undan feldi,feit og pattaraleg þrátt fyrir að mamma hennar sé orðin 18 vetra og enn að mjólka.Dugleg hún Heilladís frá Galtanesi.

Hefring var engu betri og geðið alveg að fara með hana á köflum.Hún er svakakroppur,stór og stæðileg og gaman að sjá hvernig litförótti liturinn kom undan eftir rakvélina.

Systurnar voru semsagt á köflum svo frískar að mér stóð stundum ekki á sama um yfirklipparann og snyrtisérfræðinginn sem stóiðu sig einsog hetjur í öllum látunum .

Takk æðislega fyrir raksturinn Boggi og Eygló,við hefðum engann veginn ráðið við þetta gigtveiku hjónakornin .

Bara snilld.


Klára að setja inn myndir í kvöld!!! Kerfið er að stríða mér arg arg arg......!
Farin út að slóðadraga,þá skánar skapið og ég verð þolinmóðari við tölvuna:)

27.03.2008 00:02

Tár og sviti á námskeiði:)


Reyndu nú að fylgjast með Hrókur minn,við fáum að svitna á eftir.

Það er ekki ofsögum sagt að minn hópur (af hinum ólöstuðum) fylgist vel með því sem kennarinn er að segja í það og það skiptið.

Begga og Suddi að hlusta á með mikilli eftirtekt.Aðalega þó hún Begga .

Það sem Sigrún kennari segir eru nánast lög í okkar eyru og eins gott að fylgjast vel með.

Bara það eitt að teyma hest sér við hlið er ekki jafn einfalt og við vinkonurnar ætluðum í fyrstu ef við ætlum að gera þetta eins og eftir bókinni það er að segja.

Reynum að ganga í takt og vöndum okkar Hrókur minn.
Þarna er helv.................E ið á veggnum!

Auðvitað er maður búinn að teyma hesta á eftir sér fleiri hundruð ef ekki þúsund kílómetra leið síðustu 30 árin og þá annaðhvort gangandi eða á öðrum hesti.En það var nú gert bara samkvæmt því sem eldri og reyndari sögðu manni til og hefur gengið alveg ágætlega.

Eftir bókinni skal það gert í vetur ef maður ætlar að ná verklega prófinu og hana nú!

Já" alveg rétt.............ég fékk niðurstöðuna úr bóklega prófinu um daginn og var bara nokkuð ánægð en ég fékk 8,5.Gott til þess að vita að ég get bætt mig á næsta prófi og lesið betur og reynt að fá örlítið hærra .

Síðasti verklegi tími var sögulegur að því leyti að ég hef að ég held ekki svitnað jafn mikið á ævinni á hestbaki!

Það er alveg með ólíkindum hvað gufaði upp af mér þarna í reiðhöllinni hjá Didda.

Það stóð gufustrókur uppúr hálsmálinu á mér og á endanum var ég hætt að sjá útum gleraugun og varð að losa mig við þau.
Gleraugun fokin og ég orðin einsog Karfi í framan !

Enda var mikið að gera í stjórnstöð,passa lappirnar að þær sneru nú fram(sko á mér:)passa að þumlarnir sneru upp,passa að horfa fram en ekki alltaf niður á hvorn fótinn Hróksi var með á lofti svo ég missti nú ekki taktinn við hann í stígandi ásetu,passa að pota nú písknum ekki í neinn og halda rétt á honum,skipta um pískhönd eftir því uppá hvora hönd var riðið og síðast en ekki síst hlusta á reiðkennarann!

Það var ekki þurr þráður á hvorki mér né Hrók eftir þennan tíma.

Begga alsæl eftir tímann.Svo hvarf hún í gufumökk af mér og Hrók...........Ekkert hefur enn spurst af henni!
Ef þið sjáið hana reika um Víðidalinn með brúnstjörnóttan hest í taumi þá vinsamlegast segið henni að næsti tími sé á Laugardaginn klukkan 11:00.........

Sauðburður er að bresta á hjá okkur og á fyrst kind að bera 10 apríl klukkan.............hehehehehe gotja .

Tóta kind er fyrst og er hún hreinlega að springa greyið.Ég með mín sónaraugu segi að það séu tvö í henni.

Vona bara að þetta gangi allt vel hjá henni en Tóta sá sjálf um það í fyrra að koma sínu lambi ein og óstudd í heiminn.

Það var bara ein kind sem þurfti að hjálpa en það var heimalningurinn hún Hermína ofurbolla sem þurfti hjálp.

Ég er enn að reyna að torga Páskaegginu stóra sem kallinn keypti.Ég er nú alltaf spenntust fyrir innvolsinu í þeim og þá sérstaklega málshættinum.

Reyndar eru þeir orðnir nokkuð skrítnir síðustu árin og er ég pínkulítið fúl að fá ekki þessa gömlu góðu.

Núna fékk ég td málsháttinn "Betra er barmsparað en botnskafið"?

Á þetta að vera málsháttur eða.....................?

Ég veit ég er barmgóð og ekkert þartil sparað en ég er ekki alveg að skilja þetta gott fólk.

Ég er miklu hrifnari af :

 Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér

Oft fara bændur út um þúfur.

Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu.

Blindur er sjónlaus maður.

Betra er að ganga fram af fólki en björgum.

· Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.

· Léttara er að sóla sig en skó.

· Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.

· Ekki er aðfangadagur án jóla

· Blankur er snauður maður.

