Heimasíða Ásgarðs |
|||||
Færslur: 2006 Október23.10.2006 01:07Góðar móttökur og fótlyftudagur!Í gær fórum við á Grænuhól og heimsóttum Gunnar og Krissu. Þar var frábærlega vel tekið á móti okkur. Krissa fór með okkur stelpurnar í safaríferð og sáum við ca. 200 hestastóð. Sabine og Íris náðu frábærlegum myndum. Við fengum líka að sjá stóðhestana á bænum og voru þeir ekkert slor! Eftir kaffi og kökur var farið í hesthúsið þeirra og sáum við væntanlegar kynbótabombur og eigum við eftir að fylgjast vel með þeim í brautinni í vor. Síðan fórum við í Reiðholt að skoða hrossin þar og ná myndum af Sóley fyrir Corinnu og fjölskyldu. Það var mjög kalt og sólin að setjast. Næst fórum við á Ægisíðu III að skoða folöldin hans Hróks. Auðvitað var þarna folald sem við féllum fyrir. Við skýrðum hann/hana Aladdín. Aladdín óð yfir þúfurnar á hágengu yfirferðatölti! Hvað erum við búnar að koma okkur í? Eftir að hafa tekið myndir í ískulda fórum við til Huldu á Hellu og var hún fljót að koma hitta í okkur aftur með capuccino. Í dag 22.10. fórum við stöllurnar að taka fótlyftumyndir í Ásgarðinum. Það var mjög gaman að sprella í folöldunum og hlupu þau um allt skelfingu lostin Okkur fannst Skinfaxa flottust Gamla rörið mitt hann Biskup var alveg viss um að hann væri líka folald og montaði sig alveg ógurlega!!!!!! 19.10.2006 23:51Enn verið að ormahreinsa!EKKERT smá biluð þessi kelling skín úr augunum á Kóngi Hróksyni og Stórstjörnu Brúnblesadóttur! Enda engin furða þegar að maður tekur uppá því að borða heyið frá skepnunum á þessum síðustu og verstu tímum
Eina folaldið sem ekki kom inn og stóð útí rétt og hló að okkur var hann Heljar en hann hló ekki lengi þegar að Boggi snaraði sér inní réttina með þetta svakalega flotta net sem við strengdum á milli okkar og eftir smá stund þá var allt loft úr kauða og inn hentist hann.Hann fékk sitt ormalyf sá ormur og allar lappir teknar upp. Þristdóttirin var alveg einsog (umferða:) ljós og gerði allt sem hún var beðin um enda alveg frosin greyið af hræðslu.Hún tók engann séns á að vera með neina vitleysu eða streð,lét bara gera allt við sig mótþróalaust þessi elska.Og á endanum borðaði hún bara heyið sitt og þarmeð var hún bara tamin Þór Ögrasonur er minnstur í þessum hópi og alveg einstaklega mikil gunga greyið.Lét öllum illum látum í tökubásnum og þóttist geta sloppið við þetta allt saman.En ekki var það nú svo að hann slyppi við allann pakkann,ormalyf,strokur,settur í gúmmíkarlinn og allar fætur teknar upp.Alveg frábært að handleika folöldin svona og sleppa þeim svo.Það munar alveg svakalega um að vera búin að þessari vinnu því næst þegar að þau koma inn stærri og öflugri þá er nú gott að vita til þess að þau eru vel handleikin og eitthvað búin að læra. Í dag voru svo stóðtittirnir teknir inn og mýldir og ormahreinsaðir.Þeir voru öllu auðveldari viðfangs.Allir voru spreyjaðir og puntaðir fyrir myndatöku svo þeir gljáðu á skrokkinn.Svo voru þeir settir í nýtt hólf og var ætlunin að þeir sýndu okkur fótlyftur og læti en eitthvað gekk það erfiðlega,líklega höfum við verið búnar að svæfa þá með öllu þessu dútli inní hesthúsi! Hér er einn góður í lokin frá henni Sigrúnu hehehehehe......... Fjölskyldan sat við matarborðið á sunnudagskvöldi.
