Heimasíða Ásgarðs |
||
Færslur: 2007 Júní30.06.2007 00:58Hvolparnir í bólusetningu og læknisskoðun![]() Það gekk ekkert lítið á í dag þegar að ég fór með alla 9 hvolpana í fyrstu Parvó sprautuna og heilbrigðisskoðun.Ég setti þá í tvö búr og ók svo af stað með alla hersinguna gólandi og vælandi aftur í. Hrund dýralæknir tók vel á móti okkur og gekk þetta allt hratt og vel fyrir sig.Ég vigtaði og kom með einn í einu,allir fengu Parvó sprautu og allir karlhundar voru með eðlileg eistu og feldur fallegur og glansandi.Sá léttasti var 2.0 kg og sá þyngsti vóg 4.9 kg! Enda fæddust þeir allir misjafnlega stórir og litlir. Þegar að ég kom heim aftur með alla pappíra og hvolpana þá tók við myndataka á þeim en ég hef ekki verið nógu dugleg við að taka myndir af þeim enda allt verið á haus hér í hrossastússi. Það var ekki heiglum hent að festa þessi hvolpaskott á mynd og tók þetta allt voðalegan tíma og árangurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir.Mest voru þetta myndir af grasi og kannski sást í löpp eða skott einhverstaðar á myndinni. En núna er um að gera að kíkja við hjá okkur um helgina og fá sér hvolp af gæðakyni þ.e.a.s "hreinræktuðum" minkaveiðihundum ![]() Busla er móðirin og betri minkaveiðitík og heimilishund hef ég ekki átt.Hún er það allra ljúfasta í heimi og bregður ekki skapi við börn en mink má hún náttúrulega ekki sjá. Hvolpurinn kostar 30.000-staðgreitt sem samsvarar 10 minkaskottum en við höfum miðað verðið á hvolpunum við sama verð og Veiðistjóra embættið hefur verið að selja þá á. Það fæst nefnilega 3000-fyrir minkaskottið í dag. ![]() Issss......pisssss........hver vill kaupa svona pissudúkku eins og mig? 27.06.2007 15:26Heilladís köstuð merfolaldi faðir Hrókur![]() Einlitt en samt í lit! Sigurður Dímonar stóð á öndinni þegar að hann hringdi og tilkynnti mér að LM-Sokka væri köstuð og folaldið væri í ólýsanlegum lit? Einhvernveginn mósótt en samt ekki mósótt með rauðum blæ en samt ekki rautt? Það lá við skilnaði á milli Sibbu og Sigga þegar að aumingja Sibba var að reyna að lýsa litnum á því fyrir sínum heittelskaða í síma hehehehehehe......... Sibba mín" svona hestalitur er EKKI til sagði hann umvöndunartóni við Sibbu sína ![]() En þessa mynd tók hún Sibba og sendi mér,takk kærlega fyrir Sibba mín! Mér sýnist þetta folald vera kolótt eins og kýr með rendur á fótum? Hvað segja litafræðingarnir? Svona enga feimni og commenta um þetta litaafbrigði! ![]() Askur Stígandasonur var ekki alveg að sinna hlutverki sínu með merarnar sínar tvær þannig að við ákváðum að skipta út á öðrum degi og settum Óðinn Hróksson í staðinn sem er tveggja vetra virkilega geðgóður og sætur brúnlitföróttur/stjörnóttur foli undan Eðju. Óðinn var ekki lengi að tuska dömurnar til og vorum við steinhissa á því hve ákveðinn þessi tveggja vetra foli er strax á fyrstu mínútunum í hryssum! Hann lét sko ekki vaða ofaní kok á sér og lenti í slag við hana Mön.En svo féll allt í ljúfa löð og hann er bókstaflega í sjöunda himni með merarnar og þær með hann enda gegnir hann hlutverki sínu alveg í botn. Nú er semsagt verið að gera tilraun með að para saman tvö litförótt og verður spennandi að fylgjast með því hvort merin fyljast strax á folaldagangmálinu og hvort hún heldur fóstrinu. Maður er búinn að heyra þvílíkar tröllasögur um að það sé eki hægt að para saman tvö litförótt því fóstrin deyi alltaf og ætla ég að athuga þetta af eigin raun.