· Lengi lifa gamlar hræður.

· Betra er langlífi en harðlífi.

· Sá hlær oft sem víða hlær.

· Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.

· Rangt er alltaf rangt, það er rétt.

· Margur hefur farið flatt á hálum ís

· Sjaldan er góður matur of oft tugginn.

· Heima er best í hófi.

· Betri eru læti en ranglæti

· Betri er uppgangur en niðurgangur.

· Oft er virtur maður ekki virtur viðlits.

· Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er

· Betra er að standa á eigin fótum en annarra.

· Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst.

· Oft er grafinn maður dáinn.

· Oft veldur lítill stóll þungum rassi.

· Oft er bankalán ólán í láni.

· Oft eru læknar með lífið í lúkunum.

· Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.

· Enginn verður óbarinn boxari.

· Oft er dvergurinn í lægð.

· Einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.

· Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.

· Illu er best ólokið.

· Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.

· Ekki dugar að drepast.

· Eitt sinn skal hver fæðast.

· Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.

· Bændur eru bændum verstir og neytendum líka.

· Eftir höfðinu dansar limurinn.

· Flasa er skalla næst.

· Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.

· Margur geispar golunni í blankalogni.

· Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.

· Oft eru bílstjórar útkeyrðir.

· Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.

· Margur fer yfir Strikið - í Kaupmannahöfn

· Flestar gleðikonur hafa í sig og á.

· Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.

· Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.

· Betra er að hlaupa í spik en kekki.

· Nakinn er klæðalaus maður.

· Margur miljónamæringurinn á ekki baun í bala - bara peninga.

· Sjaldan eiga fiskar fótum fjör að launa.

· Minkar eru bestu skinn.

· Margur nautabaninn sleppur fyrir horn.

· Betra er að drepa tímann en sjálfan sig.

· Betra er að ná áfanga en að ná fanga.

· Margur leggur "mat" á disk.

· Hungraður maður gerir sér mat úr öllu.

· Betra er að vera eltur en úreltur.

· Oft kemst magur maður í feitt.

· Oft eru lík fremur líkleg.

· Betra er áfengi en áfangi.

· Ei var hátíð fátíð í þátíð.

· Margur boxarinn á undir högg að sækja.

· Betri eru kynórar en tenórar.

· Betra er að sofa hjá en sitja hjá.

· Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir.

· Til þess eru vítin að skora úr þeim.

· Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn.

· Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum.

· Oft fara hommar á bak við menn.

· Oft eru dáin hjón lík.

· Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.

· Betra er að fara á kostum en taugum.

· Greidd skuld, glatað fé.

· Margri nunnu er "ábótavant".

· Margur bílstjórinn ofkeyrir sig.

· Oft hrekkur bruggarinn í kút.

· Margur bridsspilarinn lætur slag standa.

· Oft er lag engu lagi líkt.

· Oft svarar bakarinn snúðugt.

· Betri er utanför en útför.

· Margur fær sig fullsaddan af hungri.

· Það er gömul lumma að heitar lummur seljist eins og heitar lummur.

· Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.

· Víða er þvottur brotinn.

· Oft fer presturinn út í aðra sálma.

· Betra er að teyga sopann en teygja lopann

Og hafið það gott þartil næst elskurnarn mínar!

Ps.Takk fyrir myndatökuna Magga mín! 

23.03.2008 15:46

Gleðilega Páska og til hamingju Glófaxa eigendur!


Gleðilega Páska .

Við skelltum okkur austur í gær á Ungfolasýninguna í Ölfushöll en þar þekktum við bræður,ljósa að lit sem voru að fara að keppa í sitthvorum flokknum.

Glófaxi og Sigrún (Silla)

Það voru þeir Glófaxi Parkerson frá Kópavogi og bróðir hans sammæðra Völusteinn Álfasteinsson frá Kópavogi.

Þarna voru saman komnir margir afar áhugaverðir ungfolar og margt um mannin að berja þá augum þrátt fyrir litla auglýsingu á netmiðlunumsíðustu dagana fyrir sýningu.

Sá sem heillaði mig hvað mest voru þeir Glófaxi vinur minn og foli rauðskjóttur að lit sem heitir Vals frá Efra Seli og er Álfssonur.
Að öllum hinum ólöstuðum en þarna voru margir mjög svo spennandi folar á ferð.

Silla þurfti lítið að hlaupa því Glófaxi sá sjálfur um að sýna sig .

Vóv......róa sig! Það liggur við að hann þurfi lendingarleyfi svo hátt fer hann .

Það er skemmst frá því að segja að Glófaxi Parkerson heillaði salinn algjörlega með sínu flotta brokki en hann hreinlega sveif um salinn líkt og ballerína væri á ferð.Skreflangur með góðum fótaburði og miklu svifi.

Hann fékk mjög góða umsögn hjá Magga Lár og mesta klappið frá áhorfendum.

Það fór hrifingarstuna um áhorfendapalla og fékk ég gæsahúð á tímabili þegar að ég var að mynda klárinn svífa um salinn.

Silla að bíða spennt eftir því í hvaða sæti folinn færi í .....pínu stress að ég held hjá hennar fjölskyldu á þessari stundu!

Það endaði líka með því að hann náði öðru sæti af 15 ungfolum í 3 vetra flokknum!

Þar sem ég þykist "eiga"nokkur strá í folanum eftir að gæta hans í tvo vetur nú í vor þá verð ég bara að segja fáein aukaorð um hann hér.