Spurði sonurinn allt í einu. Þegar að konan er á þrítugsaldri eru Á fertugs- og fimmtugsaldrinum Þegar að konan er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við Já, þú horfir og þú grætur !"
spurði dótturin. Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:" Maðurinn gengur í gegnum þrjú stig. Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins og Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins
18.10.2006 00:43Framhald á ormyfsgjöfinniÞað var sko tekið á gúmmíkarlinum í dag skal ég segja ykkur! Hann Fengur Ögrasonur ætlaði ekki að láta í minni pokann fyrir okkur þessum tvífætlingum sem voru að reyna að troða uppí hann sprautu með bleikum vökva í,ojjjjjjjbjakk! Þetta var nú meira skítapakkið sem þarna var á ferðinni.En ormalyfið fór allt ofaní hann og hann fékk að reyna sig við gúmmíkarlinn og allar fætur teknar upp. Fengur er orðinn stór og sterkur strákur enda er Molda mamma dugleg að mjólka ofaní drenginn sinn. Iðunn var öllu rólegri og alveg búin á því eftir smá tog og hopp en þá áttaði hún sig á því að best var að vera stillt og góð stelpa.Það var ekkert mál að taka upp allar fætur á henni og ekkert mál að snerta hana alla.Mér líst vel á hana og er hætt að kalla hana Bananahausinn en hún hefur heldur betur lagast og er ekki með eins mikla merarskál einosg þegar að hún fæddist.Hún er líka orðin ansi stór og stæðileg.Íris og Iðunn voru orðnir hinir mestu mátar og lét Iðunn hana kjassa sig og klappa og stóð einsog tamið hross. Við urðum að játa okkur sigruð á einum fjórum folöldum sem ekki voru á því að láta plata sig inní hesthús en þau fá að bíða með mæðrum sínum í litlu hólfi í nótt og áfram verður haldið á morgun.Þau voru alltof södd og sjálfstæðið orðið mikið og höfðu ekki áhuga á að fylgja mæðrum sínum inní hesthúsið.Þau kölluðu ekki einu sinni í mæður sínar og ekki þær í þau en vonandi hefst þetta á morgun en þau fá ekki strá í nótt að borða og ættu að verða fegin að finna tugguna í stöllunum á morgun. Það var gestkvæmt í Ásgarðinum í dag en fyrir utan okkur Hebba mig,Sabine og Írisi þá komu Gro og dóttir hennar að sækja Bjössa sem kom með flugi frá Noregi í dag.Þeir náttúrulega gátu spjallað um allt sem viðkemur byssum og veiðibráð en Bjössi hafði verið á Dádýraveiðum í Noregi í heilann mánuð! Boggi og Eygló komu einsog hendi væri veifað til að aðstoða við folöldin og var mikið gaman að stússa í kringum hrossin og spá og spekúlera í væntanlegum "heimsmeisturum"hehehehehehe.......Það má nú pæla er þaggi Eftir alla vinnuna í dag var ekki um annað að ræða en panta tvær 18 tommu ofaní liðið og eftir að við sporðrenndum þeim niður þá var auðvitað lagst í tölvuna og farið yfir myndir dagsins en Sabine og Íris gátu ekki sofið fyrir spenningi og voru komnar út klukkan 8:00 í morgun að taka myndir af hestunum.Þær náðu þessum fínu myndum enda birtuskilyrðin alveg frábær í morgun.Hún Sabine er náttúrulega snillingur á Camerunni og tók maður andköf af að horfa á sumar myndirnar! 16.10.2006 21:03Þær eru að koma!