Þau eru hvort sem er alveg við stofugluggann hjá mér þannig að ég get fylgst mjög náið með öllu ferlinu á milli Manar og Óðins og í gær hleypti hún honum fyrst að sér.Hann er búinn að afgreiða hana Stórstjörnu í nokkra daga og núna er Mön í stuði og allt gengur bara bráðvel hjá Óðinn litla. Vonandi fáum við skjóttan/litföróttan undan þeim og þá verður nú aldeilis athugað með gæðin í gripnum áður en kallað verður á dýralæknir með geldingatöngina. ![]() Buslu var heldur brugðið um daginn þegar að vinur okkar kom í heimsókn með "litla"hundinn sinn með sér.Henni leið leið ekkert smá illa yfir því að þurfa að stilla sér upp með honum í smástund á meðan myndum var smellt af.En þarsem hún er tík og hann er rakki þá var þetta alltílagi og hann lúffaði algjörlega fyrir henni enda með afbrigðum mikill herramaður"hundur"! ![]() Á að láta þenna risa borða mig eða hvað!!?? Hvolpafréttir! Sá sem á hundinn hann Kubb(kærasta Buslu) er búinn að velja sér hvolp úr gotinu.Hann valdi sér ljósa tík sem er númer 2 Annar sem beið voðalega spenntur er líka búinn að velja sér hvolp (númer 1)og nú er um að gera að skella sér í Ásgarðinn um helgina þið sem ætlið að versla ykkur skemmtilegann ævifélaga og líka veiðifélaga en ég get ekki betur séð en þarna séu mjög spennandi og upprennandi minkaveiðihundar á ferðinni.Foreldrarnir eru feikilega duglegir minkaveiðihundar sem hafa nýst frábærlega til að verja æðarvörp hér á Suðurnesjunum. Ég fer með hvolpana í fyrstu sprautuna sína á Föstudaginn og þá mega þeir fara í hendur á nýjum eigendum. Hvolpurinn kostar 30.000-staðgreitt. ![]() Kóngur Hróksson fór um daginn austur fyrir fjall til eiganda síns. Það tóku á móti honum algjör bolluhross og einn var ansi grimmur og tætti hin hrossin sundur og saman.En hann var svo hrifinn af honum Kóngi og vildi hafa hann einan og útaf fyrir sig því það var svo góð lykt af Kóngi síðan hann var geltur.Sá grái elti hann á röndum og sleikti lærin á Kóngi á meðan Kóngur úðaði í sig grængresinu og skipti sér ekki af þeim gráa. Alveg er þetta merkileg árátta í hrossum að sleikja sótthreinsi lyktina af nýgeltum og meðhöndluðum hrossum! ![]() Kolluhreiður í Ásgarði. Þessa dagana sjáum við stoltar Æðarkollur streyma niður í fjöru með ungahópana á eftir sér.Eitthvað ætlar þeim að takast þetta í sumar en eitthvað eru þær færri í ár en í fyrra. ![]() Æðarkolla með ungana sína á heimatilbúinni tjörn í Ásgarði. Eitthvað finnst okkur fuglalífið vera minna í ár en Krían er í hinu mesta basli með að koma upp ungum og gengur varpið mjög illa hjá henni í ár eins og undanfarin tvö ár.Alveg ferlegt að vita til þess að þessi litli fugl skuli fljúga alla þessa leið (yfir hálfann hnöttinn) bara til þess sitja hér svöng og sár og bíða eftir haustinu svo hún geti flogið til baka.Ég hef í mörg ár friðað fyrir Kríuna stærstann hlutann af túnunum okkar og einn úthagann svo hún fái frið fyrir fólki og ég líka frið fyrir henni.Þetta hefur tekist svona afbragðs vel og ég og Krían erum mjög sátt. Farin út að vinna gott fólk! Farið vel með ykkur...............