Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2008 Janúar

29.01.2008 01:19

2 Hryssur keyptar og Loki farinn heim til sín

Hvað haldiði að ég hafi verið að gera!
Verslaði að gamni mínu tvær hryssur,önnur undan Sokka 1060 frá Kolkuósi gríðarlega byggingarfalleg skepna (auðvitað sokkótt á öllum:) og hin er undan honum Kraflari frá Miðsitju.
Ég þykist geta afsakað þessi kaup með því að tvær af okkar elstu hryssum féllu á síðasta ári.

Ég á eftir að rölta út á morgun og ná almennilegum myndum af þeim stöllum:)Birtan í dag var að stríða mér og camerunni.

Loki á milli Sokkudísar Hróksdóttur og Kóngs Hrókssonar.

Loki frá Ásgarði sá frægi (umtalaði á http://hestafrettir.is/:)fór í dag austur til nýrra eigenda.Reyndar eru þær stöllur ekkert nýir eigendur en þær keyptu Loka rétt í þann mund sem að hann snerti jörðina og var hann enn blautur á bakvið eyrun þegar að hann fór úr minni eigu.
Svona á að gera þetta stelpur .

Innilega til hamingju með Loka "litla" og nú pantar maður nýjar myndir af drengnum reglulega stelpur!!!!
Hér er linkurinn á Loka frá Ásgarði http://www.freewebs.com/loki-fra-asgardi/


Ég var að fá þessa skemmtilegu mynd af honum Dropa Hrókssyni senda frá vinkonu minni á Hellu.Nóg að gera hjá honum við að bera börn og fullorðna.
Systir hans samfeðra er til sölu og sýnis í Gusti en það er hún Fríða Hróksdóttir.Lýsingin á henni beint frá eigandanum sem er Helga Björk:
Ég er að spá í að selja Fríðu þar sem hún er ekki alveg mín týpa, allt of róleg fyrir minn smekk, þannig að ég var að spá ef þú heyrir af eitthverjum sem vantar alveg sallarólega hryssu með flott brokk og töltir á hægu, þá er hún til sölu á 200 þúsund:)
Ef þið vitið um einhvern sem er að leita að alveg skotheldu öruggu hrossi þá endilega hafði samband við Helgu Björk í netfangið helgulius@gmail.com 

Biskup að detta innum dyrnar........

Gerðið á bakvið stóðhestahús er gjörsamlega fullt af snjó.En sem betur fer þá er hægt að hleypa hrossunum út í það því þau sökkva í skaflana ef þau reyna að komast útfyrir.
Ég hef nú lúmskt gaman af því að sjá þau tætast og brjótast um í sköflunum:)
Setti stóðhestana út í dag og trylltust þeir alveg villt og galið um.
Það er nú meiri orkan í þeim!
Allir eru komnir í fjúkandi hárlos þrátt fyrir kuldann en stóðhestahúsið er frekar kalt ska ég segja ykkur.þar er bara gefið meira en í upphitaða heimahesthúsinu.

Vordís Brúnblesadóttir veður úr hárum þessa dagana.

Ég veit, ég veit........Hún er hryssa og í stóðhestahúsinu .Fær að vera þar eitthvað áfram en svo kemur hún fljótlega í heimahesthúsið.Ætla að fara að færa reiðhrossin heim og ríða út héðan þegar að veður leyfir+fjórhjól+mótorhjól og þessi ands....crossarar sem eru að leika þann ljóta leik að gefa allt í botn á veginum og reyna að fæla stóðið hjá okkur arg arg......

Freyja Imsland sendi mér/ykkur/okkur link inná myndaalbúm sem gaman er að skoða.Ég er dauðskotin í folaldi sem hún á ásamt pabba sínum Páli Imsland og langar mig til að setja undir hann hana Rjúpu mína í framtíðinni.

Ættin er ekkert slor en hann er undan Flygli frá Horni sem er Aronssonur og Ösku frá Búðarhóli sem er undan Litfara frá Helgadal sem hefði verið gaman að hafa á landinu í dag.
Kíkið á þennan link og segið mér hvort það sé ekki vert að fylgjast með þessum í framtíðinni?
Haddur frá Bár:
http://www.flickr.com/photos/hugmynd/sets/72157603802230289
Og fyrir þá sem eru efins um að para saman litförótt þá paraði ég saman síðastliðið sumar Óðinn frá Ásgarði brúnstjörnóttur litföróttur og Mön frá Litlu Ásgeirsá en hún er sótrauð skjótt litförótt.Enn heldur hún fylinu og gerir ekkert annað en að tútna út blessunin.Vona svo innilega að hún haldi þessu í sér og komi með fallegt og heilbrigt folald.
Svo er hérna annar hlekkur á myndir af Bleika-Blesa Skessu- og Gídeonssyni líka frá Freyju: 
http://www.flickr.com/photos/hugmynd/sets/72157603808650766/

Stutt og laggott í dag,meira á morgun af bulli frá mér dúllurnar mínar:)
Hafið það gott þangað til.

Smá viðbót!                  Fríða er seld!!!!!!
Var að fá myndir af henni Fríðu Hróksdóttur og Helgu Björk frá í dag.

Fríða á tölti......

Fríða á brokki.....
Hafið samband við Helgu Björk í helgilius@gmail.com eða í síma 695-7965.Hryssan er í Gusti og hægt að fá að prófa hana.

Ég ætti kannski að bæta því við að hún Fríða er undan Villimey frá Drangshlíð sem er móðir Skjónu minnar sem var eitt af mínum stálöruggu reiðhrossum.Alveg sama hvað ég beindi henni útí eða yfir,hún fór það og er eitt það alfótvissasta hross sem ég hef nokkrum sinnum á bak komið.
Nú er Skjóna komin í folaldseignir en hún slasaðist á fæti í ferðlagi þannig að hún er algerlega komin í frí frá því að vera reiðhross en nýtur sín vel í folaldseignir.
Ef Fríða verður eitthvað lík Skjónu systur sinni þá kemur viljinn hægt og sígandi.Þannig að knapinn getur vaxið með hrossinu .

26.01.2008 23:50

Klikkað veður og ekkert námskeið:(


Hrímfaxi og Flottur á fullri ferð.....