Ég ætla að taka cameruna með á eftir og smella af gellunum þegar að þær koma þrammandi í gegnum tollinn! Skelli inn hér á eftir Þá eru þær komnar gellurnar alla leið frá Þýskalandinu 14.10.2006 00:22Púlli geimhundur!Þetta er hann Púlli minkaveiðihundur með meiru og er líkast því að kauði sé nýkominn frá annari plánetu! Við erum með hann í láni en hann er albróðir hennar Buslu okkar úr sama goti.Þetta er snilldarinnar hundur því hann ekki einungis leitar uppi mink heldur sækir hann í sjó Skarf og kemur með þá að landi fyrir eiganda sinn.Við ætlum að fara á minkaveiðar um helgina ef veður leyfir og förum við þá með Púlla,Töru mömmu hans og Skvettu dóttur Buslu. Buslufréttir: Busla er öll að koma til,hætt að finna mikið fyrir verknum í fætinum og farin að veiða Fiskiflugur með mér hérna heima!Hún fer alveg á límingunum þegar að kellingin tekur upp spaðann og slæ ég flugurnar niður til hennar og hún grípur þær og jóðlar þeim uppí sér og hrækir þeim svo út.Sú er montin af þessum veiðum sínum.Annars liggur hún nú bara á teppunum sínum og er að láta sér batna í rólegheitum.Hún fær Pencillín tvisvar á dag og svo er hún á einhverskonar lyfjum frá Hómópata sem eiga að gera henni gott.Það eru allir að leggjast á eitt með að koma tíkinni til hjálpar og meira að segja fólk frá útlöndum er að gera ýmislegt fyrir hana! Ég var ekkert smá dugleg um daginn,tók til í öllum kanínubúrum sem í eru kanínur og þreif duglega og setti inn nýja hálm hjá öllum.Það er svo gaman að sjá hvað nínurnar verða glaðar að fá inn til sín nýjann hálm,þær þeyta honum um allt búr og skvetta til rassinum einsog beljur að vori:)) Síðan fyllti ég vel af hálmi í allar hestastíurnar og setti svo spænir undir þá líka.Ég nefnilega er komin með 4 hesta inn því að Tangó og Askur voru ekki alveg að geta torgað rúllunni nógu hratt áður en hún fór að skemmast þannig að ég náði í tvö átvögl þeim til aðstoðar við rúllurnar þá Biskup yfirátvagl og Glóa "minn". Samkomulagið er mjög gott útí gerði en fyrst þurfti náttúrulega hann Tangó að kyngreina Biskup og þótti Biskup nóg um hvað hann var marga klukkutíma að átta sig á því að hann væri hestur en ekki hryssa og það hvein og söng í honum gamla mínum hehehehehe.Tangó fannst þetta BARA sniðugt......hann gat látið Biskup syngja hvað eftir annað,bara rétt að snerta hann með snoppunni hehehehehe.Það heyrist hátt í Biskup og halda margir sem hann ekki þekkja að hann sé að ganga frá öðru hestum en sá gamli lyftir ekki löpp eða blakar við öðrum hestum,hann í mesta lagi skellir rassinum í þá og hvín einsog lúður á skipi! Við erum búin að rústa eldhúsinu og nú skal sko koma því í lag á mettíma! Við byrjuðum í dag að tæta það niður og á morgun á svo að fara að smíða hærri sökkul undir svo að hægt sé að koma fyrir uppvöskunarvélinni og líka svo það verði vinnalegt fyrir manneskju í venjulegri hæð við borðið.Mikið hlakkar mig til þegar að þetta er búið. Og svo koma Íris og Sabine á Mánudagskvöldið!!!!!! Ég er að gera herbergið þeirra rosalega flott og næs svo þær njóti sín vel hér og komi aftur og aftur:)) 10.10.2006 00:48Fyrsta ormahreinsunSælt verið fólkið,ég er á lífi elskurnar mínar En það sem helst er í fréttum er að hann Hringur kallinn minn elskulegi gekk ekki alveg heill til skógar á sölusýningunni um daginn,hann er múkkaður þessi ræfill og var hans svar við því að sýna ekki sitt besta og spara flottustu taktana sína í brautinni.