Heimasíða Ásgarðs

Hrókur frá Gíslabæ


Hrókur frá Gíslabæ er okkar aðalræktunarhestur.

Ætt:

F:Kormákur frá Flugumýri II  (8.30)

FF:Kveikur frá Miðsitju (8.25)

FM:Kolskör frá Gunnarsholti 8.39

 

M:Best frá Brekkum 2

MF:Nökkvi frá Skíðbakka I

MM:Gamla-Rauð frá Brekkum 2



Hrókur gefur bollétt og lofthá afkvæmi með afbragðs góða lund ásamt miklum prúðleika.
Fyrstu afkvæmi hans eru komin á tamningaraldur og heilt yfir litið þá eru þau sjálftamin með þægilegann en vaxandi vilja.
Töltið er yfirleitt laust og gangskil mjög góð.

Kynbótadómur

Höfuð                   8

Háls/herðar/bógar  7.5

Bak og lend        8

Samræmi            8

Fótagerð             8

Réttleiki              8

      Hófar                8.5

Prúðleiki             8

Sköpulag             7.95

Kostir

Tölt        8

Brokk    8

Skeið     5

Stökk    8

Vilji og geðslag 8

Fegurð í reið      7.5

Fet         8

Hæfileikar           7.47

Aðaleinkunn 7.66



Hrókur er afskaplega kurteis og þægilegur við hryssurnar sínar.

Ekkert mál er að bæta hryssum inní hólfið hjá honum eftirá.


Hann skiptir sér ekkert af þeim nema þegar að þær biðja um sitt.Annars er hann bara á kroppinu utan við hópinn og lætur þær í friði.

Hann hefur verið afar frjósamur og hefur fyljað hryssur sem hafa átt í vandræðum með að fyljast og jafnvel orðnar yfir 20 vetra og aldrei átt folald!

Lúnkinn strákurinn.........


Faxprúður hann Hrókur og erfir það vel frá sér.



Frænka að máta ístöðin.

Frændi að ríða um gerðið.

Á veturnar dregur kall upp kúlurnar og hegðar sér einsog hver annar geldingur.

Mikil og flott reising á Hróksa.

Alltaf flottur í hárafari.

Ég á Hrók í gömlu Mánahöllinni.


Er reiðhestur/keppnishestur frúarinnar á bænum og börn eru velkomin á bak honum.

Hrókur þarf engar þyngingar til þess að ganga snyrtilega.

Hrókur að kenna Hefringu dóttur sinni að teymast.

Eins eru folöld og trippi hengd utaná hann og þeim kennt að teymast.

Ekkert haggar hans skapi og viljum við meina að þessar sterku taugar komi að miklu leyti frá honum Nökkva frá Hólmi sem var mjög svipaður í lund og Hrókur kallinn.

Hrókur verður notaður heima sumarið 2013.

Folatolli er stillt í hóf 35.000-fyrir fengna hryssu með girðingargjaldi.

Sónar er ekki innifalinn en ef hryssa hefur verið sónuð með fyli úr hólfi hér og missir fyl þá á hryssueigandinn rétt á að koma aftur með hryssuna.

Hér er mjög gott eftirlit með stóðinu,rennandi vatn í körum og hey gefið með beitinni fyrst um sinn á meðan hrossin eru að venjst grængresinu.

Salt og steinefni eru einnig hjá stóðinu.

Hafið samband í netfangið ransy66@gmail.com


Hér eru nokkar myndir af afkvæmum hans.


Glimra frá Ásgarði (Svíþjóð) 1 sæti í tölti ytra.

Lóa frá Engebák (Danmörku)

Völva frá Ásgarði (Sviss) 1 sæti á folaldasýningu ytra.

Þula frá Ægissíðu III (Svíþjóð)

Gulltoppur frá Ásgarði

Hefring frá Ásgarði undan Mön frá Litlu Ásgeirsá.

3 sæti á folaldasýningu Mána 2008

Sótrauðlitförótt

Embla frá Ásgarði undan Heilladís frá Galtanesi.

4 sæti á folaldasýningu Mána 2008

Dökkjörp.



Týr frá Ásgarði undan Litlu Löpp.

Brúnskjóttur

Og eitt afabarn að lokum:)

Vænting Glymsdóttir frá Ásgarði undan Sokkudís Hróksdóttur


Var valin í 1 sæti í hryssu flokknum á folaldasýningu Mána og glæsilegasta folaldið.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters
Flettingar í dag: 363
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280936
Samtals gestir: 32741
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:06:39