Jæja þá gott fólk..........Ég er eiginlega alveg orðlaus yfir veðrinu sem gekk hér yfir í gær!
Tölur frá Garðskagavita síðustu tvo sólahringa hljóða uppá 20-30-40 metra á sekúndu og í verstu hviðum allt uppí 54 metra!
Og í gær skeði það sem hefur ekki skeð hér í Ásgarðinum fyrr svo ég viti að skepnur sem inni voru fengu ekki matinn sinn .

Við vorum fennt í kaf og náði Hebbi að komast niður í heimahesthúsið og gefa folöldunum þar en útí stóðhesta og kanínuhús komumst við ekki.
Það sást ekki á milli húsa vegna skafrenningas og byls og ekki þorandi að æða útí þetta óveður.

Í morgun komst hann hinsvegar gangandi útí stóðhestahús og allir fengu tugguna sína.Hann náði gröfunni út og byrjaði að moka sköflunum frá húsunum en þeir náðu sumir uppá þak!

Hann var í eina 4 tíma að moka útfrá og hingað heim þartil hægt var að ná bílunum útúr sköflunum hér.

Ég stökk út þegar að ég heyrði að hann var að komast nær og tók myndir í gríð og erg af öllum snjónum og bílunum sem fenntir voru nánast í kaf.

EN ÉG AULINN.......eyddi þeim út af myndavélinni fyrir algjörann klaufahátt.Arg........arg......

Þannig að ég náðu bara myndum af sköflunum þegar að búið var að moka þeim upp í haug:)

Rjúpa Hróksdóttir vinkona mín.Sótrauð/litförótt.

Ég fékk mér göngutúr útí stóð til að kanna ástandið og var ég nú bara montin með hve vel þau litu út og voru hress eftir öll veðurlætin.

Freisting Sörladóttir (Stykkishólmi) að krafsa eftir heyi.

Hrossin voru að krafsa snjó ofanaf heyinu sem fennt hafði yfir og hef ég aldrei séð fenna yfir hey hjá okkur fyrr hér á Suðurnesjunum.Vanalega fýkur það bara á haf út í rokinu en núna fennti það í kaf:)

Kátína alveg á hvolfi .

Það var soldið fyndið að sjá rassana á hrossunum standa uppúr heyholunum:)

Klökk veðurbarin eftir lætin.


Veðjar Dímonarsonur að fá sér sopa í kuldanum.

Ég er búin að vera að handleika og frumvinna folald sem ég var að vonast til að gæti orðið að hrossi í framtíðinni.Hann er alger gaur og ekki alveg á því að gefa sig að manninum.

Þetta er hann Hrímfaxi sporfallegi sem er nú kominn á válistann hjá mér.Hann er semsagt í stórkostlegri útrýmingar hættu þó fallegur sé.

Ég ætla að gefa honum nokkra daga enn og svo ákveð ég endalega hve örlög hans verða.

Ég nenni ekki að standa í svona til lengdar,koma í hesthúsið og hann spriklar um allt einsog vitleysingur þegar að maður nálgast hann.Svo þegar að hann er kominn í gúmmíkallinn þá dettur hann á dúnalogn.

Þá er hann burstaður í bak og fyrir og hann étur tugguna sína á meðan.

Eftir 5 mínútur þá tryllist hann aftur og tætist um allt og kannast ekkert við það sem honum var kennt 5 mínútum áður.

Svona er þetta búið að ganga dag eftir dag.

Flottur Trymbilssonur frá Víðihlíð.Algjör öðlingur og seldur út til Noregs.

Ég tók annað folald (Flott frá Víðihlíð:) og setti á það múl og batt og burstaði á alla kanta og þetta var ég að gera í fyrsta sinn,sko að bursta það.

Reyndar var það rakað um daginn en þvílíkur munur að umgangast það folald miðað við hann Hrímfaxa kallinn.

Þið heyrið það að ég er orðin gömul og nenni ekki þessu stríði eða er vaxin uppúr því.Nema bæði sé .........

Annaðhvort detta þessi grey á dúnalogn eða ég nenni ekki að eyða tíma í þau.

Við Suðurnesjagellurnar 3 komumst ekki á námskeiðið hjá Sigrúnu Sigurðar aðra helgina í röð.Bara fúlt............þetta er nefnilega gaman og manni langar svo virkilega að standa sig.

Ég er að hugsa um hvort manni verði hleypt kannski inní gömlu höllina á Mánagrundinni í cirka klukkustund til að æfa prógrammið okkar saman svo við drögumst ekki aftur úr.

Veit einhver Mánamaður/kona hvort hægt sé að leigja/lána okkur höllina kannski einu sinni í næstu viku??? Einhver þarna úti sem er í Mána og veit þetta og kíkir hér inn?? Please commenta!!!!

Ég setti inn að gamni 2 vídeó af Hrímfaxa og vini hans Flotti frá Víðihlíð að montast í snjónum í dag.Ég fékk að rölta smá í dag það get ég sko svarið.Folöldin voru ekki alveg á því að koma inn aftur.Ég ætla að setja þau í minna leikhólf á morgun..........
Arg...........það er ekki hægt því það er spáð enn einu kolvitlausa veðrinu á morgun!

Farið varlega í öllum veðurlátunum elskurnar mínar:)

 

 

25.01.2008 01:30

Vorfílingur í snjó:)


Gjafadagur í dag og það snjóaði sem aldrei fyrr.

Útigangurinn lítur bara vel út og er hinn hressasti.Ætla samt að fara að gauka að þeim smá Síld sem ég luma á:)
En ég verð að passa mig samt að ofgera ekki því,vegna þess að ansi mörg hrossin hér á bæ eru farin að ganga ískyggilega úr hárum!
Ekki gott mál svona snemma að losa hárin af sér.


Allir að elta traktorinn,þau þekkja hljóðin í honum langar leiðir ...


Þessi dama elskar að elta traktorinn og allar ferðirnar sem hann fer ...

Folöldin bása alveg út en manni er nú farið að hlakka til að taka þau inn og raka og fá að sjá hvað er undir öllum þessum feldi.

Skjóna mín og Toppa Náttfaradóttir að matast í snjókomunni.

