Heimasíða Ásgarðs

17.09.2008 17:44

Réttir framundan


Afvelta stolt með gimbrina sína.

Nú byrjar aðal gamanið á haustin en það eru bæði fjárréttir og stóðréttir framundan ásamt því að sjá út hvað skal setja á og hvað skal fara í kistuna sem vetrafóður fyrir okkur mannskepnurnar.
Ekki etum við heyrúllur en hinsvegar etum við það sem etur rúllurnar ekki satt.

Tóta og Drottning hennar að klóra hvor annari.

Tótu Flanksonur gulur.

Á næstu helgi verður smalað í Grindavíkinni og þangað er stefnan tekin.
Það er alltaf líf og fjör í þeim samalamennskum og hart barist um að láta sem hæst í sér heyra og allir að stjórna öllum.
Ég geri bara einsog minn Fjallkóngur og mín Fjalldrottning segja mér og hefur það gengið afbragðsvel hingað til.

Karen kind með þrílembingana sína.

Sem betur fer þá er búið að skipta smalinu þar niður á tvo daga,bæði fyrir skepnur og menn.
Þetta var ekki sniðugt að fara þetta á einum degi með féð enda sprungu iðulega einhverjar kindur og leiðinlegt að horfa uppá þær greyin lafmóðar með tunguna niður að hnjám upp og niður fjöllin og í gegnum hraunin.

Hermína heimalningur ásamt dóttur að betla brauð emoticon !

Hin Hermínu Flankadóttirin.

Mínar kindur sleppa vel við hlaup enda brauðrollur hinar mestu og kalla ég þær bara inní rétt og þaðan inní hesthús á haustin.

Reyndar fóru þær Forysta og Brynja Beauty í hólf í sumar og þær verða nú bara reknar spottakorn og svo handsamaðar í rétt og beint uppá kerru og keyrt heim.

Nú er bara spurningin hjá mér hvaða hrút skal setja á en hann Flanki fékk að fjúka yfir móðuna miklu í vor en kauði var farin að nota hornin heldur óspart á hann Hebba minn sem mátti ekki lengur snúa í hann baki þá renndi hann sér í afturpartinn á kallinu!

Eitt er víst að sá hrútur sem skal settur á núna verður Flankasonur undan rosalega verklegri og frjósamri kind sem mjólkar alveg svakalega.

Gamla Hrauna vinkona mín.

G-Hraunu og Flankasonur ljósari

G-Hraunu og Flankasonur dekkri.

Ég kalla þá kind Gömlu Hraunu en hún er af gamla kyninu hennar Valgerðar vinkonu á Hrauni.
Snilldargripur sem minnir mig mikið á féð sem var á Hæli í Húnavatnssýslu þegar ég var unglingur.
Þar fékk ég nú reyndar alveg uppí kok af að hlaupa á eftir skjátum en í dag er ég búin að jafna mig með hjálp Valgerðar en ég fékk hjá henni meðferð við sauðfjárógeði og er alveg að finna mig í þessu rollu brasi í dag með góðri hjálp frá henni emoticon .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 293
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297290
Samtals gestir: 34229
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:53:07