Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2010 Ágúst

31.08.2010 00:31

Heyskap lokið


Þessir tveir(Suddi og Biskup:) sáu um að snyrta rósirnar og stóðu sig með sóma í því.

Við erum búin að vera á kafi í heyskap og erum loksins búin.

Fórum seint af stað vegna þess að þegar að heyskapur átti að hefjast þá fór lega í olnboganum á kallinu og glussaslanga sprakk og kallinn endaði í gifsi og fatla.

Kannski soldið ýkt sagt frá en raunin var að það fór að grafa í olnboganum á kallinum með þessum líka voðalegu afleiðingum að hann var með þvaglegg í æð og þurfi að fara í hjólastól alla leiðina á Sjúkrahúsið í Keflavík tvisvar á dag í allt sumar nærri því!

Kallinn minn hress að keyra heim rúllunum.

Össssss..................Meira bullið í manni alltaf hreint!

Er ekki að koma þessu rétt frá mér en kallinn var lasinn en er batnað:)

Forseti Hróksson í fótsnyrtingu.

Ég tók tittina tvo heim í hesthús fyir cirka hálfum mánuði og fékk hann Jón Steinar til að fara með þeim yfir grundvallar atriði í samskiptum við manninn svo þeir yrðu viðráðanlegir fyrir kellinguna og eins svo að hann Forseti sitji nú stilltur og prúður í flugvélinni þegar að hann fer út til nýrra eigenda.

Nú mega engin ómeðhöndluð hross fara um borð í flugvél og nú verða öll hross tekin skipulega hér á bæ og unnið sérstaklega vel í þeim.

Váli og Forseti voru teknir í tíma og skólun tvo daga í röð og eru útskrifaðir og kunna nú að teymast,lyfta upp fótum og láta mýla sig.

Það er mikill munur að eiga við þá tvo eftir þessa meðhöndlun og hlakkar mig til að halda áfram með þá þarsem frá var horfið.

Sága Hróks orðin ansi sótrauð og flott.

Hér er pestin að grassera í hrossunum í annað sinn og er heldur verri.

Gulltoppur sprelligosi.

Að stríða stóra bróður honum Mímir.............:)

Samt eru þau hress niður í stóði og sprella sem aldrei fyrr á milli þess sem þau snýta sér rækilega útí loftið og þá er nú eins gott að standa ekki nærri þeim.


Ein í lokin af honum Ægi Astró/Stórstjörnusyni.

16.08.2010 14:45

Til sölu/for sale Þruma frá Þorkelshóli


Þruma frá Þorkelshóli

Hreingeng tölthryssa með ágætu brokki.Hrekklaus,órög og hefur dugað vel í smalamenskur.

Alveg ekta reiðhryssa fyrir mjög breiðann hóp af fólki.
Fleiri myndir af Þrumu hér

Frekari upplýsingar/further info

os@bondi.is

Það eru að detta inn ný hross á sölulistann þessa dagana:)


Einsog hann Styrmir frá Langárfossi.For sale!

Lovísa frá Garði frænka hans og fleiri:)For sale!

New horses on my salespage!

Sjá nánar á
sölusíðunni

14.08.2010 19:24

Fashanar og hænur til sölu


Dúfnaræktin gengur vel hér á bæ og er eitt parið að koma upp ungum og ekki get ég sagt að þetta sé fallegt ungviði.

Afskaplega ljótir en algjörir boltar og þroskast geysilega vel.

Ungt ástfangið dúfupar:)

Fashanakallarnir eru afar skrautlegir.
Fashanaræktin gengur illa en það er einungis 1 ungi eftir sumarið og núna nennum við þessu ekki lengur enda þolinmæðin ekki mikil hjá okkur hjónum gagnvart fiðurfénaði sem þarf að nánast hafa á milli brjóstanna fyrstu dagana og handmata.

Þó að frúin á bænum sé brjósgóð þá er hún kannski ekki alveg svona brjóstgóð:)
Þannig að nú eru til sölu 6 Fashænur og 4 Fashanakallar.
Þeim fylgir slatti af Mjölormum eða Mjölbjöllum sem verpa eggjum sem verða að ormum sem að er fyrirtaksfæða handa ungunum þegar að þeir eru komnir úr eggi.

Mjölbjöllur að éta kartöflu.
Það er ekkert mál að fá ungana úr eggi en svo er það málið að halda í þeim lífinu.