Aðallega verð ég að koma því frá mér að geðslagið er með því besta sem ég hef kynnst hjá hrossi og hef ég notað Glófaxa óspart til að teyma á undan folöldum sem eru að fara annahvort í flug eða í sumahagana eftir vetrardvöl hjá okkur.

Þannig er því háttað hjá okkur að stundum er hreinlega ófært að fara með kerru bakatil í hesthúsið og þá er engin önnur leið en að bakka hestakerrunum að framanverðu við innganginn að kanínuhúsinu.

Þarsem kanínurnar geta verið ansi styggar og viðkvæmar þá má lítið útaf bera til að salurinn verði hreinlega vitlaus og þá tætast þær í hringi í búrununm sínum og það hefur komið fyrir að þær hafa mænuslitnað í látunum og þá er ekkert annað hægt að gera en að aflífa þær.

En þar sem Glófaxi er svo traustur í lund þá hef ég haft þann háttinn á að teyma hann í gengum salinn með halarófur af folöldum á eftir og stundum hross eldri en hann og beint uppá hestakerruna,sný við þar þegar að halarófan er komin uppá og út og loka svo rófan elti nú ekki aftur út.

Aldrei nokkurn tímann klikkar folinn á þessu og er alltaf í sama ljúfa skapinu sama hvernig aðstæður eru.Aldrei dagamunur á honum.

Glófaxi er alltaf til í að fara á undan hóp og er mjög kjarkaður við nýjar aðstæður.

Í vetur voru veðurguðirnir alltaf að skapa ný og ný listaverk í formi stærðarinnar skafla hér og þurfti ég oft að nota annahvort Glófaxa eða Hrók til að brjótast í gegnum þá og þá þorðu hin á eftir sem annars var vonlaust að hreyfa í átt að sköflunum.

Þetta er stór kostur að vita að hrossið er nógu kjarkað til að þora áfram og á svona hross er hægt að stóla á.

Enda var Glófaxi ekkert feiminn við að fara allann salinn á enda og sýna sig .

Ég var svo heppin að hitta Monu og hún sýndi mér nokkuð góða stillingu á vélina sem dugaði án þess að lappirnar á hrossunum sýndust vera úr sýrópi!

Gaman að hitta allt þetta skemmtilega fólk sem á vegi mínum varð .
Gleðilega Páska öllsömul og sukkum svolítið í súkkulaðinu .
Ég "neyðist" víst til þess því kallinn keypti sitt hvort eggið númer 7!

22.03.2008 01:24

Hrókur og nýji vinur hans.....:)


Komdu að leika Hrókur ......

Í gær var nú aldeilis stuð á Hrók og nýja vini hans þegar að ég hleypti þeim út saman.Vinurinn var að koma hingað í smá hvíld en ég held að ég hafi eitthvað miskilið það og líka hann.

Hann var svona sallarólegur blessaður klárinn í stíunni sinni og ákvað ég nú að velja eitthvað rólegt og geðgott út með honum svona í fyrsta skipti á nýjum stað.

Hrókur varð fyrir valinu enda afspyrnu rólegur og gestvænn hestur.

Út fóru þeir og gott betur! Sá nýji sem var svona sallafínn og penn í stíunni sinni tættist af stað með ógnarinnar tilburðum útí stóra leikhólf og rann nú hálfgert æði á folann!

Ég hefði viljað mæta með hann á Ungfolasýninguna í Ölfushöll um helgina ef ég hefði fengið góðan dýralækni til að smella kúlum undir hann aftur!

Hófst nú darraðardans mikill og mátti Hrókur hafa sig allan við að standa í allar fætur en folinn hamaðist alveg sem óður í honum og naut sín í botn.Geggjað stuð á mér með cameruna en það þurfti nú ekki að hotta mikið á þá og alsekki neina hjálp frá henni Súsý litlu.

Svo ruku þeir meðfram girðingunni og alltíeinu var framundan spotti sem hafði fokið á girðinguna og Hrókur sem er ekkert lítið rafmagnshræddur reyndi að bremsa sig niður en það var of seint!

Stökkvum félagi!!!!

Þegar að tveir strákar ólmast svona þá náttúrulega endar það með ósköpum rétt einsog þegar að börn eru að leik.Hróksi fékk spark í sig og kom haltrandi til mín og vildi bara fara inn í stíuna sína.

Í dag var hann miklu betri og var farinn að geta rölt um og notað fótinn miklu meira og er allur á bataleið.Þetta grær áður en hann giftir sig en mér var það brugðið að ég ákvað að nú skildi ég drullast til að koma hestinum í heilbrigðisskoðun og tryggja hann.

Hvað er ég eiginlega að hugsa! Það er víst ekkert svo dýrt að tryggja hross í dag og nú dríf ég mig með klárinn fyrir vorið áður en hann fer í merarnar sínar.Eða fyrr............

 Í dag var frekar rólegur dagur hjá okkur í Ásgarðinum.Við vorum búin að vera svo extra mikið dugleg dagana á undan og nutum veðurblíðunnar í dag og góðra gesta.

Hulda vinkona og hennar fjölskylda kom í dag að kíkja á Felix og auðvitað var farinn rúntur um Ásdýragarðinn með börnin.

Felix með börnin á baki og ég held að klárinn hafi haft lúmskt gaman af þessu barnabrölti svei mér þá .Minnsta kosti stóð hann einsog stytta og ekkert truflaði hann á meðan börnin sátu á honum.