Eftir að hafa sinnt útiganginum og hugsað um folöldin í heimahesthúsinu þá fór ég útí stóðhestahús og setti út Hrók og þá bræður Glófaxa og Völustein.Bætti svo við einum geldingi sem er hér í pössun í óákveðinn tíma.

Hrókur tók vel á móti honum eins og hann gerir við öll hross.Völusteinn skoðaði hann og fór svo að reyna að leika við Glófaxa stóra bróður en það var bara ekki viðlit að ná sambandi við hann!

Þessi lyktar öðruvísi!!!!

Hann var alveg niðursokkinn í að stilla upp þessum nýja gestahesti og reyna að fá hann til við sig hehehehehehe......Alveg bara ástfanginn upp fyrir haus hann Glófaxi:)

Daddara da......hér kem ég ...........

Ég elska þig svo mikið.........................

Haltu bara áfram að borða félagi og láttu sem þú sjáir ekki þessa unglingastæla í honum Glófaxa sagði Hrókur kallinn......

Quale egg í hreiðri.

Egg frá Fashænunum eru stærri og einlit.

Það er kominn vorfílingur í okkur hérna í Ásgarðinum.

Fashaninn og Qualinn farinn að verpa á fullu en það var nú ekki ætlunin að láta fasahænurnar fara að verpa svona snemma.

Við kveiktum nefnilega ljós hjá Qualnum svo hann færi að verpa og nær það yfir til fashænanna sem byrjuðu líka að verpa:)Verðum að setja upp eitthvað svo ljósið nái ekki til þeirra því annars verpa þær í allan vetur og stoppa svo bara í vor.Ekki gott mál það.

Krúttlegir ungarnir svona litlir og sjónlausir.

Svo gaut ein Castor Rex læðan óvænt.........eða þannig.Hún hafði verið í búri með karli síðan í sumar og vildi ekki parast við hann en skyndilega tók ég eftir því um daginn að hún var orðin svo afundin við kallinn og það var farið að urra og væla í henni.Það hljóð þekki ég voðalega vel en þá eru læðurnar óléttar og jafnvel stutt í got.
Enda gaut hún 5 fallegum ungum 5 dögum eftir að ég tók hana frá kallinum.
Þangað til næst,farið varlega í hálkunni elskurnar mínar en glerhált er undir snjónum!
 

22.01.2008 02:17

Snjór snjór snjór...........


Hebbi að moka frá rúllustæðunum.

Það var aldeilis að við fengum snjó í stað rigningar.
Allt fór á kaf og sem betur fer þá eigum við litla gröfu en það var vonlaust að ná rúllunum í útiganginn með traktornum.Hebbi mokaði að rúllustæðunni og frá henni og þá gat útigangurinn fengið í gogginn en þau voru orðin svöng hrossin hjá okkur.
Þau vita alveg uppá hár hvenær þau eiga að fá næstu gjöf.

Skjóttir rassar í rúllu ......

Við Garðgellurnar komumst ekki á námskeiðið í Víðdalinn um daginn vegna mikls skafrennings og veðurláta.
Sem betur fer þá önuðum við ekki af stað síðastliðinn Laugardags morgunn en það var alveg glórulaust á Garðvegi og ekki sást framfyrir húddin á bílunum þar þennan morgun!
Verðum bara enn duglegri að gera heimavinnuna okkar:)

Pamela Náttarsdóttir að úða í sig heyi .Ekki alveg lystalaus þessi hryssa enda farin að ganga úr hárum! Soldið snemmt .

Loki Dímonarsonur stækkar og stækkar...........

Ég er farin að finna fyrir vorspenningi og er það alltof snemmt.Samt er ég að fara að hugsa um að setja niður fræ og láta spíra því það styttir alveg ótrúlega biðina að sjá litlar plöntur vaxa uppúr moldinni.
Mig meira að segja hlakkar til að fá Kríuna og heyra í henni gargið aftur!
Eitthvað verðum við að bíða samt ennþá en fyrstu vorboðarnir fara að koma í Mars og ef ég man rétt þá sést hér fyrst Tjaldurinn með öllum sínum skemmtilega hávaða.

Ég virðist öll að vera að hressast því ég var að átta mig á því að ég er farin að moka heimahesthúsið einsog ekkert sé og finn ekki til í bakinu!
Mér satt að segja dauðbrá þegar að ég áttaði mig á þessu í kvöld!En það kom skemmtilega á óvart:)

Ég er með 5 folöld hér heima og eru 3 þeirra rökuð og það munar ekkert smá á því hve miklu duglegri þau eru að éta og ánægðari eru þau greinilega.

Sprikla alveg svakalega þegar að þeim er hleypt út á daginn og stundum ekki alveg á því að koma inn aftur.

Ég sá við þeim og núna fá þau ekki eitt strá að éta fyrren ég er búin að moka og sagbera hesthúsið og þá er ekki erfitt að fá þau inn aftur blessuð:)

En þarsem ég er að verða svona hress þá er ég að hugsa um að taka inn eitthvað af trippum og fara að vinna í þeim.

Það eru nú reyndar ekki mörg hross sem um ræðir því það er búin að vera góð sala og ekkert lát á henni.

Til sölu/for sale .

Talandi um söluhross þá er ein hérna gullfallegt leirljóst blesótt merfolald til sölu.Vel ættað og fer á fallegu sviffallegu brokki.Ég efast ekki um að hún eigi eftir að sýna allan gang í framtíðinni miðaða við ættina.
Sjálf á ég systur hennar sammæðra frá í fyrra en ég kolféll fyrir henni þegar að ég sá að stutt var í Náttfara gamla í gegnum móðurina en móðirin er undan Stíg frá Kjartansstöðum.

 Fæðingarnúmer  IS2007255336       
 
 Nafn  Blíða
 
 Uppruni í þgf.  Víðihlíð
 
 Upprunanúmer   144645   Svæði   55
 
 Litarnúmer  4550  Leirljós/Hvítur/milli- blesótt 
 
 Litaskýring  Leirljósblesótt
 
 Land staðsett  IS
 
 Afdrif  Lifandi   Dánardags.   
 
