Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2010 Maí

31.05.2010 23:34

Astró frá Heiðarbrún kemur í Ásgarðinn


Astró og Alexander Freyr.

Feikna fótlyfta á kappanum:) Mynd Sigrún.

Þá eru stóðhestamálin komin á hreint hér í Ásgarðinum þetta árið.


Við erum afar lukkuleg með að fá hann Astró frá Heiðarbrún aftur til okkar en við eigum von á honum um helgina næskomandi.
Þetta er frábær hestur að hafa í hryssum og ég get sofið róleg á nóttunni með hann líkt og ég væri með hann Hrók okkar niðurfrá í merunum.

Örfá pláss eru laus undir kappann og þá meina ég örfá.

Pantanir tóku að streyma undir klárinn þrátt fyrir að óvíst væri hvort hann yrði hér í Ásgarðinum því Astró var stefnt á LM og var það lán í óláni að LM var blásið af fyrir okkur.

Fyrstu gestahryssur koma á morgun og verður vel tekið á móti þeim með ormalyfi,aðgengi að rúllu,saltsteinum,vítamínfötu og grasgefnu ábornu túni.

Einnig hafa hrossin opið upphitað hesthús ef þau vilja og rennur vatn úr slöngu í kar (ekki staðið vatn líkt og í tjörnum).

Góð vöktun er á hólfinu en það er beint fyrir utan stofugluggann hjá okkur.

Fyrsta folaldið undan Astró hér í Ásgarðinum verður væntanlega komið í heiminn í fyrramálið en hún Fjalladís mín (Skjóna:) var komin með vaxkennda dropa á spenana sína í dag og orðin ansi líkleg til að fara að kasta.

Soldið pattaralegur eftir veturinn,mynd tekin snemma í Maí.

Hrókur frá Gíslabæ er laus til afnota í hryssur í sumar ef einhver hefur áhuga á stabílum geðgóðum stóðhesti og er honum slétt sama hvort hann fer í kjötmerar eða eitthvað annað.

Bara að hann fái nóg að bíta og brenna og nokkrar hryssur að dunda sér við.

Hann er frjósamur og gefur heilt yfir litið þæg reiðhross með góðu brokki,laflausu tölti og fimmti gírinn er bakatil og ekkert mál að sækja skeiðið í afkvæmum hans.

Varðandi hestaflensuna þá er hún hér í gangi en hrossin eru frísk og hraust en hósta eftir að þau hafa tekið leikspretti og ólmast um hagana.
Hróksi er sá eini sem að ekkert sést á ennþá en hann er í fantagóðu formi og lítur frábærlega vel út.

En þeir sem hafa áhuga á folatolli undan Astró frá Heiðarbrún vinsamlegast hafið samband við mig í netfangið  ransy66@gmail.com eða í síma 869-8192
Frjósemi var mjög góð hjá honum eftir sumarið í fyrra og eigum við von á fullt af fallegum folöldum undan klárnum á næstu dögum.

26.05.2010 18:30

Vordís köstuð 26-05-10


Í skjóli fyrir norðanáttinni.

Þegar að ég var að keyra rúllu í hólfið hjá merunum og trippunum þá hugsaði ég að nú væri það líklega að verða of seint að taka til hliðar hana Vordísi Brúnblesadóttur áður en hún kastaði en hún er sú eina hér á bæ sem að fékk við honum Hrók mínum.

Ég fékk nefnilega þær fréttir í gær að Glóð Stígsdóttir væri köstuð og Hróksdóttir væri komin í heiminn vestur í Dölum og óska ég eigendum hennar innilega til hamingju með þessa fínu hryssu.

Kíkið á síðuna hjá henni Eddu og Glóð Stígsdóttur

Þegar að öll hrossin voru komin í rúlluna þá tek ég eftir því að Vordísi vantar og sé ég hana þá liggjandi á hliðinni að rembast og rembast en lítið gekk að koma folaldinu í heiminn.

Vordís stóð svo upp og sá ég þá löpp standa aftanúr henni og hringdi ég í kallinn því þetta var ekki alveg að gera sig og betra að hafa einhvern til að aðstoða við að ná folaldinu útur merinni.

Ég sá svo að þarna var annar fótur að gægjast út og hálft höfuðið einnig.

Hryssan virtist ekkert ætla að leggjast niður og reyna meir en ég treysti mér nú ekki alveg nálægt henni á meðan ég var að átta mig á stöðunni.

Ég hef ekki hjálpað hryssu við köstun en allt er þetta stærra í sniðum en hjá kindunum.

Aumingja Vordís starði bara á okkur voðalega aum á svip og svo rölti hún að mér og stakk hausnum í fangið á mér einsog hún vildi biðja um aðstoð við þetta sem var að plaga hana.