Ransý"gerðirðu Copy/paste af honum Felix mínum???
Hehehehehe........Kóngur Hróks og Felix rugla mann stundum þegar að maður lítur snöggt á þá .

Kindurnar þáðu brauð af börnunum og var Gamla Hrauna duglegust að koma sér að ásamt Karen kind .
Margt var  skoðað og talað um og ég tala nú ekki um allar spurningarnar sem hrundu útúr börnunum og þá sérstaklega drengnum .........

Ein spuringin var "Hvar er hvalurinn"????

Þau fylgjast vel með þessi börn þó þau séu ekki há í loftinu..........bara krúttleg.

Já"af hvalnum er það a segja að hann er horfinn næstum allur og á rölti okkar um daginn var þetta það eina sem við fundum eftir af honum.

Og hvað er þetta og hvaða hlutverki gegnir það gott fólk ????

Seinnipartinn gáfum við í eitt hólfið hjá útiganginum en nú er breytt aðferð við að gefa í það hólf.Í staðinn fyrir að hrossin þar gangi í heyrúllum 6 daga vikunnar og frí einn dag þá er þeim gefin ein rúlla sem við rúllum út svo allir komist að og þau látin klára hana og frí í einn dag.Semsagt minna í einu og oftar.
Sum hrossin ef ekki flest eru of feit og nú verða þau að fara að anda inná milli gjafa í þessu fitubolluhólfi.

Merar með trippum að tína í sig stráin.
Ég er búin að taka eftir því að hrossin eru farin að kroppa talsvert eftir grænum nálum og þá sérstaklega meðfram steinum og í lautum.Þau eru líka alltof dugleg að rífa upp jarðveginn með fótunum og tína í sig rætur sem eru að lifna við! Argggg.............

Hér er svo bóndinn á bænum sem býr til heyið í skepnurnar og gott betur en það.Ég kalla hann stundum gula kallinn þegar að ég er að tala við skepnurnar .Það fer allt á fullt þegar að hann birtist í gula gallanum,kindurnar jarma,hestarnir hneggja,endurnar segja brabrabrabra.......,og frúin á bænum hvað skildi hún segja?
Gerum þetta og gerum hitt og svo sprænist ég um allar jarðir og guli kallinn á eftir og hann lætur allt eftir mér ,þessi elska......
Knús til ykkar allra!

18.03.2008 16:22

Karlatölt Mána,Hólaferðalag og dna-örmerking


Flottir Mánastrákarnir...............


Föstudagur 14 Mars

Karlatöltið hjá Mána var skemmtilegt og mikið um frambærilega hesta þar á ferð.Ég tala nú ekki um kallana.........

Mín var í höllinni að taka myndir af strákunum okkar og var ég með stærri linsuna sem mér finnst mun skemmtilegri en sú minni.

Samt vont að nota hana í þrengslum en ég var drifin inní miðjuna á höllinni í myndatöku en allt reddaðist þetta nú.

Ég mun í framtíðinni vera með stutta pistla á http://mani.is/.Bara gaman að hafa verið beðin um þetta og ekkert mál:)

Veit nú samt ekki hvernig maður á að bera sig við að pikka sem pistlahöfundur en læt bara vaða og verð líklega ansi blogg "menguð"í þeim aðförum .

Komdu Askur minn í nýja fína hesthúsið.

Þá er Askur kominn norður á Hóla í Hjaltadal.

Þetta var nú meiri sprengurinn ferðlagið á okkur!

Lögðum ekki af stað fyrren á hádegi,stoppuðum oft til að taka olíu sem er orðin hrikalega dýr!

Stoppuðum hjá Malin á Syrða Kolugili og afhentum henni folald sem þangað átti að fara og fengum skemmtilegann rúnt um fjárhúsin hjá henni sem eru hreint út sagt glæsileg!

Rukum svo aftur af stað og tókum meiri olíu á Blöndósi og þar spurðumst við fyrir á bensínstöðinni um styttri leið norður yfir og fengum greinagóða lýsingu á leið yfir einhverja Heiði sem ég skammast mín fyrir að muna ekki hvað heitir en þessi leið átti að vera mun styttri.

EF það hefði ekki verið svona mikil hálka og hálkublettir á leiðinni!

Ég get svo svarið það að ég var farin að gera erfðarskrána í kollinum og á Gsm inn minn!!!!

Úfffffff...........margoft var hægri fóturinn á mér við það að fara í gegnum gólfið þegar að kallinn gaf allt í botn niður hálar brekkurnar og ég sat sveitt og og pikkstíf í framsætinu og æpti og skrækti að fara varlega niður brekkurnar með HESTINN í kerrunni!

Hefði ekkert þýtt fyrir mig að segja með MIG hehehehehehe...........
Alltaf sama röflið í okkur kellingunum þegar að við eru ekki sjálfar við stýrið .

Þykjumst vera svo góðir ökumenn (erum það )

En þá hefði maður fengið það í andlitið hvort við næðum heim fyrir heyskap !

En við komumst niður þessa heiði klakklaust og að Hólum þarsem nýji tamingarmaðurinn hann James Bóas Faulkner(munið þetta nafn gott fólk:) tók vel á móti bæði okkur og hestinum.

Flott nýja stían mín!

Stían hans Asks var vel merkt og full af spónum(köggluðum:)Allt voðalega flott og fínt í þessu líka stóra hesthúsi!

