Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2021 Október

31.10.2021 21:19

Ný gimbur í fjárhúsið og fleira



Friðmunda frá Melabergi

Ég mátti til að bæta við einni gimbur í fjárhúsið og það í lit.
Fékk gefins (mátti ekki borga) þessa fallegu móbotnóttu fegurðardís en hún kemur frá Melabergi.Friðbjörn vinur minn gaf mér hana og er ég himinlifandi með gripinn.
Hún er undan Bíld sem kom frá Herdísi Leifs en sá hrútur hefur verið að gefa góð lömb hér á Suðurnesjunum.
Móðir hennar er undan Glampa frá Hjarðarfelli sem ég hefði viljað nota meira en hann fór alltof snemma sá hrútur.
Ég á einungis eina kind undan honum og er mjólkurlagnin þar mjög góð.
Gimbrin fékk nafnið Friðmunda því þeir félagar Friðbjörn og Eymundur lögðu saman genin í þennan grip en Eymundur á Bíld og átti einnig Glampa. 
Þannig að hún er skírð í höfðuðið á þeim vinunum.



Bjartur frá Ásgarði

Bjartur stígahæðsti hrúturinn á bænum í haust fer að fara til nýs eiganda á næstu dögum.Hann er kominn í mútur og farinn að kíkja í kringum sig en veit enn ekki alveg að hverju hann er að leita.
Hann á alltof mikið af systrum,frænkum og fleiri skyldmennum hér þannig að við höfum ekki not fyrir hann.



Easter Eggert haninn á bænum

Nú er rólegt í hænsnakofanum og engin egg,vetur genginn í garð hjá hænunum og þær í fríi.
Eflaust endar það með að maður þarf að versla sér egg í búðinni en það gerist ekki nema einu sinni á ári sem betur fer.
Það er svo mikill munur á þeim eggjum og hænum sem fá að fara út daglega þegar að veður leyfir.








30.10.2021 20:10

Kryddjurtir og laukar í þurrk

Púrrulaukurinn komin á þurrkgrind
 
Tiltekt í góðurhúsinu stendur enn yfir og tók ég upp laukana og þreif,skar niður og setti í þurrkofninn.Skar þá frekar smátt niður þannig að þeir urðu þurrir á mjög stuttum tíma.

Rósakálið er alveg að verða tilbúið til neyslu en ég býð með það aðeins lengur

Kryddin komin í merktar krukkur

 
Ég gat ekki á mér setið og gerði fátækrarsúpu sem ég hef ekki smakkað í mörg herrans ár.
Við vinkonurnar í gamla daga gerðum þessa súpu ef þröngt var í búi.
Það grænmeti sem til var notað í það og það skiptið í hana.

 
Í dag notaði ég það sem ég uppskar úr gróðurhúsinu og matjurtakörunum :
Hvítkálshaus 
Skessujurt
Hvítlauk
Púrrulauk
Vorlauk
Avakadó olíu til að steikja grænmetið
Mjólk
Súpukraft frá Oscar
Maizinamjöl til þykkingar eða hveiti ef vill
 

28.10.2021 20:19

Gróðurhús og tilfæringar

Open photo
Ronja aðstoðaði mig við að kíkja undir eitt gras að gamni


Við Ronja Rós vorum komnar út í fyrra fallinu og hleyptum út hænunum,kíktum á lambhrútana sem nú eru reyndar orðnir að sauðum eftir að þeir voru geltir um daginn.

Hólý Mólý og Litli Valur eru hinir hressustu og virðast ekki muna eftir neinu enda voru þeir steinsofandi á meðan á þessum aðgerðum stóð.

Eftir að við vorum búnar í morgunverkunum fórum við í að gera klárt fyrir flutninginn á gróðuhúsinu en ég fékk þá hugmynd að drífa í að rífa út gömlu hellurnar og dýpka það aðeins og láta helluleggja uppá nýtt allt gólfið með stórum gangstéttarhellum sem við eigum.
Gamla hellulögnin er orðin svo sigin og leiðinleg og núna höfum við góðan tíma í að gera þetta.

Næst æddum við Ronja niður í  matjurtakörin niður við hesthús og gróf ég upp kirsuberjatréð mitt af tegundinni Sunburst en hún fær engann frið þar utandyra fyrir vindi og veðrum auk þess sem fuglarnir náðu þessum örfáu kirsuberjum sem komu í haust.
mér tókst að drösla því uppá pikkupinn og inn útfrá þarsem hebbi og Boggi gerðu fyrir mig snilldarinnar gróðuhús þarsem ég fæ frið fyrir öllu veðri inni við með plönturnar mínar.
Þar kom ég trénu í  stóran stamp og vökvaði svo vel.
Ég var svo heppin að fá gefins kirsuberjatré um daginn sem kallast "Sætsúlukirsi "Helena" og standa þessi tvö núna hlið við hlið í sitthvorum stampinum.

Eldaði snemma,lax með kartöflum og miklu smjöri!

27.10.2021 22:53

Haustverkin


Þá er búið að saga dilkana og koma þeim ofaní kistu fyrir veturinn.
Við ákváðum í ár að saga allt alveg niður þannig að engar stórsteikur verða í ár enda erum við bara tvö í heimili.

Lærin fóru því öll í lærisneiðar,hryggirnir í einrifjur og frampartarnir í grillsneiðar og súpukjötsbita og bitasteik/togarasteik.
Grillsneiðarnar voru forkryddaðar með hvítlaukskryddi sem keypt var hjá Samhentum Garðabæ.

Af fullorðnu tókum við lundir og file sér sem við kryddum með heimaræktuðu timian og rósmarín.

Restin var hökkuð og hluti af hakkinu breyttist í hamborgara sem gott er að grípa á þegar að mikið liggur við.

Dóttirin gerði það gott og breytti slögunum í dýrindis rúllupylsur og einnig hakkaði hún þau niður og forsteikti bollur sem hún frysti svo.


25.10.2021 00:14

Opnaði síðuna aftur!

Ég gafst upp,saknaði ykkar allra hérna megin og opnaði þessa gömlu síðu aftur.
En ég mun reyna að verða duglegri,lofa!

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 217
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280790
Samtals gestir: 32711
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:38:53