Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2011 September

23.09.2011 23:26

Kínverskir silkihænuungar til sölu:)


Halló......! Heyrir einhver í mér?

Hér eru komnir úr eggjum nokkrir Kínverskir Silkihænur ungar og flestir eru hvítir að lit en einn alveg dökkur.

Einhverjir eru með smá flekkjum sem benda til þess að þeir geti fengið einhvern skemmtielgann lit td ljósbrúnann.

Sársvangur og stórmóðgaður ungi í vélinni í dag:)

Bara krúttlegur þegar að hann reif gogg við mig....:)

Þeir eru til sölu og mega fara að heiman þessvegna á morgun en við látum fylgja þeim sérstakt ungafóður.


Illa hefur gengið að fá upp frjósemina hjá Silkihænunum en núna virðist sem að þær séu í svaka frjósemis stuði en ég hef verið að lesa mér til um þær en frjósemin hjá þeim er víst í hámarki á haustin þannig að þetta passar allt saman:)

Nánar um Kínverskar Silkihænur

10.09.2011 21:16

Toppur frá Hólabrekku stigaðist vel:)

  Toppur Sindrason frá Hólabrekku spekingslegur í dag.

Við fórum með 12 lömb og tvo veturgamla hrúta í ómskoðun í gær og voru 6 lömb undan Toppi og 6 lömb undan Frakk okkar og kom það okkur svosem ekkrt á óvart að Toppur skildi toppa hann í stigun bæði á þeim sjálfum og svo á lömbunum þeirra.

Toppur stigaðist uppá 83 stig og nú á kjellan fyrstu verðlaunahrút og er bara soldið montin með það.

Það er í það minnsta betra að eiga fyrstu verðlauna hrút úr því maður á ekki fyrstu verðlauna stóðhest:)

Toppur er ættaður frá Halldóri á Bjarnastöðum í Öxarfirði en ræktaður af Arnari og Sollu sem gáfu mér hann sem lamb í fyrrahaust:)

Nú er maður að missa sig í þessum tölum úr ómskoðuninni og verður endanlega brjálaður þegar að vigtarseðillinn kemur frá SS..........Þá fyrst er nú legið yfir tölum og mikið pælt.................:)

Meira um stigun og fleiri myndir birtast á morgun!

Jæja lesendur góðir..........

Nú er ég búin að vera brjáluð yfir vigtarseðlinum en þetta var hrein hörmung og lömbin bæði lítil og létt og flokkuðust mun verr en í fyrra undan sömu kindum sem skiluðu ágætlega þá.

Ástæðan er augljós,hólfið sem þær gengu í og eru vanar að koma með ágætist lömb úr yfirfylltist af aðkomufé sem átti ekki að vera þar og beitin var með lélegasta móti í ár og kindurnar mínar hrundu og mjólkin hefur hrunið í þeim einnig.

Best komu þær út sem að voru lengst heima með þrílembinga og seinfætt en það kom mun vænna og stærra heim.

20 lömb fóru í hvíta húsið og ég læt það bara flakka þessar hörmungartölur:

Meðalvigt:13 kg
Fita:5.60
Gerð:6.20

Í fyrra voru tölurnar ásættanlegri fyrir svona smábændur einsog okkur en ætlunin var að gera aðeins betur í ár:

Meðalþyngd:15.56
Fita:6.20
Gerð 8.00

Nú erum við mikið að pæla hvort við verðum hreinlega að girða hér heima góðann sumarhaga handa þeim en það hefur komið gríðarlega vel út hjá þeim kindum sem voru heimavið í tvö sumur en lömbin voru rosalega væn og falleg um haustið.

Meira að segja heimalningar sem hafa verið aldir hér heima fóru yfir 20 kg skrokkurinn og það þykir okkur gott.

Þetta er rosa svekkjandi að vera búinn að vera vakinn og sofinn allan veturinn og vanda sig við fóðrun og alla umhirðu og taka svo á móti flottum lömbum í góðri fæðingarvigt og senda þau svo væn og pattaraleg með mæðrum sínum í sumarhagann og svo bara hrynur mjólkin í mæðrunum og allt staðnar.

Toppur sekkur sér í salatbarinn:)

Ég beið með þetta blogg þartil ég fékk tölur úr Grindavík til að hafa til hliðsjónar og sjá hvort að kuldinn í vor og þurrkarnir í sumar voru að spila inní en tölurnar í Grindavík segja mér að hólfið hjá okkur var ofbeitt.

Tölur þaðan eru mjög flottar og ef eitthvað er þá eru þær mun betri en í fyrra.

Við hjónin eigum eftir að setjast betur niður og ræða þetta og finna út hvað best sé að gera því að kindurnar mínar eiga þetta ekki skilið að fara héðan í flottu standi með falleg lömb,fullar af mjólk og hrynja svo svona niður en margar hverjar líta ekki vel út og tekur það tíma að fóðra þær uppí viðundandi hold og vonandi truflar þetta ekki fengieldið á þeim.