Vóv.......ekkert smá flott hesthús sem VIÐ eigum þarna á Hólum.
                                           
Bara snilld og forréttindi að vera nemandi þarna með allt til alls og 3 reiðhallir!!!

Eftir skemmtilegt kaffispjall við James og kærustuna hans þá var tímabært að drífa sig á náttstað en við ætluðum að fá okkur Hótel herbergi og hafa það næs og eitthvað gott í gogginn,drífa okkur svo snemma á fætur og dóla heim vel hvíld fyrir næsta dag en þá var von á Höllu í Dna og örmerkingar í Ásgarðinum.

EN HVAÐ? Klukkan var ekki nema rétt ríflega 22:00- og þegar að við komum í Varmahlíð þá var bara allt lokað?

Ætluðum að fá okkur eitthvað í gogginn en allir farnir heim að sofa býst ég við.

Nú þá var að fá sér herbergi á Hótel Varmhlíð.

Allt lokað!Miði á hurðinni með símanúmeri og Hebbi hringdi og þá tók við talhólf!

Við ákváðum að bíða ekki eftir því að Herra talhólf þóknaðist að hafa samband við okkur og héldum af stað í Húnvatnssýsluna.

Ég hringdi í þrjá aðila sem við þekktum á leiðinni en enginn svaraði!

Allir farnir að sofa býst ég við.

Enn héldum við áfram för okkar og það var ekki fyrren inní Hafnarfirði sem við komumst á WC og gátum fengið okkur að borða!

Er þetta hægt nú á dögum eða erum við hér fyrir sunnan orðin svo góðu vön að við göngum að því sem sjálfsögðum hlut að þegar að við förum í ferðalag að þá búumst við því að geta fengið okkur eitthvað í gogginn og fleygt okkur niður yfir blánóttina?

Kannski erum við bara orðin óforbetranlega dekruð og kunnum okkur ekki þegar að við bregðum okkur út fyrir þéttbýlið.Kannski.............

En af ferðalaginu er það að segja að við komum aftur heim örmagna eftir að sitja meira og minna í bílnum frá 13:00- á Sunnudeginum til 04:00- á Mánudagsmorgni(nótt:)

Mánudagur 17 Mars.

Við vöknuðum öll í harðsperrum,ég eftir reiðtímann á Laugardagsmorgninum og mikil hlaup þann daginn og eftir að sitja í bílnum norður og suður til baka deginum áður.

Halla var á leiðnni að taka Dna úr folöldunum og örmerkja ásamt einhverju af fullorðunum hrossum.

Ég tættist af stað að kalla heim hrossin úr hólfunum og flokka þau áður en Halla kæmi svo ekki yrði nú mikil bið fyrir hana.

Alltaf leiðinlegt þegar að allt er ekki klárt,maður verður þá svo stressaður.

Það voru ekki nema rétt tæp 20 hross sem voru meðhöndluð í ár miðað við í fyrra þá voru þá eitthvað á fimmta tuginn og mikill hasar.

Veðjar Eðju/Dímonarsonur er orðinn afar hár og flottur strákur.

Folöldin eru væn og stór og enn eru sumar hryssurnar að mjólka þeim.

Gengdu nú "ömmu" og opnaðu munninn drengur!

Gná Skjónu/Hróksdóttir var örmerkt,dna testuð og ormahreinsuð.
Er þetta ég á bakvið að tala í símann!Getur það verið???......

Embla Heilladísar/Hróksdóttir fékk sinn skammt líkt og Gná systir.

Halla að "bora" í nefið á Týr Litlu Lappar/Hrókssyni.Hófarnir eru nefnilega svo stórir að þau þurfa hjálp og þá er nú málið að hringja í hana Höllu sem reddar málunum!
Dö.................hehehehehehe............meira bullið alltaf í manni!

Við fengum góðlegt tiltal frá Höllu vegna of feitra hryssna og nú ætlum við að reyna að flokka þær betur niður og haga gjöfinni í samræmi við það.

Við erum með hólf fyrir þau hross sem þurfa á sérstöku atlæti að halda og annað hólf fyrir "venjulegu" hrossin en það hefur verið þannig í vetur að bæði hólfin hafa fengið sömu ummönnun og fóðrun nema að annað hólfið er með heitt vatn sem rennur úr affalli í kar en hin kalt vatn.

Taka sig betur á,en reyndar fer að styttast í "svelti"tímann á merunum því vorið er á næsta leyti og um leið og fyrstu grænu nálarnar fara að birtast þá svelta þær sig fyrir nálina og fara úr heyinu og grennast þarafleiðandi eitthvað.

Ein leið náttúrunnar til að gera burðinn auðveldari tel ég vera og fá þær í bötun á fengitímanum.

Talandi um vorið!

Tjaldurinn kom í gær með ægilegum hávaða sem hljómaði einsog besta Melódía í mínum eyrum!

Glæsilegt........................Vorið er handan við hornið!

Farin út a vinna,skepnurnar fóðra sig ekki sjálfar!

Tek cameruna með en það komu hingað stórglæsileg og fallega fóðruð folöld á Sunnudeginum og nú skal sko skotið á þau sprella í kindahólfinu!!!

 

16.03.2008 11:46

Askur Stígandasonur í nám á Hólum


Askur tekinn á hús í gær og nú hefst vinnan .

