Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2015 Febrúar

06.02.2015 00:25

Eldey frá Ásgarði í fortamingu








Þessi fallega unga snót hún Eldey frá Ásgarði undan Emblu Hróks og Björgfjörð Aðalssyni fór inná Mánagrund fyrir tæpri viku í smá fortamningu til Eygló ömmu.

Hún fær hæðstu einkunn fyrir geðslag og er hún hreint út sagt yndislegt trippi.

Fljót að læra og dugleg stelpan.

Það er alveg nauðsynlegt að forvinna trippin strax á unga aldri því þá verður eftirleikurinn mun auðveldari ef þau kunna grunnreglurnar einsog að teymast og lyfta fótum og að þau séu óhrædd við manninn.

05.02.2015 00:20

Fósturtalning í fjárhúsinu framundan




Fósturtalning um helgina og verður spennandi að vita hvort við náum fósturfjöldanum niður í 2 lamb á hverja á eða að það verði einhver einlembd sem hægt verði að venja undir frá þrílembu.
Engin einlemba verið síðastliðin tvö ár hjá okkur og er það ekki gott.
Gamlar vinkonur sem voru ansi oft þrílemdar voru felldar síðastliðið haust þannig að vonandi að frjósemin minnki við það og engar aðrar fari að taka uppá því að koma með þrjú.
Fyrirsætan í dag er tengdasonurinn okkar hann Andrés með Hermínuson í fanginu.
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280805
Samtals gestir: 32712
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:02:03