Heimasíða Ásgarðs

31.10.2021 21:19

Ný gimbur í fjárhúsið og fleiraFriðmunda frá Melabergi

Ég mátti til að bæta við einni gimbur í fjárhúsið og það í lit.
Fékk gefins (mátti ekki borga) þessa fallegu móbotnóttu fegurðardís en hún kemur frá Melabergi.Friðbjörn vinur minn gaf mér hana og er ég himinlifandi með gripinn.
Hún er undan Bíld sem kom frá Herdísi Leifs en sá hrútur hefur verið að gefa góð lömb hér á Suðurnesjunum.
Móðir hennar er undan Glampa frá Hjarðarfelli sem ég hefði viljað nota meira en hann fór alltof snemma sá hrútur.
Ég á einungis eina kind undan honum og er mjólkurlagnin þar mjög góð.
Gimbrin fékk nafnið Friðmunda því þeir félagar Friðbjörn og Eymundur lögðu saman genin í þennan grip en Eymundur á Bíld og átti einnig Glampa. 
Þannig að hún er skírð í höfðuðið á þeim vinunum.Bjartur frá Ásgarði

Bjartur stígahæðsti hrúturinn á bænum í haust fer að fara til nýs eiganda á næstu dögum.Hann er kominn í mútur og farinn að kíkja í kringum sig en veit enn ekki alveg að hverju hann er að leita.
Hann á alltof mikið af systrum,frænkum og fleiri skyldmennum hér þannig að við höfum ekki not fyrir hann.Easter Eggert haninn á bænum

Nú er rólegt í hænsnakofanum og engin egg,vetur genginn í garð hjá hænunum og þær í fríi.
Eflaust endar það með að maður þarf að versla sér egg í búðinni en það gerist ekki nema einu sinni á ári sem betur fer.
Það er svo mikill munur á þeim eggjum og hænum sem fá að fara út daglega þegar að veður leyfir.
Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 537
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 591
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 50536
Samtals gestir: 2738
Tölur uppfærðar: 28.5.2022 21:53:31