Ég ákvað að drífa mig í að reyna að tosa folaldið út en það var svo fast á öxlunum að kallinn varð að taka á öðrum fætinum og ég í hinn og svo var bara tosað og tosað og smá saman fór folaldið að mjakast út og hryssan henti sér niður og við drógum út jarpann hest,frekar penann enda er þetta fyrsta folaldið hennar Vordísar.

Sólahringsgamall að leggja sig í rúllu.

Eftir að folald og móðir voru búin að jafna sig,hildirnar dottnar frá henni og Jarpur litli búinn að fá broddmjólkina og orðinn nokkuð styrkur þá flutti ég þau í annað hólf og tók hana Fjalladísi mína með sem er orðin ansi líkleg til að fara að koma með fyrsta Astró afkvæmið hér í Ásgarðinum.

20.05.2010 19:10

Tíðindin úr/í sveitinni

Allt fullt að gerast og ég læt ykkur bara bíða!

Nú er kjellan að verða fræg,komin með bloggið sitt á Tíðindin en sú fréttaveita er að koma sterkt inn í netheimum enda alltaf eitthvað nýtt að ske þar.
"Litla" fænda mínum datt þetta í hug að framlengja mér þangað en hann er alveg snillingur í heimasíðugerð og öskufljótur að vinna við tölvur.
Hann hannaði síðuna og líst mér bara þrælvel á hve mikið efni er þar inni og margt skemmtilegt að skoða.

En að sveitastörfunum er það að frétta að ég er orðin ansi mikil Moldvarpa eftir að ég fékk alvöru dótakall með alvöru dótatraktor í garðholuna mína til að tæta þar fyrir mig.


Össssss...............Enginn smá traktor að troðast um í garðholunni minni!

Apparatið sem vann aftaní traktornum er nú kannski ekki hefðbundinn garðtætari heldur miklu öflugra tæki og notað til að gera td reiðvegi og tæta upp vegi.

Enda ef að steinn endaði í apparatinu þá muldist hann niður í duft á svipstundu.

Mín er búin að vera á kafi að pota niður kartöflum og eru þær í öllum regnbogans litum sem komnar eru niður í jörðina en ég er stoltust af að eiga ennþá Blálandsdrottninguna síðan að ég var lítill krakki að setja niður hinar ýmsu matjurtir uppí Skorradal.

Nýtt kanínublogg á leiðinni.........:)

17.05.2010 12:21

Landnámshænuungar til sölu
Nú er allt að verða vitlaust í útungunarvélununum hjá nágrannanum og ungarnir poppa út og allt að gerast.
Ef ykkur vantar spræka íslenska landnámshænu unga þá hringið í grænum hvelli í síma 8957411 og fyrstur kemur fyrstur fær.
Reyndar eru einhverjir fráteknir af elsta hollinu sem bíða eftir eigendum sínum.
Vélarnar hjá okkur eru að unga út allt öðru en íslenskum hænum því nú fer Fasahana uppeldið að hefjast með tilheyrndi skrækjum í mér þegar að ég er að bita niður lifandi mjölorma í þá.............hrollur.........!

En hvaða nýja fuglategund skildi þetta vera hjá kjellunni í Ásgarðinum:)?

Auðvitað er þetta dúfa að baða sig.......lítil friðardúfa:)

Nýtt kanínublogg á nínusíðunni!

14.05.2010 18:35

Góðir og slæmir dagar

Þessi vika sem er að líða er svo sannarlega búin að vera viðburðarrík.

Krissan mín og Busla

Á Mæðradaginn fékk ég hringingu frá einkadótturinni sem bannaði mömmu sinni að elda því hún var á leiðinni að hertaka eldhúsið en það er eitthvað sem henni leiðist nú ekki að gera.


É hélt bara áfram hin rólegasta í útiverkunum og þegar að heim kom þá blasti við dýrindis humarforréttur,flottur kjötréttur í aðalrétt og Banasplitt af bestu gerð í eftirrétt.
Auðvitað fékk mamman líka blómvönd og sætt kort frá dóttlunni sinni:)

Takk æðislega Krissa mín,eitthvað hef ég gert rétt í uppeldinum:):):)

Næsti dagur var ekki alveg svona yndislegur.

Ég dreif mig til tannlæknis en þetta átti að vera síðasti tíminn í bili og bara ein tönn sem gera átti við og svo frí í eitt ár.

Ég skelli mér hress og kát í stólinn fæ deyfisprautuna einsog vanalega en eitthvað fór lyfið vitlausa leið því eftir einhvern tíma þá fölnaði mín upp og fór að svima og kúgast með tilheyrandi leiðindum:(

Ég varð svo rosalega veik að ég vissi hvorki í þennan heim né annan og eftir að búið var að kalla í Hebba niður á tannlæknastofu þá var ákveðið að hringja á sjúkrabíl.

