Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2010 Október

30.10.2010 22:31

Hvolparnir blása út


Popparnir hennar Tobbu Önnu blása út og dafna frábærlega vel.


Tobba Anna er farin að missa hold og er ég farin að gefa hvolpunum mat til að hjálpa henni með þessa gráðugu gogga sína.

Skemmtilegur tími framundan......eða þannig:)

Við erum aldeilis búin að taka til hendinni í bílskúrnum og búið er að gera voðalega fínt og flott fyrir hvolpana sem geta núna hreyft sig og sprellað um í girðingu inni í bílskúrnum á milli þess sem að þeir hvíla sig fyrir næstu leiktörn.


Hvolpagirðingin með bæli og bætti ég við hálmi frá Svani í Dalsmynni í kvöld.

4 hvolpar af 6 eru komnir með framtíðarheimili og erum við hin rólegustu með að koma þeim út.


Við eigum eftir að hafa samband norður í land en það eru 2 hundar frá okkur í Skagafirðinum sem hafa reynst frábærlega í mink.

Annar þeirra byrjaði nú heldur betur vel í veiðunum og tók stand á Lax í hyl!

Laxinn náðist með haglara en ekki veit ég hvernig var að gera að honum eftir þá veiðiaðferð.

Hér er skítaveður,kalt og blástur og ekkert gaman að vera úti.

Enda unnum við nánast af okkur öll útiverk í gær til að geta verið innivið í dag.

Hér er albúm með myndum af hvolpunum síðan í dag.

Þetta flotta nánast ónotaða hundabúr er til sölu.Mjúk dýna fylgir með.

Small
Lengd 54 cm Breidd 43 cm Hæð 40 cm

Verð aðeins 8000-krónur.

Hafið samband í netfangið
ransy66@gmail.com

25.10.2010 15:00

Fjárpælingar í góða veðrinu í gær


Buslan í gær útí góða veðrinu.


Fjólurnar sá sér um allt við dyrnar hjá mér og gaman að fá að hafa þær svona lengi blómstrandi og fínar frameftir haustinu.

Veðrið er búið að leika við okkur í haust og í gær stökk ég út með cameruna til að mynda gibburnar áður en ég tæki hrútana litlu inn og áður en þeir gerðu einhvern óskunda af sér.
Ég fór eins hljóðlega og ég gat svo að þær sæju mig nú ekki og kæmu á harðahlaupum.

Kellingin fundin og brauðrollurnar komnar í ham á harðahlaupum!

Hermínan var fljót að gefast uppá hlaupunum en hún er með nokkur aukakíló í eftirdragi.
Rosaleg budda þessi kind:)

Forks/Sibbu Gibbu börnin.

Forksonur var settur á vigt og vóg hann 47 kg.
Nokkuð gott hjá henni Sibbu Gibbu með sín fyrstu lömb.
Alveg rétt.........!
Sláturyfirlitið er komið og er ég bara sátt við útkomuna á mínum stutta ræktunarferli.

Meðalþyngd:15.56
Fita:6.20
Gerð 8.00

Toppur Sindrason frá Hólabrekku.

Ég fékk þennan líka fallega hrút gefins í haust sem er af eðalkyni að norðan og er hann alveg gráupplagður til að bæta aðeins ræktunina hjá mér og eins get ég notað hann í mörg ár því hann er alveg fjar/óskyldur fénu hér fyrir sunnan.
Gaman að þukla hann og gengur hann um rogginn líkt og hann sé með tunnu í klofinu.
Þvílík læri á gaurnum!

Einu ásetningarnir í ár,Toppur og Forkson.

Geðslagið er einstakt en hann kemur til manns og vill láta klappa sér og kjassa og þá stendur dindillinn þráðbeint uppí loftið hehehehehehe..........:)
Nú er bara að passa sig á því að gera hann ekki frekann með klappi og kjassi og má ég passa uppá hann Hebba minn en hann er alveg ótrúlegur í því að dekra og dekstar kindurnar hér á bæ.

Enda endaði það á því að hann fékk Flanka gamla beint í mjöðmina í frekjukasti yfir því að fatan sem Hebbi var að vatna með var tóm en ekki með brauði eða méli í.

Þar fékk haus að fjúka og eftir það hefur Hebbi minn hamið sig aðeins í kinda dekrinu:)
En bara aðeins:)

19.10.2010 23:12

Toppa frá Ásgarði fallin


Toppa gamla frá Ásgarði var felld í kvöld.

Hún var orðin 26 vetra og leit aldeilis vel út og vildum við muna hana þannig.

Hún er búin að vera hér í Ásgarðinum í 25 ár og aldrei misst úr máltíð og stundum datt manni í hug að lautin í bakinu á henni væri tilvalin sem fuglasundlaug.

Toppa var undan Náttfara frá Ytra Dalsgerði þartil 2008.Þá varð hún skyndilega föðurlaus eftir dna test.

