Heimasíða Ásgarðs |
||
Færslur: 2008 September29.09.2008 14:37Kindaþukl og kukl og klukkuð.....
Ég má bara vera ánægð með útkomuna að sögn fróðra manna/kvenna en ekkert fór í óæðri flokka og gæðin mjög svo ásættanleg. Alveg er það merkilegt að hún Tóta litla kind sem er allra minnsta kindin hér á bæ gefi svona flotta tvílembinga. Bara góð og ég verð að fyrirgefa í henni þetta eilífa (brauð) jarm í hvert sinn sem hún sér mann en hún hefur eitt það mest skerandi jarm em ég hef heyrt frá kind! Við settum á samt annan Flankason en það var svosem fyrirfram ákveðið en hann er undan kind sem ég hef mikið dálæti á. Með því að nota hrút undan henni þykist ég vera að ná fram nokkrum eiginleikum sem ég vil hafa í mínu fé,mjólkurlagni,frjósemi,gott geðslag,frekar háfætt og langur búkur. Nú svo eru þær komnar heim úr Fjárhólfinu hér í Sandgerði þær Brynja Beauty og Forysta. Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina: 1. Fiskvinnslu (Loðnu,Síld,Skreið,Saltfisk..... og láttu þér detta það í hug)
Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina: 1. Reykjavík 2. Keflavíkurflugvelli 3.Njarðvík 4. Keflavík 5.Garður Og svo mætti lengi telja fleiri staði en ég held að ég sé búin að eiga heima á cirka 25 stöðum um ævina.
1. Black Beauty
1. British Top Model (kannski af því að Huggy Ragnars fékk að fara á hestbak hjá mér á Funa gamla og líkaði vel:)Annars varð ég pínku móðguð þegar að hún var búin að fara prógrammið fet-tölt-brokk-stökk/valhopp og hún klikkti út með því að valhoppið hefði verið skemmtilegast!!!
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni: 1. Sörli sonur Toppu og Trygg ertu Toppa (á þessar bækur og las þær fyrst sem unglingur)
4. Samband Hests og knapa eftir Rikke Mark Scultz (Gríðalega mikill fróðleikur í þessari bók:)
1. Svið elska ég................!
3. Steiktur fiskur í raspi.....nammi namm:)
1. hestafrettir.is 2. leit.is 3. vedur.is 4. 847.is
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: 1. Þýskaland 2. Austurríki 3. Swiss 4. Ítalía
Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna: 1. Í kaffi á Hrauni í Grindavík (Að mal stanslaust um kindur,kýr og hesta:):):)Kannski mest um hesta!:)
4. Í Viðidalstungurétt í góða veðrinu núna og fullt af hrossum:)
Farin út í verkin mín
Skrifað af Ransý 22.09.2008 02:35Grindavíkur smali lokið
Allt gekk vel enda sú nýbreytni höfð að reka féð heim á tveimur dögum (var gert líka í fyrra) og reka það eftir veginum en ekki yfir hraunið sem er ansi illt yfirferðar bæði fyrir féð sjálft og hrossin og ég tala nú ekki um gangandi smala. Við Hebbi mættum í smalið en ég var ekki alveg tilbúin í að mæta með hross núna. Það var gaman að sjá allan þennan flota af fé og mikið var af mislitu enda margir hobbýbændur sem áttu þarna kindur.Einhvernveginn vill það fara svo að við sem erum með færra fé og erum að þessu kindastússi mest til gamans sækjumst í að hafa mislitt fé. Þarna voru líka ansi skrautlegar kindur af forystukyni og voru þær áberandi óþekkar skjáturnar!
Skrifað af Ransý 19.09.2008 17:21Drottning Flankadóttir týnd!Hún Drottning ásetningslambið hans Hebba er týnd og tröllum gefin! Skrifað af Ransý 17.09.2008 17:44Réttir framundan
Á næstu helgi verður smalað í Grindavíkinni og þangað er stefnan tekin. Sem betur fer þá er búið að skipta smalinu þar niður á tvo daga,bæði fyrir skepnur og menn. Mínar kindur sleppa vel við hlaup enda brauðrollur hinar mestu og kalla ég þær bara inní rétt og þaðan inní hesthús á haustin. Reyndar fóru þær Forysta og Brynja Beauty í hólf í sumar og þær verða nú bara reknar spottakorn og svo handsamaðar í rétt og beint uppá kerru og keyrt heim. Nú er bara spurningin hjá mér hvaða hrút skal setja á en hann Flanki fékk að fjúka yfir móðuna miklu í vor en kauði var farin að nota hornin heldur óspart á hann Hebba minn sem mátti ekki lengur snúa í hann baki þá renndi hann sér í afturpartinn á kallinu! Eitt er víst að sá hrútur sem skal settur á núna verður Flankasonur undan rosalega verklegri og frjósamri kind sem mjólkar alveg svakalega. Skrifað af Ransý 16.09.2008 01:08Söðlaviðgerðir hjá Helgu Skowronski Tek að mér viðgerðir og almennt viðhald á reiðtygjum. Fagleg og vönduð vinnubrögð.