Ef þú hefur áhuga á að eignast par eða fleiri Fashana þá hafðu samband í netfangið
 ransy66@gmail.com

13.08.2010 15:20

Heimaeinangrun v/útflutningshrossa



Þá er kerfið loksins búið að koma frá sér boltanum og að hluta til yfir á okkur hestamenn sem hafa beðið óþreyjufullir eftir einhverjum viðbrögðum.
Sala á randbeitarþráðum ætti að taka kipp ef að líkum lætur sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki úr fleiri hólfum að skipta.

Hér í Ásgarði bíður hún Sága Hróksdóttir eftir því að komast til Danmerkur og einnig eru fleiri hross á mínum snærum sem bíða úflutnings.

12.08.2010 12:50

Íris og Jessy í heimsókn:)


Íris mín kæra vinkona kom á afmælisdaginn minn þann 25 Júlí ásamt Jessy dóttur sinni og eyddum við saman skemmtilegum dögum í kringum hross og myndatöku á þeim ásamt fleiri skemmtilegheitum.


Fyrst fórum við norður til að mynda folöldin hans Vals hjá freyshestum en í ár fæddust 5 folöld hjá honum undan Speli frá Hafsteinsstöðum.

Þau eru vel töltgeng folöldin í ár og gaman að virða þau fyrir sér.

Vindótt hestfolald undan Deplu og Speli (mynd Íris).
Til sölu/for sale

Busla fékk að fara með norður enda ekki mikið fyrir henni haft blessaðri.
Lísfreynd tík sem hefur lifað dagana tvenna ef ekki þrenna og komin á tólfta aldurs árið sitt.
Það var heldur betur svipur á henni þegar að við vorum öll búin að troða okkur aftur inní bílinn og ég skellti hurðinni rösklega á eftir mér og er að spenna á mig beltið þegar að ég sé hana greyið alveg einsog lykkjufall í framan aleina sitjandi í vegkantinum og skildi ekkert í því afhverju hún ætti að hlaupa alla leið suður!
Auðvitað fékk Buslið að hoppa um borð í bílinn:)

Hrókur frá Gíslabæ og Íris í Mánahöllinni

Hrókur var sóttur niður í merarstóð og drifnn á kerru og brunuðum við með hann í Mánahöllina aðeins svona til að skemmta bæði honum og okkur.
Issssssss................Hrókurinn var þungur og járnalaus en samt var nú alveg hægt að buna á honum um höllina og mátti vart sjá hvort honum þætti þetta meira gaman en okkur.
Held samt að okkur hafi þótt þetta aðeins meira gaman hehehe.........:)

Méllaust er inn......hvað með hnakklaust:)

Takk fyrir myndatökuna Valgerður mín og takk fyrir frábæra heimsókn Íris og Jessy!

07.08.2010 18:28

Þrá Þristdóttir frumunnin


Jón Steinar og Þrá frá Ásgarði að spjalla saman.

Það gengur vel með Þrá Þristdóttir  sem að kom hingað fyrir stuttu en hún var rammstygg í fyrstu blessunin en er aldeilis búin að snúa við blaðinu og eltir mann á röndum eftir aðeins tvær meðhöndlanir þarsem henni var kennt að teymast og virða manninn og í seinna skiptið var upprifjun og henni kennt að lyfta fótum og hún klippt allann hringinn og stóð daman einsog stytta.

Stilltust í fyrstu fótsnyrtingunni.

Henni var haldið um daginn undir hann Astró frá Heiðarbrún sem er að gera það gott á keppnisvellinum með honum Alexander knapa sínum.

Nú er bara að krossa putta og vona að það komi eitthvað voðalega spennó undan þeim tveimur.

Svo er í bígerð risablogg um ævintýri undanfarinna daga:)

01.08.2010 00:51

Montin Hróksdóttir:)


Á fljúgandi montbrokki:)

Það er alltaf gaman að fá myndir af Hróksafkvæmum og ekki verra þegar að þau eru að sprerra sig svona líka einsog hún Saga frá Skarðsá.
Eitthvað hefur hún erft gott frá báðum foreldrum en móðir hennar Glóð frá Blönduhlíð er undan Stíg frá Kjartansstöðum og Hróksi undan Kormák frá Flugumýri.
Innilega til hamingju með flottan grip Edda.
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280837
Samtals gestir: 32715
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:48:55