Hún átti nokkur folöld en oft var erfitt að koma í hana fyli og var líkleg orsök of mikil hold á dömunni.

Hún var tamin og var ágætis reiðhross með góðum fótaburði.
Ég man eftir henni undir knapa en þá fékk ég fylgd heim í mitt hesthús og bað ég manninn sérstaklega um að vera á þægu hrossi því hann Forkur minn átti ekki góðann dag þennan dag og mátti ég eiga von á ýmsu frá honum.

Toppa fór undir hnakkinn og var hún alveg spilandi á töltinu og frísk áfram og leist mér nú ekki á þetta því ég hélt að hún væri tamningatrippi sem væri við það að fara að gjósa af spennu gleði.

En allt slapp þetta til og ég komst á Fork heim án láta.

Eitt var það sem Toppa var alveg snillingur í!

Það var alveg sama hvernig múll var settur á hana henni tókst að koma þeim öllu frammaf haunsum á sér og stóð iðulega laus í hesthúsinu næsta dag hróðug í framan:)

Eitt sinn var sett á hana teymingargjörð og ólar festar frá henni og í múlinn sitthvoru megin við eyrun  og á milli en allt kom fyrir ekki,Toppa stóð hreykin laus næsta dag og glotti.

Enn var bætt við gjörðina og nú var reiði festur á gjörðina og allkonar bönd og ólar tengd hingað og þangað á hryssunni því það átti að venja hana af þessum ósið.

Enn stóð hún glottandi laus næsta dag.

Næst var settur múll og hann teipaður með teipi við faxið en allt kom fyrir ekki og enn stóð Toppa laus glottandi.

Það var ekki fyrren tveir múlar voru settir á hana Toppu sem hún stóð enn bundin alveg kringlótt í framan á básnum sem hún fór að minnka þessa hegðun.

Eftir þetta voru settir tveir múlar á Toppu og hún náði alltaf öðrum af sér en hinn sat fastur á henni og þótti okkur líklegasta skýringin á því hversvegna Toppa stóð bundin á morgnana að hún kynni ekki að telja uppað tveimur:)

Blessuð sé minnig þín Toppan okkar,það var gaman að hafa fengið að kynnast þér og hugsa um þig í öll þessi ár.
Vonandi að hún Gunnhildur hafi tekið á móti þér hinumegin,efast reyndar ekki um það og þær móttökur hafa verið góðar:)

17.10.2010 20:27

Símalandi Ransý þögnuð í bili...:)


Fór með lömbin okkar í SS í dag á Selfoss og gleymdi bæði gemsanum og lyklunum mínum þarsem við duttum inní kaffi.Ákvað að ég væri ekkert svo ómissandi þartil á Miðvikudaginn þannig að þið þarna úti sem VERÐIÐ að ná í mig vinsamlegast hringið í símann hjá kallinum mínum 896-4763.
Er yfirleitt hengd föst við megnið af sólahringnum.......Einhver verður að stjórna honum.......:)!

Við erum búin að girða fyrir ofan veg og búin að hleypa gibbunum þar inná.
Í fyrra gerðum við tilraun með nýjan áburð en það var ferskt slor frá Frystihúsi hér í nágrenninu.

Þetta svæði fékk engan áburð.
Það leið ekki á löngu þartil grár mosagróinn móinn fór að grænka og verða svona fallegur yfir á að líta.

Hér var áður grár mói sem lifnaði við eftir slorun.

Ég er búin að fylgjast með kindunum síðustu dagana og hanga þær meira og minna í grasinu sem fékk slorið í fyrra en ganga frekar framhjá grasinu þarsem tilbúinn áburður var settur á í fyrra og í sumar.
Semsagt,hér á bæ eru kindurnar að búa til hollara kjöt með heilsusamlegri omega 3 fitu.
Eða það vil ég meina þartil annað kemur í ljós:)

08.10.2010 22:32

Hálmur í hús og girðingarvinna


Var að fá himneskann,brakandi,ryklausann hálm í hús frá Dalsmynni sf en hálm nota ég undir kanínurnar og fleiri skepnur hér á bæ þiggja að fá hálm til sín líkt og dúfurnar.


Þær eru duglegar að tína stráin í hreiður og gengur oft mikið á þegar að ég bæti inn hálm í búrið en þá streyma þær að til að ná sér í efni til hreiðurgerðar.

Þeir sem vilja prófa þennan gæðahálm geta haft samband við þá Svan í Dalsmynni og Einar í Söðulsholti en þessir sómamenn bagga hálminn í þægilegar stærðir af litlu böggunum og vigtar hver baggi cirka 15 kg og kostar bagginn 600-krónur stykkið afhent í Söðulsholti.

Hingað kom fólk í dag að velja sér hvolp og þá eru 2 úr gotinu lofaðir.
Ein dökk tík og lítill flekkóttur strákur.