 Faðir  IS2004180660 - Trymbill frá Akurey 1
 
 Móðir  IS1999280924 - Lísa frá Þórunúpi
 
 Stórt ættartré:


IS1983177180
Stormur frá Bjarnanesi 1
    IS1986177004
    Þokki frá Bjarnanesi 1
IS1975285001
Gláma frá Eyjarhólum
        IS1999184667
        Rósinkranz frá Álfhólum
IS1976184666
Hljómur frá Álfhólum
    IS1979284670
    Vaka frá Álfhólum
IS1975284667
Svarta-Skjóna frá Álfhólum
            IS2004180660
            Trymbill frá Akurey 1
IS1974158602
Ófeigur frá Flugumýri
    IS1981186005
    Gosi frá Lækjarbakka
IS19ZZ284284
Brúnka frá Lækjarbakka
        IS1992284745
        Móskjóna frá Sigluvík
IS19AA184401
Glaður frá Sigluvík
    IS19AA284045
    Ósk frá Sigluvík
IS19ZZ284287
Skjóna frá Sigluvík
 
                 
                 
 
IS1964157001
Sörli frá Sauðárkróki
    IS1970165740
    Náttfari frá Ytra-Dalsgerði
IS1962265740
Elding frá Ytra-Dalsgerði
        IS1980187340
        Stígur frá Kjartansstöðum
IS1970186105
Hlynur frá Kirkjubæ
    IS1974286107
    Terna frá Kirkjubæ
IS19ZZ286167
Pálma-Skjóna frá Kirkjubæ
            IS1999280924
            Lísa frá Þórunúpi
IS1979165660
Snældu-Blesi frá Árgerði
    IS1985186008
    Lýsingur frá Uxahrygg
IS19ZZ286311
Vinda frá Uxahrygg
        IS1988286161
        Dögg frá Strönd
IS19ZZ187060
Eiðfaxi frá Selfossi
    IS1967287199
    Herva frá Litla-Hrauni
IS19ZZ286308
Litla-Brúnka frá Selalæk


Vonandi skilst þetta en þetta merfolald er vel ættað og virklega fallegt og geðslagið í góðu lagi.
Þetta fallega merfolald fæst á 60.000-

Við fórum með Bogga og Eygló að sækja hrossin þeirra en veðrið er farið að verða svo leiðinlegt og færðin þannig að ekki er alltaf hægt að treysta á það að hægt sé að fara með hey í útigangshross.
Mikið var gaman að ösla þetta í gegnum skaflana í góðu veðri og tunglið lýsti upp leiðina að hrossunum.Allt gekk þetta vel og hrossin hvert örðu betra að klæða sig í múlana og uppá kerrurnar en við vorum með tvær kerrur í þessum flutningum.
Ég var reyndar nærri sprungin í bakaleiðinni en ég sökk aftur og aftur uppað hnjám og guð hvað þetta var erfitt en frábært þegar að ég var komin aftur inní bíl hehehehehe.....

Hrossin komin í hús feit og pattaraleg.Drómi Kormákssonur glansandi flottur.En hvernig fer hún Eygló að því að halda hesthúsinu alltaf svona hreinu??? Uppskriftina takk Eygló handa okkur hinum ......

Annars er lítið að frétta héðan og allir við góða heilsu.
Þartil næst elskurnar mínar,hafið það hrikalega gott og passið ykkur á hálkunni sem er framundan.

15.01.2008 21:04

Hrímfaxi Hróksson taminn.......


Busla var alveg búin næsta dag eftir hasarinn við að ná Minknum.Hún svaf megnið af deginum og vildi helst ekki fara út nema rétt til að gera stykkin sín og inn aftur.Verð ég ekki bara að segja aftur að nú sé hún komin á eftirlaunin og í ró.
Minnsta kosti þartil annað kemur í ljós.

Toppa Anna og Skvetta vinna svo vel saman að þetta á ekki að vera neitt mál.Málið er nefnilega það að maður á svo bágt með að sleppa hendinni af besta gripnum við vinnu og gildir það bæði um hundana og hrossin hér á bæ.

Það er viss kúnst að kunna sig og hemja þegar að reiðhestunum kemur og td eins og gömlu kallarnir sögðu "maður á að hafa vit á því að stíga af baki hrossunum þegar að best gengur". Eða einhvernveginn þannig var það.

Nú verð ég að fara að læra að treysta yngri tíkunum á veiðunum og læra að lesa þær betur.
Ég hef ósjálfrátt fylgst mest með Buslu og mömmu hennar Töru en þær voru þannig gerðar að gott var að vita nákvæmlega hvar Minkurinn var í holunum og göngunum.

Nú er Tara farin yfir móðuna miklu og fundum við fyrir því um daginn.Hún staðsetti Minkinn svo vel og örugglega.

Busla er líka góð í að staðsetja og þverari og finnur Minkinn á miklu meira dýpi en allir hinir hundarnir okkar.Ef hún fer að grafa þá er alveg örugglega minkur undir.

Skvetta dóttir hennar getur hinsvegar orðið svo spennt að hún fer að grafa alveg óð og höfum við endað niður á lítilli saklausri mús!Tímafrekt og svekkjandi í meira lagi!

Tobba Anna vinkona Skvettu er hinsvegar enn óráðin,en virkilega spennandi verkefni að vinna með í framtíðinni.

Ég vona að hún fari nú ekki að apa það upp eftir Skvettu að grafa upp allar hagamýsnar í framtíðinni hehehehehe.....Þessvegna væri voðalega gott að geta farið með Busluna nokkrum sinnum í viðbót á veiðar á meðan að Tobba Anna er að átta sig á því almennilega að hverju er verið að leita:)

Hrímfaxi Hrókssonur,verður grár/hvítur með aldrinum.

Jæja þá erum við búin að fella slægu Gránu en ég endaði sem eigandi hennar og folaldsins hennar sem er gríðarfallegur Hrókssonur sem var skírður Hrímfaxi á blogginu rétt fyrir Jólin.
Slæga Grána verður síðasta ruglaða hrossið sem ég tek að mér.Ég er búin að fá mig fullsadda uppí kok af svona hrossum sem eiga hvergi annars staðar heima en uppí fjöllum sem refafóður.Hörð orð en skepnan var mannýg og beitti öllum fjórum fótunum á mann ásamt kjaftinum og hún sló til að drepa.

