Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2012 Júlí

22.07.2012 22:58

Rignir og grænkar og seinna vorið mætt:)


Elding Hróksdóttir og Von Ögradóttir rennblautar.

Hér fór loksins að rigna fyrir alvöru með stóru lægðinni spáð var en hún klikkaði á vindinum en það rigndi alveg heilann helling.

Hér voru pollar útí móum og gult grasið lifnar við og grænkar með látum.

Okkur líður núna einsog vorið sé að koma í annað sinn og erum spennt að sjá hvernig allt grænkar og lagast eftir skelfilega þurrka í sumar.


Röskva og Sjöfn Astródætur.

Girðingarvinna hefur verið erfið því að sandurinn rennur viðstöðulaust ofaní holur sem búið er að gera fyrir þá.

En núna eftir að blotnaði aftur í jörðinni þá ætti að vera hægt að halda áfram að pota niður staurum en við erum að yfirfara allar girðingar hér.Við seldum "óvart" hana Sjöfn Astródóttur en hún var nú ekki á söluskrá blessunin.

Hún átti nú að vera hér um ókomin ár en þegar að svona gott boð býðst í grip þá getur maður ekki hafnað því.

En hún fer nú ekki langt og er seld innanland sem er nú frekar sjaldgæft hjá okkur.

Hún er gríðarlega stór einsog svo mörg Astróbörn eru og liturinn er ekki til að skemma fyrir:)


Busla fór líka í gönguferð útí heiði:)

Við fórum í dag í rigningargöngu útí heiði að athuga með gróður bæði í kindahólfinu sem lítur vel út en þar var borið vel á í vor bæði tilbúinn áburður og húsdýraáburður í miklu magni.

Ég var alveg hissa hvað það er krökkt af bláberja grænjöxlum!

Þetta verður gott berjaár!

Ég gat mig ekki stillt og borðaði nokkra grænjaxla:)

Ég er alltaf að reyna að færast nær upprunanum í mat og reyni að rækta sem flest af því sem fer ofaní okkur hér á bæ.

Stytta ferlið einsog hægt er frá haga og ofaní maga með engum milliðum og læra að bera ábyrgð á eigin hollustu.

Nú hljóma ég frekar leiðinleg myndi ég ætla en ég fæ svona hollustu köst og eru þau að verða fleiri en óhollustu köstin þannig að þetta er allt í rétta átt.

Sko ég er ekkert heilög og "dett"stundum í það líka en finn þá hve gigtarskömmin hlær og hlakkar í öllum útlimum þegar að það skeður!

Ágætt að hafa hana til að minna mann á að það er ekki hollt að borða bara unnar matvörur sem keyptar eru útí búð og maður veit illa um upprunann eða meðferðina á.

Heimaræktað Oregano

En að nýjasta æðinu hjá konunni:)

Ég er farin að rækta krydd af miklum móð og er búin að þurrka fyrstu uppskeruna af Oregano og Marjoram!

Ekkert smá gaman að klippa niður og setja í hreint koddaver og á heitann blástur inní ofn.

Svo rúllaði ég bara kökukeflinu varlega yfir koddaverið og svo var það svolítil vinna en skemmtileg þó að hreinsa frá stilkana.

Þetta krydd er mun bragðsterkra en það sem maður kaupir útí búð og það er algerlega ómögulegt að ætla að nota það hrátt finnst mér.

Kannski á ég bara eftir að læra að meta það þannig:)


Oregano og Marjoram komið í krukkuna hægra megin,frábært Pizza krydd.


Mímir Astró/Skjónusonur

Það gengur mjög vel með eftirþjálfunina á honum Mímir en hann er svo hress eftir geldinguna að það er einsog enginn hafi komið nærri honum með geldingatöngina.

Ég tók þá inn fyrir veðrið og hafði þá inni á meðan að versta rigningin reið yfir en setti þá svo aftur út undir kvöld í dag.

Máni Hróks/Skjónusonur

Máni litli bróðir Mímis stækkar og stækkar og ætlar að verða sami risinn og öll afkvæmin hennar Skjónu minnar.

Hálfbræðurinir að kroppa nýgræðinginn í rigningunni.

Nú fer sprettan lokins á fullt skulum við vona:)

Silkihana slagur!

Hér voru veiddar Silkihænur sem voru orðnar ansi frekar með allt í kanínusalnum en þær rótuðu og tættu allt í tætlur og hafði ég ekki undan að sópa stéttarnar eftir þær og ungana.

Þessir ungar eru til sölu.


Kungfú taktar í þeim!
Þær fengu stóra kindakró til afnota með ungana sín og 3 hana sem að misstu sig algerlega í augsýn kvenfólksins og slógust af miklum móð!

Vonandi verða allir á lífi á morgun.

14.07.2012 14:10

Hryssur sónaðar og gelding

14 Júlí.

Nótt Hróksdóttir frá Ásgarði
Komin af stað með sitt folald undan Borgfjörð frá Höfnum.

Fía frá Strandarhöfði
Er komin af stað með Hróksafkvæmið sitt.

Hér var nóg að gera þennan dag en hún Unnur nýi dýralæknirinn okkar kom til að sóna gestahryssurnar hans Hróks sem reyndust vera komnar af stað með sín afkvæmi og fengu fararleyfi heim.


Gæfa ...........
Fylfull við Hrók frá Gíslabæ

Gæfa er móálótt hryssa sem ekki er vitað um upprunann þrátt fyrir að hún sé eyrnamörkuð.

Enginn virðist muna eftir henni en hún er mörkuð og fundust út nokkrir bæir en líklega er hún úr Skagafirðinum en þar þekkir enginn til hennar.