Ég er bara drullusvekkt og ekkert minna!

Þetta er alltof mikil vinna til að láta þetta fara svona fyrir utan að koma svona fram við skepnurnar.........

Ég reiknaði út um daginn muninn á hvað ein kanína er að gefa á móti einni kind og eru það skuggalegar tölur sem þar koma fram.

Ég var reyndar búin að læra allt um það á Hvanneyri á sínum tíma en þá var ég ekki komin með kindur en núna sé ég það svart á hvítu að 1 kanína er að gefa af sér leikandi einsog 3 kindur!

Fyrir utan það að ég þarf ekki að vaka yfir kanínunni þegar að hún gýtur-þarf ekki að keyra henni á fjall eða sækja eða hlaupa hana uppi-þarf ekki að nota NEIN LYF!

Hún borðar margfalt minna en kind og að handleika hana er létt verk á meðan að maður þarf að handleika kindur og lömb með tilheyrandi marblettum og litadýrð.

Dóra komin heim með Frakksdæturnar.

EN það er samt margt sem að kindin gefur manni og er hún mun meiri og sterkari karakter en kanínan og allt bröltið í kringum kindurnar og félagskapurinn getur verið mjög skemmtilegur.

Við eigum marga góða vini sem eru að stússast með kindur og erum við afar þakklát fyrir þann félagskap:)

Læt þessu lokið í bili með videoi úr Grindavíkursmalinu 2011.

Er farin út að huga að dýrunum á bænum:)


08.09.2011 23:03

Réttað í Kirkjubólsrétt og ómskoðun framundan

6 September.

Hebbi og ég að dáðst að smíðinni/kindunum:)

Hebbi og Gísli eru búnir að smíða aukadilk við réttina og yfirfara réttina og lengja girðinguna eða rennuna sem féð streymir inní og að almenningnum.

Kallinn fór á gröfunni í fyrra skiptið og á traktornum í seinna skiptið og skotgekk þetta hjá þeim.

7 September.

Sjonni á Blesa og ég á Sudda að leggja í hann....

Smöluðum hólfið en það er ekki nema cirka 150 hektarar að stærð þannig að 4 á hestum smöluðu og 7-8 manns stóðu í fyrirstöðu þegar að við komum með kindurnar að og gekk smalið vonum framar og ekki nema ein kind sem fékk þá hugdettu að reyna að snúa við í rennunni og eltumst við við hana á 3 hestum og tveir gangandi og gáfumst ekki upp fyrren hún gafst upp og lét taka sig.

Siggi Garðars og Sjonni sveifla Bondínu á bak Sudda.....

Þetta var hún Bondína okkar eða 007 sem að fékk að fara ríðandi restina á Sudda sem kippti sér nú ekki upp við það að bera kind í staðinn fyrir mig og dóttluna en sá gamli stóð sig miklu betur en ég átti von á í ár og var bara sprækur.


Hluti af safninum......:)

Ágætlega gekk að draga í sundur þrátt fyrir að við lentum í myrkri og voru þá gsm símarnir dregnir upp til að lesa á númerin.

Sjonni og Valgerður í bakgrunni að spjalla og kjellan brosir í gegnum kuldann:)

Við alheimtum en það voru tvö lömb sem ég var svolítið hrædd um að kæmu kannski ekki heim aftur en það var hún Svört litla sem vóg ekki nema 900 gr þegar að hún fæddist og fótbrotnaði vegna brussugangs móðurinnar en hún kom feit og pattaraleg heim.


Hitt lambið var vanið hér undir eina einlembuna en sú bar 6 tímum áður en hún fékk lamb beint frá annari kind úr Sandgerði og var það alveg ókarað og tók hún því strax.

Svona hef ég aldrei séð áður gert og bjóst nú við því að kindin myndi nú bara berja það í kássu en hún skilaði honum Jóni litla (skírð í höfuðið á Jóni bónda ræktandanum:) heilum og fínum heim aftur:)

8 September.

Búin að fara yfir lömbin og flokka og merkja þau sem eiga að fara í ómskoðun á morgun.Er ekkert alveg í skýjunum með þau blessunin enda vorið kalt og sumarið þurrt með eindæmum og komu þau mjög misjöfn heim.En samt sá ég nokkur í hópnum í dag sem glöddu mitt hjarta:) 6 undan Topp frá Hólabrekku,5 undan Frakk frá Ásgarði og 1 undan Einhamar frá Kiðafelli fara í ómskoðun og Toppur og Frakkur ætla að fylgja börnunum sínum líka.

Svo er bara að krossa putta og vona að maður sé réttu megin við meðaltalið og sé frekar að fara í rétta átt en hitt.
Reyna við E og U.........:)
Eða kannski bara U........:)
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 751
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208436
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 14:56:40