Ég tók Hrímfaxa inn og er að vinna í honum aðeins til að koma í veg fyrir að hann fari að vera með vesen enda vel ferskur og gaman að fást við,alla vegana á meðan hann er svona lítill:)
Eftir þrjár meðhöndlanir þá er hann allt annar og mun rólegri og sáttari við manninn.

Það gekk svolítið mikið á hjá okkur í dag en ég ákvað að fara með hann á lónseringarstaurinn og leyfa honum að pústa þar í nokkra hringi enda veitti honum ekki af að fá að sprikla því hann er gríðarlega kraftmikill og hraustur strákur.

Ég gleymdi mér aðeins og lokaði ekki einu hliði og rölti út með hann.Í kaðli sem brennir hendurnar!

Og Hrímfaxi tók þennan líka sprett og ég hékk í kaðlinum og vildi sko ekki missa hann enda ekki góð byrjun á tamningum.

Kaðallinn reif og tætti upp á mér putta svo sá í kjöt en ég sleppti samt ekki.Á einhvern óútskýranlegann hátt myndaðist lykkja á kaðalinn í látunum og rann á undan brenndu hendinni og endaði sem hnútur á endanum!!!

Og ég sem annars hefði misst folann rykkti duglega í og Hrímfaxi sveif uppí loft og fór í stórum boga aftur á bak og datt um koll.

Þarna lá hann kylliflatur og þorði sig ekki að hreyfa og ég náði andanum og lokaði versta sárinu á puttanum og fann myndavélina í rólegheitum og smellti af honum þar sem hann lá dauðadæmdur á hliðinni blessaður.

Síðan dró ég hann á hliðinni í snjónum hálfa hestlengd og  fékk hann til að standa upp.
Heavy strong Woman.............hehehehehehe......

Hvað skeði eiginlega kelling????

Á staurinn fór hann og fékk ég að sjá hve fallega hann getur brokkað og hve langt afturfóta skrefið er í honum og flott fótlyfta.

Hrímfaxi er með flott og yfirferðarmikið brokk.........

Þarna dunduðum við okkur þartil hann skildi hvað hann  átti að gera og þartil hann gaf merki um samstarf og undirgefni.

Ekkert mál var að teyma hann inn eftir þetta og þar fékk hann tuggu og var kembdur hátt og lágt á báðum hliðum.

Hann er orðinn voðalega duglegur að standa bundinn en herra gúmmíkalli fékk hann að kynnast um daginn.

Þar varð  alveg gríðarleg orusta sem Hrímfaxi tapaði.

Frábær hjálpartæki þessir gúmmíkallar:)Stórminnka álag á hálsliði og eins múla og bönd.

Mér hefur gefist vel að hafa gúmmíkarl á lónseringarstaurnum líka.

Einn daginn eignast ég hringgerði og get sleppt staurnum en það er mun auðveldara að nálgast trippin á þeirra tungumáli í hringgerði en á staur.

Næsta skref verður að binda hann utaná Biskup og fara í labbitúr með þá.Mikið hlakkar mig til þess því það er svo gaman að vinna með ungviðið.

                                     Smá við bót við bloggið!

Glymur Hrókssonur frá Ægissíðu er til sölu á 50.000-Reiðfær foli og þægur í umgengni sem er með 4 mánaða tamningu að baki ef ég man rétt.
Sigrún svara fyrir hann í síma 6941967.Verið ekki feimin við að hringja í Sigrúnu,alveg svakalega hress stelpa og alveg öðlingur að tala við .
Glymur er seldur !!!!

14.01.2008 15:01

Busla aftur í aksjón!

Ég er ekki fyrr búin að blogga um það að Busla sé komin á eftirlaun og annað kemur í ljós.
Við fengum hringingu um að Minkur hefði fundist í Sandgerði og allt fullt af hauslausum Æðarkollum í bæli hans.
Busla sá og heyrði þegar að Hebbi tók byssuna úr skápnum og varð náttúrulega alveg óð að koma með því hún vissi alveg uppá hár hvað var að ske.

Tobba Anna og Busla unnu vel saman á veiðunum.

Nú átti að ná "Ljóta"en það er orðið yfir Mink hér á bæ.
Við fórum með 4 hunda,Buslu,Skvettu dóttur hennar,Tobbu Önnu og Zorró sem er Buslu hvolpur úr síðasta gotinu en nú skildi hann fá að sjá hvernig mamma og stóra systir vinna saman ásamt Tobbu Önnu sem er Parsons Russel Terrier tík sem okkur áskotnaðist fyrir cirka ári síðan.Snilldarinnar tík og lukkast mjög vel í Minkinn.


Busla að hverfa ofaní holuna og Tobba Anna á eftir.

Upp hófst mikill gröftur en Minkurinn var slóttugur og gaf hvorki frá sér hljóð né lykt og rann um allt undir fótum okkar og það var sama hve mikið var grafið hann var alltaf búinn að skjótast lengra og lengra í undirgöngum neðajarðar.

Busla og Skvetta staðsettu hann aftur og aftur með gelti og eftir að við ákváðum að nú væri tímabært að nota ýlu og þá skaust kvikindið út og var þetta heljarinnar högni!

Hebbi náði ekki skoti  á hann fyrst og jörðin gleypti hann aftur og enn var grafið og pikkað og potað.

Enn skaust hann upp og hundarnir alveg að missa sig á eftir honum og eina ferðina en náði hann að skjótast niður á milli steina í gamalli hleðslu.

Ekki vildum við hrófla við henni enda afar flott gerð og búin að standa þarna frá örófi alda.

Ég reyndi að pikka í Minkinn öðru megin frá með járnstaur á meðan hundarnir voru hinumegin alveg brjálaðir og geltu og geltu sem er merki um að Minkurinn sé beint við nefið á þeim.

Enda endaði það með því að Tobba Anna fékk sitt fyrsta bit í nefið og kom út með skaðræðis góli!

Hún var fljót að jafna sig á þessu og hélt áfram að gelta og á endanum gat ég rekið staurinn í Minkinn sem kom þjótandi útúr grjóthleðslunni og loksins kom Hebbi skoti á hann og hundarnir tuskuðu hann ljóta til í dágóða stund og eignuðu sér verkið:)

Busla ætlaði að vera alveg viss um að þessi Minkur væri dauður.

