Heimasíða Ásgarðs

19.10.2010 23:12

Toppa frá Ásgarði fallin


Toppa gamla frá Ásgarði var felld í kvöld.

Hún var orðin 26 vetra og leit aldeilis vel út og vildum við muna hana þannig.

Hún er búin að vera hér í Ásgarðinum í 25 ár og aldrei misst úr máltíð og stundum datt manni í hug að lautin í bakinu á henni væri tilvalin sem fuglasundlaug.

Toppa var undan Náttfara frá Ytra Dalsgerði þartil 2008.Þá varð hún skyndilega föðurlaus eftir dna test.

Hún átti nokkur folöld en oft var erfitt að koma í hana fyli og var líkleg orsök of mikil hold á dömunni.

Hún var tamin og var ágætis reiðhross með góðum fótaburði.
Ég man eftir henni undir knapa en þá fékk ég fylgd heim í mitt hesthús og bað ég manninn sérstaklega um að vera á þægu hrossi því hann Forkur minn átti ekki góðann dag þennan dag og mátti ég eiga von á ýmsu frá honum.

Toppa fór undir hnakkinn og var hún alveg spilandi á töltinu og frísk áfram og leist mér nú ekki á þetta því ég hélt að hún væri tamningatrippi sem væri við það að fara að gjósa af spennu gleði.

En allt slapp þetta til og ég komst á Fork heim án láta.

Eitt var það sem Toppa var alveg snillingur í!

Það var alveg sama hvernig múll var settur á hana henni tókst að koma þeim öllu frammaf haunsum á sér og stóð iðulega laus í hesthúsinu næsta dag hróðug í framan:)

Eitt sinn var sett á hana teymingargjörð og ólar festar frá henni og í múlinn sitthvoru megin við eyrun  og á milli en allt kom fyrir ekki,Toppa stóð hreykin laus næsta dag og glotti.

Enn var bætt við gjörðina og nú var reiði festur á gjörðina og allkonar bönd og ólar tengd hingað og þangað á hryssunni því það átti að venja hana af þessum ósið.

Enn stóð hún glottandi laus næsta dag.

Næst var settur múll og hann teipaður með teipi við faxið en allt kom fyrir ekki og enn stóð Toppa laus glottandi.

Það var ekki fyrren tveir múlar voru settir á hana Toppu sem hún stóð enn bundin alveg kringlótt í framan á básnum sem hún fór að minnka þessa hegðun.

Eftir þetta voru settir tveir múlar á Toppu og hún náði alltaf öðrum af sér en hinn sat fastur á henni og þótti okkur líklegasta skýringin á því hversvegna Toppa stóð bundin á morgnana að hún kynni ekki að telja uppað tveimur:)

Blessuð sé minnig þín Toppan okkar,það var gaman að hafa fengið að kynnast þér og hugsa um þig í öll þessi ár.
Vonandi að hún Gunnhildur hafi tekið á móti þér hinumegin,efast reyndar ekki um það og þær móttökur hafa verið góðar:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 234
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297231
Samtals gestir: 34218
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:42:39