Heimasíða Ásgarðs

08.09.2011 23:03

Réttað í Kirkjubólsrétt og ómskoðun framundan

6 September.

Hebbi og ég að dáðst að smíðinni/kindunum:)

Hebbi og Gísli eru búnir að smíða aukadilk við réttina og yfirfara réttina og lengja girðinguna eða rennuna sem féð streymir inní og að almenningnum.

Kallinn fór á gröfunni í fyrra skiptið og á traktornum í seinna skiptið og skotgekk þetta hjá þeim.

7 September.

Sjonni á Blesa og ég á Sudda að leggja í hann....

Smöluðum hólfið en það er ekki nema cirka 150 hektarar að stærð þannig að 4 á hestum smöluðu og 7-8 manns stóðu í fyrirstöðu þegar að við komum með kindurnar að og gekk smalið vonum framar og ekki nema ein kind sem fékk þá hugdettu að reyna að snúa við í rennunni og eltumst við við hana á 3 hestum og tveir gangandi og gáfumst ekki upp fyrren hún gafst upp og lét taka sig.

Siggi Garðars og Sjonni sveifla Bondínu á bak Sudda.....

Þetta var hún Bondína okkar eða 007 sem að fékk að fara ríðandi restina á Sudda sem kippti sér nú ekki upp við það að bera kind í staðinn fyrir mig og dóttluna en sá gamli stóð sig miklu betur en ég átti von á í ár og var bara sprækur.


Hluti af safninum......:)

Ágætlega gekk að draga í sundur þrátt fyrir að við lentum í myrkri og voru þá gsm símarnir dregnir upp til að lesa á númerin.

Sjonni og Valgerður í bakgrunni að spjalla og kjellan brosir í gegnum kuldann:)

Við alheimtum en það voru tvö lömb sem ég var svolítið hrædd um að kæmu kannski ekki heim aftur en það var hún Svört litla sem vóg ekki nema 900 gr þegar að hún fæddist og fótbrotnaði vegna brussugangs móðurinnar en hún kom feit og pattaraleg heim.


Hitt lambið var vanið hér undir eina einlembuna en sú bar 6 tímum áður en hún fékk lamb beint frá annari kind úr Sandgerði og var það alveg ókarað og tók hún því strax.

Svona hef ég aldrei séð áður gert og bjóst nú við því að kindin myndi nú bara berja það í kássu en hún skilaði honum Jóni litla (skírð í höfuðið á Jóni bónda ræktandanum:) heilum og fínum heim aftur:)

8 September.

Búin að fara yfir lömbin og flokka og merkja þau sem eiga að fara í ómskoðun á morgun.Er ekkert alveg í skýjunum með þau blessunin enda vorið kalt og sumarið þurrt með eindæmum og komu þau mjög misjöfn heim.En samt sá ég nokkur í hópnum í dag sem glöddu mitt hjarta:) 6 undan Topp frá Hólabrekku,5 undan Frakk frá Ásgarði og 1 undan Einhamar frá Kiðafelli fara í ómskoðun og Toppur og Frakkur ætla að fylgja börnunum sínum líka.

Svo er bara að krossa putta og vona að maður sé réttu megin við meðaltalið og sé frekar að fara í rétta átt en hitt.
Reyna við E og U.........:)
Eða kannski bara U........:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 977
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 285020
Samtals gestir: 33354
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:50:55