Skvetta er að velta sér uppúr Minkahræinu til að fela hundalyktina svo næsti Minkur átti sig síður á hundalyktinni.

Komin í felugallann jakkkk.........ekki var lyktin góð af henni!

Þarna var allt í fuglshræjum sem hann var búinn að draga að og troðast með í holurnar sínar.

Það sem fer verst í mig hvað varðar Minkinn eru þessi endalausu dráp í dýralífinu sem þjóna litlum sem engum tilgangi.

Minkurinn drepur sér til skemmtunar og safnar í holur sínar mörg hundruð fuglshræjum.

Menn hafa grafið upp í kringum 600 Æðarkollur úr Minkagreni og þá voru þeir bara cirka hálfnaðir með að telja það sem eftir var!

Minkurinn étur ekki nema brota brot af því sem hann drepur og get ég bara ekki vorkennt honum á okkar veiðum.Fyrir mér er hann réttdræpur alstaðar og eru veiðar á honum löglegar allt árið um kring.

Hugur frá Höfnum í góða veðrinu......

Veðrið er búið að vera dýrlegt síðustu dagana.Hrossin hafa náð að leggjast niður útí haganum og legið um allt steinsofandi og gaman að sjá þau njóta sín svona á þurri jörðinni.

Við vinkonurnar af Suðurnesjunum fórum á knapamerkjanámskeiðið inní Víðidalinn til Sigrúnar Sigurðar og skemmtum okkur alveg konunglega og fannst mikið gaman.

Reyndar var kannski ekki mikið gaman að uppgötva hve þollaus maður er á hlaupunum og flugu ýmsar hugsanir um kollinn á okkur á hlaupunum!

Ég hugsaði um fyrst"eiga hestarnir ekki að hlaupa með okkur en við ekki með þá"!

Svo fór ég að verða þreyttari þá kom"afhverju borðaði ég svona mikið um jólin"!

Svo þegar að ég var við það að gefast upp"ég skal ekki verða sú fyrsta sem gefst upp"hehehehehehehehehehehe.............Djö......hafði maður gott af þessu:)

Hrókur er að virka fínt á námskeiðinu og ég himinlifandi með klárinn.Ég þyrfti samt að laga til á honum toppinn (EKKI MEÐ SKÆRUM:) svo hann sjái mig á hlaupunum og sjái hvað ég er að gera og allar bendingarnar hjá mér.Hann verður að geta lesið mig einsog ég hann.

Nóg bull í dag,allt á kafi í snjó og best að fara að galla sig upp og koma sér í verkin.

Smá spurning til ykkar þarna úti!

Er með kaupanda að móálóttu folaldi eða trippi (má kosta:)sem er hátt í blöbbinu og flottur gripur! Eigið þið eitthvað svoleiðis gott fólk??? Það vantar út til útlandanna.
Vinsamlegast hafið samband í netfangið
herbertp@simnet.is

10.01.2008 22:14

Busla í dekri.........


Busla og Súsý að hlýja tærnar á bakinu á Litlu Löpp frá Galtanesi.

Busla var snoðuð með hestaklippunum og var að ég held bara fegin að losna við hárin og ég þá ekki síður fegin að losna við þau af gólfinu og útum allt .

Aðeins fastar"......þarna niðri já"............ohhhhh hvað þetta er gott baknudd þessar klippur .Busla naut sín alveg í botn við raksturinn.

Ég stoppaði aðeins raksturinn til að kæla klippurnar og þegar að ég kom fram aftur þá var Súsý litla búin að hoppa alla leið uppá kommóðuna til mömmu sinnar! Henni leist ekkert á hávaðann í klippunum og vorkenndi mömmu sinni alveg ógurlega!
Minnsta kosti var hún fljót niður þegar að ég kveikti á þeim aftur hehehehehehe.........

Þessi vetur er mun þægilegri en veturinn í fyrra.Núna er rýmri tími til að dekra við hvern og einn á bænum og fyrir valinu varð hún Busla mín sem átti sko skilið dekurdag.

Síðasti hvolpurinn hennar úr 9 hvolpagotinu var nefnilega að seljast og fer hann norður í Skagafjörð líkt og hann Máni bróðir hans gerði.Verða þeir tveir notaðir þar sama sem minkaveiðihundar.

Máni er nefnilega farinn að sýna hvað í honum býr og er í algjöru uppáhaldi hjá sinni fjölskyldu.
Smá saga af Mána sem við fengum um daginn:

Máni og eigandi hans voru á labbinu og skyndilega sér eigandi Mána að hann var að snusa í einhverju og ekki að ræða það a hann hlýddi að koma.

Eigandinn fór að aðgæta hvað hvolpurinn væri að gera og þá sér hann að hann er að hnusa í fuglshræi undir steini.

Eigandinn togar í fuglshræið sem togar í á móti!

Hann togar þá fastar og út úr holu kemur Minkur sem ekki vill sleppa feng sínum!

Nú æsast leikar og eftir smá læti og hlaup þá nær hann skoti sem hæfir minkinn og Máni ekki nema 8 mánaða tók þátt í þessu öllu og hristi og tætti hræið og ætlaði aldrei að geta hætt að monta sig eftir fyrstu reynsluna á Minkaveiðunum.

Núna er búið að panta hann Zorró norður en hann fer eftir cirka hálfann mánuð að læra listina að verða veiðihundur af Mána bróður sínum.

Það er gaman að heyra af ánægðum hundeigendum sem hafa verslað hjá okkur hvolpa og þeir hafa lukkast svona vel.

Aftur að Buslu dekurdollu.

Við fórum í Keflavíkina í gær nánar tiltekið í Dýrabúðina og þar mátaði Busla hundabæli í gríð og erg.Við fundum bæli sem passaði hennar stærð og hægt er að taka áklæðið utanaf og skella í þvottavélina.Svakalega flott fannst henni og löngu tímabært að fjárfesta í svona löguðu handa fyrir Busluna.Súsý hvolpurinn hennar er nefnilega búin að hertaka hundstólinn framá gangi og síðan hún stækkaði svona mikið þá er erfitt fyrir þær báðar að liggja þar.