Hjónin sem komu í dag komu með hann Tinna sem er albróðir Buslu en úr öðru goti og er Tinni orðinn 10 ára gamall og sér ekki á honum!

Hann lítur alveg rosalega vel út og það var gaman að hitta þennan höfðingja sem sýndi marga kunnulega takta og oft tók hjartað í mér kipp þegar að hann sýndi nákvæmlega sömu taktana og hún Tara gamla mamma hans.

Við erum á fullu að girða fyrir ofan veg kindahólfið og verðum föst í því alla helgina enda er von á restinni af kindunum úr sumarhaganum í þessum mánuði.
Eins gott að við verðum dugleg þessa helgi svo við klárum loksins að girða og getum kannski aðeins skroppið smá í sumarbústaðaferð áður en fer að kólna.

06.10.2010 17:27

Tobba Anna og hvolparnir


6 heilbrigðir hvolpar komu í heiminni síðastliðið kvöld og nótt.

4 rakkar og tvær tíkur.

Hvolparnir eru undan Tobbu Önnu sem við fengum fyrir 4 árum og er þetta hennar fyrsta got.
Toppa Anna er að mestum hluta Parson Russel Terrier og vitum við ósköp lítið um hana annað en að hún er fædd í Skagafirðinum.
Hún hefur reynst vel með okkar hundum á minkaveiðum og er mjög mannelsk.

Faðirinn er hinsvegar hann Púlli sem er albróðir Buslu okkar úr sama goti.

Líklega er þetta síðasta gotið sem kemur frá honum Púlla sem er að nálgast 12 árið en þau eru 3 systkinin sem við vitum um á lífi úr þessu goti og er það þau Busla,Púlli og Dimma hennar Svölu Rúnar í Keflavík.Nokkrar útgáfur úr sama goti:)

Við eigum von á væntanlegum kaupendum hvað úr hverju því þessir hundar eru mjög skemmtilegir sem heimilihundar og einnig frábærir í mink og meira segja á fuglaveiðar.


Púlli er td frábær minkaveiðihundur,tekur stand á Rjúpu,sækir fugl í sjó og fleiri afrek hef ég heyrt um.

En á bakvið alla góða hunda hvort sem það eru svona Terrierblöndur einsog við erum með þarf ákveðinn en góðann eiganda.

Sumir hundar hafa komið til mín aftur í skólun en Terrierinn er orðlagður fyrir það að geta snúið öllu sér í hag og klifrað uppá toppinn í valdabaráttunni inná heimilinu og þá þarf stundum að skóla þá uppá nýtt.

Stundum tekst það vel og stundum hefur það virkað hér en svo hefur hundurinn farið aftur í saman farið þegar að heim er komið.

Við ráðleggjum öllum sem kaupa hvolp af okkur að byrja á því að fá sér hundabúr sem á að vera bæði griðarstaður fyrir hundinn og einnig til að koma í veg fyrir allskyns vesen sem upp kemur fyrsta árið með hvolp inná heimilinu.

Þegar að hundur er í sínu búri á hann að vera algerlega í friði!
Það á ALDREI að setja hendi innfyrir búrið að óþörfu þarsem hundur er inni.

Ef hvolpur er strax vaninn á búr þá er eftirleikurinn auðveldur og miklu meiri líkur á að fólk gefist hreinlega ekki upp á hvolpinum.

Það er of algengt að fólk sjá hvolpa í hillingum og gleyma því að þeir skíta og míga útum allt,æla lifur og lungu í fína bílinn okkar og ef að bílveiki hrjáir þá ekki þá eru allir takar rifnir af útvarpinu úr bílnum,listar og gúmmíkantar teknir í frumeindir o.s.frv.

Nú tel ég að ég sé algerlega búin að koma í veg fyrir að ég selji einn einasta hvolp hehehehehehe.............:)

Held samt að ég sé búin að koma málum þannig fyrir fólk kannski hugsi sig tvisvar um þegar að það fær þá hugdettu að fá sér sætann lítinn hvolp með risastór sakleysileg augu og lenda svo í því að þurfa að fara með hann í svæfingu eftir margra vikna baráttu við skít,piss og heimilið í rúst.

Hundabúr er algerlega málið og kemur í veg fyrir allskonar leiðinda vesen og svo líður hundunum bara vel í búri þarsem þeir eru stikkfrí eftir leik og amstur dagsins:)

04.10.2010 01:20

Norðurferð í Víðidalstungurétt

      
Það breytist allt í fé í höndunum á þessum heiðurshjónum:)

Ég get svo svarið það að þetta voru hrossaréttir sem ég mætti í en.....................! Sumir heimtu meira en aðrir líkt og Stórhólsbændur gerðu.

Meira um norðurferðina á Freyshestasíðunni:)
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 792
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208477
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 15:41:04