þangað til næst ![]() 20.06.2007 20:14Mön köstuð rauðstjörnótt merfolald (litförótt?) Hróksdóttir og Sokkadís Hróksdóttir köstuð skjóttum![]() Svei mér þá ef Mön og Hrókur komu ekki með aðra Rjúpu handa mér! Sú lappalanga fékk nafnið Hefring og er sko með þvílíkar köngulóalappir eins og stóra alsystirin hún Rjúpa sem mældist 1.48 á bandmál vorið sem hún varð tveggja vetra! Ég náttúrulega ligg á bæn um að gripurinn verði líka litförótt og ég man reyndar að ég var búin að lofa einni því að selja henni folald ef það kæmi litförótt hjá mér í sumar. ![]() Ég get svo svarið það að ef hún væri lappalengri þá væri hún orðin viðundur.Þegar að Rjúpa alsystir hennar Hefringar var nýkomin í heiminn þá var ég í heila viku að reyna að átta mig á því hvort hún væri falleg svona lappalöng eða hvort hún væri hreinlega ljót. En ein góð vinkona mín reddaði því algjörlega þegar að hún sá hana vikugamla og sagði"Vá hvað hún er háfætt og glæsileg þessi Hróksdóttir!" ![]() Hefring er með svipað langar fætur og hún Mön mamma sín.Hvernig verður hún þegar að hún er orðin stór ![]() Loki frá Ásgarði Seldur/sold! Sokkadís er köstuð og faðirinn er Dímon frá Neðra-Skarði.Mona og vinkona hennar voru svo elskulegar að fylgjast vel með í stóðinu þarsem Sokkadís er og auðvitað var Mona með cameruna með sér! Þetta er gullfallegur strákur og eru þær ekki alveg vissar með litinn á honum en hann lítur út fyrir að vera brúnskjóttur en það er einhver skringilegur blær á honum aftanverðum og svo sér "amma" bláann glampa í augunum á honum? Kannski einhver glampi frá Glampa afa frá Vatnsleysu??? Takk æðislega Mona fyrir myndatökuna! ![]() Við fórum með hana Hyllingu okkar í Borgarfjörðinn í gær en hún Gro vinkona okkar fékk hana leigða undir Aðal frá Nýjabæ. Enginn smá tappi hann Aðall kallinn þegar að hann var settur saman við merarnar sínar! Ég er að gera sérstakt myndaalbúm fyrir Aðal og bróðir hans Staðal en við hjálpuðum við að setja báða þessa hesta í merar og var virkilega gaman að sjá þessa bræður skyrpa duglega úr hófum og drífa sig í að tékka á öllum dömunum sínum. ![]() Aðall var ekkert smá flottur!!!!! Þvílíkur kraftur í einum skrokki! ![]() Þangað stelpur" gæti Alvar verið að segja og bendir með löppinni! Eftir heimsóknina til Ollu í Nýjabæ(og mikið kaffi-spjall:) og Gro þá lá leið okkar til Sigga Dímonar og Sibbu. ![]() Þar er hún Heilladís (L-Sokka:) í góðu yfirlæti og þótti okkur vænt um þegar að hún kom röltandi eftir að hafa orðið vör við okkur ![]() Hann var fljótur að líta á kellinguna sína hann Dímon og skoðaði ég klárinn í krók og kima(segjum engum frá því Siggi þó ég hafi verið með nefið ofaní öllu:) Klárinn er allur að springa út hjá þeim og gleymi ég því stundum að hann er BARA þriggja vetra núna í vor! ![]() Varð að setja inn hér eina fallega mynd af folöldunum frá því í dag.Veðjar Dímonarsonur er ekki ólíkur á litinn eins og skeljasandurinn sem hann liggur á. Þarsem er ekkert að marka hvað ég segi er þá ekki best að skella sér út í kvöldkyrrðina og ná tveimur hryssum úr og setja í sér hólf og skella svo honum Aski Stígandasyni sama við þær! Ég nefnilega ætlaði EKKI að vera með tvo stóðhesta hér í sumar en ég bara verð að leyfa honum Aski að æfa sig því gaurinn varð þriggja vetra núna í vor.Hann er yngsti Stígandsonurinn og þar að auki eina fædda Stígandaafkvæmið árið 2004.Stígandi frá Sauðákróki var felldur