Smá blogg áður en  við förum í stóru sveitina.
Get ekki skilið ykkur eftir eitt stórt spurningarmerki um hvað sé að ske hér í Ásgarðinum öllu lengur.

Askur Stígandasonur er á leiðinni á Hóla í Hjaltadal en þar er hann að fara í tamingu hjá ungum tamningarmanni og verður spennandi að sjá hvernig yngsta og síðasta afkæmi Stíganda gamla þróast.
Stígandi fyljaði bara eina hryssu síðasta sumarið sitt og var svo felldur um haustið blessaður kallinn.

Klárinn hefur alveg sprugnið út og hættur að vera svona trippalegur í útliti.
Farinn að líkjast alvöru stóðhesti í byggingu og fasi.

Högni tók hann með stæl í gær og járnaði kappann,það stóð  ekkert í honum að járna klárinn þótt aldrei hafi verið teknir upp á honum fæturnir áður!

Enda skalf hesthúsið og brast í því af og til og svo datt allt á dúnalogn og á endanum var Askurinn kominn á járn og labbaði einsog hundur í sokkum með mér útá hestkerru hehehehehehe............Bara fyndið að sjá trippin taka fyrstu skrefin í nýjum skóm!

Er farin norður en ekki niður elskurnar mínar.
Tek auðvitað cameruna og tek myndir af ÖLLU sem á vegi mínum verður!
Knús til ykkar og njótið veðurblíðunnar.

12.03.2008 20:01

Frábært veður......loksins:)


Mín skellti sér á hestbak í dag og var nú veðrið til þess! Algjört logn og hlýtt og meira að segja flugur á sveimi!

Ég lagði á Hrók,hva........maður fer nú ekki á bak öðru þessa dagana hehehehehe.............enda hin reiðhrossin á kafi í rúllum.Þar verður breyting á ef veðrið ætlar að fara að vera svona flott!

En þarsem einhver(jir) voru að kvarta yfir því að það væru ekki til myndir af Hrók í reið þá skellti ég kallinum á cameruna og viti menn!Hann náði þessum fínu myndum af okkur þegar að við komum til baka.

Þannig að nú kem ég til með að nota hann óspart þegar að ég get ekki verið sjálf myndasmiðurinn.

Eina sem ég get sett út á myndirnar er hve knapinn er mikill um sig!Hmmmm..........nú verður maður sko að fara að taka sig á í mataræðinu ENN BETUR!

Annars hef ég alveg gleymt að blogga um það sem við hjónin vorum að uppgötva nokkrum mánuðum eftir að við keyptum Salad Master pottna.Kallinn þjáðist af svo slæmu bakflæði að hann svaf stundum varla nokkuð á nóttunni og bruddi tölfur og þurfti að sofa nánast sitjandi.

Nú"eftir að við höfum eingöngu eldað úr fínu flottu pottunum þá kom það skemmtlega í ljós að bakflæðið er algjörlega horfið!!!!!

Við þökkum það pottunum og engu öðru enda ekkert annað sem hefur í raun breyst á heimilinu nema pottarnir góðu.

Vantar einhvern Aliendur til kaups á fæti?

Þær eru alveg gasalega flottar bara ef þær hafa tjörn fjarri bænum til að sulla í,þá er gaman af þeim.

Annars eru þær bölvaðir sóðar .

Ég klikkaði laglega seinnipartinn í dag með cameruna,ég æddi hér hólf úr hólfi og tók myndir en minniskortið var heima við tölvuna .
Mér finnst nefnilega skemmtilegra að nota nýjar myndir á bloggið mitt.
Knús til ykkar þar til næst .......

11.03.2008 01:49

Ístöltið og hross að leik

Fór á ístöltið og skemmti mér lengi vel "konunglega" við að stilla cameruna.Eða þannig............Ég ætlaði sko að ná einhverjum myndum af Suðurnesjagellunum þeim Ólöfu og Sunnu Siggu og rétt tókst að finna sæmilega stillingu þegar að þær riðu inná svellið.


Úppss.....nú skeit ég laglega á mig!Þetta er EKKI Ólöf og Glampi en flott par engu að síður!

Sunna Sigga og Meiður frá Miðsitju.

Þær voru auðvitað langflottastar á svellinu þó þær hafi ekki farið í úrslit í þetta skiptið.Alltaf gaman að vera með eða það segi ég alltaf.............gamli góði keppnisandinn frá því ég var á honum Funa mínum að fylla í flokka hjá Mána í den þegar að allir voru svo feimnir að þeir þorðu eki inná völinn hehehehehe......................Blessuð sé minningin hans Funa gamla:)

Á ísnum voru líklega ein 4 hross sem heilluðu mig og af þeim stóð eitt sérstaklega uppúr en það var gullfallegur leirljós hestur undan honum Oddi frá Selfossi.

Efstu dömurnar í meira vanar og sá leirljósi Skattur Oddson og þarna er líka flott brúnskjótt meri sem heillaði mig líka ........

Alveg magnað að horfa uppá þennan klár svona fjaðrandi fallegan á tölti,allt svo átakalaust bæði hjá hesti og knapa.

Svo beið maður náttúrulega spenntur eftir því að sjá aðra knapa sem maður þekkir og þá einna helst kennarann minn hana Sigrúnu Sigurðar og vita hvort hún gæti setið einsog hún er að kenna okkur dömunum á Laugardagsmorgnunum í vetur .