Busla í nýja bælinu með nýju fínu ólina.Er maður ekki flottust  .

Busla er svo mikil drottning að hún fær að koma inn og sofa í bælinu sínu fyrir framan svefnherbergis dyrnar hjá okkur.Þangað fá nú ekki allir að koma og vaninn hjá mér hefur verið að hafa hundana framá gangi eða helst úti í sérstakri hundagirðingu og í búrum inni á nóttunni þegar að þeir eru ekki í vinnu.

Busla gleymir því ekki svo glatt hvernig hún var dekruð undir vökulum augum okkar á meðan hún stóð í fótbrotinu sem enn er ekki búið að sjá fyrir endann á.

Jæja"ég fer alltaf út fyrir efnið sem ég er að skrifa hehehehe......

Busla mátaði líka hálsól og göngutaum í stíl með endurskini allan hringinn.
Súsý fékk líka svoleiðis hálsól.
Busla fann svo góða lykt úr einni hillunni í búðinni og úr varð að keypt voru tvö Svínseyru og tvö stykki Nautatippi!!!! Sko þurrkuð og ætluð sem hundanammi! Gubbbb....gubbb...lyktin af þessu............

Busla með svínseyrað......legg ekki á ykkur myndbirtingu af nauts...

Næst fórum við til Hrundar á Dýralæknastofu Suðurnesja í allsherjar læknisskoðun og einnig var fóturinn hennar röngen myndaður.Enn er ekki gróið fótbrotið og fleiri skrúfur að ganga út úr plötunni.Platan virðist líka vera heldur of löng og það gæti hugsast að hún sé að rekast í og meiða tíkina og hindra það að hún noti fótinn.
Næst fer ég með hana í bæinn og þar verður tekin ákvörðun um hvort eigi að fjarlægja bara plötuna eða bara hreinlega losa tíkina alveg við fótinn.
Hún er svo hraust og heilbrigð fannst henni Hrund og þrátt fyrir að vera komin á 9 árið þá á hún að fljúga í gegnum þá aðgerð.

Verst að vita ekki hvort hvort eða hversu mikið hún finnur til í fætinum sínum.Hún var sett í fyrra tímabundið á sterkt verkjalyf en það breyttist ekki mikið göngulagið og við gátum varla séð að hún notaði fótinn meira en vanalega.Hann er notaður til að klóra sér á bakvið eyra og svona spari spari þegar að hún fer hægt yfir.

Þessir svokölluðu minkaveiðihundar eru alveg agalegir naglar þegar að sárssauka kemur.
Það hafa ófáir eigendurnir séð á eftir þeim inní ræsi full af vatni á eftir Mink og hafa hundarnir frekar drekkt sér en að gefast upp.
Eins hafa þeir líka kaffært sig í holum sem voru fylltar af reyk til að fæla Minkinn út,frekar kafna þeir en að snúa við.
Þetta er sorglegt en ákefðin í þessum hundum er alveg svakaleg og þrjóskan alveg gífurleg þegar að veiðum kemur.

Buslan er komin á eftirlaun og á það sannarlega skilið.Nú verður hún í dekri í bak og fyrir enda afar auðvelt að hafa hana innandyra.Hún sefur 23 tíma sólarhringsins ef ekkert annað er í boði fyrir hana  blessaða.

07.01.2008 14:36

Hross sótt í Reiðholtið

Ég er farin að skammast mín fyrir að hafa ekki sett hér inn fréttir handa ykkur elskurnar mínar:)
En á tímabili var ekki hægt að taka nýjar myndir vegna veðurs sem mér finnast ómissandi með blogginu því það eru ekki bara fullorðnir læsir á skrift hér inni heldur börn sem ég veit að þykir gaman að skoða myndirnar af dýrunum í sveitinni.

3 Janúar.

Er ekki best að byrja á degi í síðustu viku en það ringdi hreinlega eins og hellt væri í fötu og 20 metrar á sekúndu með.

Dagskrá dagsins þann daginn var að ná heim aðalstóðinu og  taka úr þeim hársýni til rannsóknar.

Páll Imsland ásamt Freyju Imsland dóttur sinni voru hér mætt galsvösk.Allir drifu sig í kuldagalla og út fórum við.

Ég náði merunum heim í hús með brauðmútum en allar voru þær á kafi í heyrúllum sem gefnar höfðu verið deginum áður.Ég segi nú bara sem betur fer þá er hægt að stjórna þeim með skrjáfi í plasti annars hefðu þær ekkert bifast frá heyinu.

Næst voru tittirnir reknir heim og hársýni tekið úr þeim flestum.Aðallega vildi Freyja úr litföróttu hrossunum sem eru nokkur hér á bæ.

Það var vægast sagt hundblautt fólk sem skreið inní bæ eftir þennan dag skal ég segja ykkur.
Gallinn minn var gegndrepa og hann var orðinn svo þungur af vatni + vindurinn sem blés á mann að þetta var hið besta eróbik fyrir mig:)

4 Janúar.

Ég var svo spennt þennan dag því ég hélt að ég væri að fara á Knapamerkjanámskeið inní Víðidal næsta morgunn og gerðum við allt klárt og höguðum gjöfinni á öllum skepnunum hér samkvæmt því til að létta aðeins á deginum og frá smá "frí"part úr degi okkur til gamans.
Um kvöldið var búið að setja hestakerruna aftan í bílinn og reiðtygin klár og ég hringdi voðalega hróðug og spennt í Beggu vinkonu og tilkynnti að allt væri klárt fyrir morgudaginn!
EN Ransý"eigum við ekki að mæta þann 12 Janúar????
Úpppssss..........það sljákkaði aðeins niður í mér hehehehehehe..........

Þarna græddum við góðan dag og breyttum aðeins til og ákváðum að drífa okkur austur í Reiðholt og ná í 4 hross sem þar hafa beðið í allt haust eftir því að vera sótt.

5 Janúar.

Við brenndum austur um morguninn og byrjuðum á því að hitta góða vini okkar á Hellu þau Huldu og Helga hjá Helluskeifum.