það ár þannig að ég ákvað að hafa þennan með kúlurnar eitthvað áfram. Móðurættin er heldur ekkert slor en Aska móðir Asks er undan Frosta frá Heiði sem er samfeðra Heklu frá Heiði þeirri hátt dæmdu klárhryssu með 8.78 fyrir hæfileika. ![]() Tollur undir Ask Stígandason kostar 25.000-+girðingargjald og eftirlitsgjald 2000 per mán. 17.06.2007 16:12Hylling köstuð (16 Júní) merfolald undan Hrók![]() Hylling Brúnblesadóttir kom með fallega jarpstjörnótt merfolald undan Hrók.Sú fékk nafnið Rán en við erum að reyna að halda okkur við Goðanöfnin enda búum við í Ásgarði ![]() ![]() Rán að leggja sig eftir volgann mjólkursopann. ![]() Hér er Rán með Hyllingu mömmu sinni.Hylling var tamin í tvo mánuði og var mjög fljót til með bæði gang og vilja.Afar ásetumjúk á brokkinu,töltið gott og viljinn mikill.Því miður þá slasaðist hún á afturfæti í girðingu þannig að reiðhestaferill hennar varð ekki lengri. Rán dóttir hennar fer á sölusíðuna hjá henni Sabine fljótlega en ég er að týna til það sem er til sölu og eru 3 folöld þegar komin þar inn. http://www.gaedingur.com/index.html ![]() Sama dag og Hylling kastaði þá fæddist hér annað folald undan Hrók en móðir þess er gestahryssa og hefur mér ekki tekist almennilega að kyngreina það folald en sýnist það vera hryssa.Kolbikasvört með stjörnu.Verður einn daginn grátt eins og móðirin. Jæja elskurnar mínar,má ekki vera að þessu bloggbulli alltaf hreint. Farin út að sinna skepnunum hér á bæ.Hafið það sem allra best þangað til næst ![]() 12.06.2007 16:25Stórstjarna köstuð faðir Hrókur![]() Stórstjarna kom með fallegan kvöldglaðning,rauðstjörnóttan hest. Ekkert nema lappirnar og var gaman að fá að fylgjast með henni kasta en við vorum líka svona heppin að fá að fylgjast með henni í fyrra þegar að hún kastaði honum Þór sem núna býr í Sviss hjá henni Karin.Ég ætla að gera albúm fyrir Stórstjörnu og hennar son þar sem hægt verður að sjá þegar að hann kom í heiminn. Á sama tíma og merin er að kasta þá skrifar Karin mér póst frá Sviss og sendir mér fallegar myndir þaðan af þeim hrossum sem fóru héðan til hennar í vor.Set hér inn eina fallega mynd af Stíg og Skjónu frá henni Karin ![]() ![]() Stígur og Skjóna í blíðskaparveðri í Sviss í dag ![]() ![]() Hrókur tók á móti gestahryssu og vissi hún blessunin ekki hvernig hún átti að hegða sér gagnvart stóðhesti því hún hafði ekki séð stóðhest fyrr og lét eins og kjáni við hann.Hún hélt nú aldeilis að hún réði því hvar hún væri eða hvert hún færi.Upphófst nú smá slagur þeirra á milli og tók það Hrók þó nokkurn tíma að koma henni saman við hryssuhópinn sinn.En kurteis var hann við hana enda má ekki vera vondur við "konurnar" sínar! Ég sá hann gera nokkuð sem ég man nú ekki eftir að hafa séð hann gera áður.Hann smalaði henni saman við hópinn með því að setja hausinn niður við jörð og reka hana í rólegheitum í hópinn.Eftir það var hann rólegur og fór að skanna hópinn hvort einhver þyrfti á þjónustu sinni að halda. ![]() Og auðvitað fann hann eina sem til var í tuskið.Freisting vildi sko fá sitt og fékk það.Sonur þeirra beggja lét sér fátt um finnast og sneri bara baki í foreldrana enda skildi svoem ekki upp né niður í þessari hegðun foreldranna. Ein góð spurði mig"og gera hestarnir þetta fyrir framan börnin sín"!! ![]() Dögg frá Hellu faðir Sær frá Bakkakoti og móðir Heilladís frá Galtarnesi sem ég kalla stundum Landsmótsokku til að aðgreina hana frá öllum hinum Sokkunum á bænum ![]() Ég fékk símhringingu frá Huldu vinkonu minni á Hellu og var hún að láta mig vita af því að eitt "ömmubarnið" mitt væri að fara í kynbótabrautina inní Hafnarfirði.