Vita hvort maður næði nú ekki að nappa hana þó það væri ekki nema pínku ponsu hehehehehe................og skjóta svo á hana í næsta tíma !

EN VITI MENN OG KONUR.................Sigrún reið inní salinn,hnarreist í hnakknum og allt einsog það átti að vera!

Bein í baki með þumlana upp!

Þar fór það................ég verð bara að læra þetta með þumlana upp og get ekkert skotið á kennarann í næsta tíma .

Sigrún og hryssan svifu um svellið í feikna dansi og ekki eitt einasta sekúndubrot af allri sýningunni klikkaði.

Glæsilegt segi ég nú bara..................

EN þegar að ég verð stór,þá ætla ég að sitja einsog Sigrún Sigurðar..............

Í dag sá ég að Biskup var í einhverjum vandræðum með hross sem elti hann á röndum og beit hann og barði.Ekki líkt klárnum að verja sig ekki þannig að ég tók upp kíkinn og sá fljótlega hvað var að ske.

Feilstjarna var í bullandi látum og hékk í hálsinum á honum og nagaði hann og setti stertinn upp og stillti sér á alla kanta og gerði allt hvað hún gat til að koma honum til við sig.Beit,sló og barði svo þegar að hann rölti frá henni án þess að sýna nokkurn áhuga.

Svo allt í einu ruku trippin af stað á eftir þeim og úr urðu þessar líka flottu kappreiðar sem ég náði að mynda!

Frá vinstri,Feilstjarna,Biskup,Stóra Baga,Sóley,Vordís og Freyja.

Biskupinn alveg að springa úr monti,gamli skápurinn á bænum .

Feilstjarna að flippa..................

Stóra Baga flaug á hliðina í öllum látunum......!

Þartil næst elskurnar mínar,farið varlega .

08.03.2008 15:07

Hani ,hæna ,hestur ,kind..........

Fengum okkur bíltúr í fyrradag inn á Mánagrund og kíktum á Rjúpuna.Var ekki verið að járna dömuna!

Hún var nú kannski ekkert voðalega dömuleg við hann Högna en þetta var önnur járningin hjá henni á lífsævinni og nú skildi hún sko ekki ætla að láta plata sig aftur í svona æfingar.
En þarna hitti Rjúpa járningarmann sem kallar ekki allt ömmu sína og merin endaði á hvolfi á ganginum:)

Þarmeð tappaðist mesta loftið af henni.

Hún var svooooo..........þver í skapinu yfir þessu að hún gat varla þegið tuggu úr hendi!

Fæ ég ekki verðlaun?????

Veðrið er búið að leika við okkur síðustu dagana og við drifum í að klára að hreinsa Gróðuhús leifarnar þegar að snjórinn vék fyrir hlýjundunum og við sáum hvar glerbrotin voru.

Hrossin liggja einsog hráviði hér um alla hagana og steinsofa í snjónum.

Ég var að sækja lamb/gemsa sem ég átti í Grindavík í gær.

Forysta á daman að heita............

Algjör dúlla og flott á litinn:)Með sokka á öllum fótum en ég er voðalega viðkvæm þegar að kemur sokkum á hrossum ,kindum og jafnvel Hænum!

Nú veð ég úr einu í annað hehehehehe..........

Er að flýta mér að blogga áður en ég fer á Ístöltið!

Haninn á bænum..............

Þannig er að við erum búin að vera að rækta hinu einu sönnu Íslensku Landnámshænu að við héldum.

Skráðum okkur í félagið og allt hvað eina,hófum ræktun á þessum bráðskemmtilegu fuglum og einsog hver annar ræktandi þá ákváðum við að okkar ræktunarmarkmið og það er fyrst og fremst gott geðslag og að rækta betur fram Hænur og Hana með fiður á fótum,toppskúf og Rósakamb!

Flott skildi það vera og erum við búin að leggja mikinn metnað í þetta með flottu hanavali og alles.

Svo var okkur sagt það á einum Hænu Hana fundinum að þetta væri ekki hin eina sanna íslenska hæna!!!

Fiður á fótum væri ekki íslenskt fyrirbrigði og hana nú!

EN þarsem við erum með á þessu bloggi gott aðgengi að snilldar Hænu/Hana sérfræðingi þá ætla ég að spyrja hana Freyju um þetta mál með fiður á fótum.

Okkar fuglar komu upphaflega frá Skúla Steins og úr Mosfellssveitinni af gamla góða stofninum sem var endur vakinn úr eggjum sem safnað var hvaðanæva af landinu til að fyrirbyggja að íslenska Landnámshænan yrði útdauð!

Freyja" Er fiður á fótum á hænum/Hönum íslenskt fyrirbrigði eður ei???

05.03.2008 23:16

Rjúpa,Lukka og Kapella teknar á hús


Vænting Hróks að spranga um í snjónum......

Feilstjarna Nökkvadóttir-Smárasonar (til sölu:)
Alveg stáltaugar í þessu þriggja vetra trippi! Og mjög skemmtileg í umgengni .

Freyja Prinsdóttir að montast um í snjónum......

Sleipnir hinn hárprúði og Sága hin sótrauða á harðaspretti.......


Hefring Hróks montprik.......

Það var aldeilis stuð á stóðinu síðastliðinn Mánudag en þá tókum við 3 hryssur úr hópnum sem var verið að taka á hús.

Rjúpa Hróks er komin til Eyglóar í áframhaldandi tamningu.

