Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2010 Desember

24.12.2010 14:53

Gleðilega hátíð


Kæru vinir nær og fjær.
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hafið það sem allra allra best.
Erum farin út til gegningar og svo er það jólabaðið og skella sér í eldamenskuna.
Knús á línuna elskurnar mínar!

16.12.2010 22:13

Fengitíminn afstaðinn


Sibba Gibba þribbalingur

Hér er búið að hleypa til og var það gert 4 Desember og notaðir voru 2 lambhrútar í verkið þrátt fyrir að ég hafi verið nýkomin af sæðingarnámskeiði.

Legg ekki í þessar sæðingar alveg í ár,geri það kannski næst.

Byggveisla í boði Svans í Dalsmynni


Hermína missti sig bókstaflega ofaní byggfötuna!

Hrússarnir í ár eru þeir Frakkur Forkson frá Ásgarði og Toppur Sindrason frá Hólabrekku.


Frakkur Forkson/Sibbu Gibbu að skanna útí loftið:)

Frakkur er flekkóttur frekar háfættur og með endemum duglegur að sinna starfi sínu.

Það þurfti frekar að hafa auga með honum og stoppa hann af í látunum því ekki á ég hjartastuðtæki í fjárhúsunum fyrir svona gauragang.
Hann er kominn af mjög frjósömum foreldrum en faðir hans Forkur er þrílembingur og móðir hans Sibba Gibba er einnig þrílembingur.

Toppur bauð dömunum út að borða......Bygg:)

Toppur var dannaðri en einnig duglegur.

Hann er lappastyttri og gríðarlega mikill kjötkall.Geðslagið alveg til fyrirmyndar:)
Hann stigast í kringum 85-85.5 eftir því sem vanir þuklarar segja.
Við urðum að grafa holu í krónni og skella dömunum ofaní fyrir Toppinn.
Áttum ekki háhæla hrútskó en það er í vinnslu....LOL.....:)

Týndum við svo dömurnar í hann en það þótti honum afar þægilegt og ekki verra að fá sér tuggu á milli þess sem hann setti litlu lömbin í þær hehehehehehe.....:)

Toppurinn er rosalega flottur hrútur enda ættin að honum ekkert slor.Hann er undan Sindra frá Bjarnastöðum sem er undan Frosta frá Bjarnastöðum (kominn á stöðina) sem er Raftsonur.
Móðurættin rekur sig í Kveik frá Hesti.
Ættina að honum Topp mínum er hægt að rekja aftur til 1951.

Skiptin hjá þeim urðu þannig:

     
07-003 Forysta                    Frakkur     
09-005 Stygg                       Frakkur      
04-007 Bondína                   Frakkur     
09-008 Gata                         Frakkur     
09-001 Gráhyrna                 Frakkur       
xx-001 Dóra                         Frakkur       
06-001 Hermína                   Frakkur       
08-002 Kráka                        Frakkur  
09-003 Evra                          Frakkur

09-006 Lind                              Toppur       
09-010 Rák                               Toppur      
07-001 Brynja Beauty             Toppur           

09-007 Fröken Óþolinmóð    
Toppur
09-004 Rifa                               Toppur       
09-009 Doppa                           Toppur       
08-001 Sibba Gibba                 Toppur     
03-001 Karen                            Toppur       
09-002 Gullhyrna                      Toppur   

Nú er bara að láta sig hlakka til vorsins en það er gaman að sitja yfir ánum og bíða eftir lömbunum þó maður geti orðið alveg úrvinda af þreytu.    
          
        

05.12.2010 15:28

Fyrstu hvolparnir að fara að heimann í dag


Bless mamma mín:)

Hvolparnir eru að týnast að heiman í dag og gaman að sjá nýja eigendurnar svona hamingjusama með litlu voffaskottin sín:)

Falleg tík sem fór á Akranes og framtíðin er ekki björt fyrir minkinn þar ef sú stutta stendur sig sem ég efast ekki um að hún geri:)
 
Kalli káti orkuboltinn í hópnum.


Flottastur með systur sinni.

Tobbi litli með stóra frænda honum Tinna.

Tinni er frá okkur og var hann miklu dekkri þegar að hann fæddist en lýstist svo svona upp.Hann er albróðir Buslu okkar (sem er 11 ára) en ekki úr sama goti og hún.
Semsagt pabbi Toppa litla er albróðir Tinna:)
Tinni er 10 ára gamall og rosalega hraustur og kátur hundur.

Glænýjar myndir af þessum 3 hvolpum sem fara í dag eru í albúminu hér.

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 169
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213957
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 04:10:42