Heimasíða Ásgarðs

Kínverskar Silkihænur


Kínverkar Silkihænur og silkihani

Erum hætt með Silkihænur!

Um Silkihænur

Silkihænur er mjög sérstakir hænsnfuglar vegna dúnmjúks fiðurins en þessir fuglar eru með öllu ófleygir.

Kjöt þeirra er dökkblátt og einnig beinin og hafa þær 5 tær á hvorum fæti en flestar aðrar hænutegundir hafa einungis 4 tær.

Silky er þekktur sýningarfugl og er til í litunum,rauður,blár,svartur og hvítur.

Þær eru tilvaldar sem gæludýr vegna frábærs geðslag og einnig eru þær tilvaldar til að liggja á og unga út eggjum frá öðrum fuglum en móðureðlið í Silkihænu er alveg gríðarlegt.
Sjálfar verpa þær einungis cirka 3 eggjum á viku.

Þær eru líklegast upprunnar í Kína en stundum er Suðaustur-Asía nefnd sem upprunastaður hennar.

Fyrstu skrifin eða greinin sem um þær hafa fundist eru frá 13. öld og ritaði Marco Polo um loðnar hænur á ferð sinni um Asíu.

Árið 1599 skifaði náttúrufræðingurinn og rithöfundurinn Ulisse Aldrovandi við Háskólann í Bolognina í Ítalíu ítarlega grein um hænur sem eru ullhærðar og líkir þeim við hár á svörtum ketti.

Umhirða og húsnæði

Húsnæði fyrir Silkihænur má vera úr hverju sem er.
Aðalatriði er að það haldi vatni,vindi og þurrt sé hjá fuglunum.
Þær þola kulda vel enda með góða einangrun í fiðunni sinni sem ver þær frábærlega.

Fæðan er bara þessi hefðbundna fæða fyrir hænsnfugla og eru varpkögglar góðir ásamt allskyns góðgæti sem til fellur á heimilinu.

Almenn þrif

Þrífið kofann þeirra að minnsta kosti einu sinni í mánuði og notið hreinann spænir eða hálm undir þær.
Þeim finnst mjög gaman að rótast í hálminum.

Til að koma í veg fyrir flær og lýs,haldið þá kofanum hreinum og stráið jafnvel kalki á gólfið reglulega til að koma í veg fyrir óværu.

Passið uppá að vatn sé altaf ferskt og matarílát hrein.








Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters
Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 296025
Samtals gestir: 34037
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 18:50:34