Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2015 Janúar

25.01.2015 21:11

Vort daglega vetrarlíf




Ég er ekki alveg að nenna þessu veðri og ætla ekki út í dag.

Kallinn er búinn að fara einu sinni út og hleypa út öndum og gefa hrossum og kindum.
Svo er það seinni ferðin til að setja inn endur og fóðra kanínur og fugla og bæta á hin ef þeim vantar meira í gogginn sinn.
Verð inni að dunda mér við að skrá inn kanínu ættfærslur og raða inn númerin á ásetningnum frá árinu 2014.
Þvo þvott og ganga frá sápunum mínum og skera niður og dunda mér í heimilisverkunum.
Vonandi að rokið fari nú ekki uppí 40 + vindstig einsog um dagin.

19.01.2015 00:11

Hrossastúss og hrútar teknir úr


Byrjaði daginn auðvitað á kaffibolla og yfirferð í netheimum.

Sauð svo fisk,kartöflur og hitaði hamsa með.
Dreif mig svo af stað niður í hesthús því að von var á hrossi hingað og annar að fara til síns heima.Ég skellti upp löngum þræði til að leiðbeina trippadótinu sem styðstu leið inní hesthús og var þetta hin flotta renna og runnu þau beinustu leið inní réttina.
Hebbi skrapp yfir á Hólabrekku og gaf rúllu.

Þegar að ég var búin að mýla hann Lúxus kallinn þá kom hestakerran úr Grindavík með gestahestinn og sá var drifinn inn og Lúxus drifinn um borð í staðinn og tók þetta alveg ótrúlega stuttan tíma miðað við um daginn þegar að hann Lúxus stóð í þeirri meiningu að hann ætti ekki að yfirgefa okkur hérna í Ásgarðinum og neitaði að fara uppí hestakerruna sem leigð hafði verið undir hann.Þá var að koma nýja hestinum útí stóð en hann átti að fara með trippa og gelddótinu og tók ég hana Rjúpu mína inn honum til halds og traust en hún átti að sjá um að leiða hann réttu leiðina í rólegheitunum eftir að trippin í réttinni voru komin aftur útí rúllu.Ég hleypti trippunum útúr réttinni og taldi að það dygði að hafa hana Súsý litlu með mér til að hotta á þau.Eitthvað hljóp í rassgatið á trippadraslinu sem að tættist á þráðinn með látum og sleit hann og inní réttina ruku þau aftur með töglin flaksandi uppí loftið og fótlyftur svo rosalega að það lá við að þau brytu á sér hökuna af monti!Eftir heilmikinn eltingarleik þá sótti ég písk og lét hvína í en þau dönsuðu bara stríðsdans um allt og léku á mig aftur og aftur.Ég fékk svo hjálp frá lítilli dömu sem þarna var og á endanum rauk hópurinn útí hagan blísperrt og sigri hrósandi yfir því hvað þau voru búin að hreyfa kellinguna sína mikið í dag.

Nágrannakonan mín kom svo að ormahreinsa folöldin sín og það var sama loftið í þeim.Þau folöld sem við flokkuðum frá og settum aftur útí rétt með fullorðinni hryssu gerðu sér lítið fyrir og slitu í tætlur hliðið og hlupu niður í leikhólfið svokallaða.Það tók svolitinn tíma að róa niður þessi þrjú sem voru inni en þau eiga að kallast spökust og stilltust af öllum folöldunum en það var ansi mikið loft í þeim til að byrja með.Svo tæklaði eigandinn þau og tantraði og áður en þau vissu af var ormalyfið komið ofaní þau.Næst var að fá sér kaffisopa og með því og gott spjall.Aftur útí kuldann og nú var það að klára verkin útí dýrahúsum.Ég tók hrútana tvo úr þá Fána og Stóra Stubb en nú eru þeir búnir með sitt verk.Þeir voru bara sáttir og röltu á sinn stað og litu ekki á kindurnar þegar að þær fóru aftur útí rúllu.Ég fór extra vel yfir hjá þeim dýrum sem ég sinnti um en það voru gimbrarnar,hrússarnir og kanínurnar.
Kallinn sá um allan fiðurfénaðinn.Það er víst að gera snarvitlaust veður og ég er að hugsa um að vera inn á morgun og senda kallinn einan út í verkin en það er auðveldur dagur á morgun í dýrahúsunum.



  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296536
Samtals gestir: 34128
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 07:28:18