Upplýsingar fást hjá Helgu Skowronski í síma 566-7380/ 897-7233 Eða í tölvupósti skowronski1000@yahoo.com
Skrifað af Ransý 15.09.2008 02:00Haustið að skella á
Hross og kindur keppast við að bæta á sig holdum til að takast á við veturinn og kom það sér afar illa fyrir hana Atfveltu kind en hún varð afvelta hér tvisvar sinnum á tveimur dögum. Mig rak á rogastans hér síðastliðinn Föstudag þegar að ég var niður á bakka að girða en ég sá mann á harðaspretti útá sjó! Skrifað af Ransý 14.09.2008 20:55TilraunabloggSmá tilraunablogg vegna breytts vinnu umhverfis hjá 123.is. Vá!Það gekk að festa þetta blogg inn með OFURHRAÐA Valgerður! Skrifað af Ransý 11.09.2008 14:24Niðurrifsfréttir úr ÁsgarðinumSmá blogg svona úr því að ég er orðin nettengd á ný! 1 September hófst hér vinna við að rífa niður gamla verkstæðið Þeir hafa verið röskir við þessa vinnu sína strákarnir en Óskar og Addi hafa verið aðalsprauturnar og gengið alveg svakalega vel.Þvílíkir dugnaðarforkar þessir tveir dúddar Niðurrifið tók ekki marga daga eftir að öll helstu verðmæti höfðu verið flutt út en þarna úði og grúði af allskonar misdýrmætum hlutum. Ég fyllti td eitt fiskikar af mínum dýrmætu hlutum sem eru verkfærin mín sem ég hef notað við að gera við reiðtygi. Enduruppbygging hófst svo og hér koma og fara allskonar bílar með steypu,möl og annað sem ég kann ekki að nefna. Þetta verður allt annað líf þegar að verkstæðið verður komið aftur í nothæft ástand,allt miklu rýmra og betra og ég fæ aftur horn fyrir verkfærin mín og þá verður nú sest aftur niður og hnoðað og dundað við beisli og múla og annað sem þarfnast viðgerðar. Farin út að taka myndir af Hrók og kærustunni hans Skrifað af Ransý 06.09.2008 23:13Álfhólar heimsóttirÉg brá undir mig betri fætinum í dag ásamt Valgerði og Herði og skruppum við til hennar Söru að Álfólum. En aftur að Álfhólum.Við lentum þar rétt uppúr hádegi og auðvitað var Sara úti að temja og fylgdumst við með hvernig hún tantraði ungan fola sem varð einsog bráðið smjer í höndunum á henni. Eftir tamningarnar og allar hestahvíslanirnar var för okkar heitið útí stóru mýrina en þar var hann Dimmir frá Álfhólum með sínum merum og var hann ekki lengi að koma þjótandi þegar að hann sá að hestakerra var mætt í hólfið hans enda veit kall hvað það þýðir Sara snaraði sér á bak Dimmir og þau sýndu okkur nokkrar kúnstir og svo reið hún um hagann á honum beislislaust og berbakt! Toppa er búin að vera hjá Dimmir og var sónuð í gær en það var ekki hægt að segja það alveg með vissu hvort hún var fengin eður ei en hún fær bara að vera áfram hjá honum enda undir hún hag sínum vel á Álfhólum. Á heimleiðinni tók ég eftir því að ég var búin að týna gemsanum mínum!!! Þið sem verðið að ná tali af mér hringið þá bara í heimasímann sem er 422-7363 eða í Hebba gsm sem er 896-4763 eða sendið póst á busla@simnet.is Þartil næst,farið varlega Skrifað af Ransý 02.09.2008 01:43Ullapöddur í Ásgarði!!!Veðrið lék við hvern sinn fingur í dag og hvert sem litið var voru hamingjusamar dýrategundir á beit á bænum. Ég varð samt ekkert voðalega hamingjusöm þegar að ég leit niður á bakka en þar voru nokkrar ullarpöddur á beit. Fyrir þá sem ekki þekkja þá dýrategund þá er hún yfirleitt með fjóra fætur,og ef vel er litið í augun á þeim þá glittir í sauðheimskann svip og jafnvel glott hjá þeim allra þrjóskustu.Stundum eru handföng á hausnum á þeim og eru þær alveg einstaklega duglegar að troðast undir girðingar og vera á beit allstaðar annarstaðar en þær eiga að vera. Þær sem eru á sínum stað kallast kindur Súsý litla minkveiðitík með meiru var ekki lengi að koma þeim á sinn stað og gekk mikið á hjá henni að koma þessum óþekktar pöddum aftur á sinn stað. Þarmeð breyttust þær í værukærar kindur á beit um hagann sinn.....................þartil næst Nú ætti allt að vera fullt af hænukaupendum hér á hlaðinu hjá mér enda lifnar oftast við á haustin hjá fólki sem vill eignast fallegar hænur í bakgarðinn sinn eða á hlaðið. Þannig að nú auglýsi ég hænur til sölu í öllum regnbogans litum og eru þær verðlagðar á 2000 krónur stykkið.Fyrstur kemur fyrstur fær Sama var með traktorinn sem var auglýstur gefins,fullt af fólki á leiðinni að sækja hann og einir fjórir kallar ætluðu að koma nánast sama kvöldið en enginn kom! Klór klór í haus og nú er ég komin með skalla! Það endaði með að traktors ræfillinn lenti í skóflukjafti og endaði kraminn uppá járnahaug. Verkstæðið gamla er alveg að tæmast og bara eins dags vinna í viðbót við að tæma það og þá verður það rifið niður með látum. Ekkert smá duglegir strákarnir við að tæma og henda og henda því sem mátti missa sín fyrir tugum ára! Fegin er ég að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það fjúki hér yfir allt og alla í veðurofsanum sem eru farin að verða reglulega á veturnar. Komið nóg af bulli í þetta skiptið elskurnar mínar. Og hér er linkur inná Heimasíðu hinnar Íslensku Landnámshænu fyrir þá sem þyrstir í skemmtilegann fróðleik um þær. http://www.haena.is/ Skrifað af Ransý
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is