Mikið var gaman að koma í hesthúsið hjá þeim og hitta "barnabörnin" í formi hrossa:)
Ég stóð nú bara og gapti þegar að ég sá hann Læk Heilladísar/Morgunson!!!!Stærðin á trippinu sem er bara þriggja vetra en verður reyndar fjagra í vor!

Ég að mæla mig við Læk Morgunson risa ..........

Ég get svo svarið það að trippið er langt yfir 1.50 á herðakamb!Hann er stærri en Dropi Litlu-Lappar /Hróksson sem er monster í hestlíki!

Þessi verður aldrei seldur" segir Helgi um Dropa Hróksson.
Hestur sem allir geta farið á bak,dúnmjúkur töltari með ásetugott brokk og þægilega viljugur.

Næst var farið í Reiðholtið og var nóg að flauta með bílflautunni á hrossin en okkar hross þekkja bílinn og vita að það er alltaf eitthvað gott sem hlýst af því að koma en í dag voru það salsteinar í kassann þeirra sem var vel þeginn.

Hrossin eru öll vel feit eftir allann veðurbarninginn í haust en hnjúskar eru í sumum þeirra þrátt fyrir gott fitulag.Þau hafa varið sig misjafnlega vel og þau sem hafa lagt af (eru samt feit) eru með hnjúska en önnur sem hafa verið akfeit hafa varið sig alveg af hnjúskum.

Jafnvel tveggja vetra trippin líta mjög vel út og kom það mér verulega á óvart!

Reiðholtið er mjög góð hestajörð,mikið gras og skjólgott frá náttúrunnar hendi EN eina sem vantar er aðhald til að ná styggu trippunum sem ég asnaðist til að setja þarna í vor.Þau þóttust ekkert við mig hafa að tala og undu bara snúðug uppá sig þegar að ég ætlaði mér að klófesta þau.
Þau um það,þau verða þá bara áfram í Reiðholtinu en það fer nú ekki illa um þau því bóndinn er að fara að hleypa þeim inná stórt óbitið svæði á næstu dögum.

Ég sótti Rjúpu Hróksdóttur og setti hana inná hestakerruna og á meðan Hebbi var að setja slána við hana þá beið ég með Feilstjörnu Nökkvadóttur tilbúna.

Kemur ekki Sóley askvaðandi (hún átti að koma líka:)og reyndi að komast framhjá bóndanum en hann baðaði út öllum öngum og rak hana frá en ég sagði við hann að hún ætti líka að koma og um leið þá smeygir hún sér framhjá honum og stökk uppí hestakerruna!!!Snilld þessi hryssa:)

Ég setti á hana múlinn uppá kerrunni og batt hana,svo kom Feilstjarna sem er bara tveggja vetra á þriðja og hegðar sér einsog tamið hross og síðast var settur hestur sem er nú bara óþekktarormur á leið í tunnu.Hann verður taminn með hníf og gaffli í vetur.

Næst var brennt á Selfoss og þarsem ég má ekki sjá sjoppu eða eitthvað álíka þá var stoppað á Kentucky og fengum við okkur í svanginn.

Þarsem nægur tími var enn og ekkert aðkallandi beið eftir okkur heima þá renndum við niður í Gaulverjabæ til Ragga Fashanabónda með meiru.

Raggi með fashana og dóttur sína sem er ansi líkleg í framtíðar bónda .

Þar fengum við höfðinglegar móttökur og eftir að hafa skoðað þar húsakynni og fuglana í öllum regnbogaslitum var haldið heim með hrossin sem biðu þolinmóð á kerrunni.

Við fórum fyrir skepnurnar í stóðhestahúsinu og gáfum fénu og héldum heim með hrossin og hýstum þau í heimahesthúsinu.

Þegar að við vorum búin að raða þeim á básana þá sáum við hvað Sóley og Feilstjarna eru búnar stækka rosalega í sumar!!!

Ég brá á þær (band)máli og eru þær báðar cirka 1.47 á herðakamb tveggja vetra gamlar!

Sóley er afmynduð af spiki og ekki einn einasti hnjúskur í skepnunni.Spáið í þessu tveggja vetra flykki!

Feilstjarna er með smá hnjúsk öðru megin við taglið.Þetta bráðmyndarlega trippi er til sölu .Gæti hentað þeim sem er að stíga sín fyrstu spor í tamningum.

Rjúpan mín var líka mæld og er hún 1.50 og má ekki stærri vera.Hún er hinsvegar búin að leggja af en er enn feit en það verður ekki settur á hana hnakkur um sinn vegna hnjúska.
Ekkert alvarlegir og eiga þeir eftir að fóðrast úr henni á næstu vikum.

6 Janúar.

Í dag er búinn að vera alveg svakalegur gestagangur en flestir að fá að koma og njóta veðurblíðunnar og náttúrunnar.

Silla og Nonni komu með krakkana sína og gott betur en það.Hjálparhendur/bak við að raka af 3 folöldum sem komu hingað fyrir rúmri viku en þau höfðu verið í hesthúsi þarsem aðbúnaðurinn var ekki alveg eins og gerist best.
Niðurföll stífluð og svo höfðu þau ná að skrúfa frá krana í nokkur skipti og allt fór á flot í hesthúsinu.
Þið getið ýmindað ykkur hvort það var nokkur vanþörf á því að raka af þeim feldinn sem var orðinn ansi skítugur og hættur að gegna sínu hlutverki.
Allt gekk þetta vel og Silla rakaði og rakaði í gríð og erg og það heyrðist ekki múkk frá henni! Áfram rakaði hún hvað sem gekk á!

Bara suðið í rakvélinni sem vann á megninu af feldinum og  á endanum voru folöldin farin að líta bara nokkuð vel út.Sum voru að stympast við en Silla hélt bara áfram einsog ekkert hefði í skorið og á endanum sáu þau það að Silla hætti ekkert þó þau væru að sprikla eitthvað:)

Tek það fram að engin dýr slösuðust við töku þessarar myndar .
Er það ekki altaf tekið fram hehehehehehe......

Við gáfum þeim ormalyf í annað sinn á stuttum tíma og nú ættu þau að blómstra og verða flott.
Ég vil þakka ykkur hjónum kærlega fyrir hjálpina og gaman að fá ykkur í heimsókn:)

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 811
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208496
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:02:15