Markið á hryssunni er biti framan vinstra-standfjöður aftan og hægra eyra er alheilt.

Svolítið leiðinlegt fyrir núverandi eigendur hennar en það á að skrá hana í WF (ef hún finnst ekki í WF) og engir foreldrar á bakvið hryssuna.

Ef einhver kannast við  þessa hryssu væri voða gaman að fá að vita eitthvað meira um hana.

Gro og Bjössi frændi komu sama dag en Bjössi og Hebbi rifu Fergusoninn sem mest mæðir hér á í heyskapnum í tvennt en eitthvað var brotið sem olli því að olía lak ofaní kúplinguna þannig að hann snuðaði en það er ekki hægt að treysta almennilega á það fyrir traktor sem er með rúlluvélina.


Myndataka Anna M Ingólfsdóttir:)

Gro hjálpaði til í sónarnum og geldingunni og var flott að hafa hana með enda alvön svona aðgerðum konan:)


Allt gekk þetta vel og svo var komið af því að Mímir Astrósonur missti djásnin sín en hann var geltur og virtist nú ekki taka það mikið nærri sér og steinsvaf lengi vel á eftir og stóð svo upp og fór að kroppa.Takk kærlega fyrir frábærann dag Gro og Bjössi,þið eruð ómetanlegir vinir:)


10.07.2012 17:24

Þurrkar og heyskapur hafinn


Hér eru sannkallaðar náttuúrhamfarir í gangi hvað varðar þurrka.

Hebbi sem hefur búið í Ásgarði síðan 1959 hefur aldrei séð aðra eins þurrka og bruna á túnum og beitarhólfum.

Sem betur fer erum við búin að vera dugleg að senda frá okkur hross í SS og fækkuðum mikið af skepnum í fyrra og einnig á þessu ári þannig að við erum í þokkalegum málum þar.

Enn eru samt hross hér á viðbótargjöf og þannig verður það uns fer að rigna af einhverju viti.

Sláttur hófst í dag og er sprettan ásættanleg og hlakkar mig mikið til að fara að rúlla og pakka þegar að ég er búin að tæta svolítið úr heyinu í brakandi þurrki:)

Hingað komu góðir gestir frá Þýskalandi og Danmerku Landmótsdagana.

Embla Hróks með Auðnu Astródóttur

Einnig eru folöldin farin að seljast án þess að ég hafi verið búin að koma þeim inná sölusíðuna hjá mér en það eru ánægðir kúnnar sem eru að skila sér hingað aftur og vilja fá meira:)

Enn er ein hryssa hér óköstuð en líklega er hún að halda í sér vegna þurrkanna.

Góðar/slæmar fréttir af Buslunni minni.

Þessi elska á þremur og hálfum fæti,eineygð og gömul ætlaði að hjálpa mér niður í rétt um daginn en ég var að ragast í hrossum og hún sá að það voru einhver vandræði á kellingunni og steingleymdi sér og rauk inní réttina með offorsi og gelti!

Eitthvað gaf sig í veika fætinum og hún var svo kvalin að það var agalegt að horfa uppá hana.

Sem betur fer þá fengum við tíma hjá uppáhalds dýranum okkar og hún var röntgen mynduð í bak og fyrir.
 
Engar breytingar sáust á fætinum frá því að hún var röntgen mynduð síðast en við fundum það út að eitthvað hefur gefið sig í hnénu sem var að trufla hana.

Ég hélt að þetta væri hennar síðasta og bjó mig undir það að þurfa að kveðja hana.

Eigingirnin í manni er rosaleg en helst vill maður eig dýrin sín um aldur og ævi en því miður þá lifa þau miklu styttra en við.

En út komum við glaðar með góð verkja/bólgueyðandi lyf og kvaddi dýri okkur með þeim orðum að nú ætti Buslan bara að vera stofustáss á sínum lyfjum þartil hennar dagur rennur upp.

Nú er bara að passa að hún gleymi sér ekki aftur en hún er fljót að fara í sama farið og ætla að vera til gagns.

Lyfin virka meira að segja svo vel að hún er farin að hoppa útúr bílnum en henni hefur verið lyft upp og tekin niður undanfarið og þannig á það að vera.

Við verðum bara að fara að hafa vit fyrir henni og passa betur uppá hana þessa elsku.

Núna hrýtur hún nýböðuð og rökuð í bólinu sínu:)

Ég er að gera smátilraun með að rækta Sæta kartöflur.

Alltaf gaman að rækta eitthvað nýtt og spennandi og nú er komið að því að skella þeim útí matjurtakar og sjá hvað skeður.

Körin niður frá eru að verða full af allskonar grænmeti og góðgæti og ég er þegar farin að taka okkur salat á disk á kvöldin og það styttist í jarðaberin og Hindberin.

Freyja Imsland kom hingað ásamt pabba sínum og var mikið gaman að spjalla við þau og fórum við rúnt um hagana og skoðuðum hrossin og folöldin.

Þrá Þristdóttir var sallaróleg með reytinguna.

Freyja háreytti af miklum móð nokkur hross,sum voru alveg til í það að lána lokk af faxi sínu á meðan að önnur voru ekki par hrifin.


Hér gubbast útúr útungunarvélum hænuungar af öllum gerðum og stærðum.

Silkihænurnar eru svo rosalega duglegar að liggja á og unga út að við erum hætt að setja þeirra egg í vél.

Núna eigum við til sölu nokkra silkihænuunga:)

Ef þú hefur áhuga á að fá unga hringdu þá í mig í síma 869-8192 eða sendu mér tölvupóst á netfangið:)
ransy66@gmailcom


  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213928
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 03:49:05