Ég heimsótti hann í dag og Sigga Matt sem segir að þetta sé allt í rétta átt og hesturinn að lagast.Það er verið að doktora klárinn með öllum bestu ráðum og allt að gera sig Það er engin smá fótlyfta þarna á ferðinni! bara yfir vinkilinn Pálmi frá Höfnum var ormahreinsaður og bundinn í gúmmíkarlinn og var hann duglegur sá stutti að taka á kallinum hehehe.Hann lærði heilmikið um það hvernig er að vera bundinn og þurfa að sætta sig við það. Ekki slapp hún Frigg frá Ásgarði við að fá ormalyf heldur og sú var dugleg á gúmmíkarlinum!Rosalega er þetta mikilvægt tæki þessi gúmmíkarl,hann sparar manni mikið vesen og óþarfa uppákomur við það þegar að hross taka sig til og slíta sig laus af manni þegar að þeim hentar.Og auðvitað voru allar lappir teknar upp og voru folöldin orðin svo þæg og góð eftir allar þessar kúnstir hjá okkur Eygló eftir daginn. Við tókum okkur til um daginn og slátruðum þremur af heimalningunum.Hrússarnir voru ansi þungir og fínir,vógu 17 kg annar þeirra og hinn 17.5 kg.Nú er staðan þannig hjá okkur að við ætlum að vera með kindur og prófa okkur áfram með þetta og fáum við góða aðstoð frá vinkonu minni henni Valgerði sem er fjármálaráðfrúin mín Buslufréttir: Busla er búin að fara tvisvar sinnum í geislana sína og er komin aftur á Pencillín því það er sýking í beininu og kannski ekki furða þó að hún hafi verið að kveinka sér og ekki viljað nota fótinn sinn.Svo er hún á Kalktöflum til að flýta fyrir beinmyndum og vinna geng beineyðingunni sem hefur orðið hjá henni.Hún stendur sig einsog hetja hjá XXX og þarf engin róandi lyf svo hægt sé að vinna með hana í öllum þessum tækjum.Hún bara snýr eða liggur kyrr einsog hún er beðin um.Litla hetjan mín er hægt og bítandi að sýna merki um að hún finni ekki eins til og er farin að gera ýmislegt sem ég hef ekki séð hana gera lengi.Sem betur fer þá reynir hún ekki að stíga í fótinn ennþá en það skiptir máli að hún geri það EKKI segir XXX á meðan beinið er að taka sig og ná einhverri festu.Hún er hætt á öllum verkjalyfjum og sefur hún vel og hreyfir sig sem minnst.Ég sá strax mikla breytingu á henni Buslu eftir fyrstu geislameðferðina því hún virtist geta slappað betur af og legið afslappað og sofið rólegar.Áður var hún alltaf að skipta um stellingu og svaf ekki vel.Ég get fylgst svo vel með henni því hún sefur á teppi við svefnherbergisdyrnar og þar getur hún sko sofið alveg endalaust þessi elska. 03.10.2006 23:48Hringur og Siggi Matt í stuðiVið Hebbi fórum í bæinn í dag að heimsækja Hring og Sigga Matt.Ekki urðum við fyrir vonbrigðum með klárinn okkar sem er allur að blómstra enda enginn viðvaningur með klárinn í klofinu Hér ætla ég að sitja sem fastast! Siggi og Hringur á fljúgandi tölti.Ekkert smá flott sýning sem við fengum og vil ég þakka henni vinkonu minni Huldu Geirs fyrir að koma og mynda klárinn með mér þrátt fyrir óhagstætt myndaveður í meira lagi.Ég bíð spennt eftir myndunum frá henni en ég tók þessa með minni litlu cameru og var bara nokkuð sátt miðað við aðstæður. Þessi mynd var að berast frá henni Huldu og sýnist mér þetta vera nákvæmlega sama mómentið hjá okkur báðum með camerurnar:) Og hér er önnur góð frá henni HGG Verð að skella hér inn auglýsingu frá Víðidals-rétt" Hringur verður á þessari sölusýningu og hlakkar mig mikið til að mæta á svæðið og sýna mig og sjá aðra.
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is