Heimasíða Ásgarðs

22.01.2008 02:17

Snjór snjór snjór...........


Hebbi að moka frá rúllustæðunum.

Það var aldeilis að við fengum snjó í stað rigningar.
Allt fór á kaf og sem betur fer þá eigum við litla gröfu en það var vonlaust að ná rúllunum í útiganginn með traktornum.Hebbi mokaði að rúllustæðunni og frá henni og þá gat útigangurinn fengið í gogginn en þau voru orðin svöng hrossin hjá okkur.
Þau vita alveg uppá hár hvenær þau eiga að fá næstu gjöf.

Skjóttir rassar í rúllu ......

Við Garðgellurnar komumst ekki á námskeiðið í Víðdalinn um daginn vegna mikls skafrennings og veðurláta.
Sem betur fer þá önuðum við ekki af stað síðastliðinn Laugardags morgunn en það var alveg glórulaust á Garðvegi og ekki sást framfyrir húddin á bílunum þar þennan morgun!
Verðum bara enn duglegri að gera heimavinnuna okkar:)

Pamela Náttarsdóttir að úða í sig heyi .Ekki alveg lystalaus þessi hryssa enda farin að ganga úr hárum! Soldið snemmt .

Loki Dímonarsonur stækkar og stækkar...........

Ég er farin að finna fyrir vorspenningi og er það alltof snemmt.Samt er ég að fara að hugsa um að setja niður fræ og láta spíra því það styttir alveg ótrúlega biðina að sjá litlar plöntur vaxa uppúr moldinni.
Mig meira að segja hlakkar til að fá Kríuna og heyra í henni gargið aftur!
Eitthvað verðum við að bíða samt ennþá en fyrstu vorboðarnir fara að koma í Mars og ef ég man rétt þá sést hér fyrst Tjaldurinn með öllum sínum skemmtilega hávaða.

Ég virðist öll að vera að hressast því ég var að átta mig á því að ég er farin að moka heimahesthúsið einsog ekkert sé og finn ekki til í bakinu!
Mér satt að segja dauðbrá þegar að ég áttaði mig á þessu í kvöld!En það kom skemmtilega á óvart:)

Ég er með 5 folöld hér heima og eru 3 þeirra rökuð og það munar ekkert smá á því hve miklu duglegri þau eru að éta og ánægðari eru þau greinilega.

Sprikla alveg svakalega þegar að þeim er hleypt út á daginn og stundum ekki alveg á því að koma inn aftur.

Ég sá við þeim og núna fá þau ekki eitt strá að éta fyrren ég er búin að moka og sagbera hesthúsið og þá er ekki erfitt að fá þau inn aftur blessuð:)

En þarsem ég er að verða svona hress þá er ég að hugsa um að taka inn eitthvað af trippum og fara að vinna í þeim.

Það eru nú reyndar ekki mörg hross sem um ræðir því það er búin að vera góð sala og ekkert lát á henni.

Til sölu/for sale .

Talandi um söluhross þá er ein hérna gullfallegt leirljóst blesótt merfolald til sölu.Vel ættað og fer á fallegu sviffallegu brokki.Ég efast ekki um að hún eigi eftir að sýna allan gang í framtíðinni miðaða við ættina.
Sjálf á ég systur hennar sammæðra frá í fyrra en ég kolféll fyrir henni þegar að ég sá að stutt var í Náttfara gamla í gegnum móðurina en móðirin er undan Stíg frá Kjartansstöðum.

 Fæðingarnúmer  IS2007255336       
 
 Nafn  Blíða
 
 Uppruni í þgf.  Víðihlíð
 
 Upprunanúmer   144645   Svæði   55
 
 Litarnúmer  4550  Leirljós/Hvítur/milli- blesótt 
 
 Litaskýring  Leirljósblesótt
 
 Land staðsett  IS
 
 Afdrif  Lifandi   Dánardags.   
 
 Faðir  IS2004180660 - Trymbill frá Akurey 1
 
 Móðir  IS1999280924 - Lísa frá Þórunúpi
 
 Stórt ættartré:


IS1983177180
Stormur frá Bjarnanesi 1
    IS1986177004
    Þokki frá Bjarnanesi 1
IS1975285001
Gláma frá Eyjarhólum
        IS1999184667
        Rósinkranz frá Álfhólum
IS1976184666
Hljómur frá Álfhólum
    IS1979284670
    Vaka frá Álfhólum
IS1975284667
Svarta-Skjóna frá Álfhólum
            IS2004180660
            Trymbill frá Akurey 1
IS1974158602
Ófeigur frá Flugumýri
    IS1981186005
    Gosi frá Lækjarbakka
IS19ZZ284284
Brúnka frá Lækjarbakka
        IS1992284745
        Móskjóna frá Sigluvík
IS19AA184401
Glaður frá Sigluvík
    IS19AA284045
    Ósk frá Sigluvík
IS19ZZ284287
Skjóna frá Sigluvík
 
                 
                 
 
IS1964157001
Sörli frá Sauðárkróki
    IS1970165740
    Náttfari frá Ytra-Dalsgerði
IS1962265740
Elding frá Ytra-Dalsgerði
        IS1980187340
        Stígur frá Kjartansstöðum
IS1970186105
Hlynur frá Kirkjubæ
    IS1974286107
    Terna frá Kirkjubæ
IS19ZZ286167
Pálma-Skjóna frá Kirkjubæ
            IS1999280924
            Lísa frá Þórunúpi
IS1979165660
Snældu-Blesi frá Árgerði
    IS1985186008
    Lýsingur frá Uxahrygg
IS19ZZ286311
Vinda frá Uxahrygg
        IS1988286161
        Dögg frá Strönd
IS19ZZ187060
Eiðfaxi frá Selfossi
    IS1967287199
    Herva frá Litla-Hrauni
IS19ZZ286308
Litla-Brúnka frá Selalæk


Vonandi skilst þetta en þetta merfolald er vel ættað og virklega fallegt og geðslagið í góðu lagi.
Þetta fallega merfolald fæst á 60.000-

Við fórum með Bogga og Eygló að sækja hrossin þeirra en veðrið er farið að verða svo leiðinlegt og færðin þannig að ekki er alltaf hægt að treysta á það að hægt sé að fara með hey í útigangshross.
Mikið var gaman að ösla þetta í gegnum skaflana í góðu veðri og tunglið lýsti upp leiðina að hrossunum.Allt gekk þetta vel og hrossin hvert örðu betra að klæða sig í múlana og uppá kerrurnar en við vorum með tvær kerrur í þessum flutningum.
Ég var reyndar nærri sprungin í bakaleiðinni en ég sökk aftur og aftur uppað hnjám og guð hvað þetta var erfitt en frábært þegar að ég var komin aftur inní bíl hehehehehe.....

Hrossin komin í hús feit og pattaraleg.Drómi Kormákssonur glansandi flottur.En hvernig fer hún Eygló að því að halda hesthúsinu alltaf svona hreinu??? Uppskriftina takk Eygló handa okkur hinum ......

Annars er lítið að frétta héðan og allir við góða heilsu.
Þartil næst elskurnar mínar,hafið það hrikalega gott og passið ykkur á hálkunni sem er framundan.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1333
Gestir í gær: 239
Samtals flettingar: 302225
Samtals gestir: 35167
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 00:18:46