Ég man ekki mikið en þó svona gloppu hér og þar.

Td man ég það vel og skammaðist mín mikið að ég skildi ekki muna hvað ég væri gömul!

Eina talan sem kom upp í hugann var 23 en ég þorði ekki að segja það því að það gat eiginlega ekki passað.

Það var alveg sama þó ég væri spurð aftur (man ekki hvar eða hvenær) aftur kom upp talan 23 en engin önnur tala kom uppí hugann.

En ég gat sagt alla kennitöluna mína var mér sagt (man ekki eftir því) en ég man að ég gat sagt fæðingardag og ár.

Á tímabili hætti ég að anda og mér var alveg sama og fann engin óþægindi heldur bara yfirþyrmandi þreytu.

Eftir að sett var upp nál með vökva,súrefni og einhverju sprautað í mig í sjúkrabílnum auk annars lyfs sem tók ælutilfinninguna í burtu þá fór allt að skýrast hægt og rólega í kringum mig og ég fór að átta mig á fólki sem var í kringum mig og gat farið að hreyfa höfuðið án þess að mig svimaði eins.

Mér var sagt seinna um kvöldið að í deyfilyfinu sem ég fékk hjá tannsa hafi verið Adrenalín og það hafi óvart farið beint inní æð og/eða í taug sem að gefur þau skilaboð að láta mann falla í yfirlið.

Það sem kom fyrir er víst afar sjaldgæft og heitir "play dead" og er svipað og kemur fyrir fólk/dýr sem verða fyrir miklu áfalli og detta stjörf niður.

Ég er ekkert hrædd við að fara aftur til tannlæknisins míns enda frábær maður og gerir vel við.

Er búin að fara niður á tannlæknastofu með gjafakörfu frá Kaffitár í þakklætisskyni fyrir alla hjálpina þennan glataða dag.

Vona að ég sé ekki búin að hræða ykkur svo að þið þorið ekki til tannsa hehehehehe................:)

Þetta er afar sjaldgæft að komi fyrir er mér sagt og afskaplega vond tilfinning að ráða ekki lengur við líkama sinn eða aðstæður.

Farin út að slá blettinn og anda að mér vorilminum:)


07.05.2010 03:29

Tittasprikl......!


Váli Hróksson í vetrarlopanum sínum og Borgfjörð Aðalssonur tískuklipptur.

Ég er farin að ganga með veggjum af ótta við allar skammirnar sem ég er farin að fá eftir langa pásu frá blogginu.
Össss.........Ekki gott að fara svona með ykkur elskurnar mínar.

En hér koma örfréttir úr Ásgarðinum:)

Tittirnir fjórir sem eru uppí stóðhestahúsi fengu að fara í leikhólfið um daginn og sprettu svo úr spori að jörðin skalf.

Nú þarsem þetta gekk svona glimrandi vel með aðstoð Bogga og Eyglóar sem stóðu á sitthvorri hliðinni og ég á þriðju hliðinni   með prik og lömdum í vírinn til að láta þá vita af girðingunni þá ákvað ég að leyfa þeim að vera í réttinni yfir nótt þessum elskum.

Mér var ekki skemmt næsta morgun þegar að ég vaknaði standandi útá gólfi með hárið í allar áttir eftir að hafa verið vakin upp með háværu hneggi!

Helv.......djö......andsk.......!

Skjónusonur var búinn að brjóta sér leið í gegnum tvö hlið og var kominn öskrandi vitlaus útá veg og gerði ítrekaðar tilraunir til að komast aftur í stóðið til mömmu fyrir neðan veg.

Ef ég hef verið nærri því að ná í hólk og freta á hross þá var það í þetta skipti.

Hann var einsog sápustykki í ólgusjó að eiga við og þurftum við að beita öllum brögðum til að ná honum aftur innfyrir girðinguna en mamma hans var notuð sem beita í verkið.

Loksins tókst að tjónka við hann og búið er að gera meiri og betri ráðstafanir til að koma í veg fyrir svona uppákomur í framtíðinni.

Annars er allt gott héðan að frétta,ég er einsog grár köttur í fjárhúsum nágrannanna að fylgjast með sauðburði og fæ aldrei nóg af því að taka þátt svona óbeint í öllu umstanginu í kringum féð.

Það er næsta víst að ég verð með fleiri óléttur næsta vor að huga að og það er ágætt.

Ég er greinilega ekki búin að fá nóg en þetta er skemmtilegur tími og gaman að sjá ungviðið koma í heiminn:)

Sendi öllu fjárbændum mínar bestu óskir og óska ykkur öllum velfarnaðar í sauðburðinum sem stendur núna sem hæst á landinu.
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 792
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208477
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 15:41:04