Heimasíða Ásgarðs

Tara litla


Tara kom til okkar í Ásgarðinn 1997.

Tegundarheitið yfir hana er Puddle/Terrier en ekki fengum við neinar frekari upplýsingar um það hvaðan hún væri.
Hún 9 mánaða var kolvitlaus úr frekju og hrokinn alveg að fara með hana.

Fyrst kom hún til mín í tamningu og gekk það þokkalega að tuska hana aðeins til og tækla með öllum ráðum en tíkin hafði gengið manna á milli og hafði hún náð að taka öll völd hjá fyrrverandi eigendum.

Hún kom aftur til mín í tamningu hingað en var svo ekki sótt vegna slæmrar hegðunar hjá nýju eigendunum en hún hafði bitið bæði eiginmanninn og soninn á heimilinu fyrir miskilning en hún kom inná heimilið einhverjum klukkustundum fyrr en þeir komu úr vinnu og þegar að þessir óboðnu menn ruddust inn þá lét hún sig vaða í þá!

Það var ekki fyrirgefið sem gefur að skilja.

Við vorum beðin um að farga henni og átti ég voðalega bágt með að koma því í framkvæmd.

Einnig hann Hebbi minn en mér hafði dottið í hug að fá að eiga hana en vildi ekki leggja það strax á kallinn minn sem var nýbúinn að missa Labrador hundinn sinn hann Tinna 9 ára gamlann.

Ég beið eftir kraftaverki í nokkra daga svo tíkin fengi nú að lifa og einn daginn þegar að hún var með okkur niður í hesthúsi þá skeði undrið mikla!

Hún hafði fundið Mink og rak hann með látum heim að hesthúsi og króaði hann af í horni og hélt honum á meðan kallinn fór heim og sótti byssu.

Á næstu 8 mánuðum náði hún 12 minkum!


Hún var alveg feykilega skynsöm og eru til margar sögum það hvernig hún tók á ýmsum hlutum einsog óboðnum gestum en þeir máttu þakka fyrir að halda lífi og limum ef þeir komu hingað óboðnir eða keyrðu að útihúsunum hjá okkur og voguðu sér að stíga þar út úr bílunum þá var hún fljót að hlaupa úteftir og reka manneskjuna með gelti aftur inn í bílinn og sýndi hún óspart tennurnar.

Svo beið hún róleg við bílstjórahurðina þartil við komum og létum hana vita að þetta væri nú bara gestur sem að væri að heimsækja okkur.

Þá tók við afar fyndinn afsakandi brosleikur hjá henni sem að margir misskildu en hún brosti svo mikið að það skein í tennurnar hennar:)

Tara átti skemmtilega og viðburðaríka ævi hjá okkur.

Hún var algjör snillingur við að hjálpa mér að kenna trippum að teymast en í þá tíð hengdi maður hrossin utaná duglegann teymingarhest og settist svo á bak þeim þriðja og reið svo af stað.
Ef að trippin tóku á og fóru að streða þá rauk Tara með kjaftinn í hófskeggið á þeim og þau hrukku af stað.
Hún hélt sig algerlega við hliðina á teymingartrippunum og þurfti e´g eki að skipta mér neitt af þeim og sá tíkin um að þau gengdu.

Hún sótti einnig fyrir mig reiðhestana niður í hólf eftir nafni.

Ef hestur ranglaði frá mér með tauminn dragandi þá tók hún i endann og teymdi hann hróðug til mín:)

Þegar að Óskar bróðir hans Hebba var hér að gera upp húsbíl þá eignaðist hann lítinn vin en það var hún Tara.
Hún mátti ekki vita af því að Óskar væri niðurfrá að vinna í bílnum þá var hún rokin og klóraði í hurðina og lét vita af sér.

Þarna undu þau sér saman í bílaviðgerðum í nokkrar vikur og Tara fékk alltaf bita af nestinu hans Óskars.

Yndislegt samband sem fékk snöggan endi þegar að Óskar vogaði sér að koma hingað þegar að við vorum ekki heima (skruppum útí búð) og ætlaði að fara inná verkstæði!

Tara varð alveg brjáluð útí hann og reif kjaft og skammaðist alveg forviða á því að Óskar skildi ekki skilja það að þegar að húsbændur hennar væru ekki heima þá ætti ENGINN að taka í hurðahún hér.

Óskar er ennþá sár útí hana enda ekki skrítið.........:)

Tara átti 3 got hjá okkur og öll plönuð.

Fyrstu tvö gotin hennar voru með honum Lubba minkaveiðibana sem að kom frá Ríkisbúinu í Helgadal.

Úr fyrra gotinu 14 Mars 1999  eru:

Busla Ásgarði lifandi
Púlli RVK lifandi
Dimma dáin 8 febrúar 2011
Únó Skagaströnd ?Síðasta gotið hennar var með honum xxxx sem var Terrier úr RVK.Busla Törudóttir


Skvetta Busludóttir


Súsý Busludóttir

Tobba Anna
Parson Russel Terrier
blendingur
Fædd 5 Ágúst 2006
Dáin 20 Nóvember 2011


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters
Flettingar í dag: 169
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213957
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 04:10:42