Ég æddi af stað frá öllum verkum hér á bæ til að missa ekki af þessu og auðvitað var cameran tekin með.Þarna var fullt af flottum hrossum og sá fyrsti sem ég rak augun í var hann Rólex frá Búðarhóli.Flottur litur á klárnum og hefur sprungið út í vetur og vor! Það var gaman að sitja þarna í brekkunni og leika dómara hehehehehehe................mesta furða hvað situr eftir í hausnum á manni eftir námskeiðið á Miðfossum! Enda skilur maður núna enn betur dómarana og er miklu öruggari um þeirra vinnubrögð. ![]() Á heimleiðinni þá keyrði ég framá hestakerru sem hafði losnað aftan úr jeppa og hentist hún útaf og næstum því uppá veginn hinumegin en þar voru tveir bílar sem sáu hana koma á móti sér en sem betur fer á síðustu stundu þá beygði hún til hægri og niður og stöðvaðist. Einn hestur var í kerrunni en hann slapp sem betur og stóð í allar lappir eftir þetta. ![]() Í guðanna bænum passið allar festingar vel og aðgætið líka hvort að stuðarinn er vel fastur við bílinn ykkar en í þessu tilviki þá brotnaði stuðarinn aftan úr jeppanum! Sem betur fer þá varð ekki slys hvorki á mönnum nér skepnum í þessu tilviki. 10.06.2007 14:50Hestaflutningar og 7 geldingar
Þessi helgi er búin að vera strembin skal ég segja ykkur. Geldingarnar gengu hratt og vel fyrir sig og á endanum var búið að gelda eina 7 fola hér á bæ.Merkilegt að sjá hve fljótir þeir eru að jafna sig eftir að þeir stóðu upp.Farnir að kroppa og skoða nýja hólfið sem við settum þá í.Sumir meira að segja fóru að tuskast smá! 07.06.2007 02:07Freisting og Litla-Löpp kastaðar faðirinn HrókurÞað tók heldur betur á móti nýjustu folöldunum Suðurnesja rokið með ausandi rigningu.Tvö takk fyrir köstuð sama daginn. Litla-Löpp kom með brúnskjóttan Hróksson og Freisting var að koma loksins með sitt fyrsta folald eftir margar tilraunir og útskolun síðasta vor og átti hún dökkbrúnt eða næstum svart hestfolald með Hróknum.Gullfalleg bæði tvö með fallegan frampart og hnakkabeygju. ![]() Freistingar sonur skildi hvorki upp né niður í þessari veðurveröld sem hann var mættur í! Maður sá ekki úr augum fyrir rigningu og roki og gekk ekki vel að ná góðum myndum í veðurlátunum! ![]() Ég fór aftur næsta dag eða kvöld og þá missti ég af birtunni en smelli samt inn mynd af Freistingar-Hróksyninum.Hann er soldið töff og ég get lofað ykkur því að hann verður ÝKT faxprúður!!!! ![]() Hér er Hróksonurinn hennar Litlu-Löpp á fleygiferð á eftir mömmu sinni í rigningunni og rokinu. ![]() Komin í skjól með soninn sinn.Ekki var viðlit að reyna að gera eitthvað fyrir stóðið á meðan veðrið var svona enda engann veginn hægt að hreyfa við hrossunum.OJJJJJJ............ barasta hvað veðrið var ógeðslegt.Hrossin voru ekki hrifin þrátt fyrir að hitinn hafi verið þetta 10-12 gráður yfir daginn. ![]() Hér er maður næsta dag orðinn þurr og fínn og veðrið gengið niður.Sá skjótti er alveg svakalega duglegur að leika sér og sprettur um allt eins og hann væri orðinn nokkurra vikna gamall.Ekkert smá kátur og hress svona glænýr. ![]() Við Hebbi minn settum upp létta rafgirðingu fyrir Glófaxa og Tangó bróður hans en þeir eru alveg við það að fara útá græn grös og steingleymdi ég að venja þá svolítið við áður en þeir færu frá mér. Glófaxi fékk að vera smá stund úti í gær og svo skipti ég og setti Tangó aðeins út líka.Þetta líkar þeim svo vel að þeir horfa á mig undrunar augum þegar að þeir koma aftur inní stíurnar sínar og býð þeim hey! Skilja ekkert í því hversvegna kellingin skellir sér ekki á hnén og reytir í þá grængresið og fíflablöðin hehehehehe. Já"Siggi Dímonar! Ég sagði hnén.............ef þú hættir ekki þessum saurugu hugsunum þá set ég sápu útí kaffið næst þegar að þú kemur í heimsókn ![]() ![]() ![]() ![]() Tangó Tappi undi sér svakalega vel líka útí græna grasinu og var erfitt að fá hann til að slíta sig frá því! En það má passa sig á græna grasinu fyrir svona inni hesta svo þeir fái nú ekki illt í mallann sinn og þaðan af verra.Meiri englabossarnir samt þessir bræður því ég teymi þá í gegnum kansínusalinn eins og ekkert sé.Og meira að segja þá tættust Fashanarnir upp um allt þegar að Glófaxi fór framhjá búrinu þeirra og einu viðbrögðin sem hann sýndi var að stoppa og horfa á þessar gargandi og skrækjandi fiðurfávita upp um alla veggi! En það kom nokkuð skemmtilegt í ljós eftir þessa uppá komu í Fashanabúrinu!!!!! ![]() Ein fashænan liggur á 7 eggjum! Við sem höfum verið að reyna og reyna að unga út eggjum frá þeim og hefur það gengið vel en næstum ómögulegt er að halda lífinu í ungunum.Þeir klekjast vel út og eru hinir brattastir en svo eftir 3-5 daga þá fjara þeir bara út og deyja.Ef einhver fuglafróður maður getur sagt okkur hvað við eigum að gera (ætlum að láta Fashænuna í friði með þetta) en aðal spurningin er eigum við að láta hina fasahanana vera áfram í búrinu eða fjarlægja þá í rólegheitum??? Hvað er sniðugast að gera??? ![]() Endurnar eru allt annað mál en þær voru reknar inn í vor þegar að okkur var nóg boðið þegar að Mávarnir týndu upp öll eggin þeirra.Þær eru farnar að liggja á eggjum og eru hinar illúðlegustu og hvæsa á mann ef maður kemur nærri þeim.3 eru orðnar vel fastar á hreiðrunum sínum og þá eru eftir 4 sem eru enn að reyna að átta sig á því hvað þær eiginlega eiga að gera.Verpa enn hingað og þangað og stelast um allan kanínusalinn. ![]() Endurnar eru voðalega hrifnar af refakössunum sem nóg er til af hér á bæ.Þessi liggur á 19 eggjum aðeins! Ég kem til með að létta á henni og taka eitthvað af þessum eggjum og setja í útungarvélina. ![]() Hebbi er búinn að unga út einhverjum ósköpum af Kornhænum (Quale) og verða þeir tilbúnir til afhendinar fyrir þá sem vilja kaupa sér par eða bara stakann fugl eftir cirka 5-6 vikur.Þá verða þeir orðnir kynþroska og farnir að verpa á fullu! Það er virkilega gaman að þessum krílum og eggin ekkert smá góð á bragðið! En fyrir þá sem ekki þekkja þessa tegund þá verpa þessir fuglar svipað og íslenska hænan.Eitt egg á dag á meðan bjart er. Farin að sofa því á morgun fer Sokkadís að hitta Stæl frá Neðra-Seli og önnur hryssa með henni.Nú svo ætlar hún Glenna að fara austur með hann Pjakk litla sem er nú hreint ekki lítill lengur! Þangað til...............farið vel með ykkur ![]()
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is