Rjúpa að skima eftir vinum sínum .........Hvar eru allir vinir mínir?
Ó.........hvað ég á bágt!

Það sem merin grenjaði þegar að hún var komin í gerðið og þekkti engann þar.Reyndar var Lukka vinkona hennar með en Lukka var komin heim og hin ánægðasta með það. Vorkenni henni Rjúpu ekki neitt,hún getur bara kynnst hinum hrossunum .

Fylgdi ekki stigi með henni Ransý mín ........?

Ertu komin heim Lukkan mín ......

Svo héldum við áfram inní Víðidalinn en hún Kapella var að fara þar í hesthús og dekur.

Kapella frá Katanesi komin í kerruna .

Rosalega munar á hitastiginu enn og aftur á milli Suðurnesja og Reykjavíkur!!! Brrrrrr......ég hélt að við bæði frysum í hel!

Vegalengdin er ekki nema rétt rúmir 60 km.

Við drifum okkur svo heim í hlýjuna en stoppuðum í Skíthoppara búllunni í Hafnarfirði og fengum okkur Skíthoppara bita og Skíthoppara hamborgara.Alltaf gott að fá svoleiðis einstaka sinnum:)

Veðrið er búið að vera frábært og ömurlegt til skiptis.

Það var ekki skemmtilegt veðrið í gær og ekki var það til að bæta daginn að vinur okkar hringdi í okkur og bað okkur um að flytja uppáhalds hestinn sinn fárveikann í snarhasti inní Reykjavík.

Því miður þá var það of seint,hesturinn var orðinn of veikur og lagstur niður og svo af honum dregið að það var ekkert annað í stöðunni en að linar þjáningar hans með aflífunar sprautu.

Það var agalega sorglegt að þurfa að horfa uppá bæði hrossið og eigandann við þessar aðstæður.

Og er það ekki alveg týpískt að þegar að svona skeður þá þurfa það alltaf að vera bestu hrossin sem fara!

02.03.2008 22:36

Syfjuð hross zzzzzzzzzzzzzzz.................


Gná Skjónu/ Hróksdóttir er seld! Og fengu færri en vildu....

Innilega til hamingju með hana Gná þína Unnur og vona ég að hún verði til sóma í framtíðinni,efast nú reyndar ekki um það:)Hlakkar bara til að fá að fylgjast með henni í framtíðinni:)

Það var mikil værð yfir stóðinu loksins þegar að sú gula fór að skína og læddist ég með cameruna inná milli þeirra þegjandi og hljóðalaust og tók nokkrar myndir.


 Takið eftir Sleipnir sem var að suða í Freistingu mömmu um sopa .

Mamma stattu upp!!!!

Geisp....

Best að leggja sig bara líka......

Krúttleg saman mæðginin.......

Lukka svaf á hvolfi.........eða þannig .

Við Suðurnesjadömurnar fórum á Knapamerkja námskeiðið síðastliðinn Laugardagsmorgunn í glimrandi veðurblíðu en það var kalt í henni Reykjavík!

Rosalega munar á hitastigi hér við sjóinn suðurfrá eða innfrá í höfuðborginni.

Við gerðum allskonar æfingar og krúsíndúllur í höllinni og Sigrún gaf okkur ekki eftir eina tommu frekar en fyrridaginn.

Við Hrókur stóðum á öndinni og hélt ég á tímabili að ég myndi sprengja klárræfilinn.

Honum veitti ekki af því að losna við hárin af kviðnum og upp brjóstkassann og er næst á dagskrá að raka hann ræfilinn því ég sé mikinn mun á þeim hestum sem eru rakaðir á kvið og hinum sem eru með lubbann á sér.

Reyndar er ég að gefast uppá því að hafa hann í upphitaða hesthúsinu hér heima því hann fer alltof mikið úr hárum og honum líður ekki vel.Er allur að verða mattur og með mikið af lausum hárum og flösu.

Þannig að á morgun er ætlunin að flytja hann í stóðhestahestahúsið aftur en þar er kaldara og ferskara fyrir hann að vera.

Ég er búin að vera veik síðustu daga,þó ég hafi ekki beint verið að átta mig á því.
Svimi og ónot í höfðinu ásamt hita að ég held.

Ég hata það að vera inni en ég fór ekkert út í gær og ekki heldur í dag en á morgun ætla ég að fara aftur af stað.Tek bara Íbúfen og klæði mig vel:)

Rjúpan að sóla sig........

Rjúpa mín er að fara í áframhaldandi tamningu til Eyglóar og hlakkar mig til að vita hvort Rjúpan nær að halda ballans með hana Eygló en stærðin á henni var að trufla hana aðeins í reið í fyrra.

Hana vantar að safna vöðvamassa og verða styrkari í skrokknum.

Ég læt svo Eygló um það hvernig tamningunni á henni verður háttað en hún hefur mjög góða innsýn og þekkingu á hrossum þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af Rjúpunni minni í hennar höndum .

Agalega var veðrið leiðinlegt í dag.Skafrenningur og skaflar hreinlega um allt!

Kallinn var einn í útiverkunum en það var útigjafadagur í dag og ég stúrin yfir því að geta ekki verið að vasast í hrossunum með honum.

Kapella og Biskup í vonda veðrinu í dag.

En allt blessaðist þetta og allir fengu gott í gogginn í dag þrátt fyrir hálfgerða ófærð og skafrenning.

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213819
Samtals gestir: 24503
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 02:22:35